Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 284. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 318  —  284. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um aðgreiningu kynjanna við fæðingu.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvernig hefur sú hefð mótast á fæðingardeildum opinberra sjúkrastofnana að nýfædd stúlkubörn eru klædd í bleikt en drengir í blátt og þeir auðkenndir með bláum armböndum og stúlkur með bleikum?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að þeirri hefð verði breytt á þann veg að nýfædd börn verði ekki aðgreind eftir kyni með bleikum og bláum armböndum og að þau verði framvegis klædd í hvítt eða aðra kynhlutlausari liti?