Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 161. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 172  —  161. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um sölu á hlut ríkisins í Jarðböðunum við Mývatn.

Frá Birni Val Gíslasyni og Þuríði Backman.



     1.      Hvert var söluvirði hlutar ríkisins í Jarðböðunum við Mývatn sem seldur var fyrr á árinu og hver var söluhagnaðurinn?
     2.      Hvernig hefur söluandvirðinu verið varið?


Skriflegt svar óskast.