Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 338  —  1. mál.
Nefndarálitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.    Störf nefndarinnar við afgreiðslu frumvarpsins hafa verið með hefðbundnum hætti. Nefndin hóf störf 12. september sl. og átti viðtöl við fulltrúa sveitarfélaga sem gerðu henni grein fyrir erindum sínum. Þá hefur nefndin kallað fyrir fulltrúa ráðuneyta og einstakra stofnana.
    Frá því að nefndin hóf störf við afgreiðslu frumvarpsins hefur hún haldið 31 fund og átt viðtöl við fjölmarga aðila. Fulltrúar frá fjármálaráðuneyti komu á fund nefndarinnar til viðræðna um tekjuhlið frumvarpsins.
    Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. þingskapa getur fjárlaganefnd vísað til annarra fastanefnda þeim þáttum fjárlagafrumvarpsins sem fjalla um málefnasvið þeirra. Með bréfi dags. 10. október sl. óskaði nefndin eftir álitum fastanefnda þingsins um þá þætti frumvarpsins sem varða málefnasvið hverrar um sig. Nefndirnar hafa skilað álitum og eru þau birt sem fylgiskjöl með nefndarálitinu eins og fyrir er mælt í þingsköpum.
    Nefndin hefur lokið afgreiðslu flestra þeirra erinda sem henni bárust. Breytingartillögur þær sem eru til umfjöllunar við 2. umræðu nema samtals 1.267,9 m.kr. til hækkunar á sundurliðun 2.
    Hér verður fyrst gerð grein fyrir meginbreytingum sem varða tekjuhlið frumvarpsins. Þá er gerð grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til á sundurliðunum.
    Í endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis er gert ráð fyrir að tekjur verði 469.326,8 m.kr. sem er 8.158,4 m.kr. hækkun frá frumvarpinu. Tekjujöfnuður verður 37.704 m.kr. sem er hækkun um 6.890,5 m.kr.
    Að lokum er gerð grein fyrir breytingu sem lögð er til á 5. gr. frumvarpsins um lántökur, endurlán og ríkisábyrgðir.
    Við myndun ríkisstjórnar sl. vor voru sett áform um endurskipulagningu á verkaskiptingu ráðuneyta. Ákveðið var að sameina tvö ráðuneyti í eitt, þ.e. ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar, og breyta Hagstofu Íslands úr ráðuneyti í sjálfstæða ríkisstofnun. Breytingartillögur meiri hlutans og skýringar í nefndaráliti eru á sama fjárlaganúmeragrunni og frumvarpið. Þá hefur verið flutt sérstakt frumvarp um breytta verkaskiptingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Í breytingartillögu á sérstöku þingskjali eru fjárlagaliðir færðir til í samræmi við þau lagafrumvörp.
    Meiri hlutinn þakkar fulltrúum stjórnarandstöðunnar í nefndinni fyrir mjög gott samstarf, svo og starfsfólki nefndasviðs Alþingis sem lagt hefur á sig ómælda vinnu. Þá hefur nefndin notið aðstoðar Ríkisendurskoðunar og fjármálaráðuneytis. Einnig hafa einstök ráðuneyti veitt nefndinni upplýsingar og aðstoð.SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR


00 Æðsta stjórn ríkisins

        Lagt er til að fjárheimild æðstu stjórnar ríkisins verði aukin um 469,9 m.kr.
201     Alþingi.
        1.06
Almennur rekstur. Lögð er til 32 m.kr. hækkun á liðnum. Er það annars vegar 27 m.kr. hækkun til lagfæringar á launagrunni á skrifstofu Alþingis og hins vegar 5 m.kr. hækkun til sérstaks átaks í skjalastjórnun með ráðningu starfsmanns í verkefnið.
        1.07
Sérverkefni. Lögð er til 11,1 m.kr. hækkun á liðnum til þriggja verkefna. Í fyrsta lagi er gerð tillaga um 6 m.kr. hækkun til reksturs fjarvinnslu á Ólafsfirði. Í öðru lagi er tillaga um 4 m.kr. tímabundið framlag til ritunar sögu þingræðis. Loks er gerð tillaga um 1,1 m.kr. tímabundið framlag til reksturs Hins íslenska þjóðvinafélags.
        1.09 Breytingar á þingsköpum og bætt starfsaðstaða þingmanna.
Gerð er tillaga um 98,8 m.kr. hækkun á framlagi til Alþingis til að bæta starfsaðstöðu þingmanna. Gert er ráð fyrir að ráða þrjá nýja nefndarritara og aðstoðarmenn fyrir formenn stjórnarandstöðuflokkanna, auk þess sem gert er ráð fyrir sérstöku framlagi til aðstoðar fyrir þingmenn í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum. Þá er gert ráð fyrir meiri þátttöku stjórnarandstöðu í alþjóðastarfi og auknum ferðakostnaði því samfara.
        1.10
Rekstur fasteigna. Gerð er tillaga um 17 m.kr. framlag vegna hækkunar á kostnaði við rekstur húsnæðis Alþingis. Taka þurfti á leigu meira skrifstofuhúsnæði og geymsluhúsnæði vorið 2007 auk þess sem rekstrarkostnaður húsa Alþingis hefur hækkað umfram almennar verðlagshækkanir undanfarin tvö ár.
        6.21
Fasteignir. Lagt er til að veitt verði tímabundið framlag að fjárhæð 250 m.kr. til viðgerða og endurbóta á húsinu Skjaldbreið.
610     Umboðsmaður Alþingis.
        1.01
Umboðsmaður Alþingis. Gerð er tillaga um 16 m.kr. hækkun til leiðréttingar á launagrunni hjá umboðsmanni Alþingis.
                  Jafnframt er gerð tillaga um 5 m.kr. tímabundna fjárveitingu sem er annars vegar vegna kostnaðar sem fellur til við flutning embættisins í annað húsnæði árið 2008 og hins vegar til sérstakrar afmælisútgáfu í tilefni 20 ára afmælis embættisins.
620     Ríkisendurskoðun.
        1.01
Ríkisendurskoðun. Gerð er tillaga um 19 m.kr. hækkun framlaga til stofnunarinnar til að sinna nýjum verkefnum á sviði fjárhagsendurskoðunar. Á undanförnum missirum hafa stofnuninni verið falin ný eftirlitsverkefni, svo sem eftirlit með fjármálum stjórnmálaflokka og vottun á vegum ESA um aðgreiningu kostnaðar Ríkisútvarpsins ohf. milli almannaþjónustu og annarrar starfsemi. Þá hafa verið tekin í notkun skráningarkerfi hjá stofnunum mennta- og heilbrigðismála vegna upplýsinga sem notaðar eru til að ákvarða framlög til þeirra.
                  Þá er gerð tillaga um 9,5 m.kr. hækkun framlaga til að auka vinnuframlag vegna stjórnsýsluendurskoðunar um eitt stöðugildi.
        6.21
Fasteignir. Gerð er tillaga um 11,5 m.kr. tímabundið framlag vegna framkvæmda við húsnæði Ríkisendurskoðunar að Skúlagötu 57 sem er í eigu Fasteigna ríkisins. Unnið hefur verið að því að innrétta húsnæðið og hafa framkvæmdirnar á þessu ári verið fjármagnaðar með ónýttum fjárheimildum liðinna ára.

01 Forsætisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild forsætisráðuneytis verði aukin um 241,2 m.kr.
101     Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa. Gerð er tillaga um 3,8 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
190     Ýmis verkefni.
        1.22
Ráðgjöf vegna breytinga í heilbrigðis- og tryggingamálum. Gerð er tillaga um 30 m.kr. tímabundið framlag vegna ráðgjafarkostnaðar við undirbúning breytinga í heilbrigðis- og tryggingamálum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir umtalsverðum breytingum á skipulagi heilbrigðis- og tryggingamála, sem m.a. fela í sér flutning verkefna frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti til félagsmálaráðuneytis. Um er að ræða ráðgjöf innlendra og erlendra sérfræðinga til verkefnisstjórnar sem hefur yfirumsjón með framvindu verksins. Verkefni ráðgjafanna snýr m.a. að greiningu á starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins, tillögugerð að skipulagningu og framkvæmd nauðsynlegra breytinga vegna uppskiptingar stofnunarinnar og endurskoðun á skipulagi og fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Vinna við verkefnið hófst sl. sumar og því er einnig gert ráð fyrir framlagi til þess í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007.
        1.90
Ýmis verkefni. Lagt er til 5 m.kr. framlag til fræðslustarfsemi í Sesseljuhúsi, umhverfisseturs Sólheima. Um er að ræða tímabundið framlag árið 2008 þar til nýr samningur um starfsemi umhverfissetursins verður gerður.         
203     Fasteignir Stjórnarráðsins.
        6.25
Endurbætur bygginga Stjórnarráðsins. Lagt er til að veitt verði 195 m.kr. tímabundið framlag til að mæta kostnaði við breytingar á húsnæði ráðuneyta vegna sameiningar ráðuneyta og tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands. Um er að ræða breytingar á 5. og 6. hæð í Sjávarútvegshúsi vegna sameiningar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og flutning landbúnaðarráðuneytis af Sölvhólsgötu í Sjávarútvegshús auk flutnings viðskiptaráðuneytis úr Arnarhvoli í Sölvhólsgötu 7. Ráðast þarf í gagngerar endurbætur á 5. hæð Sjávarútvegshússins, enda er mjög langt síðan það húsnæði var endurnýjað og skipulag húsnæðisins á sínum tíma sniðið að þörfum Hafrannsóknastofnunarinnar sem þar hefur verið til húsa. Breytingar á öðru húsnæði eru minni í sniðum. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón og eftirlit með framkvæmdunum og gerir áætlun ráð fyrir að heildarkostnaður verði 235 m.kr., sem skiptist með þeim hætti að 195 m.kr. falli til árið 2008 og 40 m.kr. árið 2007.
                  Jafnframt er farið fram á 15 m.kr. tímabundið framlag til að hefja undirbúning að nýbyggingu á lóð forsætisráðuneytisins á Stjórnarráðsreit.

02 Menntamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði aukin um 1.552,5 m.kr.
101     Menntamálaráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Menntamálaráðuneyti, aðalskrifstofa. Gerð er tillaga um 9,1 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
201     Háskóli Íslands.
        1.01
Háskóli Íslands. Gerð er tillaga um alls 35,4 m.kr. hækkun á liðnum vegna þriggja verkefna. Er það í fyrsta lagi 20 m.kr. tímabundið framlag til Háskólasetursins í Vestmannaeyjum vegna hafrannsókna. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
                  Í öðru lagi er lagt er til að veitt verði 14 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til að styrkja háskóla- og frumkvöðlasetrið á Hornafirði. Gert er ráð fyrir ráðningu tveggja nýrra starfsmanna til setursins, m.a. með áherslu á styrkingu starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er jafnframt gert ráð fyrir 4 m.kr. framlagi til verkefnisins. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
                  Loks er lagt til að veita Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands 1,4 m.kr. tímabundið framlag til fjarkennslu í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu.
210     Háskólinn á Akureyri.
        1.01
Háskólinn á Akureyri. Gerð er tillaga um 75 m.kr. framlag til styrktar núverandi stöðu og til styrkingar á rekstrargrunni Háskólans á Akureyri.
299     Háskóla- og rannsóknastarfsemi.
        1.73
Reykjavíkurakademían. Gerð er tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til evrópsks samstarfsverkefnis í handritafræðum, „Scribal Culture“. Auk þess er lagt til að 0,3 m.kr. fjárheimild verði millifærð af viðfangsefninu 02-299-1.91 Háskólar, óskipt, til akademíunnar vegna hagræðingarkröfu í frumvarpinu sem rétt þykir að gangi til baka. Hækkar liðurinn því alls um 3,3 m.kr.
        1.91
Háskólar, óskipt. Lagt er til að veitt verði óskipt fjárheimild að fjárhæð 90 m.kr. á þessum lið. Fjárheimildin er ætluð til að mæta hugsanlegum frávikum í forsendum áætlana um fjölda nemendaígilda í reiknuðum framlögum til háskóla ef þörf reynist fyrir það og verður þá úthlutað af henni þegar nánari upplýsingar liggja fyrir um fjölda námsmanna.
                  Lagt er til að 0,3 m.kr. fjárheimild verði millifærð héðan yfir á viðfangsefnið 02-299- 1.73 Reykjavíkurakademían vegna hagræðingarkröfu í frumvarpinu sem rétt þykir að gangi til baka.
318     Framhaldsskólar, stofnkostnaður.
        6.90
Byggingarframkvæmdir, óskipt. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til Iðnskólans í Hafnarfirði til hönnunarkostnaðar vegna stækkunar skólans.
        6.95
Tæki og búnaður, óskipt. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til tækjabúnaðar fyrir framhaldsskóladeildina á Patreksfirði.
319     Framhaldsskólar, almennt.
        1.33
Myndlistarskólinn Akureyri. Gerð er tillaga um 5 m.kr. hækkun framlaga til Myndlistarskólans á Akureyri.
        1.34
Myndlistarskólinn í Reykjavík. Gerð er tillaga um 5 m.kr. hækkun framlaga til Myndlistarskólans í Reykjavík.
        1.90
Framhaldsskólar, óskipt. Gerð er tillaga um alls 215 m.kr. hækkun á þessum lið. Í fyrsta lagi er lagt til að veitt verði 140 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til frumgreinadeilda á Suðurnesjum og Vestfjörðum vegna nemendaígilda. Gert er ráð fyrir að framlagið hækki um 10 m.kr. árið 2009 og verði 150 m.kr. Gert er ráð fyrir að alls verði 302 m.kr. varið í þessu skyni á árunum 2007–2009 og í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir 12 m.kr. framlagi. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
                  Í öðru lagi er lögð til 60 m.kr. fjárheimild til að standa straum af útgjöldum sem leiðir af lögfestingu á frumvörpum um þróun og uppbyggingu í starfi framhaldsskólanna. Þar á meðal eru áform um aukið námsframboð í formi almennrar brautar til að draga úr brottfalli, að fræðsluskylda verði lengd til 18 ára aldurs og nýtt einingakerfi og færslu námsbrautarlýsinga. Um er að ræða útgjöld fyrsta árið eftir að lögin taka gildi. Þegar allar breytingar samkvæmt lögunum hafa komið að fullu til framkvæmda má reikna með því að útgjaldaaukningin verði orðin um 1.500 m.kr.
                  Í þriðja lagi er lagt til að veitt verði 15 m.kr. tímabundið framlag til að flýta uppbyggingu nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er jafnframt gert ráð fyrir 5 m.kr. framlagi í þessu skyni. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
355     Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum.
        1.01
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Lagt er til að veitt verði 10 m.kr. tímabundið framlag til Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum vegna íþróttabrautar. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er jafnframt gert ráð fyrir 5 m.kr. framlagi. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
356     Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.
        1.01
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra. Lagt er til að veitt verði 15 m.kr. tímabundið framlag til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til eflingar námsframboðs. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er jafnframt gert ráð fyrir 5 m.kr. framlagi. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
361     Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu.
        1.01
Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu. Lagt er til að veitt verði 5 m.kr. tímabundið framlag til skólans vegna fjarnáms. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er jafnframt gert ráð fyrir 2 m.kr. framlagi. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
451     Símenntun og fjarkennsla.
        1.19
Námsframboð og starfsþjálfun í framhaldsskólum og símenntunarstöðvum. Óskað er eftir 100 m.kr. tímabundnu framlagi í þróunarsjóð sem ætlaður er til að efla námsframboð og náms- og starfsþjálfun í framhaldsskólum og símenntunarstöðvum á landsbyggðinni. Sjóðnum verður jafnframt ætlað að styrkja náms- og starfsráðgjöf, m.a. í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Áformað er að verja samtals 200 m.kr. til verkefnisins og er gert ráð fyrir jafnháu framlagi í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
                  Lagt er til að framlag til símenntunarstöðva á landsbyggðinni verði hækkað og hækka því eftirfarandi níu liðir um 3,7 m.kr. hver :
                   1.21 Símenntunarstöð á Vesturlandi.
                  1.22
Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
                   1.23 Farskóli Norðurlands vestra.
                  1.24
Símenntunarstöð Eyjafjarðar.
                  1.25
Fræðslumiðstöð Þingeyinga.
                  1.26
Fræðslunet Austurlands.
                  1.27
Fræðslunet Suðurlands.
                  1.28
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
                  1.29
Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja.
        1.22
Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Til viðbótar við framangreinda 3,7 m.kr. hækkun er lagt til að veitt verði 5 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða vegna Suðurfjarða. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er jafnframt gert ráð fyrir 5 m.kr. framlagi. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
        1.31
Fræða- og þekkingarsetur. Gerð er tillaga um framlag til fjögurra verkefna, alls að fjárhæð 14 m.kr.
                  Í fyrsta lagi er gerð tillaga um 1 m.kr. framlag til að stofna Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í landnýtingu.
                  Í öðru lagi er gerð tillaga um 6 m.kr. framlag til reksturs Fornleifaskóla Vestfjarða í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.
                  Í þriðja lagi er gerð tillaga um 5 m.kr. framlag til rannsókna- og fræðasetursins á Austurlandi. Meginviðfangsefni þess verður samfélagsþróun í alþjóðlegu og staðbundnu samhengi og verður það fyrsta setur Háskóla Íslands á sviði félagsvísinda á landsbyggðinni.
                  Í fjórða lagi er gerð er tillaga um 2 m.kr. tímabundið framlag til Þekkingarsetursins á Egilsstöðum til að undirbúa stofnun nýsköpunarseturs.
         1.33 Námsflokkar Hafnarfjarðar, miðstöð símenntunar. Gerð er tillaga um 8 m.kr. framlag til Námsflokka Hafnarfjarðar, miðstöðvar símenntunar, vegna kennslu í leikskólafræðum í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
551     Hússtjórnarskólinn Hallormsstað.
        1.01
Hússtjórnarskólinn Hallormsstað. Gerð er tillaga um 2 m.kr. tímabundið framlag til reksturs skólans.
872     Lánasjóður íslenskra námsmanna.
        1.01
Lánasjóður íslenskra námsmanna. Gerð er tillaga um 50 m.kr. lækkun á liðnum vegna endurskoðunar á forsendum um gengi og útlán.
901     Fornleifavernd ríkisins.
        1.01
Fornleifavernd ríkisins. Gerðar eru fjórar tillögur til hækkunar á liðnum sem nema alls 11,5 m.kr.
                   Í fyrsta lagi er gerð tillaga um 6 m.kr. hækkun framlaga vegna minjavarða.
                  Í öðru lagi er gerð tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til endurreisnar Þorláksbúðar í Skálholti.
                  Í þriðja lagi er gerð tillaga um 2 m.kr. tímabundið framlag til að endurhlaða hluta af Skagagarðinum.
                  Í fjórða lagi er gerð tillaga um 0,5 m.kr. tímabundið framlag til endurbyggingar á þurrkhjalli við Reyki á Reykjaströnd.
902     Þjóðminjasafn Íslands.
        1.01
Þjóðminjasafn Íslands. Gerð er tillaga um 12 m.kr. tímabundið framlag vegna fjarvinnslu, annars vegar 6 m.kr. til Landvistar á Húsavík og hins vegar 6 m.kr. til Forsvars á Hvammstanga.
        1.10
Byggða- og minjasöfn. Gerð er tillaga um 52 m.kr. tímabundna hækkun á liðnum vegna eftirfarandi verkefna:
                   10 m.kr. tímabundið framlag til Hins þingeyska fornleifafélags til fornleifarannsókna í Suður-Þingeyjarsýslu,
                   7 m.kr. tímabundið framlag til frágangs fornminja í Skálholti. Á árunum 2002–2006 vann hópur fornleifafræðinga að umfangsmiklum rannsóknum á biskupshúsi og skóla sunnan Skálholtsdómkirkju en ganga þarf frá svæðinu sem rannsakað hefur verið svo að það verði aðgengilegt ferðamönnum og öðrum gestum.
                   5 m.kr. tímabundið framlag til fornleifarannsókna og nýsköpunar í menningartengdri ferðaþjónustu í Dölum og Barðastrandasýslu,
                   5 m.kr. tímabundið framlag til Fornleifastofnunar Íslands til úrvinnslu fornleifarannsókna sem gerðar voru í Skálholti árin 2002–2007,
                   5 m.kr. tímabundið framlag til Hólarannsóknarinnar til áframhaldandi fornleifarannsókna á Hólum í Hjaltadal,
                   4 m.kr. tímabundið framlag til endurbyggingar Kolkuóss í Skagafirði,
                   4 m.kr. tímabundið framlag til Fornleifafræðistofunnar til að halda áfram uppgreftri eyðibýlisins Bæjar við Salthöfða í Öræfasveit,
                   3 m.kr. tímabundið framlag til Menningarsetursins að Útskálum til fornleifarannsókna við gamla prestssetrið að Útskálum,
                   3 m.kr. tímabundið framlag til Arnfirðingafélagsins til rannsókna á menningarsögulegum minjum í Hringsdal og nágrenni,
                   3 m.kr. tímabundið framlag til Hólarannsóknarinnar í Háskólanum á Hólum til að halda áfram fornleifauppgreftri á tanganum við Kolkuós (Kolbeinsárós),
                   2 m.kr. tímabundið framlag til Byggðasafns Skagfirðinga til fornleifarannsókna í Skagafirði,
                   1 m.kr. tímabundið framlag til Minjasafnsins á Burstarfelli til verkefnisins Álfkonan og fleiri þjóðsögur.
903     Þjóðskjalasafn Íslands.
        1.01
Þjóðskjalasafn Íslands. Gerð er tillaga um 100 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til grunnskráningar og endurskráningar á lítt skráðum eða óskráðum skjalasöfnum og til að vinna að stafrænni gerð manntala. Með verkefninu er ætlunin að bæta aðgengi almennings, fræðimanna og opinberra stofnana að mikilvægum réttar- og menningarsögulegum heimildum með hjálp upplýsingatækni. Er gert ráð fyrir að 20 störf á ári skapist vegna verkefnisins sem unnin verða m.a. í samstarfi við héraðsskjalasöfnin á Ísafirði, Sauðárkróki og Húsavík. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er jafnframt sótt um 40 m.kr. framlag til verkefnisins. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
919     Söfn, ýmis framlög.
        1.10
Listasafn ASÍ. Gerð er tillaga um að hækka framlög til Listasafns ASÍ um 1 m.kr. 1.11 Nýlistasafn. Gerð er tillaga um 2 m.kr. tímabundið framlag til Nýlistasafnsins í tilefni 30 ára afmælis safnsins árið 2008.
        1.12
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Gerð er tillaga um 2,5 m.kr. hækkun á framlögum til safnsins en þar af er 1 m.kr. tímabundið framlag til viðgerða á byggingum safnsins.
        1.90
Söfn, ýmis framlög. Gerð er tillaga um 15,6 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
        6.90
Söfn, ýmis stofnkostnaður. Gerð er tillaga um 33 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
969     Menningarstofnanir, viðhald og stofnkostnaður.
        6.23
Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík. Gerð er tillaga um 75 m.kr. tímabundið framlag vegna eftirlits með hönnun og framkvæmdum í tengslum við byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar. Er tillagan í samræmi við samkomulag milli ríkisins og Reykjavíkurborgar dags. 21. desember 2004. Áætlað er að kostnaður verði 75 m.kr. á árinu 2008 og er jafnframt gert ráð fyrir 75 m.kr. framlagi til verkefnisins í fjáraukalögum fyrir árið 2007.
        6.95
Menningarhús. Gerð er tillaga um 10 m.kr. tímabundið framlag til endurbóta á Tjarnarborg sem ætlunin er að gera að sameiginlegu menningarhúsi byggðarlaganna Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
971     Ríkisútvarpið.
        1.10
Ríkisútvarpið, afnotagjöld. Lagt er til að fjárheimild vegna afnotagjalda sem renna til Ríkisútvarpsins verði hækkuð um 171 m.kr. sem er leiðrétting á frumvarpinu. Í frumvarpinu var fjárheimildin lækkuð um sömu fjárhæð þar sem talið var að innifalið í henni væri virðisaukaskattur sem átti að lækka. Við nánari skoðun á bókhaldi hefur komið í ljós að svo er ekki og átti fjárheimildin því ekki að lækka.
                  Þá er lagt til að framlag úr mörkuðum tekjustofni félagsins hækki um 110 m.kr. vegna hækkunar á afnotagjöldum. Miðað er við að afnotagjöldin hækki um 4% frá 1. desember 2007.
974     Sinfóníuhljómsveit Íslands.
        1.01
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lagt er til að framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hækki um 15 m.kr. til að mæta auknum kostnaði, bæði vegna tveggja nýrra stöðugilda og hækkunar húsaleigu.
979     Húsafriðunarnefnd.
        6.10
Húsafriðunarsjóður. Gerð er tillaga um 155 m.kr. tímabundna hækkun á liðnum til eftirfarandi verkefna:
                Aldamótabærinn Seyðisfjörður     1 m.kr.
                Árnes á Skagaströnd     1 m.kr.
                Bíldudalskirkja     3 m.kr.
                Bryggjuhús á Wathnestorfunni á Seyðisfirði     4 m.kr.
                Dagsbrún, gamla félagsheimilið í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum     2 m.kr.
                Einarshús í Bolungarvík     3 m.kr.
                Eyrardalsbærinn í Súðavíkurhreppi     3 m.kr.
                Faktorshúsið á Djúpavogi     8 m.kr.
                Faktorshúsið í Neðstakaupstað, Ísafirði     1 m.kr.
                Friðbjarnarhús á Akureyri     5 m.kr.
                Gamla kaupfélagshúsið á Breiðdalsvík     6 m.kr.
                Gamla kjötfrystihúsið í Norðurfirði á Ströndum     1 m.kr.
                Gamla prestssetrið að Útskálum     1 m.kr.
                Gamla verslunarhúsið í Króksfjarðarnesi     2 m.kr.
                Gamla verslunarhúsið í Skarðsstöð     1 m.kr.
                Garðahús á Akranesi     1 m.kr.
                Geirsstaðir á Akranesi     1 m.kr.
                Gudmanns Minde, Gamli spítali, á Akureyri     5 m.kr.
                Héðinshöfðahúsið á Tjörnesi     3 m.kr.
                Hlaðan Skjaldbreið, Vogum     1 m.kr.
                Hlíðarhús á Siglufirði     1 m.kr.
                Hólskirkja í Bolungarvík     5 m.kr.
                Hótel Framtíð á Djúpavogi     3 m.kr.
                Hraunsrétt í Aðaldal     2 m.kr.
                Jakútískt menningarhús     2 m.kr.
                Kaupfélagshúsið, elsta íbúðarhúsið á Höfn í Hornafirði     1 m.kr.
                Kaupvangur í Vopnafirði     2 m.kr.
                Kálfatjarnarkirkja     2 m.kr.
                Keldnakirkja     2 m.kr.
                Ketukirkja á Skaga     2 m.kr.
                Krambúðin í Neðstakaupstað, Ísafirði     1 m.kr.
                Kvennaskólahúsið á Blönduósi     5 m.kr.
                Menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar, Duus-hús     5 m.kr.
                Miðstræti 3, elsta húsið á Bolungarvík     1 m.kr.
                Mikligarður, verbúð á Höfn í Hornafirði     1 m.kr.
                Mjallargata 5 á Ísafirði     1 m.kr.
                Norræna húsið     1 m.kr.
                Ólafsdalsfélagið, menningarverðmæti í Ólafsdal     2 m.kr.
                Pakkhús sem hýsir mótorbátinn Skaftfelling     1 m.kr.
                Pakkhúsið á Flateyri     2 m.kr.
                Pakkhúsið á Vatneyri     2 m.kr.
                Pompei norðursins     2 m.kr.
                Prestssetrið á Brjánslæk     2 m.kr.
                Salthúsið á Þingeyri     6 m.kr.
                Sandahús á Akranesi     1 m.kr.
                Síldarverksmiðjan í Djúpuvík á Ströndum     2 m.kr.
                Skaftholtsréttir     2 m.kr.
                Skarðsrétt í Kaldrananeshreppi     2 m.kr.
                Skemma á Reyðarhlein á Dröngum á Ströndum norður     1 m.kr.
                Skjaldborgarhúsið á Patreksfirði     2 m.kr.
                Skólahúsið í Þingborg     1 m.kr.
                Skólahúsið Norðurkot, Vogum     2 m.kr.
                Smiðjan á Bíldudal     1 m.kr.
                Staður í Reykhólasveit     1 m.kr.
                Stóra-Laugardalskirkja í Tálknafirði     4 m.kr.
                Sýslumannshúsið að Kornsá í Vatnsdal     1 m.kr.
                Tjöruhúsið í Neðstakaupstað, Ísafirði     1 m.kr.
                Torfbærinn að Austur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa     1 m.kr.
                Tónlistarskóli Ísafjarðar við Austurveg 11, Ísafirði     1 m.kr.
                Turnhúsið í Neðstakaupstað, Ísafirði     1 m.kr.
                Uppsalir í Selárdal, hús Gísla í Uppsölum     2 m.kr.
                Vatneyrarbúð á Patreksfirði     1 m.kr.
                Verslunarhúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði     5 m.kr.
                Verslunarhúsin í Englendingavík í Borgarnesi     5 m.kr.
                Vesturgata 32, Hafnarfirði     2 m.kr.
                Vélsmiðjan á Þingeyri     3 m.kr.
                Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar, Seyðisfirði     2 m.kr.
                Wathnehúsið á Akureyri     2 m.kr.
                Þiljuvellir 11 í Neskaupstað     1 m.kr.
                Þórshamar Seyðisfirði     1 m.kr.
982     Listir, framlög.
        1.22
Starfsemi áhugaleikfélaga. Gerð er tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til Draumasmiðjunnar til að byggja upp leikhús heyrnarlausra, „döff-leikhús“, og undirbúa alþjóðlegu döff-leiklistarhátíðina „Draumar 2009“.
                   Þá er gerð tillaga um 3 m.kr. hækkun á framlagi til starfsemi áhugaleikfélaga.
        1.23
Bandalag íslenskra leikfélaga. Gerð er tillaga um 3 m.kr. hækkun á framlagi til Bandalags íslenskra leikfélaga.
        1.24
Starfsemi atvinnuleikhópa. Gerð er tillaga um 6 m.kr. hækkun á framlagi til starfsemi atvinnuleikhópa, en þar af eru 3 m.kr. rekstrarframlag til skrifstofu Sjálfstæðu leikhúsanna.
        1.29
Íslenska tónverkamiðstöðin. Lagt er til að veitt verði 1,5 m.kr. tímabundið framlag til þriggja verkefna á vegum tónverkamiðstöðvarinnar: 0,5 m.kr. til rannsókna vegna endurskoðaðrar útgáfu bókarinnar New Music in Iceland eftir Göran Bergendal, 0,5 m.kr. vegna kostnaðar við að tölvusetja Eddu II eftir Jón Leifs og koma verkinu þar með í flutningshæft form og 0,5 m.kr. til að vinna nýja gerð af Sögusinfóníu op. 26 eftir Jón Leifs.
        1.90
Listir. Gerð er tillaga um 12,3 m.kr. tímabundna lækkun liðarins vegna millifærslu á aðra menningarliði og er sundurliðun liðarins sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
983     Ýmis fræðistörf.
        1.11
Styrkir til útgáfumála. Gerð er tillaga um 18,8 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans. 1.17 Launasjóður höfunda fræðirita. Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundna hækkun á framlagi til launasjóðs höfunda fræðirita.
        1.52
Skriðuklaustur. Gerð er tillaga um 7 m.kr. tímabundið framlag til fornleifarannsókna á klaustrinu sem starfrækt var á Skriðu í Fljótsdal 1493–1554 en rannsókn þar hefur staðið yfir síðan 2002.
984     Norræn samvinna.
        1.90
Norræn samvinna. Gerð er tillaga um 1,5 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
988     Æskulýðsmál.
        1.12
Ungmennafélag Íslands. Gerð er tillaga um 25 m.kr. tímabundið framlag til félagsins til reksturs ungmenna- og tómstundabúða að Laugum í Sælingsdal sem reknar eru í samvinnu við Dalabyggð og Saurbæjarhrepp.
        1.13
Bandalag íslenskra skáta. Lagt er til að framlög til skáta hækki alls um 12 m.kr. Í fyrsta lagi er gerð tillaga um 7 m.kr. framlag til að gera bandalaginu kleift að hafa þjónustumiðstöðvar á landsbyggðinni en hugmyndin er að hafa stöð á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Reykjanesi.
                  Í öðru lagi er gerð tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag vegna landsmóts skáta árið 2008 sem verður haldið að Hömrum við Akureyri.
                  Loks er gerð tillaga um 2 m.kr. hækkun á rekstrarstyrk til Bandalags íslenskra skáta.
        1.17
Landssamband KFUM og KFUK. Gerð er tillaga um 8 m.kr. hækkun á styrk til KFUM og KFUK á Íslandi.
        1.90
Æskulýðsmál. Gerð er tillaga um 0,3 m.kr. tímabundna lækkun liðarins vegna millifærslu á aðra mennta- og menningarliði og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
989     Ýmis íþróttamál.
        1.10
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Gerð er tillaga um 5 m.kr. framlag vegna þjónustumiðstöðva ÍSÍ og jafnframt er gerð tillaga um 3 m.kr. hækkun á rekstrarstyrk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Liðurinn hækkar þannig um 8 m.kr.
        1.14
Íþróttasamband fatlaðra. Gerð er tillaga um 1 m.kr. hækkun á framlagi til Íþróttasambands fatlaðra vegna aukins umfangs starfseminnar.
        1.21
Skáksamband Íslands. Lagt er til að framlag til Skáksambands Íslands hækki um 2 m.kr.
        1.30
Bridgesamband Íslands. Gerð er tillaga um 0,2 m.kr. hækkun á framlagi til Bridgesambands Íslands.
        1.90
Ýmis íþróttamál. Gerð er tillaga um 18,6 m.kr. tímabundna lækkun liðarins vegna millifærslu á aðra mennta- og menningarliði og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
        6.52
Skíðasvæðið í Tungudal við Skutulsfjörð. Gerð er tillaga um 10 m.kr. tímabundið framlag til uppbyggingar skíðasvæðisins í Tungudal við Skutulsfjörð með hliðsjón af samningum sem gerðir verða um heildarfjármögnun verkefnisins.
999     Ýmislegt.
        1.90
Ýmis framlög. Gerð er tillaga um 22,6 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
        6.90
Ýmis stofnkostnaðarframlög. Gerð er tillaga um 106,9 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.

03 Utanríkisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild utanríkisráðuneytis verði lækkuð um 35,6 m.kr.
101     Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa. Gerð er tillaga um 15 m.kr. framlag til styrkingar á alþjóða- og öryggissviði utanríkisráðuneytisins. Nú stendur yfir kosningabarátta vegna framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er því talið mikilvægt að mæta auknu álagi með styrkingu starfseminnar.
                  Einnig er gerð tillaga um 13,6 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu. Liðurinn hækkar þannig alls um 1,4 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.26
Nám í heimskautarétti. Lagt er til að veitt verði 5,0 m.kr. tímabundið framlag til tveggja ára vegna kennslu í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri.
401     Alþjóðastofnanir.
        1.73
Þróunarsjóður EFTA. Gerð er tillaga um 50 m.kr. lækkun á liðnum og að sjóðurinn gangi á inneignir sem nema um 1.500 m.kr.
        1.85
Alþjóðleg friðargæsla. Lagt er til að veitt verði 58 m.kr. framlag til alþjóðlegrar friðargæslu. Um er að ræða skuldbindingu Íslands vegna friðargæsluverkefna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Mikil aukning hefur orðið á fjölda og umfangi verkefna og því hafa gildandi fjárheimildir ekki dugað til að standa straum af þeim kostnaði sem fallið hefur á Ísland. Stærstur hluti útgjaldanna er vegna friðargæslu í Darfur-héraði í Súdan en búist er við því að það verði eitt stærsta friðargæsluverkefni samtakanna og að árlegur kostnaður Íslands verði um 52 m.kr.
        1.87
Íslensk friðargæsla. Gerð er tillaga um 50 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum og að gengið verði á inneignir.

04 Landbúnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild landbúnaðarráðuneytis verði aukin um 141,2 m.kr.
101     Landbúnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Landbúnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa. Lögð er til 24 m.kr. lækkun fjárveitingar til aðalskrifstofu ráðuneytisins vegna breytinga á Stjórnarráðinu og sameiningar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyta í eitt ráðuneyti. Áætlað er að hagræðing vegna sameiningarinnar verði 24 m.kr. á næsta ári.
                  Jafnframt er gerð tillaga um 6,6 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
190     Ýmis verkefni.
        1.21
Landþurrkun. Gerð er tillaga um að 0,5 m.kr. til landþurrkunar á lið 04-190-1.98 færist á þennan lið og að til viðbótar komi auk þess 4 m.kr. Framlagið er ætlað til verkefna við Skjálfandafljót, 3 m.kr., og Jökulsá á Fjöllum, 1 m.kr., en óskipt framlag verður 0,5 m.kr.
        1.31
Skógræktarfélag Íslands. Gerð er tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til Skógræktarfélags Íslands til að opna ný skógræktarsvæði við þjóðleiðir landsins.
        1.49
Úrskurðarnefndir. Lögð er til 20 m.kr. fjárheimild vegna matsnefndar sem skipuð er skv. 44. gr. laga nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði. Störf nefndarinnar eru tilgreind í lögunum, en nefndin annast m.a. gerð arðskráa á grundvelli laganna. Samkvæmt lögunum greiðast laun og annar kostnaður af starfsemi matsnefndar með fjárveitingum af fjárlögum. Í lögunum segir einnig að í úrskurði matsnefndar skuli kveðið á um kostnað af meðferð máls og skiptingu hans á aðila og að hann renni í ríkissjóð. Er því gert ráð fyrir að sértekjur af meðferð mála fyrir nefndinni verði jafnháar og útgjöldin.
        1.90
Ýmis verkefni. Gerð er tillaga um 2,8 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
        1.98
Ýmis framlög landbúnaðarráðuneytis. Gerð er tillaga um að færa 0,5 m.kr. óskipt framlag til landþurrkunar af þessum lið á nýjan lið, 04-190-1.21 Landþurrkun. Sundurliðun liðarins er sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
271     Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal.
        1.01
Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal. Gerð er tillaga um 5 m.kr. framlag til að starfrækja áfram vettvangsskóla í fornleifafræði á Hólum í Hjaltadal. Vettvangsskólinn hefur verið starfræktur á vegum Hólarannsóknarinnar síðan 2003.
311     Landgræðsla ríkisins.
        1.01
Landgræðsla ríkisins. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til að minnast aldarafmælis landgræðslustarfs á Íslandi.
        1.90
Fyrirhleðslur. Lögð er til 12 m.kr. hækkun á liðnum og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
321     Skógrækt ríkisins.
        1.01
Skógrækt ríkisins. Gerð er tillaga um 30 m.kr. hækkun á framlagi til reksturs og styrkingar á rekstrargrunni Skógræktar ríkisins.
        1.10
Rannsóknastöðin Mógilsá. Gerð er tillaga um 10 m.kr. tímabundið framlag vegna rannsókna á kolefnisbindingu.
801     Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu.
        1.02
Lífeyrissjóður bænda. Lögð er til 18 m.kr. hækkun á framlagi í Lífeyrissjóð bænda. Veitt hefur verið fé í fjárlögum hvers árs sem nægt hefur fyrir mótframlögum allra bænda í sjóðinn en núverandi framlög duga ekki lengur eftir að lögbundin mótframlög voru hækkuð úr 6% í 8%.
805     Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu.
        1.02
Lífeyrissjóður bænda. Lögð er til 12 m.kr. hækkun á framlagi í Lífeyrissjóð bænda. Veitt hefur verið fé í fjárlögum hvers árs sem nægt hefur fyrir mótframlögum allra bænda í sjóðinn en núverandi framlög duga ekki lengur eftir að lögbundin mótframlög voru hækkuð úr 6% í 8%.
831     Jarðasjóður og Jarðeignir ríkisins.
        6.20
Jarðasjóður og Jarðeignir ríkisins. Gerð er tillaga um 100 m.kr. lækkun á liðnum og að gengið verði á inneignir.
840     Stuðningur við fiskeldi.
        1.01
Stuðningur við fiskeldi. Gerð er tillaga um 170 m.kr. tímabundið framlag á árinu 2008 til að efla rannsóknir og markaðsstarf í fiskeldi. Á árunum 1992–1993 veitti landbúnaðarráðuneytið sérstök rekstrarlán til fiskeldisfyrirtækja að fjárhæð 300 m.kr. Myndast hefur sjóður í tengslum við endurgreiðslur þessara lána sem nú nemur um 170 m.kr. og er lagt til að honum verði öllum varið til rannsókna og þróunar í fiskeldi. Gert er ráð fyrir að fiskeldishópur AVS, rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi, ákvarði árleg framlög.

05 Sjávarútvegsráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild sjávarútvegsráðuneytis verði aukin um 190,2 m.kr.
190     Ýmis verkefni.
        1.21
Fiskifélag Íslands, sjóvinnukennsla. Gerð er tillaga um 6 m.kr. tímabundið framlag til að halda úti skólaskipinu Dröfn.
        1.90
Ýmislegt. Gerð er tillaga um 3 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
        1.98
Ýmis framlög sjávarútvegsráðuneytisins. Lagt er til 80 m.kr. tímabundið framlag til fjögurra verkefna og er tillagan hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir 20 m.kr. til rannsókna á eldi sjávardýra á Patreksfirði, í öðru lagi 20 m.kr. til sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd, í þriðja lagi 20 m.kr. til sjávarrannsóknarseturs í Ólafsvík, og loks í fjórða lagi 20 m.kr. til samvinnuverkefnis Versins á Sauðárkróki, Matís ohf. og Háskólans á Hólum um frekari uppbyggingu á líftækni- og fiskeldisaðstöðu á Sauðárkróki. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum. Sundurliðun liðarins er sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans
202     Hafrannsóknastofnunin.
        1.01
Hafrannsóknastofnunin. Alls er lögð til 102,2 m.kr. hækkun á þessum lið. Í fyrsta lagi er lögð til 51,2 m.kr. tímabundin fjárveiting til athugana á umhverfi og lífríki fyrirhugaðs olíuleitarsvæðis á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg. Í tengslum við undirbúning á útboði sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á svæðinu er lögð áhersla á að samtímis verði gerðar athuganir á lífríkinu. Svæðið er tiltölulega lítið rannsakað og eru rannsóknir á umhverfisáhrifum því grundvöllur þess að unnt sé að meta ávinning og áhættu við fyrirhugaða olíu- og gasleit. Fyrirhugað er að gera m.a. nákvæmt kort af botngerð og lögun svæðisins með fjölgeislamælingum en slíkt kort auðveldar mat á straumum, skilyrðum lífvera á og við botninn og útbreiðslu þeirra. Þá er gert ráð fyrir að búsvæði og lífverusamfélög verði kortlögð á þeim svæðum sem líklegast er að verði fyrir röskun vegna rannsókna og vinnslu á olíu og gasi. Stefnt er að því að rannsóknir þessar fari fram á árunum 2008 og 2009 og mun kostnaður við þær skiptast þannig að á árinu 2008 verði 51,2 m.kr. veitt til verkefnisins og 32,4 m.kr. árið 2009. Tillagan er hluti af sameiginlegu verkefni iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis og umhverfisráðuneytis um leit, rannsóknir og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæði árin 2008 til og með 2011. Heildarkostnaður vegna verkefnisins verður 175,6 m.kr. árið 2008, 108,6 m.kr. árið 2009, 66,6 m.kr. árið 2010 og 73,6 m.kr. árið 2011.
                  Þá er lagt til að veita 50 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til svonefnds togararalls sem gegnir mikilvægu hlutverki við mat á ástandi þorskstofnsins og styrkleika uppvaxandi árganga. Ljóst þykir að stækkun svæða, bæði á grunnslóð og djúpslóð, vegna breytinga sem nú virðast eiga sér stað á ástandi sjávar og útbreiðslu fisktegunda við Ísland er óhjákvæmileg. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er jafnframt gert ráð fyrir 50 m.kr. framlagi til verkefnisins. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
                  Loks er gerð tillaga um 1 m.kr. hækkun á framlagi vegna aukins húsaleigukostnaðar við að Hafrannsóknastofnunin verður flutt á milli hæða á Skúlagötunni.
        6.21
Húsnæði. Lagt er til að veita 22 m.kr. tímabundið framlag í eitt ár vegna breytinga á húsnæði í tengslum við flutning Hafrannsóknastofnunarinnar á milli hæða að Skúlagötu 4.
204     Fiskistofa.
        1.01
Fiskistofa. Gerð er tillaga um tímabundna 30 m.kr. lækkun á liðnum og að gengið verði á höfuðstól.
206     Matvælarannsóknir.
        1.01
Matvælarannsóknir. Gerð er tillaga um 7 m.kr. framlag til að mæta hærri húsnæðiskostnaði vegna flutnings hluta starfseminnar af Skúlagötu 4 í Borgartún 21.

06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild dóms- og kirkjumálaráðuneytis verði aukin um 56,4 m.kr.
101     Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, aðalskrifstofa. Gerð er tillaga um 5,2 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
111     Kosningar.
        1.10
Kosningar. Lögð er til 3,8 m.kr. fjárveiting til að standa undir kostnaði við sérfræðivinnu á vegum landskjörstjórnar við útreikninga og gerð kynningarefnis.
190     Ýmis verkefni.
        1.45
Mannréttindamál. Gerð er tillaga um 10 m.kr. framlag til Mannréttindaskrifstofu Íslands.
        1.47
Íslensk ættleiðing. Gerð er tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til Íslenskrar ættleiðingar.
303     Ríkislögreglustjóri.
        1.01
Ríkislögreglustjóri. Lagt er til að 6 m.kr. af fjárheimildum ríkislögreglustjóra verði færðar til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Skýrist það af því að leyfisveitingar vegna framleiðslu, innflutnings og heildsölu áfengis flytjast á milli embættanna. Breyting þessi er vegna endurskoðunar sem gerð var á verkefnum lögreglu og sýslumanna í kjölfar setningar laga nr. 46/2006. Með breytingunni færist einn starfsmaður milli embættanna með verkefninu.
310     Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
        1.01
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Lagt er til að 6 m.kr. af fjárheimildum ríkislögreglustjóra verði færðar til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Skýrist það af því að leyfisveitingar vegna framleiðslu, innflutnings og heildsölu áfengis flytjast á milli embættanna. Breyting þessi er vegna endurskoðunar sem gerð var á verkefnum lögreglu og sýslumanna í kjölfar setningar laga nr. 46/2006. Með breytingunni færist einn starfsmaður milli embættanna með verkefninu.
395     Landhelgisgæsla Íslands.
        1.90
Landhelgisgæsla Íslands. Lagt er til að fjárheimild stofnunarinnar hækki um 94,3 m.kr. Þann 7. september sl. samþykkti ríkisstjórnin að heimila dómsmálaráðuneytinu að leigja aftur þyrluna TF-OBX frá norska fyrirtækinu Airlift í kjölfar þess að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, nauðlenti við Straumsvík í ágústmánuði. Falla þá til útgjöld við leigu, tryggingar, eldsneyti, varahluti o.fl. umfram útgjöldin sem stofnunin hafði af því að halda úti TF-SIF, sem var bæði eldri og minni þyrla. Auk þess hefur áætlun um umsvif þyrlusveitar stofnunarinnar verið endurskoðuð með hliðsjón af forsendum sem breyst hafa frá því sem reiknað var með í fjárlögum fyrir árið 2007. Áætlunin byggist á heildstæðri úttekt dómsmálaráðuneytis og Landhelgisgæslunnar á flestum kostnaðarþáttum í þyrlurekstri stofnunarinnar.
                  Gert er ráð fyrir að tímabundin framlög að fjárhæð 54 m.kr. sem veitt voru í fjárlögum 2007 í tengslum við uppbyggingu þyrlusveitar stofnunarinnar falli niður. Aðallega er um að ræða framlög til kaupa á ýmsum búnaði fyrir áhafnir og í þyrlurnar og til uppbyggingar á varahlutalager.
431     Sýslumaðurinn á Hvolsvelli.
        1.20
Löggæsla. Gerð er tillaga um 1,5 m.kr. framlag til uppbyggingar varðstöðvar lögreglu í Vík í Mýrdal.
701     Þjóðkirkjan.
        6.28
Þingeyraklausturskirkja. Gerð er tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til byggingar þjónustuhúss við Þingeyraklausturskirkju.

07 Félagsmálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild félagsmálaráðuneytis verði aukin um 1.069 m.kr.
101     Félagsmálaráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Félagsmálaráðuneyti, aðalskrifstofa. Gerð er tillaga um 4,5 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
190     Ýmis verkefni.
        1.10
Fastanefndir. Lagt er til að fjárveiting hækki um 4 m.kr. vegna aukinna útgjalda hjá kærunefnd jafnréttismála. Í frumvarpi til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem bíður afgreiðslu Alþingis eru ýmis nýmæli er varða málsmeðferð fyrir kærunefndinni sem leitt geta til kostnaðarauka.
313     Jafnréttisstofa.
        1.01
Jafnréttisstofa. Lagt er til að fjárveiting Jafnréttisstofu hækki um 20 m.kr. með vísan til frumvarps til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem bíður afgreiðslu Alþingis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að starfsemi Jafnréttisstofu verði efld.
701     Málefni fatlaðra, Reykjavík.
        1.01
Almennur rekstur. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til foreldra sem annast alvarlega veik börn sín.
707     Málefni fatlaðra, Austurlandi.
        1.30
Verndaðir vinnustaðir. Gerð er tillaga um 3 m.kr. tímabundið framlag til vinnustaðar aldraðra, öryrkja og fatlaðra á Vopnafirði, Jónsvers.
795     Framkvæmdasjóður fatlaðra.
        6.01
Framkvæmdasjóður fatlaðra. Gerð er tillaga um 75 m.kr. framlag til að mæta verkefnastöðu í stofnframkvæmdum.
980     Vinnumálastofnun.
        1.01
Vinnumálastofnun. Gerð er tillaga um 45 m.kr. tímabundið framlag til að efla vinnumarkaðsúrræði. Samdráttur í sjávarútvegi og spár um tæplega 4% atvinnuleysi á næsta ári munu auka þörf fyrir stuðningsaðgerðir og vinnumarkaðsúrræði á vegum Vinnumálastofnunar. Auk þessarar tillögu er gert ráð fyrir 15 m.kr. framlagi í frumvarpi til fjáraukalaga 2007 þannig að alls er áformað að verja 60 m.kr. til þessa verkefnis. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti þorskveiðum.
984     Atvinnuleysistryggingasjóður.
        1.25
Styrkir til fiskvinnslustöðva. Gerð er tillaga um 140 m.kr. tímabundið framlag til að auka svigrúm fiskvinnslufyrirtækja til að halda starfsfólki á launaskrá þrátt fyrir minnkandi þorskveiðar. Í samráði við Samtök fiskvinnslustöðva hefur verið ákveðið að leggja til við Alþingi að breyta lögum um hámark greiðsludaga til fyrra horfs þannig að þeir verði 60 í stað 45 og að lengsta samfellda lota geti orðið 30 dagar í stað 20. Samtals er gert ráð fyrir 217 m.kr. fjárveitingu á fjáraukalögum 2007 og fjárlögum 2008 vegna þessa. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
        1.41
Framlög og styrkir. Lagt er til að veitt verði 25 m.kr. tímabundið framlag í sérstakt átak til að styrkja atvinnumál kvenna. Ljóst er að samdráttur í sjávarútvegi mun valda auknu atvinnuleysi meðal kvenna í sjávarbyggðum. Mæta þarf vanda þeirra kvenna sem kunna að missa störf í kjölfar minnkandi þorskveiða. Styrkveitingar til atvinnumála kvenna hafa í mörgum tilvikum gert konum kleift að skapa nýja atvinnustarfsemi og um leið draga úr atvinnuleysi meðal þeirra. Gert er ráð fyrir að veitt verði aukið fjármagn til verkefnisins í gegnum Vinnumálastofnun bæði á fjáraukalögum 2007 og á fjárlögum 2008, samtals að fjárhæð 40 m.kr. Er vonast til að fjárveitingin leiði til þess að um 100–150 konur finni sér nýjan starfsvettvang. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
989     Fæðingarorlof.
        1.11
Fæðingarorlofssjóður. Gerð er tillaga um 440 m.kr. hækkun á framlagi til Fæðingarorlofssjóðs. Áætluð útgjöld ársins 2008 hafa verið enduskoðuð í ljósi þróunar útgjalda það sem af er þessu ári.
999     Félagsmál, ýmis starfsemi.
        1.34
Geysir, vinnumiðlun fyrir geðfatlaða. Gerð er tillaga um 4 m.kr. hækkun á framlagi til klúbbsins Geysis sem aðstoðar fólk sem á eða hefur átt við geðraskanir að stríða við að verða aftur virkt í þjóðfélaginu.
        1.36 Félagið Geðhjálp. Gerð er tillaga um 2 m.kr. framlag til rekstrar mötuneytis. Þar borða að jafnaði 30 manns daglega en samhliða því að sjá fólki sem ekki á í önnur hús að venda fyrir staðgóðum og næringarríkum mat er fólkið þjálfað í matreiðslu og öðrum störfum þar að lútandi.
        1.37
Strókur, vinnumiðlun fyrir geðfatlaða. Gerð er tillaga um 2 m.kr. hækkun á framlagi til klúbbsins Stróks sem er félagsskapur fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn vandamál að stríða.
        1.40
Kvennaathvarf í Reykjavík. Gerð er tillaga um 6 m.kr. hækkun á framlagi til Samtaka um kvennaathvarf.
        1.45
Þjónusta við blinda og sjónskerta. Gerð er tillaga um 16 m.kr. framlag til þjónustu við blinda og sjónskerta. Samtals er gert ráð fyrir 72 m.kr. til bráðaaðgerða til að bæta þjónustu við blinda og sjónskertra. Þar af eru 20 m.kr. í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007. Fjárhæðirnar skiptast á félagsmálaráðuneyti, menntamálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti. Áætlað er fyrir þremur nýjum stöðum vegna þjálfunar hjá Sjónstöð Íslands. Einnig er gert ráð fyrir að ráðið verði í þrjár stöður blindrakennara og kennsluráðgjafa sem munu starfa á öllum skólastigum um allt land. Með þessari tillögu er ætlað að hefja starfsemi nýrrar þjónustumiðstöðvar fyrir blinda og sjónskerta. Áformað er að starfsemi Sjónstöðvar Íslands og fleiri verkefni á þessu sviði færist til þjónustumiðstöðvarinnar.
        1.48
Fjölmenningarsetur á Ísafirði. Gerð er tillaga um 26 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum. Í því felst m.a. að ráðið verður í stöður upplýsingafulltrúa, túlka og þróunarfulltrúa. Er verkefninu einkum ætlað að koma til móts við einstaklinga af erlendum uppruna sem kunna að missa störf vegna aflasamdráttar. Gert er ráð fyrir 6,5 m.kr. framlagi á fjáraukalögum 2007 þannig að alls er áformað að verja 58,5 m.kr. til verkefnisins. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
        1.59
Til sveitarfélaga sem verða fyrir aflasamdrætti. Gerð er tillaga um 250 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til að koma til móts við þau sveitarfélög sem verða fyrir tekjumissi vegna tímabundins samdráttar í þorskveiðum. Ljóst er að aflasamdráttur mun leiða til tekjuminnkunar hafna víða um land auk þess sem aukið atvinnuleysi veldur lækkandi skatttekjum bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir jafnháu framlagi í fjáraukalagafrumvarpi 2007 þannig að fyrirhugað er að alls verði veittar 750 m.kr. til þess að koma til móts við lækkandi tekjur sveitarfélaga af þessum sökum. Ráðstöfun þessa fjár verður ákveðin í samráði við félagsmálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
        1.90
Ýmis framlög. Gerð er tillaga um 10,5 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.


08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verði aukin um 369 m.kr.
101     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, aðalskrifstofa. Gerð er tillaga um 7,5 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
206     Sjúkratryggingar.
        1.45
Brýn meðferð erlendis. Lagt er til að 4 m.kr. verði færðar af liðnum til Landspítala til að efla meðferð hér á landi við gáttatifi en þær aðgerðir hafa verið gerðar í útlöndum til þessa. Á undanförnum árum hefur Tryggingastofnun ár hvert greitt að meðaltali fyrir fjórar aðgerðir en gera má ráð fyrir að 30–40 einstaklingar gætu þurft slíka meðferð árlega.
301     Landlæknir.
        1.01
Landlæknir. Lögð er til 31,1 m.kr. lækkun á gjöldum og sértekjum landlæknisembættisins en í frumvarpinu var lögð til breyting á rekstrarumfangi embættisins til samræmis við ríkisreikning. Aukið rekstrarumfang síðastliðin ár er vegna þátttöku í tímabundnum verkefnum sem er lokið. Lagt er til að tillagan gangi til baka en það hefur ekki áhrif á framlag úr ríkissjóði.
326     Sjónstöð Íslands.
        1.01
Sjónstöð Íslands. Gerð er tillaga um 6 m.kr. fjárveitingu til viðbótar við 16 m.kr. framlag sem lagt var til í frumvarpinu til að bæta þjónustu við blinda og sjónskerta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar. Áformað er að ráða í þrjár stöður umferlis- og ADL-þjálfa en tillaga frumvarpsins miðaðist aðeins við tvo þjálfa ásamt starfstengdum kostnaði.
327     Geislavarnir ríkisins.
        1.01
Geislavarnir ríkisins. Lögð er til 10,9 m.kr. lækkun á gjöldum og sértekjum stofnunarinnar en í frumvarpinu var lögð til breyting á rekstrarumfangi til samræmis við ríkisreikning. Við nánari athugun kom í ljós að aukið rekstrarumfang stofnunarinnar var vegna þátttöku í tímabundnu norrænu samstarfi sem lýkur um áramótin. Lagt er til að tillagan gangi til baka en það hefur ekki áhrif á framlag úr ríkissjóði.
358     Sjúkrahúsið á Akureyri.
        1.01
Sjúkrahúsið á Akureyri. Gerð er tillaga um 50 m.kr. fjárveitingu til að styrkja núverandi starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri og gera því kleift að taka við auknum verkefnum. Fjárveitingin kemur til viðbótar 82 m.kr. hækkun rekstrargrunns í frumvarpinu og tillögu um 206 m.kr. fjárveitingu í fjáraukalagafrumvarpi 2007. Með fjárveitingunni á greiðslustaða sjúkrahússins að vera í jafnvægi og gerir það stjórnendum þess kleift að reka stofnunina innan fjárheimilda.
373     Landspítali.
        1.01
Landspítali. Gerð er tillaga um 200 m.kr. fjárveitingu til að styrkja núverandi rekstur sjúkrahússins. Framlagið kemur til viðbótar 820 m.kr. hækkun rekstrargrunns í frumvarpinu og tillögu um 1.800 m.kr. fjárveitingu í fjáraukalagafrumvarpi 2007. Með þessari fjárveitingu á greiðslustaða sjúkrahússins að vera í jafnvægi og gerir það stjórnendum þess kleift að reka stofnunina innan fjárheimilda.
                  Lagt er til að 4 m.kr. verði færðar til Landspítala af lið sjúkratrygginga til meðferðar á gáttatifi en þær aðgerðir hafa farið fram í útlöndum til þessa. Á undanförnum árum hefur Tryggingastofnun ár hvert greitt að meðaltali fyrir fjórar aðgerðir en gera má ráð fyrir að 30–40 einstaklingar gætu þurft á slíkri meðferð að halda árlega.
376     Bygging hátæknisjúkrahúss á lóð Landspítalans.
        6.21
Bygging hátæknisjúkrahúss á lóð Landspítalans.Lögð er til 700 m.kr. tímabundin lækkun á framlagi til byggingar sjúkrahúss á lóð Landspítalans þannig að það verði 800 m.kr. á árinu 2008. Er ljóst að framkvæmdir munu ekki fara eins hratt af stað og áformað var í fyrri áætlun.
379     Sjúkrahús, óskipt.
        1.01
Óskipt framlag til reksturs sjúkrahúsa. Gerð er tillaga um 9,8 m.kr. tímabundna fjárveitingu til aðgerðaráætlunar vegna ofbeldis á heimilum og vegna kynferðisofbeldis. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007– 2011 falli samtals 36 m.kr. kostnaður á heilbrigðisráðuneytið sem að stærstum hluta er vegna sérfræðings á neyðarmóttöku Landspítala og vegna foreldrafræðslu innan heilsugæslunnar. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2 m.kr. kostnaði, 9,8 m.kr. kostnaði árið 2008 og 8 m.kr. kostnaði árlega árin 2009–2011.
397     Lyfjastofnun.
        1.01
Lyfjastofnun. Lögð er til 20,7 m.kr. lækkun á gjöldum og sértekjum stofnunarinnar en í frumvarpinu var lögð til breyting á rekstrarumfangi hennar til samræmis við ríkisreikning. Samkvæmt nánari greiningu er talið að sértekjur á næsta ári verði minni og er því lagt til að tillagan gangi til baka en hún hefur ekki áhrif á framlag úr ríkissjóði.
399     Heilbrigðismál, ýmis starfsemi.
        1.33
Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Gerð er tillaga um 5 m.kr. hækkun á framlagi til SÍBS.
        1.34
Hjartaheill. Gerð er tillaga um 2 m.kr. hækkun á framlagi til Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga.
        1.58
Krýsuvíkurskóli, vist- og meðferðarheimili. Gerð er tillaga um 10 m.kr. hækkun á framlagi til Krýsuvíkursamtakanna vegna meðferðarheimilisins í Krýsuvík.
        1.90
Ýmis framlög. Gerð er tillaga um 31,1 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
474     Dagvist og endurhæfingarstöð MS-sjúklinga.
        6.21
Húsnæði. Gerð er tillaga um 15 m.kr. tímabundið framlag til viðbyggingar við húsnæði MS-félags Íslands.
506     Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu.
        1.01
Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. Farið er fram á 10 m.kr. fjárveitingu svo að unnt verði að ráða tímabundið í 1,5 stöðugildi sálfræðings. Áformað er að veita sálfræðiþjónustu hópi heyrnarlausra nemenda sem urðu fyrir ofbeldi í heimavist Heyrnleysingjaskóla Íslands. Er þjónustan hliðstæð þeirri sem ríkisstjórn Íslands ákvað að veita þeim einstaklingum sem urðu fyrir ofbeldi á opinberum meðferðar- og dvalarheimilum.
700     Heilbrigðisstofnanir.
        6.87
Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Lögð er til 160 m.kr. tímabundin fjárveiting til að flýta framkvæmdum við 1. hæð viðbyggingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Með því er áformað að flýta fyrir flutningi heilsugæsluþjónustu úr sjúkrahúsbyggingunni og skapa þar aðstöðu fyrir aðra starfsemi. Gert er ráð fyrir 160 m.kr. til framkvæmdanna á árinu 2009 sem er lokaframlag.
                  Gerð er tillaga um 20 m.kr. tímabundna hækkun á framlagi til að flýta gerð viðbyggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Áformað er að þar verði 40 rúma hjúkrunardeild á 2. og 3. hæð. Er áformað að rekstur hefjist í byrjun apríl á næsta ári en jafnframt þarf að gera aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun sem flyst frá Ljósheimum.
711     Heilbrigðisstofnunin Akranesi.
        1.11
Sjúkrasvið. Gerð er tillaga um 59 m.kr. fjárveitingu til að styrkja núverandi rekstur sjúkrahússins og gera því kleift að taka við auknum verkefnum. Við 2. umræðu um frumvarp til fjáraukalaga 2007 var gerð tillaga um 116 m.kr. fjárveitingu til að greiðslustaða sjúkrahússins verði í jafnvægi í árslok. Með þessum fjárveitingum er stjórnendum sjúkrahússins gert kleift að reka stofnunina innan fjárheimilda.
745     Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
        1.11
Sjúkrasvið. Gerð er tillaga um 20 m.kr. lækkun á gjöldum og sértekjum stofnunarinnar en í frumvarpinu var lögð til breyting á rekstrarumfangi hennar til samræmis við ríkisreikning. Stofnunin hefur haft tekjur vegna dvalardeildar frá Tryggingastofnun en fyrir liggur að dvalardeildin verður lögð niður á næsta ári. Lagt er til að tillagan gangi til baka en hún hefur ekki áhrif á framlag úr ríkissjóði.
777     Heilbrigðisstofnun Austurlands.
        1.01
Heilsugæslusvið. Lögð er til 15 m.kr. lækkun á gjöldum og sértekjum stofnunarinnar en í frumvarpinu var lögð til breyting á rekstrarumfangi hennar til samræmis við ríkisreikning. Stofnunin hefur haft tímabundnar tekjur vegna framkvæmda á Kárahnjúkum en fyrirséð er að þær muni lækka á næsta ári og væntanlega falla niður ári síðar. Lagt er til að tillagan gangi til baka en hún hefur ekki áhrif á framlag úr ríkissjóði.
781     Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum.
        1.01
Heilsugæslusvið. Lögð er til samtals 10 m.kr. lækkun sértekna hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, en þar af eru 2 m.kr. á heilsugæslusviði. Er breytingin í samræmi við sértekjur í ríkisreikningi síðasta árs.
        1.11
Sjúkrasvið. Lögð er til samtals 10 m.kr. lækkun sértekna hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, en þar af eru 2 m.kr. á sjúkrasviði. Er breytingin í samræmi við sértekjur í ríkisreikningi síðasta árs.
        1.21
Hjúkrunarrými. Lögð er til samtals 10 m.kr. lækkun sértekna hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, en þar af eru 6 m.kr. á hjúkrunarsviði. Er breytingin í samræmi við sértekjur í ríkisreikningi síðasta árs.
787     Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
        1.11
Sjúkrasvið. Gerð er tillaga um 132 m.kr. fjárveitingu til að styrkja núverandi rekstur sjúkrahússins og gera því kleift að taka við auknum verkefnum. Við 2. umræðu um frumvarp til fjáraukalaga 2007 var gerð tillaga um 208 m.kr. fjárveitingu til að greiðslustaða sjúkrahússins verði í jafnvægi í árslok. Með þessum fjárveitingum er stjórnendum sjúkrahússins gert kleift að reka stofnunina innan fjárheimilda.
        1.21
Hjúkrunarrými. Gerð er tillaga um 71,6 m.kr. fjárveitingu til að taka í notkun 14 ný hjúkrunarrými í viðbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá byrjun apríl 2008. Í annarri tillögu er lagt til að framkvæmdum við bygginguna verði flýtt og þangað flytjist 26 hjúkrunarrými úr Ljósheimum ásamt aðstöðu til sjúkraþjálfunar.
791     Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
        1.11
Sjúkrasvið. Gerð er tillaga um 60 m.kr. fjárveitingu til að styrkja núverandi rekstur sjúkrahússins og gera því kleift að taka við auknum verkefnum. Við 2. umræðu um frumvarp til fjáraukalaga 2007 var gerð tillaga um 84 m.kr. fjárveitingu til að greiðslustaða sjúkrahússins verði í jafnvægi í árslok. Með þessum fjárveitingum er stjórnendum sjúkrahússins gert kleift að reka stofnunina innan fjárheimilda.
                  Þá er gerð tillaga um 46 m.kr. fjárveitingu til sjúkrahússins til að styrkja klíníska starfsemi þess þannig að betri nýting fáist með þeim mannafla sem fyrir er og það geti jafnframt sinnt fleiri verkefnum.
795     St. Jósefsspítali, Sólvangur.
        1.11
St. Jósefsspítali, Sólvangur. Gerð er tillaga um 179 m.kr. fjárveitingu til að styrkja núverandi rekstur sjúkrahússins og gera því kleift að taka við auknum verkefnum. Við 2. umræðu um frumvarp til fjáraukalaga 2007 var gerð tillaga um 306 m.kr. fjárveitingu til að greiðslustaða sjúkrahússins verði í jafnvægi í árslok. Með þessum fjárveitingum er stjórnendum sjúkrahússins gert kleift að reka stofnunina innan fjárheimilda.

09 Fjármálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild fjármálaráðuneytis verði lækkuð um 1.556,9 m.kr.
101     Fjármálaráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Fjármálaráðuneyti, aðalskrifstofa. Lagt er til að millifærðar verði 6,5 m.kr. af aðalskrifstofu fjármálaráðuneytisins á sérstakt viðfangsefni vegna sérfræðikostnaðar í tengslum við kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum. Í ljósi verkefnisins er eðlilegt að haldið sé sérstaklega utan um kostnaðinn. Auk þess er um að ræða mjög breytileg útgjöld milli ára sem skekkja áætlanagerð og rekstrarstöðu fjármálaráðuneytisins ef þau eru gjaldfærð á aðalskrifstofuna.
                  Þá er gerð tillaga um 9,5 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
103     Fjársýsla ríkisins.
        1.01
Almennur rekstur. Lagt er til að millifærðar verði 30 m.kr. af viðfangsefni fjárhags- og mannauðshluta stofnunarinnar á viðfangsefni fyrir almennan rekstur hennar. Heildarfjárveiting til stofnunarinnar verður hins vegar óbreytt. Um er að ræða aukna vinnu starfsfólks stofnunarinnar við rekstur fjárhags- og mannauðskerfa. Þar að auki er þróun kerfanna í auknum mæli á ábyrgð stofnunarinnar.
        1.47
Fjárhags- og starfsmannakerfi ríkisins. Lagt er til að millifærðar verði 30 m.kr. af viðfangsefni fjárhags- og mannauðshluta stofnunarinnar á viðfangsefni fyrir almennan rekstur hennar. Heildarfjárveiting til stofnunarinnar verður hins vegar óbreytt. Um er að ræða aukna vinnu starfsfólks stofnunarinnar við rekstur fjárhags- og mannauðskerfanna. Þar að auki er þróun kerfanna í auknum mæli á ábyrgð stofnunarinnar.
391     Jöfnun á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða.
        1.13
Sérstök framlög. Gerð er tillaga um 100 m.kr. tímabundna fjárveitingu í eitt ár á þessum lið vegna örorkulífeyrisþega.
402     Fasteignamat ríkisins.
        1.01
Fasteignamat ríkisins. Lögð er til 223 m.kr. útgjaldaheimild til viðbótar við þá heimild sem er að finna í fjárlögum ársins 2007. Auk þess er lagt til að sértekjur hækki um 77,9 m.kr. Um er að ræða breytt fyrirkomulag á útgjöldum, tekjuöflun og fjármögnun stofnunarinnar í samræmi við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna. Er það í samræmi við tillögur starfshóps sem fjármálaráðherra skipaði á árinu um málefni stofnunarinnar. Samkvæmt tillögunum er lagt til að mörkuðum tekjum verði breytt þannig að umsýslugjald, að fjárhæð 325 m.kr. á fjárlögum þessa árs, og aðrar rekstrartekjur af fasteignamatsskrá, að fjárhæð 171,6 m.kr., falli niður. Þá gera tillögurnar ráð fyrir að almennur rekstur nemi 640 m.kr. Á hinn bóginn er lagt til að 100 m.kr. stofnkostnaður, sem tengist umsýslugjaldi, falli niður. Gert er ráð fyrir að fjármögnun útgjalda verði með þeim hætti að sértekjur stofnunarinnar verði 80 m.kr. og beint framlag greitt úr ríkissjóði verði 167 m.kr. Lagt verði á fasteignamatsgjald að fjárhæð 259 m.kr. og brunabótamatsgjald að fjárhæð 134 m.kr. Nánar er fjallað um tekjur stofnunarinnar í greinargerð með framangreindu lagafrumvarpi.
                  Einnig er gert ráð fyrir að beint framlag úr ríkissjóði hækki um 148,7 m.kr. og verði alls 167 m.kr. Samkvæmt frumvarpi til breytinga á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, er gert ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar af mörkuðum tekjum taki breytingum. Um er að ræða breytt fyrirkomulag á útgjöldum, tekjuöflun og fjármögnun stofnunarinnar í samræmi við tillögur starfshóps um málefni Fasteignamats ríkisins sem fjármálaráðherra skipaði á árinu.
        6.02
Landskrá fasteigna. Í samræmi við tillögur starfshóp um málefni Fasteignamats ríkisins er gert ráð fyrir að stofnkostnaður að fjárhæð 100 m.kr. falli niður. Gert er ráð fyrir að fjárheimildin færist þess í stað undir hefðbundinn rekstur stofnunarinnar.
973     Tapaðar kröfur og tjónabætur.
        6.11
Tapaðar kröfur. Gerð er tillaga um 110 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum en hann hefur ekki verið nýttur undanfarin ár.
981     Ýmsar fasteignir ríkissjóðs.
        5.25
Viðhald fasteigna á svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti. Lagt er til að veitt verði 333 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til framkvæmda við endurbætur og viðhald fasteigna og mannvirkja í eigu ríkisins, bæði á vegum Fasteigna ríkissjóðs og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Nánari ákvörðun um tilhögun verkefnisins verður tekin af fjármálaráðherra á tímabilinu og verður sérstaklega litið til þeirra sveitarfélaga og svæða þar sem í ljós kemur að aflasamdráttur leiði til fækkunar starfa. Fyrirhugað er að fjárheimildir verði færðar af þessum lið til Fasteigna ríkissjóð og viðkomandi fjárlagaliða heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins eftir því hvaða framkvæmdir verða ákveðnar. Gert er ráð fyrir jafnháu framlagi í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 þannig að áformað er að verja allt að 1.000 m.kr. til þessara framkvæmda. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
989     Launa- og verðlagsmál.
        1.90 Launa- og verðlagsmál. Gerð er tillaga um 200 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum. Varasjóður á móti óskiptum liðum falli niður.
993     Ráðstafanir vegna samdráttar í heimiluðum þorskafla.
        1.01
Ráðstafanir vegna samdráttar í heimiluðum þorskafla og 6.51 Ráðstafanir vegna samdráttar í heimiluðum þorskafla. Á þessum lið er gert ráð fyrir samtals 1.775 m.kr. fjárheimild til að standa straum af ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið til eflingar á atvinnulífi svæða sem verða fyrir samdrætti í heimiluðum þorskafla á næsta fiskveiðiári. Þar af eru 1.102 m.kr. vegna framlaga sem teljast til rekstrargjalda og tilfærsluframlaga og 673 m.kr. vegna framlaga sem teljast til stofnkostnaðar og er lagt til að fjárheimildin falli niður þar sem gert hefur verið ráð fyrir fjárveitingum til einstakra verkefna í þessu skyni hjá viðkomandi ráðuneytum eins og fram kemur í öðrum breytingartillögum við frumvarpið.
994     Virðisaukaskattur ríkisstofnana af tölvuvinnslu.
        1.01
Virðisaukaskattur ríkisstofnana af tölvuvinnslu. Gerð er tillaga um 71,2 m.kr. fjárheimild á þessum nýja fjárlagalið. Nú er endurgreiddur virðisaukaskattur af tiltekinni hugbúnaðargerð og tölvuþjónustu sem unnin er af háskólamenntuðum sérfræðingum. Nær það almennt til þess sem kalla má forritun og hugbúnaðargerð en ekki til vinnslu, skráningar og daglegs reksturs tölvukerfa. Nú hefur verið ákveðið að endurgreiða ríkisstofnunum einnig virðisaukaskatt af slíkum verkefnum sem keypt eru af einkafyrirtækjum. Tilgangurinn með því er að vinna að framgangi útvistunarstefnu ríkisins og gera einkafyrirtæki jafnsett rekstri á vegum hins opinbera þegar ríkisstofnanir taka ákvarðanir um hvort tölvuvinnsla fer fram á þeirra eigin vegum eða er aðkeypt. Þar sem ekki er ætlunin að þessar viðbótarendurgreiðslur nái til annarra óskattskyldra aðila, svo sem sveitarfélaga eða bankastofnana, er ekki farin sú leið að gera þetta með breytingu á lögum um virðisaukaskatt eða í reglugerð. Í staðinn verður bókhaldi ríkisins hagað þannig að þessi virðisaukaskattur gjaldfærist á þennan sameiginlega lið en ekki á fjárlagaliði einstakra stofnana. Miðað við aðkeypta tölvuþjónustu síðustu tveggja ára er áætlað að virðisaukaskatturinn geti numið rúmlega 70 m.kr. Þar sem gjaldfærð útgjöld stofnana lækka sem þessu nemur er samhliða þessu lagt til að fjárheimildir þeirra verði lækkaðar í sama mæli. Að samanlögðu verða fjárveitingar ríkisins í heild því óbreyttar eftir að þetta fyrirkomulag hefur verið tekið upp. Lagt er til að fjárheimildir stofnana lækki með hliðsjón af virðisaukaskatti af aðkeyptri tölvuþjónustu þeirra undanfarin tvö ár eins og fram kemur í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
        1.02
Fjárheimildir ríkisstofnana fyrir virðisaukaskatt af tölvuvinnslu. Gert er ráð fyrir að fjárheimildir ýmissa stofnana lækki samtals um 71,2 m.kr. en skiptingin kemur fram í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans. Áformað er að endurgreiða stofnunum virðisaukaskatt af aðkeyptri tölvuvinnslu eins og fram kemur í annarri tillögu. Miðað við aðkeypta tölvuþjónustu síðustu tveggja ára er áætlað að virðisaukaskatturinn geti numið rúmlega 70 m.kr. Þar sem gjaldfærð útgjöld stofnana lækka sem þessu nemur er samhliða þessu lagt til að fjárheimildir þeirra verði lækkaðar í sama mæli. Að samanlögðu verða fjárveitingar ríkisins í heild því óbreyttar eftir að þetta fyrirkomulag hefur verið tekið upp.
999     Ýmislegt.
        1.23
Jafnréttisfulltrúar ráðuneyta. Lagt er til að veittar verði 32 m.kr. til að standa undir heildarkostnaði við fjögur stöðugildi jafnréttisfulltrúa við Stjórnarráðið.
        1.67
Þjóðlendumál. Gerð er tillaga um alls 24 m.kr. hækkun á þessum lið. Í fyrsta lagi er lagt til að veitt verði 12 m.kr. framlag til þess að standa straum af kostnaði fjármálaráðuneytisins við undirbúning kröfugerðar ríkisins í þjóðlendumálum. Um er að ræða upplýsingaöflun úr Þjóðskjalasafni sem nýtist við kröfugerðina. Áætlaður heildarkostnaður á næsta ári nemur 36 m.kr. Óbyggðanefnd greiðir hins vegar 2/ 3af kostnaðinum þar sem umræddar upplýsingar nýtast í allri málsmeðferðinni.
                  Þá er lagt til að millifærðar verði 6,5 m.kr. af aðalskrifstofu fjármálaráðuneytisins á sérstakt viðfangsefni vegna sérfræðikostnaðar í tengslum við kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum. Í ljósi verkefnisins er eðilegt að haldið sé sérstaklega utan um kostnaðinn. Auk þess er um að ræða mjög breytileg útgjöld milli ára sem skekkja áætlanagerð og rekstrarstöðu fjármálaráðuneytisins ef þau eru gjaldfærð á aðalskrifstofu.
                  Loks er lagt til að veitt verði 5,5 m.kr. framlag til að standa straum af sérfræðikostnaði fjármálaráðuneytisins við kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum. Veittar voru 6 m.kr. til verkefnisins á fjárlögum ársins 2000. Hins vegar hefur kostnaðurinn aukist undanfarin ár. Hann var t.d. rúmar 16 m.kr. árið 2006 og stefnir í 12 m.kr. fyrir árið 2007.
        1.90
Ýmis verkefni. Lögð er til 10 m.kr. fjárveiting vegna kostnaðar sem lagt er út í við öflun fjár til ýmissa góðgerðarmála.

10 Samgönguráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild samgönguráðuneytis verði lækkuð um 1.792,7 m.kr.
101     Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa. Liðurinn lækkar um 2,8 m.kr. og skýrist það af tvennu. Annars vegar er lagt til 2 m.kr. framlag vegna aukins húsnæðiskostnaðar samgönguráðuneytisins, en vegna flutninga á verkefnum úr öðrum ráðuneytum yfir í samgönguráðuneytið er þörf fyrir stærra húsnæði. Hins vegar er gerð tillaga um 4,8 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
190     Ýmis verkefni.
        1.42
Gestastofur, söfn og markaðsstarf. Gerð er tillaga um 4,2 m.kr. tímabundna lækkun liðarins vegna millifærslu á aðra samgönguliði og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
        1.53
Ferðaþjónusta á svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti. Lagt er til að veita 80 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til að styrkja ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verst verða úti við niðurskurð þorskkvóta. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
        1.90
Ýmislegt. Gerð er tillaga um 9,2 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
211     Rekstur Vegagerðarinnar.
        1.07
Þjónusta. Lagt er til að 3.349,9 m.kr. fjárheimild verði flutt af þessu viðfangsefni yfir á viðfangsefnið 10-212-1.07 sem hefur sama heiti. Fjármögnun útgjaldanna með mörkuðum tekjum færist þá á sama hátt. Um er að ræða breytingu á framsetningu fjárveitinga til Vegagerðarinnar. Fjárveitingunum hefur verið skipt á milli tveggja fjárlagaliða og er nú ætlunin að greina almennan rekstur yfirstjórnar og umdæmismiðstöðva stofnunarinnar betur frá eiginlegum samgönguverkefnum.
        1.11
Styrkir til ferja og sérleyfishafa. Lagt er til að 905,9 m.kr. fjárheimild verði flutt af þessu viðfangsefni yfir á viðfangsefnið 10-212-1.11 sem hefur sama heiti. Fjármögnun útgjaldanna með mörkuðum tekjum færist þá á sama hátt. Um er að ræða breytingu á framsetningu fjárveitinga til Vegagerðarinnar. Fjárveitingunum hefur verið skipt á milli tveggja fjárlagaliða og er nú ætlunin að greina almennan rekstur yfirstjórnar og umdæmismiðstöðva stofnunarinnar betur frá eiginlegum samgönguverkefnum.
        1.13
Styrkir til innanlandsflugs. Lagt er til að 263,4 m.kr. fjárheimild verði flutt af þessu viðfangsefni yfir á viðfangsefnið 10-212-1.13 sem hefur sama heiti. Fjármögnun útgjaldanna með beinum greiðslum úr ríkissjóði færist þá á sama hátt. Um er að ræða breytingu á framsetningu fjárveitinga til Vegagerðarinnar. Fjárveitingunum hefur verið skipt á milli tveggja fjárlagaliða og er nú ætlunin að greina almennan rekstur yfirstjórnar og umdæmismiðstöðva stofnunarinnar betur frá eiginlegum samgönguverkefnum.
        1.21
Rannsóknir. Lagt er til að 123,5 m.kr. fjárheimild verði flutt af þessu viðfangsefni yfir á viðfangsefnið 10-212-1.21 sem hefur sama heiti. Fjármögnun útgjaldanna með mörkuðum tekjum færist þá á sama hátt. Um er að ræða breytingu á framsetningu fjárveitinga til Vegagerðarinnar. Fjárveitingunum hefur verið skipt á milli tveggja fjárlagaliða og er nú ætlunin að greina almennan rekstur yfirstjórnar og umdæmismiðstöðva stofnunarinnar betur frá eiginlegum samgönguverkefnum.
212     Samgönguverkefni.
        1.07
Þjónusta. Lagt er til að 3.349,9 m.kr. fjárheimild verði flutt af viðfangsefninu 10- 211-1.07 Þjónusta yfir á þetta viðfangsefni með sama heiti. Fjármögnun útgjaldanna með mörkuðum tekjum færist þá á sama hátt. Um er að ræða breytingu á framsetningu fjárveitinga til Vegagerðarinnar. Fjárveitingunum hefur verið skipt á milli tveggja fjárlagaliða og er nú ætlunin að greina almennan rekstur yfirstjórnar og umdæmismiðstöðva stofnunarinnar betur frá eiginlegum samgönguverkefnum.
        1.11
Styrkir til ferja og sérleyfishafa. Lagt er til að 905,9 m.kr. fjárheimild verði flutt af viðfangsefninu 10-211-1.11 Styrkir til ferja og sérleyfishafa yfir á þetta viðfangsefni með sama heiti. Fjármögnun útgjaldanna með mörkuðum tekjum færist þá á sama hátt. Um er að ræða breytingu á framsetningu fjárveitinga til Vegagerðarinnar. Fjárveitingunum hefur verið skipt á milli tveggja fjárlagaliða og er nú ætlunin að greina almennan rekstur yfirstjórnar og umdæmismiðstöðva stofnunarinnar betur frá eiginlegum samgönguverkefnum.
        1.13
Styrkir til innanlandsflugs. Lagt er til að 263,4 m.kr. fjárheimild verði flutt af viðfangsefninu 10-211-1.13 Styrkir til innanlandsflugs yfir á þetta viðfangsefni með sama heiti. Fjármögnun útgjaldanna með beinum greiðslum úr ríkissjóði færist þá á sama hátt. Um er að ræða breytingu á framsetningu fjárveitinga til Vegagerðarinnar. Fjárveitingunum hefur verið skipt á milli tveggja fjárlagaliða og er nú ætlunin að greina almennan rekstur yfirstjórnar og umdæmismiðstöðva stofnunarinnar betur frá eiginlegum samgönguverkefnum.
                  Gerð er tillaga um 18 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár vegna fjölgunar flugferða til Vestmannaeyja yfir mesta ferðamannatímann. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
        1.21
Rannsóknir. Lagt er til að 123,5 m.kr. fjárheimild verði flutt af viðfangsefninu 10- 211-1.21 Rannsóknir yfir á þetta viðfangsefni með sama heiti. Fjármögnun útgjaldanna með mörkuðum tekjum færist þá á sama hátt. Um er að ræða breytingu á framsetningu fjárveitinga til Vegagerðarinnar. Fjárveitingunum hefur verið skipt á milli tveggja fjárlagaliða og er nú ætlunin að greina almennan rekstur yfirstjórnar og umdæmismiðstöðva stofnunarinnar betur frá eiginlegum samgönguverkefnum.
        6.10
Framkvæmdir. Gerð er tillaga um 400 m.kr. framlag vegna framkvæmda við gerð Bakkafjöruvegar. Í áætlun um nýja ferjuhöfn í Bakkfjöru er gert ráð fyrir að tengja höfnina við hringveginn með nýjum vegi frá hafnarstæðinu upp með Markarfljóti að vestanverðu. Talið er mikilvægt að vegurinn verði lagður á næsta ári vegna efnisflutninga að höfninni.
                  Jafnframt er gerð tillaga um 2.500 m.kr. tímabundna lækkun á framkvæmdum Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir því á næsta ári að jafnvirði 3.200 m.kr. af framkvæmdum Vegagerðarinnar muni ekki verða að veruleika þar sem undirbúningur er of skammt á veg kominn. Á móti verður framlag vegna tengivega aukið um 700 m.kr. umfram samgönguáætlun. Nettólækkun á viðfanginu er því 2.500 m.kr. og verður gerð tillaga um breytingu á samgönguáætlun í samræmi við það.
251     Umferðarstofa.
        1.01
Umferðarstofa. Lagt er til að heimilað verði að breyta samsetningu fjárheimilda stofnunarinnar.
                  Jafnframt er gerð tillaga um 25 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum þar sem gerð er krafa um hagræðingu í starfsemi og að gengið verði á inneignir.
335     Siglingastofnun Íslands.
        1.01
Almennur rekstur. Lögð er til 30 m.kr. hækkun á framlagi, en í kjölfar breytinga á atvinnuháttum á landsbyggðinni hefur fjölgað verulega beiðnum frá hafnarstjórnum þar sem óskað er eftir því að Siglingastofnun rannsaki hafnaraðstöðu fyrir nýja atvinnustarfsemi.
                  Þá er lögð til endurskoðuð áætlun um ríkistekjur. Fyrri áætlun gerði ráð fyrir að tekjur af vitagjaldi hækkuðu um 19 m.kr. Í ljós hefur komið að þær forsendur standast ekki og allar líkur eru á að tekjustofninn verði óbreyttur milli ára. Framlag úr ríkissjóði hækkar samsvarandi.
        1.11
Vaktstöð siglinga. Lögð er til 27 m.kr. hækkun á framlagi til Vaktstöðvar siglinga. Tvær ástæður eru fyrir þessari hækkun, annars vegar verðlagsbreytingar en samningur um rekstur stofnunarinnar er vísitölubundinn og hafa greiðslur hækkað umfram fjárveitingar. Hins vegar var útboð vegna endurnýjunar búnaðar og uppsetningar á nýjum stöðum mun dýrara en ráð var gert fyrir. Viðauki þjónustusamnings vegna Vaktstöðvar siglinga gerði ráð fyrir 18,7 m.kr. hækkun framlags og var sú fjárhæð færð inn í fjárlagafrumvarpið. Hér er því um að ræða 27 m.kr. viðbót við þá fjárhæð.
336     Hafnarframkvæmdir.
        6.70
Hafnabótasjóður. Lagt er til að 835 m.kr. fjárheimild til Bakkafjöruhafnar verði millifærð á nýtt viðfangsefni af viðfangsefni fyrir almennar hafnarframkvæmdir sem fjármagnaðar eru úr Hafnabótasjóði til aðgreiningar frá slíkum framkvæmdum.
        6.72
Bakkafjöruhöfn. Lagt er til að 835 m.kr. fjárheimild til Bakkafjöruhafnar verði millifærð á þetta nýja viðfangsefni af viðfangsefni fyrir almennar hafnarframkvæmdir sem fjármagnaðar eru úr Hafnabótasjóði til aðgreiningar frá slíkum framkvæmdum.
        6.73
Tollaðstaða á Seyðisfirði. Gerð er tillaga um 20 m.kr. tímabundið framlag til Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna framkvæmda við bílastæði við nýju ferjuhöfnina á Seyðisfirði.
                  Jafnframt er gert ráð fyrir að fjárveiting þessa viðfangsefnis hækki um 2,3 m.kr. þar sem í frumvarpinu fórst fyrir að verðlagsreikna framlag á nýju viðfangsefni fyrir tollaðstöðu á Seyðisfirði og er lagt til að það verði leiðrétt.
        6.81
Vestmannaeyjaferja. Lagt er til að fjárveiting þessa viðfangsefnis hækki um 3,8 m.kr. Í frumvarpinu fórst fyrir að verðlagsreikna framlag á nýju viðfangsefni fyrir Vestmannaeyjaferju og er lagt til að það verði leiðrétt.
475     Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta.
        6.41
Framkvæmdir. Gert er ráð fyrir 149 m.kr. hækkun á þessum lið. Í fyrsta lagi er lagt til að framlag til viðfangsefnisins verði hækkað tímabundið um 456,7 m.kr. vegna flughlaðs fyrir flugvélar við fyrirhugaða samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að fjármögnun verkefnisins verði þannig að greiddar verði fyrir fram 346,7 m.kr. af mörkuðum tekjum. Mismunurinn, eða 110 m.kr., greiðist af viðbótartekjum af flugmálaáætlun.
                  Í öðru lagi er lagt til að framlag til viðfangsefnisins verði hækkað tímabundið um 62,3 m.kr. vegna viðbótaraðstöðu fyrir innanlandsflug á Reykjavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að greitt verði fyrirfram af mörkuðum tekjum til framkvæmdanna og að það verði endurgreitt af flugmálaáætlun á árinu 2010.
                  Í þriðja lagi er lagt til að framlag til viðfangsefnisins verði lækkað um 370 m.kr. en við tillögugerð vegna undirbúnings frumvarpsins var sú fjárhæð oftalin.

11 Iðnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild iðnaðarráðuneytis verði aukin um 274,5 m.kr.
101     Iðnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Iðnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa. Lögð er til 6,9 m.kr. hækkun á liðnum og skýrist hún af þrennu. Í fyrsta lagi er gerð tillaga um 5 m.kr. framlag vegna aukins húsnæðiskostnaðar iðnaðarráðuneytisins. Í kjölfar aðskilnaðar iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta eykst húsnæðiskostnaður aðalskrifstofu ráðuneytisins.
                  Þá er gerð tillaga um 5 m.kr. hækkun á fjárheimild og er fjárveitingin ætluð til að mæta útgjöldum sem stafa af auknum umsvifum ráðuneytisins vegna vaxandi áhuga á alþjóðavettvangi á nýtingu endurnýjanlegrar orku og margþættu samstarfi á því sviði.
                  Loks er gerð tillaga um 3,1 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
205     Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
        1.01
Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Alls er lögð til 44 m.kr. hækkun framlaga á liðnum. Gerð er tillaga um 20 m.kr. tímabundið framlag til Brautargengis Impru sem eru námskeið fyrir athafnakonur sem vilja hrinda af stað viðskiptahugmyndum. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
                  Þá er lagt til 12 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til eflingar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Vestmannaeyjum. Jafnframt er lagt til 4 m.kr. framlag í frumvarpi til fjáraukalaga 2007 þannig að gert er ráð fyrir alls 28 m.kr. til verkefnisins. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
                  Loks er lagt til 12 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til eflingar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Höfn. Jafnframt er lagt til 4 m.kr. framlag í frumvarpi til fjáraukalaga 2007 þannig að gert er ráð fyrir alls 28 m.kr. til verkefnisins. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
242     Tækniþróunarsjóður.
        1.10
Tækniþróunarsjóður. Lögð er til 20 m.kr. hækkun á framlagi þannig að fjárframlög til sjóðsins verði samtals 600 m.kr. árið 2008. Tillagan er í samræmi við tillögur stjórnvalda um fjárveitingar til eflingar samkeppnissjóða á sviði vísinda- og tækni fyrir árin 2008–2011.
299     Iðja og iðnaður, framlög.
        1.21
Kostnaður vegna samnings við ÍSAL. Lagt er til að fjárveiting að fjárhæð 7,8 m.kr. falli niður. Með lögum sem sett voru sl. sumar staðfestist samningur milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. um álbræðslu í Straumsvík við Hafnarfjörð. Í samningnum er samið um þá meginbreytingu að Alcan lúti frá og með 1. janúar 2005 íslenskum skattalögum í einu og öllu eins og aðrir lögaðilar. Með samningnum eru allar sérreglur og undanþágur um skatta og opinber gjöld, sem gilda um starfsemi álversins í Straumsvík, felldar niður. Þar á meðal eru afnumdar reglur um framleiðslugjald sem ÍSAL hefur greitt í stað tekjuskatts, eignarskatts, fasteignaskatts og fleiri skatta og gjalda. Við þessar breytingar fellur niður kostnaður sem iðnaðarráðuneytið hefur haft af samningnum við félagið, einkum í tengslum við endurskoðun á útreikningi framleiðslugjaldsins.
301     Orkustofnun.
        1.01
Orkustofnun. Lagt er til að veitt verði 101,4 m.kr. tímabundið framlag til að hefja undirbúning að útgáfu sérleyfa til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg. Ríkisstjórnin samþykkti á árinu 2005 að hefja undirbúning olíuleitar á Drekasvæðinu við Jan Mayen-hrygg. Hljóðvarpsendurmælingar og aðrar jarðeðlisfræðilegar mælingar sem gerðar hafa verið á svæðinu gefa fyrirheit um að olíu og gas kunni að vera að finna þar. Því er lagt til að haldið verði áfram undirbúningi og útgáfu leyfa til rannsókna og vinnslu olíu á svæðinu og við það miðað að hægt verði að bjóða út rannsóknarleyfi haustið 2008. Byggja þarf upp sérfræðiþekkingu á Orkustofnun og ráða starfsmenn á næstu árum til að sinna verkefnum á þessu sviði auk þess sem áætlað er að kaupa þurfi ráðgjöf og búnað vegna undirbúnings leyfisveitinga, setja upp heimasíðu og undirbúa kynningu á leyfisútboðinu. Gert er ráð fyrir að frá árinu 2009 þurfi fjárhagsrammi stofnunarinnar að hækka varanlega um 55 m.kr. vegna stjórnsýslu og kaupa á ráðgjöf vegna verkefnisins.
399     Ýmis orkumál.
        1.12
Jarðhitaleit. Gerð er tillaga um 50 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til jarðhitaleitar víðs vegar um landið, m.a. á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurlandi og Austfjörðum. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er jafnframt gert ráð fyrir 50 m.kr. framlagi til verkefnisins. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskafla.
401     Byggðaáætlun.
        1.10
Byggðaáætlun. Gerð er tillaga um 30 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til vaxtarsamninga á Norðurlandi vestra. Gert er ráð fyrir að alls 90 m.kr. verði varið til þessara samninga á árunum 2007–2009 og er því einnig gert ráð fyrir 30 m.kr. framlagi til þeirra í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007. Jafnframt er gerð tillaga um 30 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til vaxtarsamninga á Norðurlandi eystra. Gert er ráð fyrir að alls 90 m.kr. verði varið til þessara samninga á árunum 2007–2009 og er því einnig gert ráð fyrir 30 m.kr. framlag til þeirra í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007. Báðar tillögurnar eru hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.

12 Viðskiptaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild viðskiptaráðuneytis verði aukin um 325 m.kr.
101     Viðskiptaráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Viðskiptaráðuneyti, aðalskrifstofa. Gerð er tillaga um 2,5 m.kr. framlag vegna aukins húsnæðiskostnaðar viðskiptaráðuneytisins. Í kjölfar aðskilnaðar iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta eykst húsnæðiskostnaður viðskiptaráðuneytisins.
                  Jafnframt er gerð tillaga um 2,5 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
411     Samkeppniseftirlitið.
        1.01
Samkeppniseftirlitið. Lagt er til að veitt verði 25 m.kr. fjárheimild til að efla starfsemi stofnunarinnar. Samkeppniseftirlitið hefur ráðist í fleiri og flóknari rannsóknir en gert hefur verið ráð fyrir í forsendum fjárlaga. Nauðsynlegt hefur reynst að beita húsleitum í ríkari mæli en upphaflega var gert ráð fyrir. Fjölgun starfsfólks er forsenda þess að hægt verði að afgreiða mál með eðlilegum málshraða og jafnframt sinna öðrum lögbundnum verkefnum. Komið hefur í ljós að Samkeppniseftirlitið þarf, ef vel á að vera, að verja meiri tíma í rannsóknir á matvörumarkaði og eftirlit á lyfjamarkaði en ráð var fyrir gert. Stofnunin hefur einnig hug á því að leita í ríkara mæli utanaðkomandi ráðgjafar við vinnslu verkefna sinna.
811     Flutningssjóður olíuvara.
        1.10
Flutningssjóður olíuvara. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að framlag til flutningssjóðs olíuvara falli niður en nú er lagt til að áfram verði gert ráð fyrir 300 m.kr. fjárheimild vegna sjóðsins tímabundið á árinu 2008. Ákveðið hefur verið að leggja sjóðinn niður frá og með 1. september á næsta ári í stað 1. janúar eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Sjóðurinn er fjármagnaður með flutningsjöfnunargjaldi sem lagt er á allar olíuvörur sem fluttar eru til landsins. Þessi frestun hefur því engin áhrif á afkomu ríkissjóðs þótt bæði útgjöld og tekjur verði hærri. Fyrirhugað er að vinna áfram að athugun á ýmsum þáttum sem snúa að jöfnun kostnaðar í vöruflutningum.
831     Jöfnun kostnaðar við vöruflutninga til Vestfjarða.
        1.10
Jöfnun kostnaðar við vöruflutninga til Vestfjarða. Lagt er til breytt heiti liðar og viðfangs: Jöfnun kostnaðar við vöruflutninga.

13 Hagstofa Íslands

        Lagt er til að fjárheimild Hagstofu Íslands verði aukin um 35 m.kr.
101     Hagstofa Íslands.
        1.01
Hagstofa Íslands. Lögð er til 35 m.kr. hækkun á fjárveitingu Hagstofu Íslands og er hækkunin af fernum toga. Í fyrsta lagi eru 13 m.kr. vegna lækkunar sértekna í kjölfar niðurfellingar á framlögum frá EUROSTAT. Í öðru lagi eru 4 m.kr. vegna aukins kostnaðar við söfnun verðupplýsinga fyrir vísitölu neysluverðs í kjölfar breytinga á tímaviðmiðun vísitölunnar samkvæmt lögum nr. 27/2007. Í þriðja lagi eru 10 m.kr. til styrkingar á úrvinnslu lífskjara- og vinnumarkaðskannana og í fjórða lagi 8 m.kr. til að styrkja núverandi rekstur Hagstofunnar.

14 Umhverfisráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild umhverfisráðuneytis verði lækkuð um 70,8 m.kr.
101     Umhverfisráðuneyti, aðalskrifstofa.
        1.01
Umhverfisráðuneyti, aðalskrifstofa. Gerð er tillaga um 4,3 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum vegna hagræðingarkröfu.
190     Ýmis verkefni.
        1.90
Ýmis verkefni. Gerð er tillaga um 6,5 m.kr. tímabundna hækkun liðarins og er sundurliðun hans sýnd í sérstökum yfirlitum með breytingartillögum meiri hlutans.
211     Umhverfisstofnun.
        1.01
Umhverfisstofnun. Gerð er tillaga um 5 m.kr. tímabundið framlag til að undirbúa stjórnsýslu stofnunarinnar og starf í vinnuhópum OSPAR-samningsins um verndun Norðaustur-Atlantshafsins vegna undirbúnings olíuleitar á Drekasvæðinu við Jan Mayen.
                  Þá er lögð til leiðrétting í samræmi við rauntölur á tegundaskiptingu 45 m.kr. fjárveitingar sem flutt er frá Umhverfisstofnun til Vatnajökulsþjóðgarðs í frumvarpinu.
        5.41
Þjóðgarðar og friðlýst svæði. Lagt er til 50 m.kr. tímabundið framlag í fjögur ár til að byggja gestastofu í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Fyrir liggur hönnun á gestastofu þjóðgarðsins á Hellissandi og er áætlaður kostnaður við byggingu hennar um 200 m.kr. Stefnt hefur verið að því að opna gestastofunna á 10 ára afmæli þjóðgarðsins í maí árið 2011. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.
212     Vatnajökulsþjóðgarður.
        1.01
Vatnajökulsþjóðgarður. Lögð er til leiðrétting í samræmi við rauntölur á tegundaskiptingu 45 m.kr. fjárveitingar sem flutt er frá Umhverfisstofnun til Vatnajökulsþjóðgarðs í frumvarpinu.
381     Ofanflóðasjóður.
        6.60
Ofanflóðasjóður. Gerð er tillaga um 100 m.kr. tímabundna lækkun á liðnum.
401     Náttúrufræðistofnun Íslands.
        1.01
Náttúrufræðistofnun Íslands. Þar sem nú er augljóst að nýtt húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands verður ekki tilbúið fyrr en á árinu 2009 er lagt til að niður falli tillaga um 30 m.kr. tímabundið framlag vegna húsbúnaðarkaupa og kostnaðar við flutning í húsnæðið og 50 m.kr. fjárveiting til leigu á húsnæðinu.
403     Náttúrustofur.
        Gerð er tillaga um að sérhver af eftirfarandi náttúrustofum fái 8 m.kr. tímabundið framlag til rannsóknarverkefna:
             1.10
Náttúrustofa Neskaupstað.
            1.11
Náttúrustofa Vestmannaeyjum.
             1.13 Náttúrustofa Stykkishólmi.
             1.14
Náttúrustofa Sauðárkróki.
            1.15
Náttúrustofa Sandgerði.
             1.16
Náttúrustofa Húsavík.
407     Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.
        1.01
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Gerð er tillaga um 4 m.kr. tímabundið framlag til að mæta auknu rekstrarumfangi hjá stofnuninni.


SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGU VIÐ
SUNDURLIÐUN 4 (C-HLUTA) OG VIÐ 5. GR.

    Gerð er tillaga um 1.000 m.kr. hækkun á lántökuheimild Byggðastofnunar með það fyrir augum að stofnunin nái að nýta sem best aukið svigrúm til nýrra lánveitinga í kjölfar nýlegrar styrkingar á eiginfjárstöðu hennar. Breytast fjárreiður stofnunarinnar í C-hluta og 4. gr. til samræmis við þetta.


    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum þeim sem skýrðar hafa verið og gerðar eru tillögur um í sérstökum þingskjölum.

Alþingi, 26. nóv. 2007.Gunnar Svavarsson,


form., frsm.


Kristján Þór Júlíusson.


Guðbjartur Hannesson.


    

Illugi Gunnarsson.


Ásta Möller.


Steinunn Valdís Óskarsdóttir.Ármann Kr. Ólafsson.


Björk Guðjónsdóttir.Fylgiskjal I.


Álitum 1. gr. frv. til fjárlaga fyrir árið 2008, sbr. sundurliðun 1, og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá 1. minni hluta efnahags- og skattanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorstein Þorgeirsson, Gunnar Gunnarsson og Elínu Guðjónsdóttur frá fjármálaráðuneyti, Arnór Sighvatsson og Markús Möller frá Seðlabanka Íslands, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Björn Rúnar Guðmundsson og Kristrúnu T. Gunnarsdóttur frá Landsbanka, Ásdísi Kristjánsdóttur frá Kaupþingi og Jón Bjarka Bentsson frá Glitni.
    Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði um 461 ma.kr. og þar af muni skatttekjur nema um 422 ma.kr. Heildartekjurnar verða samkvæmt þessu um 13 ma.kr. meiri en í endurskoðaðri tekjuáætlun ríkissjóðs fyrir árið í ár og 85 ma.kr. meiri sé miðað við fjárlög 2007. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að viðvarandi þróttur efnahagslífsins sé meginskýring enduráætlunar tekna ríkissjóðs til hækkunar en gagnstætt því sem reiknað hafi verið með við áætlun fjárlaga hafi einkaneysla aukist og atvinnuleysi minnkað á árinu.
    Á fundum nefndarinnar var farið yfir tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins og þjóðhagsspá fjármálaráðuneytis sem liggur henni til grundvallar. Fram kom að undanfarin ár hefði reynst erfitt að áætla tekjur ríkissjóðs og að nokkuð skiptar skoðanir væru um þær forsendur sem lægju til grundvallar spá ráðuneytisins. Var það álit sumra gestanna að hagtölur það sem af er ári bentu til þess að hagvöxtur yrði meiri á næsta ári en ráðuneytið áætlaði.
    Fjármálaráðuneytið reiknar með að hagvöxtur á árinu 2008 aukist og verði 1,2%. Búist er við að samdráttur verði í þjóðarútgjöldum en að viðsnúningur verði í utanríkisviðskiptum sem bera muni uppi hagvöxt. Viðskiptahalli dragist saman og verði um 8,8% af landsframleiðslu. Þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist og verði 2,9% af vinnuafli og að verðbólga lækki og verði um 3,3%. Óvissu gætir einkum vegna áforma um frekari stóriðjuframkvæmdir, ástands á alþjóðamörkuðum, gengis krónu og komandi kjarasamninga.
    Fyrsti minni hluti telur að ýmis teikn séu á lofti sem kunna að renna stoðum undir þá spá fjármálaráðuneytis að hér dragi úr einkaneyslu á árinu 2008. Má í því sambandi benda á nýleg tíðindi um hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands og lækkun hlutabréfa á mörkuðum. Ætla má að hluti einkaneyslu og fjárfestinga undanfarin ár sé tilkominn vegna mikilla hækkana á eignaverði, þ.m.t. á fasteignum og hlutabréfum.
    Bjarni Benediktsson, Gunnar Svavarsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. nóv. 2007.

Pétur H. Blöndal, form.,
Ellert B. Schram,
Ragnheiður E. Árnadóttir,
Lúðvík Bergvinsson.

Fylgiskjal II.


Álitum 1. gr. frv. til fjárlaga fyrir árið 2008, sbr. sundurliðun 1, og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá 2. minni hluta efnahags- og skattanefndar.    Fjárlaganefnd vísaði til umfjöllunar efnahags- og skattanefndar þeim hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málasviði nefndarinnar, í samræmi við ákvæði þingskapalaga.
    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorstein Þorgeirsson, Gunnar Gunnarsson og Elínu Guðjónsdóttur frá fjármálaráðuneyti, Arnór Sighvatsson og Markús Möller frá Seðlabanka Íslands, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Björn Rúnar Guðmundsson og Kristrúnu T. Gunnarsdóttur frá Landsbanka, Ásdísi Kristjánsdóttur frá Kaupþingi og Jón Bjarka Bentsson frá Glitni.
    Eins og fram kemur í áliti frá 1. minni hluta nefndarinnar er í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði um 461 ma.kr. og þar af muni skatttekjur nema um 422 ma.kr. Heildartekjur verða samkvæmt þessu um 13 ma.kr. meiri en í endurskoðaðri tekjuáætlun ríkissjóðs fyrir árið í ár og 85 ma.kr. meiri sé miðað við fjárlög 2007. Fram kom á fundum nefndarinnar um tekjuáætlun frumvarpsins að undanfarin ár hefði reynst erfitt að áætla tekjur ríkissjóðs og að nokkuð skiptar skoðanir væru um þær forsendur sem lægju til grundvallar spá ráðuneytisins. 2. minni hluti tekur undir þau sjónarmið að skoða þurfi þessar forsendur til að spáin verði sem nákvæmust.
    Annar minni hluti áskilur sér allan rétt varðandi hugsanlegar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið.
    Að öðru leyti vísar 2. minni hluti til nefndarálits sem minni hluti fjárlaganefndar mun leggja fram við afgreiðslu málsins úr þeirri nefnd.

Alþingi, 13. nóv. 2007.

Katrín Jakobsdóttir,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Fylgiskjal III.


Álitum 1. gr. frv. til fjárlaga fyrir árið 2008, sbr. sundurliðun 1, og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá 3. minni hluta efnahags- og skattanefndar.    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði um 461 ma.kr., þar af nemi skatttekjur um 422 ma.kr. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að tekjur verði 85 ma.kr. meiri en í fjárlögum fyrir árið 2007, en um 13 ma.kr. meiri ef miðað er við endurskoðaða tekjuáætlun 2007. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins gerðu nefndinni grein fyrir forsendum tekjuáætlunarinnar og kynntu þjóðhagsspá ráðuneytisins. Hjá fulltrúum ráðuneytisins kom m.a. fram að mikið hefur verið lagt upp úr því að bæta áætlanagerð undanfarin ár, enda mikilvægt að sá þáttur fjárlagagerðarinnar sé eins markviss og frekast er kostur. Engu að síður er mjög athyglisvert að veruleg frávik eru í endurskoðaðri tekjuáætlun ársins 2007 frá fjárlögum ársins. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun eru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar tæplega 72 ma.kr. meiri en fjárlögin gera ráð fyrir og eru það rúmlega 19% frávik. Um er að ræða það mikla skekkju að efast má um að finna megi neitt fordæmi um svipað í öðrum löndum Vestur- Evrópu. Þótt ekki sé eingöngu við ráðuneytið að sakast varðandi þessi miklu frávik er ljóst að þau gefa tilefni til að gagnrýna áætlanagerðina og kalla fram ýmsar spurningar um hana. Helstu skýringar sem gefnar hafa verið á frávikunum eru að um hafi verið að ræða verulegt vanmat í hagspá og á hagrænum þáttum. Mikill og viðvarandi þróttur efnahagslífsins sé meginskýring á meiri tekjum en fjárlög 2007 gera ráð fyrir, einkaneysla hafi verið mun meiri en gert var ráð fyrir og atvinnuleysi hafi minnkað á þessu ári.
    Helstu forsendur frumvarpsins eru að hagvöxtur ársins 2008 verði um 1,2%, samdráttur í þjóðarútgjöldum verði rúmlega 4%, en viðsnúningur verði í utanríkisviðskiptum sem beri uppi hagvöxtinn. Gert er ráð fyrir að verulega dragi úr viðskiptahalla og hann verði tæplega 9% af landsframleiðslu og atvinnuleysi aukist og verði um 2,9% af vinnuafli. Loks er gert ráð fyrir að verðbólga minnki niður í um 3,3% á árinu 2008 og að það dragi úr einkaneyslu. Helstu óvissuþættir frumvarpsins eru áform um frekari stóriðjuframkvæmdir, ástand á alþjóðamörkuðum, gengi íslensku krónunnar og komandi kjarasamningar. Hér er ekki um að ræða neina smávægilega óvissuþætti og þeir veikja verulega tiltrú á að tekjuáætlunin sé raunhæf og trúverðug. Í raun á það við um fjárlagafrumvarpið í heild.
    Nefndin fékk til fundar við sig nokkra aðila til að gefa álit sitt á helstu forsendum frumvarpsins. Álit þeirra voru nokkuð misvísandi varðandi einstaka liði og heildarmyndina en ljóst er að gagnrýna má ýmsar forsendur frumvarpsins. Gera má ráð fyrir að áfram verði mikill þróttur í efnahagslífinu og miðað við nýjustu tíðindi er vart hægt að gera ráð fyrir því að úr þeim þrótti dragi eins fljótt og frumvarpið gerir ráð fyrir. Mikil þensla er á vinnumarkaði og engin merki um að úr henni dragi í bráð, þvert á móti er vinnumarkaðurinn í vexti og hálaunastörfum er að fjölga. Framleiðniaukning á sér stað, hvergi eru nein merki um samdrátt í framleiðni og kaupmáttur er almennt að aukast mikið. Forsendur frumvarpsins um 1,2% hagvöxt eru ekki í takti við það sem flestir álitsgjafar nefndarinnar gera ráð fyrir, þeir spá því að hagvöxtur verði allt frá því að vera vel innan við 1% og upp undir 4%. Að áliti ýmissa aðila má gera ráð fyrir áframhaldandi miklum umsvifum í byggingariðnaði þar sem aukin fólksfjölgun og mikill kaupmáttur muni áfram halda uppi eftirspurn eftir húsnæði. Þá sé óvissa í fjárfestingum frekar hve miklar þær verði en ekki hve mikið dragi úr þeim. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir mun meiri samdrætti þjóðarútgjalda, þ.e. einkaneyslu, samneyslu og fjármunamyndun, en þeir aðilar sem gáfu nefndinni álit varðandi forsendur frumvarpsins. Því má gera ráð fyrir að t.d. einkaneyslan verði meiri en forsendur frumvarpsins gera ráð fyrir.
    Tekjuskattur lögaðila hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og miðað við nýlegar upplýsingar úr álagningarskrá er tekjuskattur lögaðila verulega vanáætlaður í tekjuáætlun frumvarpsins. Á sama hátt eru áætlaðar tekjur af tryggingagjaldi vanáætlaðar í frumvarpinu. Ef gengið er út frá því að umsvif efnahagslífsins verði meiri en forsendur frumvarpsins gera ráð fyrir, líkt og ýmsir álitsgjafar telja, þá liggur fyrir að tekjur af virðisaukaskatti eru vanáætlaðar í frumvarpinu. Fjármagnstekjuskattur hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum og í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjur af honum aukist á næsta ári. Fjármagnstekjuskattur er mjög kvikur tekjustofn sem endurspeglar m.a. þróun hlutabréfamarkaðar. Álit sumra álitsgjafa er að fjármagnstekjuskattur sé vanáætlaður í frumvarpinu.
    Atvinnuleysi hefur verið um eða undir 1% mestan hluta árs 2007. Rök fyrir því að atvinnuleysi muni aukast hratt á næsta ári og verða 2,9% á ársgrundvelli eru ekki haldbær. Allt útlit er fyrir að umsvif í atvinnulífinu verði áfram mikil á næsta ári, enda engin sérstök merki um samdrátt á vinnumarkaði. Í því sambandi er m.a. vísað til þess sem kom fram á fundi nefndarinnar af hálfu atvinnulífsins.
    Forsendur frumvarpsins um að verðbólga minnki í 3,3% árið 2008 eru ekki trúverðugar, m.a. miðað við álit ýmissa greiningaraðila og útlit varðandi ýmsa áhrifaþætti hagkerfisins. Miðað við síðustu ákvarðanir Seðlabanka um hækkun stýrivaxta verður að telja forsendur frumvarpsins lýsa bjartsýni, 12 mánaða verðbólga mælist nú yfir 5%. Við ákvörðun um stýrivexti leitast Seðlabanki við að spá um ástand efnahagsmála meira en ár fram í tímann og við nýjustu ákvörðun um hækkun stýrivaxta hlýtur Seðlabanki að gera ráð fyrir að verðbólguþrýstingur sé meiri en áður var gert ráð fyrir. Það er að mörgu leyti rökrétt að gera ráð fyrir meiri verðbólgu árið 2008 en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Draga má þá ályktun að við ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú geri Seðlabanki ráð fyrir meiri einkaneyslu og fjárfestingum en forsendur frumvarpsins miðast við. Háir stýrivextir Seðlabanka hafa þau áhrif að gengi krónunnar helst hátt áfram, það heldur m.a. uppi eftirspurn eftir erlendu lánsfé með lægri vöxtum en bjóðast á innlendum fjármagnsmarkaði og heldur uppi eftirspurn eftir innfluttri vöru. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabanka minni áhrif en til er stofnað til þess að slá á þenslu og eftirspurn í hagkerfinu.
    Þriðji minni hluti efnahags- og skattanefndar telur að tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins byggist ekki á traustum forsendum. Fyrir liggur að óvissuþættir eru það veigamiklir að gera má ráð fyrir miklum frávikum frá áætluninni og að heildartekjur ríkissjóðs verði mun meiri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í stjórn efnahagsmála gefur heldur ekki tilefni til að ætla að draga muni úr þenslu í hagkerfinu eins og þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir. Því eru öll teikn á lofti um að því miður sé um að ræða verulegt vanmat í hagspá og á hagrænum þáttum í forsendum tekjuáætlunar frumvarpsins. Niðurstaða 3. minni hluta er sú að tekjur séu verulega vanáætlaðar í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2008.

Alþingi, 13. nóv. 2007.

Magnús Stefánsson.Fylgiskjal IV.


Álitum frv. til fjárlaga 2008 (01 Forsætisráðuneyti og 06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti).

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.    Nefndin hefur fjallað um þá hluta frumvarps til fjárlaga sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 10. október 2007.
    Á fund nefndarinnar komu Halldór Árnason og Óðinn Helgi Jónsson frá forsætisráðuneyti og Jón Magnússon og Ragna Árnadóttir frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
    Heildargjöld forsætisráðuneytis árið 2008 eru áætluð 1.350 m.kr. á rekstrargrunni en frá dragast sértekjur að fjárhæð 40 m.kr. Rekstrargjöld ráðuneytisins að frádregnum sértekjum eru áætluð 819 m.kr. og hækka um 79 m.kr. frá fjárlögum ársins 2007.
    Heildargjöld dómsmálaráðuneytis árið 2008 eru áætluð 25.443 m.kr. á rekstrargrunni en frá dragast sértekjur að fjárhæð 2.011 m.kr. Rekstrargjöld ráðuneytisins að frádregnum sértekjum eru áætluð 17.029 m.kr. og hækka um 1.064 m.kr. frá fjárlögum ársins 2007.
    Meiri hlutinn fagnar auknum fjárveitingum til löggæslu og öryggismála. Heildarfjárveiting til málaflokksins hækkar um 1.788 m.kr. og skýrist hækkunin að mestu af 1.500 m.kr. hækkun framlaga í Landhelgissjóð vegna kaupa á varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna. Er það í samræmi við þá stefnumörkun að Íslendingar taki við fleiri og fjölbreyttari verkefnum á þessu sviði í ljósi breyttra aðstæðna í öryggis- og varnarmálum. Einnig má nefna að í frumvarpinu er lagt til að fjárveiting til embættis ríkislögreglustjóra hækki um 93,6 m.kr. að raungildi. Þar er m.a. um tvær millifærslur fjárheimilda af öðrum liðum að ræða. Annars vegar er flutt 51,9 m.kr. fjárheimild frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna sérsveitarmanna í samræmi við þá skipan að uppbygging og stjórn sérsveitarinnar sé alfarið hjá ríkislögreglustjóra. Hins vegar er lögð til millifærsla af safnlið samgönguráðuneytis, 10-190-1.19, Útgáfa ökuskírteina, að fjárhæð 15,9 m.kr. Af öðrum framlögum má nefna 12 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár vegna kostnaðar við starf tengslafulltrúa embættis ríkislögreglustjóra hjá Europol og 7 m.kr. framlag í fimm ár til tilraunaverkefnis um áfallahjálp fyrir lögreglumenn. Þá er lögð til 10 m.kr. hækkun fjárheimildar vegna fíkniefnaleitarhunda.
    Þá er lagt til að fjárheimild Útlendingastofnunar hækki um tæpar 40 m.kr. Tvennt skýrir þessa hækkun, annars vegar er lagt til hækkað framlag vegna samnings við Reykjanesbæ um umönnun og vistun hælisleitenda og hins vegar er gerð tillaga um hækkun á rekstrarramma stofnunarinnar. Umfang verkefna Útlendingastofnunar hefur aukist mjög á undanförnum árum og má nefna að fjöldi umsókna um dvalarleyfi hefur aukist úr 5.266 árið 2003 í 16.796 árið 2006. Í þessu samhengi má jafnframt nefna að í frumvarpinu er gert ráð fyrir 2 m.kr. fjárveitingu til stöðuprófa í íslensku í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt.
    Síðastliðin tvö ár hefur allsherjarnefnd lagt áherslu á fjárveitingar til fangelsismála. Í fjárlagafrumvarpinu er nú lögð til 51,1 m.kr. hækkun framlaga til Fangelsismálastofnunar, að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum sem nema alls um 100 m.kr. Hér er m.a. um að ræða hækkun á rekstrarframlagi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um breytingar og stækkun fangelsis á Kvíabryggju. Fangelsið var formlega tekið í notkun 3. október 2007 eftir breytingar og lýkur þar með fyrsta áfanga áætlunar dómsmálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar um endurnýjun og nýbyggingar fangelsa í landinu. Í framhaldinu þarf að fjölga fangavörðum á Kvíabryggju um þrjá og annar kostnaður hækkar einnig. Þrennt má nefna til viðbótar sem rúmast innan þessarar hækkunar til Fangelsismálastofnunar. Í fyrsta lagi er gerð tillaga um hækkun framlags vegna breytinga og stækkunar fangelsisins á Akureyri, samtals 12,6 m.kr. Í öðru lagi 12 m.kr. hækkun vegna kostnaðar við breytta starfsmannasamsetningu og í þriðja lagi eru ætlaðar 9,2, m.kr. til að standa undir kostnaði við endurskoðun samningsins við félagasamtökin Vernd.
    Í frumvarpinu er lagt til að framlög til fangelsisbygginga lækki um 170,5 m.kr. Munar þar mest um niðurfellingu á 159,6 m.kr. fjárheimild vegna byggingar fangelsis og lögreglustöðvar á Akureyri og 23,5 m.kr. tímabundið framlag vegna stækkunar fangelsis á Kvíabryggju. Í frumvarpinu kemur fram að enn sé unnið að undirbúningi framkvæmda við Litla-Hraun og til skoðunar hefur verið að fjármagna fyrstu framkvæmdir þar með sölu lands, sbr. heimildarákvæði í 6. gr. frumvarpsins. Meiri hlutinn leggur áherslu á að áfram verði haldið frekari uppbyggingu á sviði fangelsismála svo sem með frekari endurbótum á Litla-Hrauni og uppbyggingu nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu.
    Athygli allsherjarnefndar hefur verið vakin á því að svigrúm umboðsmanns Alþingis til að taka mál til athugunar að eigin frumkvæði er mjög lítið og telur meiri hlutinn að eðlilegt sé að það svigrúm verði aukið með það að markmiði að efla þennan þátt í starfsemi embættisins.

Alþingi, 14. nóv. 2007.

Birgir Ármannsson, form.,
Ágúst Ólafur Ágústsson,
Sigurður Kári Kristjánsson,
Ellert B. Schram,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
Karl V. Matthíasson.Fylgiskjal V.


Álitum frv. til fjárlaga 2008 (01 Forsætisráðuneyti og 06 Dómsmálaráðuneyti).

Frá 1. minni hluta allsherjarnefndar.    Fyrsti minni hluti telur að auka þurfi fjárveitingu til umboðsmanns Alþingis til að efla frumkvæðisathuganir verulega.
    Fyrsti minni hluti telur til bóta að aukin áhersla er lögð á málefni löggæslu og öryggismála, t.d. með aukningu framlaga til embættis ríkislögreglustjóra og hækkun framlaga í Landhelgissjóð vegna kaupa á varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna.
    Fyrsti minni hluti telur áform um fangelsisbyggingar ófullnægjandi og lýsir vonbrigðum með þær tillögur um fjárveitingar til þeirra sem gerðar eru í frumvarpinu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 8 m.kr. til fangelsisbygginga og að fjárveitingin lækki um 170,5 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Allur undirbúningur fyrir nýjar viðbótarframkvæmdir á Litla-Hrauni er búinn þannig að hægt væri að hefja framkvæmdir strax. Ljóst er að það fjármagn sem búist er við fyrir sölu á landi sem tilheyrir Litla-Hrauni dugar ekki fyrir framkvæmdum þar sem talið er að framkvæmdir á Litla-Hrauni muni kosta um 500 m.kr. Einnig þarf að byggja nýtt fangelsi, m.a. vegna þess að Hegningarhúsið á Skólavörðustíg uppfyllir ekki kröfur um heilbrigðiseftirlit og jafnframt er talið að staðsetning kvennafangelsisins í Kópavogi sé óheppileg. Rætt hefur verið um að nýtt fangelsi rísi á Hólmsheiði. Þetta brýna mál hefur ekki náð í höfn enda lét dómsmálaráðherra þau orð falla á Alþingi nýlega að eins og mál hefðu þróast væri augljóst að árið 2009 yrðu fangelsismál á höfuðborgarsvæðinu ekki komin í fullnægjandi horf.
    Fyrsti minni hluti veltir því upp hvort dómsmálaráðherra hafi ekki forgangsraðað byggingarmálum fangelsa í fjárlagagerðinni eða ekki fengið hljómgrunn fyrir fjárveitingum í viðbyggingar á Litla-Hrauni, né fyrir Hólmsheiðarfangelsi í ríkisstjórninni. Hvað sem því lítur vill 1. minni hluti benda á að hefja þarf framkvæmdir hið fyrsta við uppbyggingu fangelsa sem og bæta sálfræðiþjónustu og efla meðferðarúrræði.

Alþingi, 14. nóv. 2007.

Siv Friðleifsdóttir.
Fylgiskjal VI.


Álitum frv. til fjárlaga 2008 (01 Forsætisráðuneyti og 06 Dómsmálaráðuneyti).

Frá 2. minni hluta allsherjarnefndar.    Annar minni hluti telur eðlilegt að auknum fjármunum sé varið til löggæslu og öryggismála svo sem mælt er fyrir í frumvarpi til fjárlaga. Ef frá eru skilin sérstök útgjöld vegna kaupa á varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna, fjárfestingar sem koma til vegna þess að Landhelgisgæslan er að taka við fjölbreyttari verkefnum, þá kemur í ljós að önnur hækkun til löggæslu og öryggismála nemur 288 m.kr. Vafasamt er að sú hækkun sé nægjanleg miðað við aukin verkefni lögreglunnar við að tryggja öryggi borgaranna, m.a. vegna þess að alþjóðleg glæpastarfsemi virðist í auknum mæli teygja anga sína til landsins, og nauðsyn er á víðtækara eftirliti og aðgerðum lögreglu. Þá hefur ferðamönnum fjölgað mikið og á síðasta ári komu um 15.000 útlendingar til landsins til lengri dvalar. Sú mikla fjölgun útlendinga sem hér dveljast að jafnaði við störf veldur því að lögreglan þarf að sinna auknum verkefnum og stundum flóknari en áður. Ekki er nægjanlega tekið á þeim málum eða fjármunir tryggðir til að lögreglan geti brugðist eðlilega við í þessu efni.
    Annar minni hluti telur áform um fangelsisbyggingar vera í ólestri og lýsir vonbrigðum sínum með þær tillögur um fjárveitingar til fangelsisbygginga sem gerðar eru í frumvarpinu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 8 m.kr. fjárveitingu til fangelsisbygginga og að fjárveitingin lækki um 170,5 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Byggja verður nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, m.a. vegna þess að Hegningarhúsið á Skólavörðustíg uppfyllir ekki nútímakröfur. Rætt hefur verið um að nýtt fangelsi rísi á Hólmsheiði. Eins og nú háttar til verður ekki sagt að fangelsisaðstaða á höfuðborgarsvæðinu sé viðunandi.
    Annar minni hluti bendir á að mikill aukakostnaður felst í því að á höfuðborgarsvæðinu skuli ekki vera aðstaða til að vista gæsluvarðhaldsfanga. Flestir gæsluvarðhaldsfangar eru af höfuðborgarsvæðinu og sömuleiðis rannsóknarar og verjendur. Mikill tími og kostnaður fer í flutning gæsluvarðhaldsfanga og ferðir löggæslumanna og verjenda sem greiðist af ríkinu. Það mundi því leiða til verulegs sparnaðar og aukinnar skilvirkni ef gæsluvarðhaldsfangelsi yrði reist sem fyrst á höfuðborgarsvæðinu.

Alþingi, 14. nóv. 2007.

Jón Magnússon.Fylgiskjal VII.


Álitum frv. til fjárlaga 2008 (01 Forsætisráðuneyti og 06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti).

Frá 3. minni hluta allsherjarnefndar.    Fjárlög hvers árs eru órækur vitnisburður um stefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Fjárlög fyrir árið 2008 endurspegla þannig með skýrum hætti stefnu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn síðastliðin fjögur kjörtímabil og lengst af við stjórnvölinn. Það er skoðun 3. minni hluta að þessi ár hafi verið feit ár auðmanna og hátekjufólks en að sama skapi mögur ár lág- og meðaltekjufólks, aldraðra og öryrkja og fleiri hópa í þjóðfélaginu. Að mati 3. minni hluta hefur þjóðfélagsgerð okkar breyst til verri vegar síðustu 16 ár. Misskipting, fátækt og hvers kyns mismunun hefur aukist verulega. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu hefur verið takmarkaður með gjaldtöku. Landsbyggðarfólk situr engan veginn við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og sveitarfélög á landsbyggðinni búa við fjársvelti og geta illa veitt íbúum sínum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Fákeppni og allt að því einokun er ríkjandi á stærstu sviðum viðskipta- og atvinnulífs og heilbrigð samkeppni og einstaklingsframtak eiga mjög undir högg að sækja. Kynbundið ofbeldi og kynbundinn launamunur er viðvarandi. Skattar á lág- og meðaltekjufólk hafa hlutfallslega verið hækkaðir með skertum persónuafslætti, skertum barnabótum, skertum vaxtabótum og stórauknum sjúklinga- og lyfjasköttum á meðan skattar hafa ýmist verið lækkaðir og/eða felldir niður hjá auð- og hátekjumönnum. Kjör öryrkja og aldraðra hafa hlutfallslega versnað. Brýnum umhverfismálum hefur ekki verið sinnt og unnin hafa verið stórfelld óafturkræf spjöll á náttúru Íslands í nafni blindrar stóriðjustefnu. Ungu fólki hefur verið gert illmögulegt að kaupa sína fyrstu íbúð og vaxtaokur er almenn staðreynd. Frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun hefur verið drepin niður og einsleit álbræðsluhyggja hefur verið allsráðandi með tilheyrandi ruðningsáhrifum. Nauðsynlegum hafrannsóknum og sjálfbærum veiðum hefur verið gefinn of lítill gaumur. Hernaðarhyggja hefur farið vaxandi og Ísland gert að þátttakanda í Íraksstríðinu. Borgaraleg réttindi hafa verið skert samfara miðstýrðri ráðstjórn ríkislögreglustjóra með greiningardeildum, sérsveitum o.fl., en á sama tíma hefur verið dregið verulega úr löggæsluþjónustu á landsbyggðinni. Félagshyggja og almannahagsmunir eru á undanhaldi fyrir sérhagsmunum gróða- og markaðshyggju. Auðlindir þjóðarinnar sæta ásælni alþjóðlegra stórfyrirtækja og ofurauðmanna og þannig mætti lengi telja.
    Það er staðföst skoðun 3. minni hluta að í öllum meginatriðum feli frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2008 í sér óbreytta ríkisstjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins síðustu fjögur kjörtímabil. Stefna Samfylkingarinnar, svo ekki sé talað um kosningaloforð hennar fyrir síðustu alþingiskosningar, sé lítt merkjanleg í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2008.
    Þegar litið er yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði allsherjarnefndar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 10. október 2007, staðfesta þeir að mati minni hlutans það sem að framan greinir.
    Þriðji minni hluti telur alvarlegustu annmarka frumvarpsins lúta að fjárveitingum til löggæslu- og fangelsismála. Embætti ríkisslögreglustjóra hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og útgjöld að sama skapi. Sífellt fleiri verkefni eru færð til miðstýrðrar ráðstjórnar embættisins auk nýrra verkefna. Þar ber mest á verkefnum, svonefndum öryggismálum, sem lúta að meintri en alls óskilgreindri hryðjuverkaógn hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Enn fjölgar í sérsveit lögreglunnar. Árið 2003 voru 18 manns í sérsveitinni en nú starfa þar á sjötta tug lögreglumanna án þess að nokkur fagleg þarfagreining hafi farið fram. Þá fer miðstýrð leyniþjónustustarfsemi hraðvaxandi. Á sama tíma eru fjárveitingar til sýslumanna vegna löggæslu á landsbyggðinni skornar niður. Er svo komið að grenndargæsla í stórum byggðarlögum á landsbyggðinni og í heilu sýslunum er að verða í skötulíki. Í dæmaskyni má nefna Grindavík þar sem lögregla hefur sáralitla viðveru og Árnessýslu þar sem embættinu tekst almennt aðeins að manna einn lögreglubíl á hverri vakt í þessu víðfeðma umdæmi. Umkvartanir íbúa á landsbyggðinni hafa verið virtar að vettugi. Tímabært er að allsherjarúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra, sérsveit, greiningardeild og öðrum sérdeildum embættisins og einnig á löggæsluþörf á landsbyggðinni. Fjárframlög til lögreglunnar í Reykjavík eru einnig skorin niður þrátt fyrir aukin verkefni, svo sem við nauðsynlega og árangursríka miðborgargæslu um helgar og verkefni sem lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur með höndum fyrir allt landið. 3. minni hluti gagnrýnir harðlega forgangsröðun löggæsluverkefna samkvæmt frumvarpi til fjárlaga og sér í lagi að ekki skuli varið verulegum fjármunum í baráttuna gegn viðvarandi og vaxandi kynbundnu ofbeldi. Má tala um hryðjuverk gagnvart konum í því samhengi. Sama gildir um fíkniefnamál og forvarnir. Þar skiptir þó ef til vill mestu að auka fjárveitingar til aðstoðar við börn með geðraskanir og börn sem búa við ömurlegar heimilisaðstæður. Í áliti meiri hluta allsherjarnefndar er auknum fjárveitingum til löggæslu og öryggismála fagnað. Hér er að langmestu leyti um að ræða hækkun framlaga í Landhelgissjóð vegna kaupa á varðskipi og flugvél. Að öðru leyti skýrist hækkunin að mestu leyti af auknum fjárveitingum til embættis ríkislögreglustjóra og til Útlendingastofu vegna aukins umfangs verkefna hennar. Aðrar fjárveitingar standa almennt í stað eða eru lækkaðar og boða óbreytta ríkisstjórnarstefnu fyrri ára. Við þennan þátt verður ekki skilið án þess að nefna að sífellt fleiri lögreglumenn kjósa að leita á önnur mið um störf vegna bágra kjara og álags. Embætti eru víða undirmönnuð. Ekki er tekið á þessum vanda í fjárlagafrumvarpinu.
    Í tengslum við fjárveitingar til svonefndra öryggismála verður ekki hjá því komist að setja þau í samhengi við fjárveitingar til hernaðar- og hernaðartengdra mála. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir rúmum 1,5 ma.kr. til Ratsjárstofnunar, aðildar að NATO og fastanefndar NATO og í frumvarpi til fjáraukalaga um 830 m.kr. til Ratsjárstofnunar, Norðurvíkings- heræfinganna, öryggissvæðis við Keflavíkurflugvöll, loftflutninga fyrir NATO og ársþings þingmannanefndar NATO eða samtals rúmum 2,3 ma.kr. Þessi staðreynd er vægast sagt alvarlegt umhugsunarefni í ljósi þess sem segir í inngangi þessa álits. Um þessa hernaðarhyggju er fjallað með faglegum hætti í grein eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur í Dagfara, tímariti Samtaka hernaðarandstæðinga, 3. tbl. 33. árg. 2007.
    Enn sitja fangelsismál á hakanum, þrátt fyrir úrbætur á Akureyri og Kvíabryggju. Fjárveiting til fangelsisbygginga nemur aðeins 8 m.kr. þrátt fyrir að gæsluvarðhaldsmál séu enn í miklum ólestri, uppbygging á Litla-Hrauni þoli enga bið, aðstaða kvenkyns fanga sé óviðunandi og þar fram eftir götunum. Fjárframlög til Fangelsismálastofnunar halda í við verðlagsbreytingar. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni til að auka meðferðarúrræði fanga og meta þörf þeirra fyrir meðferð, til málefna fanga sem eiga við geðræn vandamál að stríða og til fleiri brýnni fyrirliggjandi verkefna sem kalla þegar í stað á úrlausn og fjármagn. Margar ánægjulegar breytingar hafa þó átt sér stað í fangelsismálum en þær má fyrst og síðast þakka frumkvæði fangelsismálastjóra og annarra starfsmanna Fangelsismálastofnunar.
    Þriðji minni hluti leggur til að fjárveiting til Mannréttindaskrifstofu Íslands verði aftur tekin upp sem fastur liður á fjárlögum og sjálfstæði skrifstofunnar þannig tryggt, enda hefur reynslan sýnt að full þörf er á starfsemi skrifstofunnar þó svo að fagleg álit hennar kunni að pirra stjórnvöld. Jafnframt leggur 3. minni hluti til að fjárveitingar til gjafsóknar og bætur til brotaþola verði stórauknar. Það er með öllu óviðunandi að gjafsókn sé ekki veitt vegna fordæmismála og mála sem skipta verulegu máli fyrir lífsafkomu einstaklinga og fleira. 3. minni hluti harmar lagabreytingu sem gerð var árið 2004 þar sem réttur til gjafsóknar í málum sem hafa almenna þýðingu var skertur, enda um mannréttindi að ræða. Hámarksfjárhæðir bóta til þolenda afbrota hafa engum breytingum tekið frá því að lög nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, voru sett sem þýðir einfaldlega að þær hafa í raun verið skertar um tugi prósenta. Er illt til þess að vita að framhald verði á þeim skerðingum á næsta ári. Þar fyrir utan hafa fjárveitingar til gjafsóknar og bóta til brotaþola verið vanmetnar mörg undanfarin ár og einu viðbrögð dómsmálayfirvalda felast í því að skerða þessi mikilsverðu réttindi. Það er enn fremur álit 3. minni hluta að auka verði fjárframlög til umboðsmanns Alþingis, m.a. til að gera embættinu kleift að taka í ríkari mæli upp mál að eigin frumkvæði. Þar kemur m.a. til skoðunar athugun á réttarstöðu öryrkja, aldraðra og fleiri hópa í þjóðfélaginu sem standa höllum fæti.
    Um frekari rökstuðning er vísað til álits minni hluta allsherjarnefndar um frv. til fjárlaga fyrir árið 2006, dags. 14. nóv. 2005 sem undirritað er af Ágústi Ólafi Ágústssyni, Guðrúnu Ögmundsdóttur, Björgvini G. Sigurðssyni og Sigurjóni Þórðarsyni (sjá þskj. 395 á 132. löggjafarþingi). Kolbrún Halldórsdóttir var sem áheyrnarfulltrúi í allsherjarnefnd samþykk álitinu. Gagnrýni og ábendingar sem koma fram í álitinu eigan fullan rétt á sér varðandi fjárlagafrumvarp fyrir árið 2008.

Alþingi, 19. nóv. 2007.

Atli Gíslason.
Fylgiskjal VIII.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (02 Menntamálaráðuneyti).

Frá meiri hluta menntamálanefndar.    Menntamálanefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði nefndarinnar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, og bréf fjárlaganefndar til menntamálanefndar, dags. 10. október 2007.
    Á fund nefndarinnar komu Gísli Þór Magnússon, Auður Björg Árnadóttir og Jenný Bára Jensdóttir frá menntamálaráðuneyti, Kristín Ingólfsdóttir og Jón Atli Benediktsson frá Háskóla Íslands og Baldur Gíslason, Bryndís Sigurjónsdóttir og Kristinn Þorsteinsson frá Félagi íslenskra framhaldsskóla.
    Heildargjöld menntamálaráðuneytisins árið 2008 eru áætluð um 55.450 m.kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð 4.492 m.kr. en þær nema 8,1% af heildargjöldum ráðuneytisins. Gjöld umfram tekjur eru 50.985 m.kr. og af þeirri fjárhæð eru 47.150 m.kr. fjármagnaðar með beinu framlagi úr ríkissjóði og 3.808 m.kr. innheimtar af ríkistekjum. Rekstrargjöld ráðuneytisins að frádregnum sértekjum eru áætluð 32.768 kr. m.kr. og hækka um 3.338 m.kr. í fjárlögum þessa árs.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur áherslu á að hækka þurfi fjárveitingu til Listasafns Íslands svo að safnið geti fjölgað starfsfólki, eflt rannsóknarstarf og fundið viðunandi lausn á húsnæðis- og geymslumálum safnsins. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og eitt af höfuðsöfnum landsins og telur meiri hlutinn mikilvægt að safnið fái aukna fjárveitingu svo það geti gegnt þeim skyldum sem lagðar eru á það í safnalögum og lögum um Listasafn Íslands.
    Á fundi nefndarinnar með fulltrúum frá Háskóla Íslands kom fram að fjárframlög til skólans væru hlutfallslega lægri en til annarra háskóla, að frádregnu 640 m.kr. fjárframlagi til skólans vegna samnings milli hans og menntamálaráðuneytisins. Þá kom fram á fundi nefndarinnar með fulltrúum frá Félagi framhaldsskóla að fjárlagafrumvarpið 2008 fæli í raun í sér niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna. Meiri hluti nefndarinnar telur mikilvægt að reiknilíkan framhaldsskólanna endurspegli raunverulega fjárþörf þeirra. Meiri hlutinn vekur athygli fjárlaganefndar á starfi starfshóps sem settur var á laggirnar í því skyni að endurskoða reiknilíkan framhaldsskólanna en niðurstaða starfshópsins mun taka mið af nýjum lögum um framhaldsskóla. Hyggst menntamálaráðherra leggja fram frumvarp þess efnis á þessu haustþingi. Meiri hlutinn beinir því til fjárlaganefndar að taka málefni háskólanna og framhaldsskólanna til sérstakrar skoðunar.
    Meiri hlutinn telur nauðsynlegt að fyrirkomulag við úthlutun fjárveitinga af safnliðum verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Meiri hlutinn hefur þegar komið þeirri skoðun sinni á framfæri við fjárlaganefnd og leggur áherslu á að farið verði í slíka endurskoðun fyrir fjárlagagerðina 2009. Meiri hlutinn áréttar, eins og fram hefur komið í fyrri álitum hans til fjárlaganefndar, að úthlutun fjárveitinga til einstakra verkefna á sviði lista og menningar sem og á sviði íþrótta- og æskulýðsmála eigi að vera í höndum sjóða sem komið hefur verið á í þeim tilgangi. Meiri hlutinn telur að þegar svo háttar til verði úthlutun fjármuna byggð á faglegri forsendum en með núverandi fyrirkomulagi. Þá vekur meiri hlutinn athygli á menningarsamningum sem gerðir hafa verið við sveitarfélög en margar þær umsóknir sem nefndinni hafa borist ættu að mati meiri hlutans að falla undir slíka samninga.
    Nefndinni hafa borist 136 umsóknir um fjárveitingar af safnliðum og komu 49 umsækjendur á fund nefndarinnar. Meiri hlutinn leggur til að 98 umsækjendur fái styrk. Hvað varðar safnlið 02-999-190, Ýmis framlög, þá vísar meiri hlutinn umsókn SPES, alþjóðlegrar barnahjálpar aftur til fjárlaganefndar enda telur meiri hlutinn að efni hennar falli ekki undir málefnasvið nefndarinnar og heyri fremur undir utanríkisráðuneytið. Einnig vísar meiri hlutinn umsókn Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík aftur til fjárlaganefndar þar sem um fjárfrekt verkefni er að ræða. Þá vísar meiri hlutinn umsóknum Heimilis og skóla aftur til fjárlaganefndar. Í tengslum við safnlið 02-983-1.11, Styrkir til útgáfumála, vísar meiri hlutinn umsókn ORG-ættfræðiþjónustu ehf. aftur til fjárlaganefndar enda um kostnaðarsamt verkefni að ræða.
    Í tengslum við umsókn Þórbergsseturs beinir meiri hlutinn því til menntamálaráðherra að gerður verði samstarfssamningur við setrið með sama hætti og menntamálaráðherra hefur gert við Gunnarsstofnun. Að sama skapi telur meiri hlutinn í tengslum við umsókn Leikminjasafns Íslands að mikilvægt sé að gerður verði samningur við stjórn safnsins um framtíðaruppbyggingu þess.
    Meiri hlutinn leggur til að 1,5 m.kr. verði fluttar af safnlið 02-982-1.90, Listir, yfir á safnlið 02-984-1.90, Norræn samvinna, og að 11,5 m.kr. verði fluttar af safnlið 02-982-1.90, Listir, yfir á safnlið 02-919-1.90, Söfn, ýmis framlög. Meiri hlutinn leggur einnig til að 13,8 m.kr. verði fluttar af safnlið 02-989-1.90, Ýmis íþróttamál, yfir á safnlið 02-983-1.11, Styrkir til útgáfumála, og að 4,2 m.kr. verði færðar af safnlið 02-989-1.90, Ýmis íþróttamál, yfir á safnlið 02-999-1.90, Ýmis framlög. Tillögur meiri hlutans um skiptingu safnliða koma fram í sérstöku fylgiskjali.
    Guðbjartur Hannesson skrifar undir álitið með fyrirvara vegna setu í fjárlaganefnd.
    Minni hluti nefndarinnar tekur undir umsögn meiri hlutans um einstök atriði en hefur fyrirvara við heildarafgreiðslu málsins sem fram kemur í minnihlutaáliti.
    Illugi Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 20. nóv. 2007.

Sigurður Kári Kristjánsson, form.,
Einar Már Sigurðarson,
Guðbjartur Hannesson, með fyrirvara,
Katrín Júlíusdóttir,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Fylgiskjal IX.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (02 Menntamálaráðuneyti).

Frá minni hluta menntamálanefndar.    Að aflokinni umfjöllun menntamálanefndar um fjárlagafrumvarpið liggur fyrir að minni hlutinn tekur undir öll atriðin sem fjallað er um í áliti meiri hlutans og stendur að tillögunni um skiptingu safnliða en telur eigi að síður mikilvægt að gera nokkra grein fyrir afstöðu sinni til þeirrar heildarstefnu sem birtist í frumvarpinu.
    Tími nefndarinnar fór að mestu í umfjöllun um skiptingu safnliðanna svo að naumur tími var aflögu til að fjalla um frumvarpið að öðru leyti. Rík ástæða hefði verið til að fjalla sérstaklega um þætti er varða fjárveitingar til símenntunar og fullorðinsfræðslu, til fatlaðra nemenda á efri skólastigum, listnám á framhaldsskólastigi og þeirra framhaldsskólanema sem hafa greiningu upp úr grunnskóla af einhverjum ástæðum. Þá hefði þurft að ræða stefnumörkun Vísinda- og tækniráðs betur, sem og stefnumörkun og fjárheimildir varðandi íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þá má nefna að eina menningarstofnunin sem fékk athygli nefndarinnar var Listasafn Íslands. Minni hlutinn styður heils hugar tillögur meiri hlutans um aukið fjármagn til ákveðinna þátta safnsins og vonar að fjárlaganefnd sinni þeim óskum. Það hefði hins vegar verið fullt tilefni til þess að fleiri sambærilegar stofnanir fengju viðlíka athygli.
    Ástæða hefði verið til að fylgja eftir starfi nefndarinnar frá síðasta ári varðandi Þjóðleikhúsið, en ekki hefur unnist tími til að fara yfir þarfagreiningu sem nefndinni er kunnugt um að hefur legið fyrir um skeið varðandi áætlanir um áframhaldandi endurbætur og mögulegar viðbyggingar við húsið. Þá gerir minni hlutinn athugasemd við lækkun framlaga til nokkurra mikilvægra safna eins og Listasafns ASÍ, Nýlistasafnsins og Listasafns Sigurjóns Ólafssonar.
    Sá siður færist í vöxt að stjórnvöld geri samninga við ýmsa aðila um aðskiljanlegustu verkefni, jafnvel þau sem bundin eru í lög og reglugerðir. Umboðsmaður Alþingis bendir á þessa staðreynd í nýútkominni skýrslu sinni fyrir árið 2006 og telur að í þessum efnum ráði för vilji fólks til að fylgja aðferðum viðskiptalífsins og einkamarkaðarins. Slík breytni kunni að orka tvímælis í ákveðnum tilfellum, sérstaklega ef það gleymist að verkefni hins opinbera hvíla almennt á öðrum réttargrundvelli en einkarekstur. Fjöldi samninga af þessu tagi hefur verið gerður af menntamálaráðuneytinu á síðustu missirum, jafnt um skólamál sem menningarmál. Það hefði verið full þörf fyrir menntamálanefnd að fjalla sérstaklega um þá samningagerð alla.
    Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram rík tilhneiging til að gera betur við einkarekna skóla en þá sem reknir eru að öllu leyti af hinu opinbera. Sem dæmi um þetta má nefna að Háskóli Íslands fær einungis 3% hækkun vegna fjölgunar ársnema og Kennaraháskóli Íslands 3,2% miðað við síðasta ár, þegar Háskólinn í Reykjavík fær 5,8% hækkun vegna fjölgunar ársnema og Háskólinn á Bifröst 6,3% hækkun. Sömu tilhneigingu má sjá í kaflanum um framhaldsskóla. Stjórnvöld beina með öðrum orðum nemendum í auknum mæli í skóla sem innheimta skólagjöld. Þetta samrýmist ekki stefnu minni hlutans um jafnrétti til náms. Minni hlutinn er sammála um að stefna beri að því að framhaldsskólinn verði án gjaldtöku, þ.m.t. námsgögn framhaldsskólanema, en slíka stefnu er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.
    Þó að ákveðnar úrbætur hafi verið gerðar á fjárframlögum til Háskóla Íslands á árinu með nýjum samningi við skólann, þá nægir það hvergi nærri til að gera honum kleift að rækja hlutverk sitt af þeirri reisn sem hann gæti, ef stefnumörkun stjórnvalda varðandi fjárframlög til skólans væri með eðlilegum hætti. Háskóli Íslands þarf fyrirsjáanlega að takmarka fjölda nemenda við skólann umtalsvert á næstu árum ef nemendafjölgun verður ekki bætt með auknum framlögum og óvíst er á hvaða forsendum slíkar takmarkanir verða byggðar. Hingað til hefur Háskóli Íslands skilgreint sig sem þjóðskóla þar sem allir með tilskilin próf hafa átt aðgang að honum en á næsta ári gerir Háskóli Íslands ráð fyrir að framlög vanti fyrir 435 nemendaígildi. Slíkt er óásættanlegt að mati minni hlutans.
    Telja verður jákvætt að Háskólinn á Akureyri skuli fá 6,3% hækkun vegna fjölgunar ársnema. Minni hlutinn hvetur til þess að fyrir endanlega afgreiðslu fjárlaga 2008 verði lokið gerð samnings við skólann um kennslu og rannsóknir til næstu fjögurra ára, og jafnframt að skuldastaða skólans verði leiðrétt. Menntamálayfirvöld verða að klára þá vinnu sem hafin var á síðasta ári, þ.e. að tryggja fjárhagslegan grunn Menntaskólans á Akureyri. Slíkt verður aðeins gert með því að aflétta þeim 360 m.kr. skuldum sem enn hanga yfir skólanum.
    Framhaldsskólarnir þurfa að þola raunlækkun milli ára verði ekki breyting á fjárveitingum í meðförum fjárlaganefndar. Þetta gengur gegn öllum fyrirheitum stjórnvalda um úrbætur og um öflugan framhaldsskóla fyrir alla. Í mörg ár hefur framhaldsskólastigið verið rekið með halla þegar á heildina er litið. Það var ekki fyrr en árið 2006 sem skólunum var gert kleift að ná jákvæðri heildarútkomu. Með fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er þeim árangri stefnt í voða. Enn er ástæða til að hvetja til þess að reiknilíkani framhaldsskólanna verði breytt á þann veg að það reikni út kostnað við rekstur skólanna, en sé ekki einungis tæki til að deila út of litlum fjármunum. Miklu skiptir að skólum verði gert fjárhagslega kleift að bjóða upp á fjölbreytta menntun og sinna ólíkum nemendum með ólíkar þarfir.
    Það er mat minni hlutans að menntakerfið sé ein mikilvægasta stoðin undir velferð samfélagsins og að menntun fyrir alla eigi að vera ófrávíkjanleg krafa í stjórnmálum 21. aldarinnar. Til að sú verði raunin þarf að endurskoða fjárframlög til einstakra málaflokka og það er mat minni hlutans að mennta- og menningarmálin eigi að vera ofar í forgangsröðinni en nú er.

Alþingi, 20. nóv. 2007.

Kolbrún Halldórsdóttir,
Katrín Jakobsdóttir,
Höskuldur Þórhallsson.
Fylgiskjal X.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (03 Utanríkisráðuneyti).

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.    Utanríkismálanefnd hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. þingskapa og bréf fjárlaganefndar frá 10. október sl.
    Nefndin fékk á sinn fund Grétar Má Sigurðsson og Pétur Ásgeirsson frá utanríkisráðuneyti.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjárlagarammi utanríkisráðuneytisins stækki um tæplega 1.053 m.kr sem jafngildir 23% miðað við fjárlög fyrir árið 2007.
    Nú er í fyrsta skipti gert ráð fyrir sérstökum fjárlagalið vegna varnarmála. Gert er ráð fyrir að rekstargjöld á honum nemi tæplega 534 m.kr. og renni að mestu til verkefna í tengslum við yfirtöku Íslendinga á starfsemi á Keflavíkurflugvelli eftir brotthvarf Bandaríkjahers. Einnig er gert ráð fyrir sérstökum fjárlagalið vegna Ratsjárstofnunar vegna yfirtöku Íslands á rekstri stofnunarinnar.
    Heildarfjárveiting til þróunarmála og alþjóðastofnana samkvæmt fjárlagaliðum 03-390, 03-391 og 03-401 nemur rúmlega 4.187 m.kr. sem jafngildir meira en 13% hækkun að raungildi frá fjárlögum ársins 2007. Undanfarin ár hafa framlög Íslendinga til þróunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi markvisst verið hækkuð með hliðsjón af því markmiði ríkisstjórnarinnar að auka framlög til þróunarmála þannig að þau verði 0,35% af vergri landsframleiðslu árið 2009. Meiri hlutinn er sammála því markmiði að auka útgjöld til þróunarmála. Meiri hlutinn telur einnig mikilvægt að gert verði ráð fyrir auknum fjárveitingum til Alþingis þannig að utanríkismálanefnd geti sinnt eftirlitshlutverki sínu með friðargæslu, þróunarmálum og hjálparstarfsemi á erlendri grundu sem skyldi. Jafnframt þarf að huga að alþjóðlegum samskiptum fastanefnda þingsins í tengslum við framkvæmd EES-samningsins.
    Kristinn H. Gunnarsson skrifar undir álit þetta með fyrirvara.

Alþingi, 12. nóv. 2007.

Bjarni Benediktsson, form.,
Árni Páll Árnason,
Ragnheiður E. Árnadóttir,
Ásta R. Jóhannesdóttir,
Siv Friðleifsdóttir,
Guðfinna S. Bjarnadóttir,
Lúðvík Bergvinsson,
Kristinn H. Gunnarsson, með fyrirvara.
Fylgiskjal XI.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (03 Utanríkisráðuneyti).

Frá minni hluta utanríkismálanefndar.    Undirritaður, fulltrúi þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd, tekur undir það sem fram kemur í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar að aukning framlaga til þróunarsamvinnu er fagnaðarefni og sömuleiðis að mikil þörf er á að styrkja stöðu utanríkismálanefndar til að sinna og fylgja eftir auknum umsvifum og auknum fjármunum sem ráðstafað er undir utanríkisráðuneytinu, einkum og sér í lagi til þróunarsamvinnu, til aukinna verkefna á sviði friðargæslu og nú vegna nýtilkominnna og stóraukinna útgjalda til hernaðartengdra verkefna. Full ástæða er til að utanríkismálanefnd geti, bæði að eigin frumkvæði og í samstarfi við utanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess, sinnt eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu, tekið þátt í stefnumótun og fylgt málum eftir af hálfu Alþingis.
    Hvað varðar einstaka útgjaldaliði ráðuneytisins gagnrýnir undirritaður harðlega þau nýtilkomnu og stórfelldu útgjöld til hernaðartengdra verkefna sem í fjárlagatillögunum felast og í raun bæði í fjáraukalagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár og í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2008. Undirritaður telur þessi útgjöld illa ígrunduð, alla stefnumótun af hálfu stjórnvalda vera handahófskennda og enn eru ítrekuð loforð um að búa til þverpólitískan samráðsvettvang stjórnmálaflokka um öryggismál vanefnd.
    Ef litið er til stærstu útgjaldaliðanna sem til falla á málasviði utanríkisráðuneytisins stingur í augu nýr kostnaður, til svokallaðra varnarmála upp á 522,3 m.kr. Er þar fyrst og fremst á ferðinni kostnaður af því að helda hér uppi erlendum herjum og herflugvélasveitum við æfingar og/eða eftirlit. Einnig fellur undir þetta rekstur ratsjárstofnunar upp á 830 m.kr. eða þar um bil. Að auki mun rekstur fastanefndar Nató í Brussel kosta 100 m.kr. og árgjöld til Nató 65 m.kr. Er þá fjarri því að allt sé talið því til viðbótar koma miklar fjárhæðir sem ráðstafað hefur verið til hergagna- eða loftflutninga á vegum Nató, auk þess sem ljóst er að ýmis kostnaður fellur til hjá stofnunum sem heyra undir önnur ráðuneyti, svo sem Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra, lögreglu og sýslumannsembætti, einkum sýslumannsembættið á Suðurnesjum.
    Samtals munu því, samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár og fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, renna fjármunir af stærðargráðunni allt að tveir og hálfur milljarður króna til nýrra hernaðartengdra verkefna úr ríkissjóði. Þessum fjármunum telur undirritaður að væri betur varið til að efla innlendar borgaralegar stofnanir, efla björgunarstarfsemi Landhelgisgæslunnar, búa betur að björgunarsveitum, styrkja almannavarnir, efla almenna löggæslu og þar fram eftir götunum. Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir því að þessi miklu útgjöld, sem ærin ástæða er til að ætla að muni vefja upp á sig og aukast á komandi missirum, séu brýnustu verkefni dagsins til að efla öryggi íslenskra borgara. Er sönnu nær að auknir fjármunir til að bregðast við atburðum innan lands, eins og náttúruhamförum, eldgosum og jarðskjálftum, eða vá af öðrum toga, væri nærtækari. Ein röksemdin sem færð er fram er vaxandi umferð í norðurhöfum, einkum umferð olíuflutningaskipa, en augljóst er að fráleitt það brýnasta í þeim efnum er að halda uppi erlendum herjum og orrustuflugsveitum við æfingar hér á landi. Nær væri að efla raunverulegan viðbúnað, afla tækja, kaupa búnað og þjálfa mannskap til að takast á við möguleg mengunarslys, efla björgunarviðbúnað og siglingaeftirlit og annað af því tagi í samstarfi við aðrar þjóðir sem eiga land hér á norðurslóðum. Það að nota mögulega hættu af siglingum olíuskipa sem yfirskin til að réttlæta stórfelld ný hernaðarútgjöld er ekkert nema blekkingaleikur.
    Undirritaður og flokkur hans gagnrýna harðlega þessa hervæðingu eða hernaðarútgjaldavæðingu íslensku fjárlaganna og munu greiða atkvæði gegn hinum nýju útgjaldaliðum á þessu sviði sem órökstutt og án undangenginnar stefnumótunar og þarfagreiningar á nú að fara að reiða af hendi.
    Hvað varðar útgjöld til friðargæslu, þá er undirritaður því að sjálfsögðu fylgjandi að við Íslendingar leggjum okkar af mörkum á því sviði, enda sé það gert á þeim forsendum sem okkur henta og samrýmast friðar- og vopnleysisarfleifð okkar annars vegar og anda og markmiðum nýrra laga um friðargæsluna hins vegar. Það verður hins vegar ekki sagt um öll verkefni friðargæslunnar í dag og alls ekki hið kostnaðarsama úthald í Afganistan. Krafa minni hlutans er að liðsaflinn verði kallaður heim frá Afganistan og þátttaka Íslands í friðargæsluverkefnum verði endurskipulögð.
    Þótt veruleg útgjaldaaukning utanríkisráðuneytisins undanfarin ár stafi vissulega einkum af auknum verkefnum eins og áður er vísað til er einnig um umtalsverða aukningu rekstrar- og launakostnaðar að ræða vegna fastastarfsemi utanríkisþjónustunnar eins og Ríkisendurskoðun hefur m.a. bent á. Full þörf væri á að fara betur ofan í saumana á rekstrar- og launakostnaðarliðum og þar á meðal kanna hvort um óeðlilega mikið launaskrið er að ræða í ákveðnum tilvikum.
    Síðast en ekki síst þykir undirrituðum ástæða til að gagnrýna að enn hafa utanríkismálanefnd ekki borist neinar upplýsingar um hvaða áhrif fyrirhugaðar breytingar á stjórnarráðinu muni hafa á utanríkisráðuneytið, t.d. starfsemi á vegum þess í Keflavík.

Alþingi, 12. nóv. 2007.

Steingrímur J. Sigfússon.
Fylgiskjal XII.


Álit


um frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (04 Landbúnaðarráðuneyti og 05 Sjávarútvegsráðuneyti).

Frá meiri hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.


    Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar fjallað um þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 10. október sl. Nefndinni barst erindi frá Félagi skógarbænda á Norðurlandi, dags. 20. október 2007.
    Nefndin fékk á sinn fund Arndísi Stefánsdóttur frá sjávarútvegsráðuneyti, Ingimar Jóhannsson og Baldur Erlingsson frá landbúnaðarráðuneyti, Jóhann Sigurjónsson frá Hafrannsóknastofnuninni og Þórð Ásgeirsson frá Fiskistofu auk þess sem nokkur fjöldi gesta kom til fundar við nefndina vegna umsókna um fjárveitingu af safnliðum.
    Heildarútgjöld landbúnaðarráðuneytis árið 2008 eru áætluð 14.981 m.kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð 875 m.kr. en þær nema 5,9% af heildargjöldum ráðuneytisins. Gjöld umfram tekjur eru 14.016 m.kr. og af þeirri fjárhæð eru 12.915 m.kr. fjármagnaðar með beinu framlagi úr ríkissjóði og 1.174 m.kr. inheimtar af ríkistekjum. Mismunurinn, 79 m.kr., færist til lækkunar á ríkistekjum.
    Heildarútgjöld sjávarútvegsráðuneytis árið 2008 eru áætluð um 4.176 m.kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð 782 m.kr. en þær nema 18,7% af heildargjöldum ráðuneytisins. Gjöld umfram tekjur eru 3.395 m.kr. og af þeirri fjárhæð eru 3.302 m.kr. fjármagnaðar með beinu framlagi úr ríkissjóði og 93 m.kr. inheimtar af ríkistekjum.
    Heildarhækkun á fjárveitingum til landbúnaðarráðuneytis er óveruleg frá gildandi fjárlögum en nemur um 13% hvað sjávarútvegsráðuneyti varðar.
    Samkvæmt lögum nr. 109/2007, um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, verða landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti sameinuð í eitt ráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti frá og með 1. janúar 2008. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2008 tekur ekki mið af þeirri breytingu og því þarf að flytja breytingartillögu við 2. umr. fjárlaga til að sameina framangreinda fjárlagaliði.
    Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins sem fylgir frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands (130. mál) er gert ráð fyrir að tilflutningar verkefnanna auki ekki heildarkostnað ríkissjóðs. Nefndin leggur áherslu á að allra leiða verði leitað til að tryggja að kostnaðarauki hljótist ekki af breytingunum og að niðurstaðan verði skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýsla fyrir almenning og ríkissjóð. Þá telur nefndin að auka þurfi fjármagn til hafrannsókna, þ.m.t. til svokallaðra samkeppnissjóða, og að huga þurfi sérstaklega að rekstri hafrannsóknarskipa. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun eru umhverfisskilyrði á hafsvæðum umhverfis Ísland að breytast og það kallar á frekari rannsóknir á áhrifum þess á fiskstofna.
    Þá tók nefndin fyrir skiptingu safnliðanna 04-190-1.90, Ýmis verkefni, og 05-190-1.90, Ýmislegt, samkvæmt beiðni fjárlaganefndar. Tillögur meiri hlutans eru í meðfylgjandi fylgiskjali.
    Meiri hlutinn leggur til að safnlið 04-190-1.90, Ýmis verkefni, verði skipt samkvæmt sundurliðuninni en gerir ekki tillögu um ráðstöfun 2,2 m.kr. af fjárveitingunni. Meiri hlutinn tekur ekki afstöðu til umsókna frá Hólaskóla heldur vísar því til fjárlaganefndar að taka afstöðu til fjárveitinga til stofnunarinnar heildstætt, m.a. í tengslum við yfirfærslu stofnunarinnar til menntamálaráðuneytis. Þá tekur meiri hlutinn ekki afstöðu til umsókna Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar heldur beinir því til fjárlaganefndar að taka afstöðu til fjárveitinga til stofnunarinnar heildstætt. Þá vekur meiri hlutinn athygli fjárlaganefndar á umsókn Landgræðslu ríkisins um fjárveitingu vegna landþurrkunar og felur fjárlaganefnd að taka hana til athugunar í samhengi við fjárveitingar til stofnunarinnar. Loks vekur meiri hlutinn athygli fjárlaganefndar á umsókn Sorpstöðvar Suðurlands um styrk til kaupa á sorpbrennslugámi og telur að verkefnið hljóti að verða að skoða í víðara samhengi.
    Meiri hlutinn leggur til að safnlið 05-190-1.90, Ýmislegt, verði skipt samkvæmt sundurliðun í fylgiskjali en gerir ekki tillögu um ráðstöfun 1,5 m.kr. af fjárveitingunni. Meiri hlutinn vísar umsókn BioPol-sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd til fjárlaganefndar þar sem um er að ræða umfangsmikið verkefni og styrkbeiðnin nemur margfaldri þeirri fjárhæð sem til ráðstöfunar er.
    Loks telur meiri hlutinn ástæðu til að beina því til fjárlaganefndar að hún skerpi reglur um umsóknarferlið og tryggi að öll nauðsynleg fylgigögn liggi fyrir, þ.m.t. ársreikningar, áður en erindi eru tekin til meðferðar.

Reykjavík, 13. nóv. 2007.

Arnbjörg Sveinsdóttir, form.,
Kjartan Ólafsson,
Helgi Hjörvar,
Jón Gunnarsson,
Karl V. Matthíasson,
Grétar Mar Jónsson.


Fylgiskjal XIII.

Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (04 Landbúnaðarráðuneyti og 05 Sjávarútvegsráðuneyti).

Frá 1. minni hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.


    Fyrsti minni hluti vísar til umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands hvað varðar álit á sameiningu ráðuneytanna og uppskiptingu stofnana sem undir þau heyra.
    Fyrsti minni hluti stendur að skiptingu safnliðanna 04-190-1.90, Ýmis verkefni, og 05-190-1.90, Ýmislegt, samkvæmt beiðni fjárlaganefndar. Tillögur þær koma fram í fylgiskjali með meirihlutaálitinu.
    Samkvæmt mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna samdráttar í þorskafla, sem tilkynnt var um 12. september sl., er ekki að sjá aukningu til hafrannsókna sem nokkru nemur. Þar eru vissulega 20 m.kr. framlög til hafrannsókna í Vestmannaeyjum og Ólafsvík og aðrar 20 m.kr. til sjávarrannsóknarseturs í Ólafsvík sem 1. minni hluti styður.
    Hins vegar er skoðun 1. minni hluta að verulega þurfi að auka fjárframlög til hafrannsókna og tengist það þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að draga úr þorskveiðum um yfir 60 þús. tonn.
    Þingflokkur framsóknarmanna birti 3. júlí sl. tillögur um mótvægisaðgerðir sem fólu í sér að gengið yrði skemur í átt til skerðingar þorskkvóta en ríkisstjórnin ákvað. Tillögurnar voru m.a. byggðar á þeirri staðreynd að ágreiningur hefur verið uppi um þær aðferðir sem verið hafa grundvöllur að veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og ýmsar vísbendingar uppi um að ástand þorskstofna sé þannig að ekki hefði þurft að ganga jafnlangt og raunin varð.
    Í tillögum þingflokksins var af þeim sökum lagt til að 400 m.kr. yrðu árlega veittar á kjörtímabilinu til aukinna rannsókna í því skyni að auka þekkingu okkar á vistkerfi sjávar. Einnig þarf að kanna sérstaklega áhrif veiðiaðferða, veiðarfæra, veiðitímabila og hvalastofna, auk innbyrðis samspils hinna ýmsu stofna.

Alþingi, 15. nóv. 2007.

Valgerður Sverrisdóttir.

Fylgiskjal XIV.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (04 Landbúnaðarráðuneyti og 05 Sjávarútvegsráðuneyti).

Frá 2. minni hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.    Fjárlög hvers árs eru órækur vitnisburður um stefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Fjárlög fyrir árið 2008 endurspegla þannig með skýrum hætti stefnu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn síðustu fjögur kjörtímabil og lengst af við stjórnvölinn. Það er skoðun 2. minni hluta að þessi ár hafi verið feit ár auðmanna og hátekjufólks en að sama skapi mögur ár lág- og meðaltekjufólks, aldraðra og öryrkja og fleiri hópa í þjóðfélaginu. Að mati 2. minni hluta hefur þjóðfélagsgerð okkar breyst til verri vegar síðustu 16 ár. Misskipting, fátækt og hvers kyns mismunun hefur aukist verulega. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu hefur verið takmarkaður með gjaldtöku. Landsbyggðarfólk situr engan veginn við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og sveitarfélög á landsbyggðinni búa við fjársvelti og geta illa veitt íbúum sínum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Fákeppni og allt að því einokun er ríkjandi á stærstu sviðum viðskipta- og atvinnulífs og heilbrigð samkeppni og einstaklingsframtak á mjög undir högg að sækja. Kynbundið ofbeldi og kynbundinn launamunur er viðvarandi. Skattar á lág- og meðaltekjufólk hafa hlutfallslega verið hækkaðir með skertum persónuafslætti, skertum barnabótum, skertum vaxtabótum og stórauknum sjúklinga- og lyfjasköttum á meðan skattar auð- og hátekjumanna hafa ýmist verið lækkaðir eða felldir niður. Kjör öryrkja og aldraðra hafa hlutfallslega versnað. Brýnum umhverfismálum hefur ekki verið sinnt og unnin hafa verið stórfelld óafturkræf spjöll á náttúru Íslands í nafni blindrar stóriðjustefnu. Ungu fólki hefur verið gert illmögulegt að kaupa sína fyrstu íbúð og vaxtaokur er almenn staðreynd. Frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun hefur verið drepin í dróma og einsleit álbræðsluhyggja hefur verið allsráðandi með tilheyrandi ruðningsáhrifum. Nauðsynlegum hafrannsóknum og sjálfbærum veiðum hefur of lítill gaumur verið gefinn. Hernaðarhyggja hefur farið vaxandi og Ísland verið gert að þátttakanda í Íraksstríðinu. Borgaraleg réttindi hafa verið skert samfara miðstýrðri ráðstjórn ríkislögreglustjóra með greiningardeildum, sérsveitum o.fl. en á sama tíma hefur verið dregið verulega úr löggæsluþjónustu á landsbyggðinni. Félagshyggja og almannahagsmunir eru á undanhaldi fyrir sérhagsmunum gróða- og markaðshyggju. Auðlindir þjóðarinnar sæta ásælni alþjóðlegra stórfyrirtækja og ofurauðmanna og þannig mætti lengi telja.
    Það er staðföst skoðun 2. minni hluta að í öllum meginatriðum feli frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2008 í sér óbreytta ríkisstjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins síðustu fjögur kjörtímabil. Stefna Samfylkingarinnar, svo ekki sé talað um kosningaloforð hennar fyrir síðustu alþingiskosningar, sé lítt merkjanleg í fjárlögum fyrir árið 2008.
    Þegar litið er yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 10. október 2007, staðfesta þeir að mati 2. minni hluta það sem að framan greinir.
    Annar minni hluti telur alvarlegustu annmarka frumvarpsins lúta að fjárveitingum til alhliða hafrannsókna. Markmið fiskveiðistjórnarlaga hafa frá upphafi verið þau sömu, að vernda fiskstofna, stuðla að hagkvæmri nýtingu þeirra, treysta atvinnu og efla byggð í landinu. Þessi markmið hafa aldrei náðst og reyndar eru markmiðin fjarlægari en nokkru sinni fyrr. Þvert á markmið laganna standa helstu nytjastofnar sjávar höllum fæti og lögin hafa í reynd stuðlað að óhagkvæmri nýtingu sjávarauðlinda með tilheyrandi skuldasöfnun og erfiðleikum í fiskveiðum og fiskvinnslu. Þvert á markmið laganna hefur störfum í sjávarútvegi fækkað og starfsöryggi þeirra sem byggja afkomu sína á greininni sjaldan verið verri og jafnt og þétt hefur dregið úr mætti sjávarbyggða um land allt með tilheyrandi byggðaröskun og fólksflótta. Í fjárlögum er hvorki brugðist við þessum stórfellda vanda né heildarstefna mörkuð til framtíðar. Fyrir liggur að Hafrannsóknastofnun getur ekki gert út rannsóknarskip sín nema um og innan við 200 daga á ári vegna fjárskorts. Stofnunin getur heldur ekki sinnt rannsóknum á seiðagöngum, rannsóknum tengdum breyttu hitastigi, lífmassa og fæðukerfi sjávar, loðnugöngum og áhrifum loðnuveiða á vöxt og viðgang þorskstofnsins, hafsbotninum eða fleiri aðkallandi rannsóknarverkefnum. Ekki verður undan því vikist að stórauka fjárveitingar til Hafrannsóknastofnunar og rannsókna á vegum sjómanna, útgerðar- og fiskvinnslustöðva og til háskóla og annarra fræða- og þekkingarsetra til vísindalegrar úrvinnslu úr rannsóknargögnum. Að öðrum kosti blasir við að sjávarútvegi, þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar, sé mikil hætta búin. Um nánari rökstuðning vísar 2. minni hluti til frumvarps til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem Björn Valur Gíslason o.fl. hafa lagt fram á þinginu (147. mál).
    Að mati 2. minni hluta er einnig nauðsynlegt að stórauka matvælarannsóknir og fjárveitingar til þeirra, einkum í ljósi fyrirhugaðra breytinga á matvælaeftirliti og matvælalöggjöf og þess að fyrir dyrum stendur að opna fyrir innflutning erlendra matvara. Þá kallar frumvarp um tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands (130. mál) á sérstakar fjárveitingar. Um þann þátt málsins og gagnrýni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er vísað til meðfylgjandi umsagnar minni hluta í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd til allsherjarnefndar um það frumvarp. Jafnframt leggur 2. minni hluti til að horfið verði frá hlutafélagavæðingu Matís, sem samkvæmt fjáraukalögum hefur þegar kostað skattgreiðendur allt að 150 m.kr. umfram það sem áætlað var og búast má við enn frekari viðbótarkostnaði í núverandi ohf.- fyrirkomulagi. Þar má ná fram umtalsverðum sparnaði en efla um leið matvælarannsóknir.
    Annar minni hluti telur að sömu sjónarmið gildi um fjárlagaliði sem snúa að landbúnaðarráðuneytinu. Landbúnaðarskólarnir, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og fleiri stofnanir eru í uppnámi vegna fyrirhugaðra tilfærslna verkefna. Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að fjárveitingar til Veiðimálastofnunar verði lækkaðar verulega og umtalsvert til Landbúnaðarháskóla Íslands, Hólaskóla, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins og til fleiri stofnana og sjóða. Öll rök hníga hins vegar til þess að efla beri þessar stofnanir og auka fjárveitingar til þeirra, eins og þær hafa farið fram á með rökum. Til að mynda er með öllu ótækt að ekki sé að finna ríflegar fjárveitingar til endurreisnar Garðyrkjuskólans að Reykjum, sem hefur drabbast niður undanfarin ár. Þá er ámælisvert að myndarleg fjárframlög skuli ekki veitt til rannsókna og eflingar á lífrænni framleiðslu landbúnaðarvara. Á því sviði á landbúnaður á Ísland mesta framtíð og sóknarmöguleika.
    Annar minni hluti telur skiptingu safnliðarins 04-190-1.90, Ýmis verkefni, ómarkvissa og tilviljunarkennda. Nauðsyn ber til að Alþingi móti gegnsæjar og markvissar reglur með fyrir fram gefnum forsendum um umsóknir, úthlutanir og eftirlit með ráðstöfun fjárins, sbr. einnig nýlega gagnrýni umboðsmanns Alþingis á úthlutun ráðstöfunarfjár ráðherra.

Alþingi, 18. nóv. 2007.

Atli Gíslason.

Fylgiskjal XV.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (07 Félagsmálaráðuneyti).

Frá meiri hluta félags- og tryggingamálanefndar.    Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 10. október sl.
    Á fund nefndarinnar komu Sturlaugur Tómasson frá félagsmálaráðuneyti, Elín Pálsdóttir frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti.
    Í frumvarpinu kemur fram að heildargjöld félagsmálaráðuneytis árið 2008 eru áætluð um 42.500 m.kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð tæplega 2.000 m.kr. en þær nema 5,4% af heildargjöldum ráðuneytisins.
    Samkvæmt lögum nr. 109/2007, um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/ 1969, verður hluti almannatrygginga fluttur frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis 1. janúar 2008. Við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið verða fluttar breytingartillögur við frumvarpið miðað við breytt verkaskipti innan Stjórnarráðsins. Frumvarp um nýja verkaskiptingu er ekki komið til umfjöllunar félags- og tryggingamálanefndar og er því í þessari umsögn fyrst og fremst miðað við óbreytta verkaskiptingu.
    Rekstrargjöld ráðuneytisins að frádregnum sértekjum eru áætluð rúmar 9 m.kr. og hækka um 626,4 m.kr. frá fjárlögum þessa árs. Auk launa- og verðlagshækkana munar þar mest um 661,5 m.kr. til málefna fatlaðra og 71,4 m.kr. til málefna barna. Á móti koma 500 m.kr. sem eru áætlaðar hreinar vaxtatekjur Atvinnuleysistryggingasjóðs af inneign hjá ríkissjóði vegna óráðstafaðra tekna af atvinnutryggingagjaldi. Einnig hafa rekstrarfjárveitingar ýmissa stofnana sem heyra undir ráðuneytið verið lækkaðar, alls um 17 m.kr. vegna áforma um hagræðingu í rekstrarkostnaði. Rekstrarumfang ráðuneytisins hefur verið nokkru meira en gert hefur verið ráð fyrir í fjárlögum undanfarinna ára. Um er að ræða útgjöld sem fjármögnuð hafa verið með sértekjum og er gerð leiðrétting á því í frumvarpinu með því að hækka hvort tveggja um samtals 285 m.kr. Rekstrargjöld umfram tekjur og bein framlög úr ríkissjóði verða því óbreytt eftir sem áður.
    Neyslu- og rekstrartilfærslur hækka um tæpar 6 m.kr. og verða tæpar 30 m.kr. en eru tæpar 23 m.kr. í fjárlögum ársins 2007. Þyngst vegur 2,5 m.kr. framlag til Atvinnuleysistryggingasjóðs í samræmi við spá um aukið atvinnuleysi á árinu 2008.
    Viðhalds- og stofnkostnaður er áætlaður tæpar 2 m.kr. og er það rúmlega 1 m.kr. hækkun milli ára. Þar munar mest um 1.100 m.kr. skuldbindingu ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu lána til leiguíbúða. Auk þess er gert ráð fyrir um 111 m.kr. til uppbyggingar búsetuúrræða fyrir geðfatlaða í samræmi við ákvæði 7. gr. laga nr. 133/2005, um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.
    Greiðslur ráðuneytisins samkvæmt samningi við samtök, einkaaðila og sveitarfélög um rekstrarverkefni eru samtals áætlaðar rúmlega 3,1 m.kr. árið 2008. Það svarar til 24,7% af rekstargjöldum ráðuneytisins á árinu 2008.

07-400 Barnaverndarstofa.
    Heildarfjárveiting til málaflokksins hækkar um 71,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum þegar frá eru taldar almennar launa- og verðlagsbreytingar. Þar af eru 50 m.kr.verkefni til að hrinda í framkvæmd nýjungum í meðferð fyrir börn og ungmenni með hegðunar- ogvímuefnavanda, sem veitt skal utan stofnana og á vettvangi fjölskyldunnar og daglegs umhverfis, 10 m.kr. til eflingar neyðarvistunar á Stuðlum og 1,4 m.kr. til húsnæðiskostnaðar á meðferðarheimilum.

07-190 Ýmis verkefni.

    Undir liðnum Ýmis verkefni er gert ráð fyrir 9,5 m.kr. framlagi til að fylgja eftir aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum.
    Meiri hlutinn fagnar þingsályktunartillögu með aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna, sem samþykkt var á sumarþingi, og telur brýnt að henni verði fylgt eftir með nægjanlegu fjármagni hjá hverju ráðuneyti fyrir sig en verkefni aðgerðaáætlunarinnar heyra undir mörg ráðuneyti.

07-700 Málefni fatlaðra.
    Heildarfjárveiting til málaflokksins hækkar um 734,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum og skýrist sú hækkun meðal annars af auknum rekstrarkostnaði sem stafar af fjölgun búsetuúrræða fyrir geðfatlaða (175 m.kr.), tilraunaverkefni í þjónustu sjúklinga í öndunarvél í heimahúsum (82 m.kr.) og endurnýjun þjónustusamninga við sveitarfélög, félagasamtök og einkaaðila um þjónustu við fatlaða (40 m.kr.).
    Meiri hlutinn fagnar átaki um fjölgun búsetuúrræða fyrir geðfatlaða, en bendir á að framlag samkvæmt skiptingu á söluandvirði Landssíma Íslands hf. hefur ekki verið verðbætt né heldur viðbótarframlag úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, sbr. athugasemd við þann lið hér á eftir.
    Meiri hlutinn telur brýnt að bæta búsetuþjónustu við fatlaðra með þroskahömlun og gera þarf ráð fyrir hækkun á framlögum til rekstrar til að sinna því verkefni og styrkja Framkvæmdasjóð fatlaðra.

07-750 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
    Gert er ráð fyrir hækkun sem nemur 91,5 m.kr. að raungildi, þar af 70,5 m.kr. til að stytta biðtíma eftir þjónustu stöðvarinnar og 21 m.kr. til að efla þjónustu við börn með einhverfu og þroskaraskanir, en hvort tveggja er í samræmi við aðgerðaáætlun í málefnum barna og fagnar nefndin þessum fjárveitingum.

07-795 Framkvæmdasjóður fatlaðra.
    Meiri hlutinn fagnar átaki í búsetumálum geðfatlaðra en bendir á að framlög sjóðsins til annarrar búsetuþjónustu megi ekki skerðast. Efla þarf sjóðinn til að hann geti sinnt betur hlutverki sínu og tryggja þarf úthlutun til búsetuþjónustu þroskahamlaðra.

07-801 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
    Gert er ráð fyrir sérstöku tímabundnu 700 m.kr. framlagi í viðfangsefnið 1.11, Sérstök viðbótarframlög, til viðbótar 700 m.kr. fólksfækkunarframlagi sjóðsins. Framlagið er tímabundið til loka árs 2008 og er ætlað að koma til móts við þau sveitarfélög sem verst standa fjárhagslega vegna ytri aðstæðna.

Vinnumál.
    Atvinnuleysistryggingasjóður hækkar að raungildi milli ára um 1.965,2 m.kr., sem skýrist að mestu af áætlun um 2,9% atvinnuleysi í stað 1,9% atvinnuleysi samkvæmt fjárlögum 2007. Þá eru styrkir til fiskvinnslustöðva hækkaðir nokkuð. Framlag til Vinnumálastofnunar er hækkað um 10 m.kr. til að mæta kostnaði við framkvæmd laga um starfsmannaleigur.
    Gera þarf ráð fyrir hækkun framlaga vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 51/1995, um greiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks (62. mál), en samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 140 m.kr. framlagi á árinu 2008. Tillaga þess efnis mun koma fram á milli 2. og 3. umræðu um fjárlagafrumvarp. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
    Þá er framlag til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna hækkað um 50 m.kr., sbr. lög nr. 22/2006. Meiri hlutinn styður þann vilja ríkisstjórnarinnar að bæta hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Meiri hlutinn vill þó benda á að nauðsynlegt sé að gera ráð fyrir almennum kostnaði í tengslum við málaflokkinn.

07-313 Jafnréttisstofa.
    Meiri hlutinn fagnar framkomnu frumvarpi um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (142. mál). Nefndin vill þó benda á nauðsyn þess að gera ráð fyrir fjármagni til að standa straum af kostnaði við þær breytingar sem kunna að verða samþykktar.

07-205 Leiguíbúðir.
    Gert er ráð fyrir 1.100 m.kr. tímabundinni fjárlagaheimild vegna skuldbindinga ríkissjóðs til niðurgreiðslu vaxta af lánum sem veitt verða á árinu 2008 til byggingar 400 leiguíbúða.
    Meiri hlutinn telur mikilvægt að fylgja þessu átaki vel eftir. Bent skal á að nefnd um úrræði í húsnæðismálum er að störfum og skilar áliti á næstu vikum, en gera má ráð fyrir tillögum frá henni sem gætu haft áhrif á fjárlög 2008 til hækkunar.

07-999 Félagsmál, ýmis starfsemi
    Fagna ber 33 m.kr. hækkun á viðfangsefni 1.55, Átak í vímuvarnamálum, en það er þriðjungur af 100 m.kr. framlagi sem skiptist á þrjú ráðuneyti.
    Við afgreiðslu fjárlaga þarf að athuga sérstaklega hvort gera þarf ráð fyrir frekari framlögum til að efla þjónustu við innflytjendur, m.a. einstaklinga sem missa atvinnuna vegna aflasamdráttar. Gera þyrfti ráð fyrir auknu framlagi til Fjölmenningarsetursins á Vestfjörðum í þessu skyni.

07-999-1.90, Ýmis framlög, safnliður.
    Fjárbeiðnir, sem sendar voru til umsagnar félags- og tryggingamálanefndar vegna safnaliðarins 07-999-1.90, voru samtals 35 og komu 26 aðilar á fund nefndarinnar.
    Rétt er að vekja athygli á að í fjárlagafrumvarpi eru tilgreind nokkur félög eða samtök sem fá styrk (07-999, liðir 1.34 Geysir, vinnumiðlun fyrir fatlaða 28,7 m.kr., 1.35 Félag heyrnarlausra 9,2 m.kr., 1.36 Félagið Geðhjálp 21 m.kr., 1.37 Strókur, vinnumiðlun fyrir geðfatlaða 10 m.kr., 1.40 Kvennathvarf í Reykjavík 33,5 m.kr., 1.41 Stígamót 32,4 m.kr., 1.43 Krossgötur, endurhæfingarheimili 24 m.kr., 1.44 Athvarf fyrir heimilislausa 30,5 m.kr., 1.47 Félagsþjónusta við nýbúa 3,3 m.kr., 1.48 Nýbúamiðstöð á Vestfjörðum 17,3 m.kr.) Þá er í frumvarpinu listi yfir félög og stofnanir sem hafa skuldbindandi samninga við félagsmála- og fjármálaráðuneyti. Nokkrir þessara aðila sækja jafnframt til fjárlaganefndar, og erindin voru send félags- og tryggingamálanefnd til umsagnar.
    Athygli vekur að samningur um rekstur Foreldrahúss við Vímulausa æsku fellur niður 2008, en félagið sækir um rekstrarstyrk að upphæð 10 m.kr. fyrir húsnæði, foreldrasíma og námskeiðahaldi og eftirmeðferð fyrir ungt fólk. Taka þarf afstöðu til hvar slíkur styrkur verði færður, en mælt er með gerð nýs samnings að upphæð 10 m.kr. fyrir húsnæði og rekstur.
    Barnaheill fá einnig 1,1 m.kr. styrk samkvæmt samningi en Barnaheill sækja jafnframt um fé til nefndarinnar og er mælst til að þetta verði sameinað í 3,5 m.kr. Múlalundur er með 18,6 m.kr. samkvæmt samningi en sækir jafnframt um fé til nefndarinnar. Mælt er með hækkun á framlagi í samningi.
    Þá eru nokkur samtök sem fá styrki samkvæmt liðnum 07-999-1.98, Ýmis framlög félagsmálaráðuneytis, og eru þau eftirfarandi: Sjónarhóll fengi samkvæmt frumvarpinu 15,5 m.kr. en sækir jafnframt til fjárlaganefndar. Litið er svo á að ráðuneytið hafi orðið við erindinu. Samtökin '78 fá sömuleiðis 1,5 m.kr. frá ráðuneytinu, en sækja einnig til nefndarinnar um 6,5 m.kr. Mælt er með hækkun á þessum lið ráðuneytisins. Nefndin telur að beiðni Ekron starfsþjálfunar sé of umfangsmikill og vísar því henni til fjárlaganefndar.
    Meiri hlutinn skoðaði sérstaklega lið 07-999-1.90, Ýmis framlög, 77,6 m.kr. og gerir tillögu um skiptingu á milli umsækjenda, að teknu tilliti til þess sem að framan sagði. Skjal fylgir áliti hvað varðar skiptingu safnliða. Við skiptinguna var sérstaklega horft til félaga og samtaka sem leggja áherslu á jafnréttismál, baráttu gegn kynbundnu ofbeldi og vímuvarnir.
    Pétur H. Blöndal skrifar undir álit þetta með fyrirvara og leggur áherslu á nauðsyn þess að þjónustusamningar verði gerðir á milli opinberra aðila og þeirra félaga /stofnana sem óska eftir fjárframlögum úr ríkissjóði ár eftir ár. Slíkir samningar mundu annars vegar skilgreina það verkefni sem fjármagna á úr opinberum sjóðum og hins vegar taka á eftirliti og eftirfylgni með verkefninu. Þá hefur nefndarmaðurinn efasemdir um hæfni þingmanna og tíma til að setja sig með viðhlítandi hætti inn í fjölbreyttan rekstur þeirra fjölda félaga/stofnana sem fá fjárveitingar á safnliðum til þess að meta þörf þeirra fyrir fjárveitingar. Veigamesta athugasemdin varðar þó eftirlitskyldu löggjafarsamkundunnar með framkvæmdarvaldinu. Þær framkvæmdir, sem Alþingi ákveður sjálft fjárveitingar til, getur það ekki gagnrýnt. Það er því enginn sem hefur eftirlit með þeim útgjöldum ríkissjóðs.
    Kristinn H. Gunnarsson skrifar undir álit þetta með fyrirvara og telur nauðsynlegt að Alþingi setji nánari reglur í löggjöf um ráðstöfun sérstakra framlaga úr Jöfnunarsjóði.

Alþingi, 13. nóv. 2007

Guðbjartur Hannesson, form.,
Ármann Kr. Ólafsson, varaform.,
Árni Johnsen,
Ásta R. Jóhannesdóttir,
Jón Gunnarsson,
Pétur H. Blöndal, með fyrirvara,
Kristinn H. Gunnarsson, með fyrirvara.

Fylgiskjal XVI.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (07 Félagsmálaráðuneyti).

Frá minni hluta félags- og tryggingamálanefndar.    Fjárlaganefnd vísaði til umfjöllunar félags- og tryggingamálanefndar þeim hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málasviði nefndarinnar, í samræmi við ákvæði þingskapalaga.
    Í stuttu máli má segja að í fjárlagafrumvarpinu endurspeglist ámælisverð vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Þannig eru í frumvarpinu ýmsir óhnýttir endar vegna illa undirbúinna og vanhugsaðra breytinga innan stjórnsýslunnar. Við næstu áramót verða ýmsir málaflokkar fluttir á milli ráðuneyta án þess að frá því hafi verið gengið hvernig það skuli gert. Þá skal bent á að enn eru að störfum nefndir sem ætlað er að koma með breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið á síðustu dögum þingsins.
    Þegar félags- og tryggingamálanefnd er beðin um álit á þeim hluta fjárlagafrumvarpsins sem lýtur að verksviði nefndarinnar ber því að hafa í huga að í ýmsum veigamestu málaflokkum sem koma til með að heyra undir ráðuneytið á komandi fjárlagaári liggja ekki enn fyrir tillögur undir þessum lið. Þannig segir í þeim kafla fjárlagafrumvarpsins sem fjallar um málefni félagsmálaráðuneytisins:
    „Samkvæmt lögum nr. 109/2007 um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/ 1969, verður hluti almannatrygginga fluttur frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis frá og með 1. janúar 2008. Við aðra umræðu fjárlaga verða fluttar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið miðað við breytt verkaskipti innan Stjórnarráðsins.“
    Sá hluti almannatrygginga sem hér um ræðir snýr að einhverjum sverustu fyrirheitum sem stjórnarflokkarnir gáfu í aðdraganda alþingiskosninganna sl. vor um stórbætt kjör aldraðra og öryrkja. Hvergi í fjárlagafrumvarpinu bólar á að þau fyrirheit verði efnd með þeim hætti sem heitið var.
    Annar málaflokkur sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið og er ófrágenginn eru húsnæðismál. Á því sviði blasir við neyðarástand en engan veginn er útséð um að boðið verði upp á raunhæfar lausnir. Enn er að störfum nefnd sem ætlað er að finna lausnir sem duga. Benda má á að bæði húsaleigubætur og vaxtabætur hafa verið skertar og ekki fylgt vísitölu húsnæðiskostnaðar, en þeim var ætlað að koma til móts við tekjulágt fólk og jafna húsnæðiskostnaðinn. Tiltekinni upphæð verður samkvæmt fumvarpinu varið til að niðurgreiða lán til félagslegra aðila, en þó þannig að þeir þurfi að greiða vísitölubundin lán sem að auki bera 3,5% vexti til að fjármagna framkvæmdir. Reynslan hefur sýnt að vaxtagreiðslur af þessari stærðargráðu eru þessum félagslegu aðilum ofviða eigi þeir á annað borð að geta séð skjólstæðingum sínum fyrir húsnæði á viðráðanlegri leigu. Ekki er ýkja langt síðan félagsleg lán báru aðeins 1% raunvexti.
    Þá er rétt að vekja athygli á því að engin tilraun er gerð til að rétta hlut Fæðingarorlofssjóðs. Kjör foreldra í fæðingarorlofi voru nýlega skert verulega með því að lengja viðmiðunartímabil greiðslna úr sjóðnum og voru ýmsir þeirra sem nú verma stóla stjórnarmeirihlutans gagnrýnir á þær skerðingar. Spurningar vakna nú þegar í ljós kemur að á þessu verður ekki gerð bragarbót.
    Málefni fatlaðra heyra undir félagsmálaráðuneytið svo og öryrkja og aldraðra á komandi fjárlagaári. Rétt er að vekja athygli á því að stofnanir sem sinna málefnum þessara hópa eru og hafa um langt skeið verið fjársveltar með þeim afleiðingum að þeim hefur ekki haldist á starfsfólki og ekki reynst unnt að sinna víðtækri þjónustu sem skyldi. Í fjárlagafrumvarpinu er ekki að sjá merki þess að hér verði bætt úr á viðunandi hátt.
    Þá vekur furðu að ekki skuli með innihaldsríkum hætti vera gert ráð fyrir fjárhagslegum grundvelli stórra yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Ekki er t.d. gert ráð fyrir neinni teljanlegri hækkun til Jafnréttisstofu þótt henni sé nú ætlað meira og víðtækara hlutverk en áður við upprætingu kynjamisréttis í samfélaginu.
    Það er og nauðsynlegt að ríkisstjórnin sé meðvituð um hversu áríðandi það er að bæta þjónustu við ört vaxandi hóp innflytjenda og erlends starfsfólks sem hingað kemur í síauknum mæli. Taka verður myndarlega á í þeim efnum en hingað til hefur mjög skort á samhæfðar aðgerðir stjórnvalda og fjármagn svo að vel megi vera.
    Samhliða því sem að ofan er talið er ljóst að ekki er tekið á fjársvelti og ójöfnuði sveitarfélaga í millum með jafn myndarlegum hætti og á þarf að halda. Lítil og meðalstór sveitarfélög á landsbyggðinni standa svo veikt fjárhagslega að grípa verður nú þegar til sérstakra aðgerða til að styrkja tekjustofna þeirra. Í þessu samhengi er brýnt að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga í heild sinni.
    Undir félagsmálaráðuneyti heyra fjölmargir málaflokkar er varða kjör og réttindi ýmissa hópa í samfélaginu sem eiga undir högg að sækja. Undirrituð hefði viljað sjá mun metnaðarfyllra átak í fjárlagafrumvarpinu til að rétta kjör þessara aðila.

Alþingi, 13. nóv. 2007.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Fylgiskjal XVII.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (07 Félagsmálaráðuneyti).

Frá 2. minni hluta félags- og tryggingamálanefndar.    Nú standa yfir breytingar á verkaskiptingu innan stjórnarráðsins. Reyndar er margt óljóst vegna þeirra breytinga sem framundan eru og snerta verksvið félagsmálaráðuneytisins. Mikilvægt er að slíkar breytingar séu vel ígrundaðar og að hæfilegur tími sé til innleiðingar breytinganna. Því miður er það svo að lítill tími er til stefnu en 2. minni hluti vonast til að breytingarnar verði farsælar fyrir þá aðila sem þær snerta helst.
    Það er áhyggjuefni að ekkert er áætlað að gera til að minnka biðlista fyrir fatlaða á höfuðborgarsvæðinu, aðra en geðfatlaðra, á næsta ári. Biðlistar eru eftir búsetuúrræðum og er þessi stefnumörkun í engu samræmi við fyrirheit félagsmálaráðherra um stóraukin fjárframlög til að bæta aðstæður og kjör fatlaðra.
    Staðan á húsnæðismarkaðnum í dag er grafalvarleg, hvort sem litið er til leigu- eða eignarhúsnæðis. Margir þjóðfélagshópar, einkum ungt fólk, hafa mjög takmarkaða möguleika á að eignast þak yfir höfuðið í dag. Ljóst er að gríðarleg verðhækkun á lóðum, aukið aðgengi að lánsfjármagni frá árinu 2004 ásamt mikilli kaupmáttaraukningu á umliðnum árum hafa leitt til þessarar þróunar. Aðgerðir til að auðvelda fólki að eignast þak yfir höfuðið eru mikilvægt samstarfsverkefni sem ríki og sveitarfélög þurfa að ráðast í. Ekkert er um það getið í fjárlagafrumvarpinu að ráðast eigi í marktækar aðgerðir á þessu sviði, en það þolir enga bið að stjórnvöld taki á þessum málum.
    Það er staðreynd að mörg sveitarfélög í landinu búa við kröpp kjör. Sum eru það illa sett að þau eiga í miklum erfiðleikum með að standa undir lögbundinni þjónustu gagnvart íbúunum. Um leið skerðist samkeppnishæfni viðkomandi sveitarfélaga sem getur leitt til þess að fólk kjósi að búa annars staðar þar sem þjónustan er betri. Það verður ekki unað við þessar staðreyndir, þessu þarf að breyta. Sveitarstjórnarmenn hafa kallað eftir hlutdeild sveitarfélaganna í fjármagnstekjuskatti. Því miður er stefna ríkisstjórnarinnar óljós í þeim efnum. Félagsmálaráðherra og forystumenn í fjárlaganefnd Alþingis hafa að vissu leyti tekið undir með sveitarstjórnarmönnum í þeim efnum á meðan fjármálaráðherra lýsir yfir algjörri andstöðu við þær breytingar. Að sama skapi er ekkert að finna í fjárlagafrumvarpinu í þá átt að sveitarfélögin fái hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum. Það þarf að rétta af fjárhag sveitarfélaganna í landinu en því miður bendir fátt til að raunverulegar úrbætur séu í nánd í þeim málaflokki.

Alþingi, 19. nóv. 2006.

Birkir J. Jónsson.Fylgiskjal XVIII.

Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti).

Frá meiri hluta heilbrigðisnefndar.         Nefndin hefur fjallað um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 10. október sl.
    Á fund nefndarinnar komu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri, Svanhvít Jakobsdóttir skrifstofustjóri og Hrönn Ottósdóttir viðskiptafræðingur. Frá Landspítala komu Magnús Pétursson forstjóri, Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga, Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, og Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mættu Guðmundur Einarsson forstjóri, Jónas Guðmundsson fjármálastjóri, Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunarforstjóri, Grétar Guðmundsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, og Lúðvík Ólafsson lækningaforstjóri. Jafnframt mættu Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar og Kristján Sigurðsson, forstöðumaður stjórnunarsviðs fyrir hönd samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og Halldór Jónsson frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á fund nefndarinnar.
    Í frumvarpinu kemur fram að heildarútgjöld ráðuneytisins verði 161.724 m.kr. og að gjöld umfram sértekjur verði 156.603 m.kr. Framlög til heilbrigðis- og tryggingamála hækka um 11.953,8 m.kr. milli áranna 2007 og 2008. Launa- og verðlagsbætur nema 5.039,1 m.kr. og kerfislæg hækkun 767 m.kr. í almannatryggingum. Samningsbundnar greiðslur til lífeyrismála og til uppbyggingar öldrunarþjónustu nema um 2.455 m.kr. á árinu 2008 í samræmi við samkomulag sem gert var við Landssamband eldri borgara á síðasta sumri. Þá nemur framlag til byggingar nýs sjúkrahúss á lóð Landspítala um 1.300 m.kr.

Landspítali.
    Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala, að frádregnum sértekjum, nemi um 33.009 m.kr. sem jafngildir um 883,3 m.kr. hækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs Ástæða hækkunarinnar er m.a. 820 m.kr. framlag til styrktar núverandi starfsemi Landspítala þar sem meðal annars er verið að mæta auknum útgjöldum vegna lyfja og aukinnar starfsemi. Þar að auki skýrist hækkunin af framlagi til að stytta bið eftir greiningu og meðferð á barna- og unglingageðdeild ásamt eflingu ráðgjafarhlutverks deildarinnar og er það hluti af aðgerðaáætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem miðar að því að stórauka þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir. Enn fremur verður hækkun vegna tilfærslu útgjalda af öðrum liðum.
    Gjöld umfram fjárheimildir nema nú samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði ársins um tæpan milljarð. Ýmsar ástæður eru fyrir þeim halla, m.a. mannekla og aukinn kostnaður vegna yfirvinnu starfsfólk, en jafnframt hefur þensla á vinnumarkaði haft sín áhrif. Meiri hlutinn vill sérstaklega vekja athygli á auknum lyfjakostnaði vegna S-merktra lyfja og skuldum annarra heilbrigðisstofnana við Landspítalann. Á fundi nefndarinnar með stjórnendum Landspítalans fengust þær upplýsingar að lyfjakostnaður hafi aukist um 14% frá 2006 til 2007. Skýring á þeirri hækkun sé m.a. aukning á S-merktum lyfjum, t.d. hafi um 300 gigtarsjúklingar fengið ný og betri gigtarlyf en kostnaður sjúkrahússins vegna þessarra lyfja er um 500 m.kr. á yfirstandandi ári. Þar að auki hafi nú í ár, eftir að fjárlög síðasta árs voru samþykkt, komið á markaðinn ný lyf, m.a. krabbameinslyf, sem kosta tugi milljóna króna. Þá fékk nefndin einnig þær upplýsingar að skuld annarra heilbrigðisstofnana við Landspítalann sé nú 300–400 m.kr. Fjárhagsstaða spítalans hefur leitt til þess að hann er í nokkur hundruð milljóna króna skuld við birgja. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi Landspítalans í íslensku heilbrigðiskerfi. Nefndin telur mikilvægt að tekið verði á fjárhagsvanda sjúkrahússins á yfirstandandi fjárhagsári, en brýnir jafnframt stjórnendur að gæta hagkvæmni í meðferð opinberra fjármuna og fara að þeim fjárhagsramma sem fjárlög setja þeim.
    Bið eftir þjónustu á sjúkrahúsinu er stutt í flestum greinum. Þó hefur aukin eftirspurn og nýjar meðferðir leitt til þess að biðlistar eftir hjartaþræðingum og augasteinsaðgerðum hafa lengst og hefur spítalinn brugðist við því. Þá er verið að gera átak í að stytta biðlista eftir þjónustu á BUGL, eins og að framan er greint.
    Milli 80 og 90 aldraðir einstaklingar sem lokið hafa meðferð liggja nú á spítalanum og bíða eftir varanlegri vistun á hjúkrunarheimilum. Þessi staða eykur vanda sjúkrahússins. Meiri hlutinn leggur áherslu á að sjúkrahúsið hafi greiðan aðgang að plássum á hjúkrunarheimilum vegna þessara skjólstæðinga sinna. Þá er jafnframt lögð áhersla á hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila, að fjölga einbýlum á hjúkrunarstofnunum og efla heimahjúkrun í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Uppbygging hjúkrunarrýma.
    Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eru um 2 ma.kr. áætlaðir til stofnkostnaðar og endurbóta hjúkrunarheimila á næsta fjárlagaaári. Þannig verða 962 m.kr. veittar til uppbyggingar hjúkrunarheimila, auk rúmlega milljarðs króna, sem Framkvæmdasjóður aldraðra hefur til umráða fyrir árið 2008. Þetta mun bæta úr brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Heilsugæsla.
    Framlög til heilsugæslunnar hækka samtals um tæpar 520 m.kr. milli ára. Þar munar mest um aukinn stuðning við aldraða til að búa heima. Meiri hlutinn fagnar sérstaklega auknu fjármagni til styrkingar heimahjúkrunar sem er þáttur í því að breyta áherslum í heilbrigðisþjónustu til aukins stuðnings við aldraðra einstaklinga til sjálfstæðrar búsetu. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir aukningu í 300 m.kr. á árinu 2008 og er það í samræmi við tillögur nefndar sem var skipuð fulltrúum frá forsætisráðuneyti og Landssambandi eldri borgara. Áætlað er að á næstu þremur árum verði grunnur til heimahjúkrunar þrefaldaður frá árinu 2006, en þá var hann um 500 m.kr., en verður 1,4 ma.kr. á árinu 2009. Alls er þetta hækkun um 900 m.kr. á fjórum árum. Þá vill meiri hlutinn fagna aukinni áherslu á geðheilbrigðismál í heilsugæslu, en í fjárlagafrumvarpinu er lagt til 35 m.kr. framlag til að ráða klíníska sálfræðinga til heilsugæslunnar.
    Fjárhagsstaða heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð og nemur fyrirséður halli á árinu 2007 um 120 m.kr., en halli frá fyrri árum nemur um 280 m.kr. Skuldir við birgja eru háar, þar af um 150 m.kr. við Landspítala Nefndin leggur áherslu á mikilvægi heilsugæslunnar sem grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Jafnframt leggur nefndin til að tekið verði á fjárhagsvanda stofnunarinnar um leið og því er beint til stjórnenda heilsugæslunnar að gæta aðhalds í rekstri og halda sig innan fjárlagaramma.

Hækkun komugjalda.
    Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir hækkun komugjalda og er miðað við að þær verði í samræmi við verðlagshækkanir frá síðustu breytingum.

Rafræn sjúkraskrá og kostnaðargreining heilbrigðisþjónustunnar.

    Í áliti nefndarinnar til fjárlaganefndar um frumvarp til fjárlaga undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár og að heilbrigðisþjónustan verði kostnaðargreind. Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt að þessi tvö verkefni hafi verið sett í forgang. Hins vegar má ljóst vera að stofnkostnaður vegna beggja verkefna er mikill og að taka verði tillit til þess í fjárlögum. Nefndin ítrekar það álit sitt að hér er um afar mikilvæg verkefni að ræða sem munu leiða til betri yfirsýnar yfir heilbrigðisþjónustuna, hvað varðar m.a. öryggi sjúklinga, innihald þjónustunnar, samhæfingu þjónustuþátta, skilvirkni og hagkvæmni þegar verkefnunum hefur verið hrint í framkvæmd.

Alþingi, 12. nóv. 2007.

Ásta Möller, form.,
Árni Páll Árnason,
Ellert B. Schram,
Helgi Hjörvar,
Pétur H. Blöndal,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
Valgerður Sverrisdóttir, með fyrirvara.Fylgiskjal XIX.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti).

Frá minni hluta heilbrigðisnefndar.    Annar veigamesti málaflokkur heilbrigðisnefndar kemur til með að heyra undir félagsmálaráðuneytið á komandi fjárlagaári og telur minni hluti nefndarinnar ámælisvert að skipting liggi ekki enn fyrir í tillögum undir þessum lið. Skiptingin er því enn óljós og vinna við fjárlagagerðina ómarkviss. Í þeim kafla fjárlagafrumvarpsins sem fjallar um málefni félagsmálaráðuneytisins segir:
    „Samkvæmt lögum nr. 109/2007 um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/ 1969, verður hluti almannatrygginga fluttur frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis frá og með 1. janúar 2008. Við aðra umræðu fjárlaga verða fluttar breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið miðað við breytt verkaskipti innan Stjórnarráðsins.“
    Sá hluti almannatrygginga sem hér um ræðir snýr að einhverjum sverustu fyrirheitum sem stjórnarflokkarnir gáfu í aðdraganda Alþingiskosninganna sl. vor um stórbætt kjör aldraðra og öryrkja. Hvergi í fjárlagafrumvarpinu bólar á að þau fyrirheit verði efnd með þeim hætti sem heitið var.

Heilsugæslan.
    Að mati minni hlutans þarf að byggja upp og styrkja þjónustu innan heilsugæslustöðva landsins. Sérstaklega er þörfin brýn á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkur þúsund manns eru án heimilis- eða heilsugæslulæknis. Það er þjóðhagslega hagkvæmt og eykur bæði öryggi og samfellu í þjónustu að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Þetta yfirlýsta markmið á enn langt í land á höfuðborgarsvæðinu þar sem uppbygging heilsugæsluþjónustu hefur hvorki fylgt íbúaþróun né brýnni þörf. Afleiðingin er meðal annars að þeir sem þurfa að leita sér aðstoðar leita beint til sérfræðings, læknavaktar eða slysavarðstofu í stað þess að eiga þess kost að fara á heilsugæslustöð síns hverfis. Slíkt fyrirkomulag er bæði dýrt og veldur óþarfa álagi á starfsfólk í sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Því er mikilvægt að fólk sem þarf að leita sér læknisaðstoðar eða annarrar heilbrigðisþjónustu eigi þess kost að fá þjónustu á skilgreindri heilsugæslustöð. Sem fyrr segir eru margir án heimilislæknis og er sú staðreynd óásættanleg. Minni hlutinn vill því benda á þörfina á að byggja upp heilsugæsluna, einkum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, og veita með því íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.
    Í fjárlagafrumvarpinu eru aukin framlög til ákveðinna verkefna innan heilsugæslunnar, svo sem heimahjúkrunar og geðheilbrigðisþjónustu. Þetta eru brýn verkefni sem mikilvægt er að standa vel að í framtíðinni og efla með tilliti til hækkandi aldurs þjóðarinnar og breyttra viðhorfa til geðheilbrigðisþjónustu. Þverfagleg þjónusta eykur gæði og styrk heilsugæslunnar en vegna fjárskorts hefur ekki verið hægt að efla þessa samþættingu með því að fjölga starfsstéttum, en brýnt er að ráða t.d. fleiri iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og geðhjúkrunarfræðinga auk fleiri sálfræðinga.

Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
    Fjárhagsleg staða minni sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana er almennt afar slæm og minni hlutinn vill hvetja eindregið til bóta á því sviði. Í dag eru þessar stofnanir almennt reknar með viðvarandi halla (um 5%) og hafa slíkar hömlur áhrif á þjónustu, framþróun, nýbreytni og þróunarstarf. Fjármagnsskortur leiðir til þess að stofnanirnar geta einungis haldið úti óbreyttri starfsemi eða lágmarksþjónustu. Þróunarstarf, nýbreytni og aðrir mikilvægir þættir þurfa að mæta afgangi vegna fjárskorts. Minni hlutinn hvetur til að þessir þættir verði athugaðir vandlega og gerðar verði ráðstafanir til að mæta þessum mikla fjárskorti sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana svo að þau geti haldið úti góðri heilbrigðisþjónustu, tekið þátt í kröftugu þróunarstarfi og síðast en ekki síst boðið starfsfólki upp á mannsæmandi laun og góða starfsaðstöðu. Eins og alkunna er hefur verið erfitt að manna stöður á sjúkrahúsunum, sérstaklega í umönnunarstörfum. Mikið álag er í starfi, yfirvinna umfram óskir og getu og þessu til viðbótar hefur launaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar verið kvennastéttum óhagstæð og því hafa heilbrigðisstofnanir ekki getað keppt við betur launuð störf á yfirspenntum vinnumarkaði. Á fjárlögum 2008 verður að taka sérstakt tillit til þessara aðstæðna innan heilbrigðisþjónustunnar, að öðrum kosti horfir til verulegs niðurskurðar á þjónustu, ófaglegri vinnubragða eða að farið verði í enn frekari mæli að ráða erlenda starfsmenn og þá sérstaklega í umönnunarstörf. Verði sjúkrahúsunum gert kleift að bæta launakjör og starfsaðstöðu starfsmanna aukast líkur á því að störf innan heilbrigðisgeirans verði eftirsóknarverð.
    
Háskóla- og kennslusjúkrahús.
    Það er stefna heilbrigðisyfirvalda og Landspítalans að fækka legudögum og efla göngudeildarþjónustu. Minni hlutinn vill minna á að fyrir sjúklinginn getur þessi breyting valdið auknu álagi og kostnaði þar sem göngudeildargjald er greitt fyrir hverja vitjun vegna eftirmeðferðar eða eftirlits. Minni hlutinn telur að sparnaður í breyttu rekstrarformi á Landspítalanum komi fram í aukinni göngudeildarþjónustu í stað innlagnar og á móti eigi að draga úr kröfum um sértekjur í formi göngudeildargjalda sjúklinga. Minni hlutinn telur að rekstrarleg hagræðing af sameiningu Landspítala og Borgarspítala sé þegar komin fram og frekari hagræðingarkröfur muni eingöngu koma niður á þjónustunni.
    Sjúkrahúsið á Akureyri er rekið innan mjög þröngs fjárlagaramma og hefur sú staða háð þróun og eflingu sjúkrahússins. Sjúkrahúsið á Akureyri gegnir veigamiklu hlutverki í sérfræðiþjónustu við íbúa á norðausturhluta landsins og hefur mikla möguleika á að veita öfluga endurhæfingu á landsvísu ef fjármagn fæst til uppbyggingar og reksturs. Sjúkrahúsið gegnir auk þess veigamiklu hlutverki í menntun heilbrigðisstétta og hefur ásamt Háskólanum á Akureyri verið burðarás í menntun fólks í heilbrigðisstarfsstéttum á landsbyggðinni. Þessa starfsemi þarf að efla og veita til þess fjármagn á næsta fjárlagaári.

Dvalar- og hjúkrunarheimili.
    Með auknum lífsgæðum hækkar meðalaldur þjóðarinnar. Ákveðinn hluti aldraðra dvelur á dvalar- og hjúkrunarheimilum en aðrir kjósa að búa á eigin heimilum en þurfa gjarnan stoðþjónustu. Þar er átt við heimaþjónustu, heimahjúkrun, dagvistun og aðstöðu til hvíldarinnlagna.
    Minni hlutinn vill lýsa yfir ánægju sinni með aukið framlag til heimahjúkrunar og styður það heils hugar. Minni hlutinn vill jafnframt hvetja til þess að fjármagnið verði vel nýtt svo að það skili sér til þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Einnig vill minni hlutinn benda á nauðsyn þess að bæta starfsumhverfi og kjör starfsmanna í öldrunarþjónustu svo að starfsvettvangurinn verði talinn ákjósanlegur í framtíðinni.
    Hvað varðar daggjöld fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili tekur minni hlutinn undir kröfu forstöðumanna þessara stofnana um nauðsyn þess að hækka þau í samræmi við auknar kröfur um bætta þjónustu og fagleg vinnubrögð. Um nokkurra ára skeið hefur verið bent á nauðsyn þess að endurskoða daggjaldagrunninn og viðurkenna rekstrarerfiðleika þessara stofnana. Jafnframt vill minni hlutinn lýsa yfir vonbrigðum með að ekki sé gert ráð fyrir hækkun þeirra í fjárlögum fyrir árið 2008. Að auki telur minni hlutinn mikilvægt að benda á nauðsyn þess að dvalarheimili fái viðurkennda fjölgun hjúkrunarrýma ef þau eiga að hafa möguleika á að sinna hjúkrunarsjúklingum í dvalarheimilisplássum. Að mati minni hlutans er brýn nauðsyn að vekja athygli á þessari staðreynd og dvalar- og hjúkrunarheimilin þurfa að fá aukið fjármagn vegna þessa. Hækkun meðalaldurs fólks í landinu kallar á öflugri öldrunarþjónustu á öllum sviðum og umtalsvert fleiri starfsmenn til lengri tíma litið. Einnig þykir minni hlutanum mikilvægt að benda á að hækkandi meðalaldur landans leiðir til þess að á komandi árum mun öldruðum fjölga sem þurfa á umönnun að halda. Fjölgun rýma og aukin hjúkrunarþjónusta eru kostnaðarsamir þættir sem nauðsynlegt er að taka tillit til við úthlutun fjármagns. Því telur minni hlutinn brýnt að tekið sé á þessum málum strax og málaflokknum verði veitt sú athygli sem hann verðskuldar.

Heilbrigðisþjónusta Austurlands.
    Heilbrigðisstofnun Austurlands var fyrsta heilbrigðisstofnun sinnar tegundar hér á landi. Stofnunin hefur unnið mikið brautryðjendastarf sem kostað hefur bæði fjármagn og mikla vinnu. Minni hlutinn telur sérstaka ástæðu til að benda fjárlaganefnd á erfiða fjárhagsstöðu stofnunarinnar eftir mikinn þenslutíma á þjónustusvæði hennar og þann veruleika að draga verður verulega úr allri þjónustu á næsta ári verði ekki brugðist við með auknu fjármagni til reksturs og uppbyggingar.
    Vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi hefur sú þjónusta sem Heilbrigðisstofnun Austurlands innir af hendi aukist til muna frá árinu 2003. Ástæðan er fólksfjölgun vegna framangreindra stóriðjuframkvæmda á svæðinu. Stórauknu álagi var ekki mætt með samsvarandi aukningu á fjárlögum hvers árs og vegna rekstrarstöðu stofnunarinnar hefur verulega þrengt að almennri þjónustu við íbúa svæðisins, svo ekki sé talað um langvarandi álag á alla starfsmenn. Stofnunin á enn í miklum rekstrarerfiðleikum og stefnir í um 200 m.kr. halla á þessu ári ef ekkert verður að gert. Það er mikið áhyggjuefni að mati minni hlutans að í frumvarpi til fjárlaga fyrir 2008 sé gert ráð fyrir 300 m.kr. lægri framlögum en rekstur þessa árs bendir til.
    Stofnunin hefur haft auknar sértekjur vegna fjölda starfsmanna við stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi. Sértekjurnar hafa reynst meiri en ráð var fyrir gert á fjárlögum fram til þessa og hafa í raun fleytt stofnuninni áfram frá árinu 2003 þar sem fjármagn til reksturs og viðhalds hefur ekki fylgt auknu álagi. Rekstrarstaðan er mjög erfið þrátt fyrir 140 m.kr. framlag í fjáraukalögum fyrir árið 2006. Brýnt er að taka fram að álag vegna stóriðjuframkvæmda hefur bitnað á þjónustu við heimamenn. Biðtími eftir læknisþjónustu hefur lengst og dregið hefur úr sérfræðiþjónustu. Þær kröfur sem gerðar eru til stofnunarinnar eru hins vegar þær sömu, ef ekki meiri, og þær voru fyrir árið 2003.
    Árið 2007 eru sértekjur stofnunarinnar áætlaðar um 80 m.kr. og árið 2008 eru þær áætlaðar um 130 m.kr. Til að svo verði þarf áframhaldandi fólksfjölgun farandverkamanna að haldast á svæðinu en eins og kunnugt er fer framkvæmdum þar að ljúka og mikil fólksfækkun er yfirvofandi. Heilbrigðisráðherra er kunnugt um þessa stöðu en stofnunin fékk engu að síður þau fyrirmæli að halda óbreyttri þjónustu þrátt fyrir fjárhagsskortinn. Minni hlutinn vill benda á alvarleika þessa máls og hvetur til úrbóta.
    Húsnæði heilsugæslustöðvar og sjúkrahúss á Egilsstöðum er mjög þröngt og hentar illa þeirri starfsemi sem fram fer nú en það stendur í vegi fyrir aukinni og betri þjónustu. Mikilvægt er að þess sjáist merki í fjárlögum að undirbúningur að framkvæmdum við byggingu nýs hjúkrunarheimilis geti hafist þegar á næsta ári.

Komugjöld og greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðisþjónustu.
    Nú eru komugjöld til sérfræðinga 2.700 m.kr. en þau munu hækka í 3.000 m.kr. samkvæmt fjárlögum. Minni hlutinn varar við þeirri þróun að varpa kostnaði við heilbrigðisþjónustu í landinu í auknum mæli yfir á neytendur. Aukin kostnaður á neytendur þjónustunnar kemur niður á þeim sem síst skyldi, langveikum, öldruðum og tekjulitlu fólki.

Tæknifrjóvgun.
    Læknastöðin ArtMedica er sú eina sinnar tegundar á landinu. Minni hlutinn vill minna á að í fjárlagafrumvarpinu er ekki mælt fyrir um endurnýjun á samningi við hana sem rennur út á næsta fjárlagaári. Kostnaður fólks sem þarf á tæknifrjóvgun að halda er umtalsverður og því er brýnt að samningar um greiðsluþátttöku séu í gildi.

Tannlækningar.
    Í fjárlagafrumvarpinu er hækkun á þessum lið um 70 m.kr. til að fylgja eftir fjölgun íbúa. Hins vegar vill minni hlutinn benda á að í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir forvarnastarfi hjá börnum í tengslum við átak til að bæta tannheilsu og tannvernd. Í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, sem nú liggur fyrir þinginu (60. mál), kemur meðal annars fram að mikilvægt sé að hafa í huga hinn mikla fjárhagslega ávinning sem hlýst af því að bæta tannheilsu þjóðarinnar. Bætt tannheilsa og betri vitund ungs fólks um mikilvægi þess að vernda tennurnar muni stórlega draga úr kostnaði þjóðarinnar við tannlækningar þegar fram líða stundir. Minni hlutinn bendir einnig á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem og þingsályktun um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna sem var samþykkt í júní á síðasta ári. Þar kemur meðal annars fram að tannvernd barna muni verða bætt með gjaldfrjálsu eftirliti, forvörnum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna. Minni hlutinn gagnrýnir að ekki sé áætlað að setja meira fjármagn inn á þennan lið frumvarpsins. Á þessu sviði þarf að gera stórátak til að bæta upp vanrækslu liðinna ára.

Tækjabúnaður.
    Heilbrigðisstofnanir væru illa búnar tækjum ef ekki kæmi til velvilji og stórhugur félaga, einstaklinga og fyrirtækja sem gefa tæki sem stofnanirnar geta ekki fjármagnað af eigin fé. Minni hlutinn vill minna á þennan mikilvæga en vanreiknaða þátt í frumvarpinu og hvetur til að gerð verði úttekt á tækjum sem heilbrigðisstofnunum hafa verið gefin svo reikna megi betur inn þennan kostnaðarlið.

Viðhald bygginga og skyldir þættir.
    Viðhaldi á húsnæði er mjög víða ábótavant og það er sá þáttur sem situr á hakanum þegar „endar ná ekki saman“ í rekstri. Vanræksla í viðhaldi getur leitt til kostnaðarsamari aðgerða þegar til lengri tíma er litið og er engum til sóma. Minni hlutinn bendir á nauðsyn þess að gera ráð fyrir eðlilegu viðhaldi í rekstrargrunni hverrar stofnunar sem og fjármagni til endurnýjunar á nauðsynlegum tækjabúnaði.

Alþingi, 13. nóv. 2007.

Þuríður Backman,
Auður Lilja Erlingsdóttir.

Fskj. I.

Samþykktir frá aðalfundi Félags eldri borgara 2005.


Áskorun til borgarstjórnar.
    Að fjölga verulega þjónustuíbúðum, dagvistarplássum og efla þjónustu við íbúa í fjölbýlishúsum sem byggð hafa verið fyrir aldraða.
    Að efla og bæta ferðaþjónustu aldraðra sem allra mest, því einangrun margra er mikil en þörfin brýn fyrir öruggar ferðir, svo sem vegna sjúkraþjálfunar, læknisþjónustu og tómstundaiðkunar. Einnig er gerð krafa um að fólk á hjúkrunarheimilum njóti ferðaþjónustunnar.
    Að tekjuviðmiðun vegna afsláttar eldri borgara á fasteignagjöldum verði hækkuð til samræmis við hækkun fasteignamats í ársbyrjun 2005.
    Að lækkað verði prósentustig af fasteignamati til útreikninga á fasteignagjöldum á eigið húsnæði þeirra sem eru 67 ára og eldri.
    Að endurskoða síðustu hækkun á þjónustugjöldum í öldrunarþjónustu.
    Að beita sér fyrir lækkun fargjalda aldraðra með strætisvögnum til jafns við fargjöld öryrkja.

Áskorun til ríkisstjórnar.
    Að nú þegar verði skipaður starfshópur til þess að endurskoða frá grunni lög nr. 125/1999, um málefni aldraðra. Hlutverk hans verði m.a.:
     1.      Að kanna hvort ekki sé rétt að flytja yfirstjórn málefna aldraðra til félagsmálaráðuneytisins þar sem þau eru fyrst og fremst félagsmál.
     2.      Að marka heildarstefnu í málum aldraðra sem byggir á hugmyndafræði um jafnrétti og mannréttindi.
     3.      Að stjórnsýsla málaflokksins verði skýr og afdráttarlaus varðandi skyldur og ábyrgð opinberra aðila.
     4.      Að samræma ákvæði sem er að finna í hinum ýmsu lagabálkum og snerta málefni aldraðra.
     5.      Að marka nýja stefnu í búsetumálum aldraðra þar sem ýmsir valkostir væru til staðar í samræmi við óskir og þarfir eldri borgara, svo sem sambýli, þjónustuíbúðir, leiguíbúðir o.fl. Mikilvægt er að tryggja öryggi og sjálfræði aldraðra í sjálfstæðri búsetu.
     6.      Að setja skýr ákvæði um heimaþjónustu, dagdvöl (dagvistun), hjúkrunarrými og skammtímavistun (hvíldarinnlagnir).
     7.      Að sett verði ákvæði í lögin um réttindagæslu aldraðra. Vitað er að réttindi þeirra eru oft fyrir borð borin, bæði utan stofnana sem og innan þeirra.
     8.      Að breyta fyrirkomulagi greiðslna íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum þannig að þeir haldi fjárræði sínu.

    Félag eldri borgara óskar eftir að vinna með stjórnvöldum að endurskoðun laganna, framtíðarstefnumótun og nauðsynlegum breytingum í málefnum aldraðra.

Ályktun.
    Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni haldinn í Ásgarði í Glæsibæ 19. febrúar 2005 beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórna hjúkrunarheimila:
     1.      Að ráðnir verði félagsráðgjafar, sálfræðingar og annað fagfólk við stofnanir sem sinni félagslegum og geðrænum vandamálum.
     2.      Að hvetja ófaglært starfsfólk til að sækja þau námskeið sem eru í boði á vegum stéttarfélaga fyrir fólk sem starfar við umönnun aldraðra. Einnig að þeim útlendingum sem ráðnir eru til starfa verði gert kleift að læra íslensku að frumkvæði og með stuðningi vinnuveitenda.
    Aðalfundur FEB 2005 krefst þess að hækkaður verði grunnlífeyrir almannatrygginga þannig að greiðslur nái aftur sama hlutfalli af viðmiðunarlaunum og var 1995.

Greinargerð.
    Við umræður á Alþingi 1998 um breytingar á lögum nr. 117/1992, vegna tenginga ellilífeyris við vísitölu neysluverðs og launaþróunar, mælti þáverandi forsætisráðherra: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. ... Hjá lífeyrissjóðunum þar sem verkalýðshreyfingin ræður mestu er ekki miðað við launin. Þar er miðað við verðlagsvísitöluna. Við höfum þetta rýmra með þessari tengingu. Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það...“

Ályktun.
    Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni haldinn í Ásgarði í Glæsibæ 19. febrúar 2005 lýsir yfir megnri óánægju með að samráðsnefndin sem sett var á fót 17. febrúar 1999 af ríkisstjórn hefur ekki verið kölluð saman frá árinu 2002. Í skipunarbréfinu segir að nefndin skuli halda þrjá fundi á ári.
    Fundurinn telur að ríkisstjórnin sýni samtökum eldri borgara lítilsvirðingu með þessu.

Áskorun til ríkisstjórnar.
    Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík haldinn í Glæsibæ 19. febrúar 2005 mótmælir þeim breytingum á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, sem gerðar voru á haustþingi 2002. Samkvæmt þeim breytingum er lífeyrisþegum núna, árið 2005, gert að endurgreiða hluta þess lífeyris sem þeir tóku á móti frá TR í góðri trú árið 2003 sem venjulegum launagreiðslum.

Greinargerð.
    Það er augljós lítilsvirðing sem öldruðum er sýnd með því að setja þá í þá stöðu að verða gert tveim árum síðar að endurgreiða tekjur frá TR á árinu 2003. Þessi ákvörðun Alþingis sýnir það vel að alþingismenn telja sig geta boðið öldruðum hvað sem er. Aldraðir eru hvort sem er varnarlausir.
    Ég fullyrði að öll stéttarfélög landsins mundu vernda sína launþega gagnvart slíkum lögum, þar sem hægt er að krefjast endurgreiðslu á grundvelli þess að launþegi hafi fengið of há laun árið 2003.

Áskorun til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
    Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni haldinn í Ásgarði í Glæsibæ 19. febrúar 2005 skorar á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að beita sér fyrir eftirfarandi:
     1.      Að fjölga hjúkrunarrýmum svo biðtími eftir plássi verði í samræmi við samkomulagið við ríkisstjórnina, sem undirritað var 19. nóv. 2002, og heilbrigðisáætlun til 2010. Gerð er krafa um að hver einstaklingur hafi sitt einkarými.
     2.      Að láta fara fram könnun á fæðuframboði fyrir aldraða, m.a. á þjónustumiðstöðvum, dvalar- og hjúkrunarheimilum með tilliti til næringargildis fæðunnar, fjölbreytni og valmöguleika.
     3.      Að kanna möguleika á sjálfvirkri endurgreiðslu á læknisþjónustu hjá Tryggingastofnun ríkisins með því móti að stofnunin sendi afsláttarkort til viðkomandi þegar þeir eiga rétt á því.
     4.      Að ráðstöfunarfé (vasapeningar) fólks á öldrunarstofnunum hækki úr 21.993 kr. í að minnsta kosti 30.000 kr. á mánuði.
     5.      Að gerður verði tafarlaust bindandi samningur við Tannlæknafélag Íslands um gjaldskrá fyrir tannlækningar.

Greinargerð.
    Með 2. lið: Samkvæmt vísindalegri könnun sem fór fram á Landspítala á innlögðum öldruðum sjúklingum var næringarástandi þeirra ábótavant. Því er mikilvægt að kanna næringargildi, fjölbreytni og valmöguleika máltíða sem eru á boðstólum á fyrrgreindum stöðum án þess að kasta rýrð á það sem vel er gert. Nauðsynlegt er að leita álits þeirra sem stjórna matreiðslunni og þeirra sem fæðunnar njóta.
    Með 3. lið: Kvittanir fyrir læknisþjónustu vilja oft týnast og óþarfi er að beina fólki á einn stað til að sækja afsláttarkort. Með allri þeirri upplýsingatækni sem fyrir hendi er í dag ætti að vera auðvelt að koma þessu í framkvæmd.
    Með 5. lið: Hætta er á að tannheilsa eldri borgara fari versnandi vegna þess að tannlækningar eru orðnar svo dýrar að margir lífeyrisþegar hafa ekki efni á að leita sér lækninga.Fskj. II.

Steinunn Ásmundsdóttir:

HSA bónleitt til búðar í heilbrigðisráðuneyti.
(Morgunblaðið, 26. okt. 2007.)


    Umræður Borgarafundur um málefni Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Egilsstaðalæknishéraði var haldinn á Egilsstöðum í vikunni og mættu um 80 manns. Almenningi þykir sem margt megi bæta í þjónustunni á svæðinu.
    „Í kjölfar þess að tekin var ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun og álversbyggingu mótuðum við stefnu til að styrkja heilbrigðisþjónustuna á svæðinu,“ sagði Halla Eiríksdóttir hjúkrunarstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Egilsstaðalæknishéraði, á opnum fundi um málefni heilbrigðisþjónustunnar á Egilsstöðum á miðvikudagskvöld. Ljóst er að heilsugæslan glímir við stórfelld vandræði í mönnun og aðstöðuleysi og álag hefur margfaldast með þensluástandinu í fjórðungnum, þó mesti kúfurinn fari senn af.
    „Sem lið í að styrkja heilsugæsluna komum við með tillögu um að það þyrfti að byggja nýtt sjúkrahús á Egilsstöðum og endurnýja eða byggja heilsugæslustöð. Þessar tillögur lögðum við fyrir okkar yfirstjórn, sem gerði þær að sinni og fórum að undirbúa þessi áform. Sveitarstjórn kom að þessu og við unnum skýrslu sem var lögð fyrir heilbrigðisráðuneytið. Þetta var í stjórnartíð Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Í stuttu máli sagt hefur ekkert gerst frá þessum tíma.“ Hún rifjaði upp þegar íbúar á Héraði afhentu Siv Friðleifsdóttur þáv. heilbrigðisráðherra áskorun um að bæta aðbúnað aldraðra á svæðinu. Málefni HSA á Egilsstöðum séu hins vegar öll enn í lokaðri skúffu í heilbrigðisráðuneytinu. „Eins og staðan er nú höfum við sjúkradeild sem uppfyllir ekki þær húsnæðiskröfur sem til hennar eru gerðar, enda var hún ekki hönnuð sem slík í upphafi. Deildin er með 26 rúm og þar eru einstaklingar með mjög mismunandi þjónustuþarfir. Aldraðir langlegusjúklingar eiga 18 rými og 8 rými eru ætluð annarri þjónustu, svo sem bráðveikum, slösuðum, endurhæfingu og hvíldarinnlögnum.“

Þarfir aldraðra í forgangi.
    Halla segir HSA á Egilsstöðum sl. 3 ár hafa valið að setja þarfir aldraðra í forgang. Vegna aðstöðuleysis hafi jafnframt þjónusta við bráðveika, slasaða og þá sem þurfi að leggjast inn í styttri tíma orðið takmarkaðri. Því hafi þurft að senda fleiri annað en ella. Loka hefur þurft fyrir innlagnir sl. þrjú ár yfir sumartímann, þar sem starfsfólk hefur ekki fengist til starfa. Halla segir heilbrigðisþjónustu fyrst og fremst byggjast á starfsfólki og það fáist ekki. „Okkar stóri vandi á landsbyggðinni er að fá fólk til starfa. Það er mesta ógnunin við heilbrigðisþjónustuna.“
    HSA hefur ásamt sveitarfélaginu unnið sameiginlega stefnumótum í öldrunarþjónustu fyrir svæðið. Þarfir aldraðra verða settar sem forgangsmál í byggingarmálum. „Kröfur okkar ganga út á að byggt verði húsnæði fyrir um það bil 50 einstaklinga þar sem hugsað er til að þeir geti notið einkalífs og fengið breytilega þjónustu frá einum tíma til annars. Við gætum með þessu tæmt núverandi sjúkradeild, breytt henni án mikils tilkostnaðar og farið að byggja upp þjónustu á sjúkrahússsviði. Það er sameiginlegt álit okkar langflestra í HSA að á Egilsstöðum þurfi að vera sjúkrahús. Frá faglegu sjónarmiði viljum við setja byggingu fyrir aldraða í forgang í okkar málarekstri.“
    Halla segir í það minnsta fjögur ár líða frá ákvörðun til þess að hafist sé handa um byggingarframkvæmdir. Skv. því má í fyrsta lagi búast við einhverjum breytingum á aðstöðu heilbrigðisþjónustu á Egilsstöðum árið 2012.Fylgiskjal XX.

Álitum frv. til fjárlaga 2008 (10 Samgönguráðuneyti).

Frá meiri hluta samgöngunefndar.    Samgöngunefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar fjallað um þann hluta fjárlaga-frumvarpsins sem er á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar, dags. 10. október 2007.
    Nefndin fékk á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, Unni Gunnarsdóttur og Odd Einarsson frá samgönguráðuneyti til að gera grein fyrir þeim liðum fjárlagafrumvarpsins sem snerta ráðuneytið. Þá komu á fund nefndarinnar Þorgeir Pálsson frá Flugstoðum og Halla Sigrún Sigurðardóttir frá Flugmálastjórn til að ræða þann hluta frumvarpsins sem snýr að flugmálum, Hermann Guðjónsson og Sigurður Áss Grétarsson frá Siglingastofnun til að ræða þann hluta frumvarpsins sem snýr að verksviði Siglingastofnunar og Jón Rögnvaldsson og Kristín H. Sigurbjörnsdóttir frá Vegagerðinni til að ræða þann hluta frumvarpsins sem snýr að vegamálum.
    Meiri hlutinn vekur athygli á því að samkvæmt frumvarpinu er ráðgert að Fjarskiptasjóður hafi 60 m.kr. vaxtatekjur af inneign hjá ríkissjóði og að beint framlag ríkissjóðs til verkefna og reksturs sjóðsins lækki sem því nemur. Meiri hlutinn leggur áherslu á að þessi fjárhæð komi til útgreiðslu til sjóðsins síðar, en telur mikilvægt að verklagið verði endurskoðað þannig að heppilegri háttur verði hafður á framvegis.
    Meiri hlutinn bendir á að samkvæmt samgönguáætlun sem samþykkt var á síðasta þingi er gert ráð fyrir hærri fjárveitingu en í fjárlagafrumvarpinu til hafnarmannvirkja. Þarna vantar 200 m.kr. upp á að hægt verði að standa við framkvæmdahraða eins og samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Meiri hlutinn beinir því til fjárlaganefndar að taka þetta til athugunar.
    Loks bendir meiri hlutinn á að liðurinn 10-211, Rekstur Vegagerðarinnar, er lægri en samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá vegamálastjóra horfir til mikilla vandræða ef liðurinn verður óbreyttur við afgreiðslu fjárlaga. Þá vekur meiri hlutinn athygli á því að ákveðið hefur verið að auka vetrarþjónustu án þess að gert sé ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til hennar. Mikilvægt er að bætt verði úr þessu.
    Meiri hlutinn leggur til skiptingu á safnliðunum 10-190-1.42, Gestastofur, söfn og markaðsstarf, og 10-190-1.90, Ýmislegt, á sérstöku skjali. Öðrum erindum en tilgreind eru á skjalinu vísar nefndin aftur til fjárlaganefndar. Auk þess leggur meiri hlutinn til að 4,2 m.kr. verði fluttar af safnliðnum 10-190-1.42, Gestastofur, söfn og markaðsstarf, yfir á safnliðinn 10-190-1.90, Ýmislegt, til ráðstöfunar þar samkvæmt tillögu meiri hlutans.

Alþingi, 8. nóv. 2007.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, form.,
Ólöf Nordal,
Herdís Þórðardóttir,
Karl V. Matthíasson,
Árni Johnsen,
Ármann Kr. Ólafsson.

Fylgiskjal XXI.


Álitum frv. til fjárlaga 2008 (10 Samgönguráðuneyti).

Frá minni hluta samgöngunefndar.    Fjárlaganefnd vísaði til umfjöllunar samgöngunefndar þeim hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málasviði nefndarinnar, í samræmi við ákvæði þingskapalaga.
    Á fundum nefndarinnar með fulltrúum ráðuneytis og forstöðumönnum einstakra stofnana hefur komið fram að lagfæra þarf fjárframlög til Fjarskiptasjóðs, til hafnarmannvirkja og til reksturs Vegagerðarinnar, sbr. álit meiri hluta samgöngunefndar. Minni hlutinn tekur undir þau sjónarmið.
    Minni hlutinn fagnar þeirri aukningu sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir til samgöngumála almennt, en minnir jafnframt á að talsvert skortir á að þar sé mætt þeim niðurskurði sem áður hefur verið ákveðinn af ríkisstjórninni til samgönguframkvæmda. Þá vill minni hlutinn sérstaklega vekja athygli á að stórátak þarf að gera í uppbyggingu í grunnstoðum ferðaþjónustunnar um allt land.
    Þá áskilur minni hlutinn sér allan rétt varðandi hugsanlegar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið og sömu sögu er að segja um einstök verkefni innan samgönguáætlunar þegar hún kemur til endurskoðunar og meðferðar í samgöngunefnd.
    Að öðru leyti vísar minni hlutinn til nefndarálits sem minni hluti fjárlaganefndar mun leggja fram við afgreiðslu málsins úr þeirri nefnd.


Alþingi, 8. nóv. 2007.

Árni Þór Sigurðsson.
Fylgiskjal XXII.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (11 Iðnaðarráðuneyti).

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar.    Iðnaðarnefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 10. október 2007.
    Nefndin fékk á sinn fund Kristján Skarphéðinsson og Ingu Ósk Jónsdóttur frá iðnaðarráðuneytinu.
    Heildargjöld iðnaðarráðuneytis árið 2008 eru áætluð um 5.853 m.kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð 1.156 m.kr. en þær nema 19,8% af heildargjöldum ráðuneytisins.
    Rekstrargjöld ráðuneytisins hækka um 214 m.kr. frá fjárlögum þessa árs. Auk launa- og verðlagshækkana munar þar mest um nýjan fjárlagalið Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tók til starfa 1. ágúst 2007 við samruna Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Aðrar helstu breytingar varða meðal annars hækkun á fjárveitingu til Orkustofnunar vegna undirbúnings rammaáætlunar og verkefna sem tengjast flóðum og flóðahættu. Þá hækkar framlag til stuðnings raforkunotendum utan samveitna en rafmagn á þeim svæðum er framleitt með dísilrafstöðvum og umframkostnaður borinn af þeim fyrirtækjum sem framleiða rafmagn á þessum svæðum. Framlag til niðurgreiðslu á kostnaði við dreifingu raforku í dreifbýli hækkar sem rekja má til hækkunar á gjaldskrá. Loks er gert ráð fyrir að fjárveiting hækki til reksturs almennrar skrifstofu iðnaðarráðuneytisins sem er tilkomin vegna breytinga á Stjórnarráðinu.
    Neyslu- og rekstrartilfærslur hækka um 210 m.kr. frá fjárlögum þessa árs. Auk launa- og verðlagshækkana munar þar mest um 105 m.kr. fjárveitingu í samræmi við tillögur stjórnvalda um fjárveitingar til eflingar samkeppnissjóða á sviði vísinda og tækni.
    Tækniþróunarsjóður er annar tveggja þessara samkeppnissjóða og nemur hækkun til hans 80 m.kr. á næsta ári. Hækkun framlaga til sjóðsins er hluti af hækkun sem boðuð hefur verið af hálfu ríkisstjórnar, en fulltrúar hennar hafa lýst því yfir að sjóðurinn verði tvöfaldaður á þessu kjörtímabili eða hækki úr 500 m.kr. í 1 ma.kr. auk þess sem efling hans er sérstaklega tekin fyrir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Meiri hlutinn vill vekja athygli á þessu þar sem sú stefnumörkun kemur ekki fram í skýringum með frumvarpinu. Uppbygging tækniþróunarsjóðs er undirstaða þróunar í hátækniiðnaði um land allt auk þess sem sjóðurinn er einn af fáum samkeppnissjóðum á þessu sviði á Íslandi. Meiri hlutinn vonast því til að auka megi fjármagn í sjóðinn á milli umræðna svo markmiðin um tvöföldun hans náist fyrr en ella.
    Á fundum nefndarinnar kom meðal annars fram að í frumvarpinu eru framlög til starfsstöðvar Impru á Ísafirði og til eflingar þróunarsetra á Hólmavík og á Patreksfirði í samræmi við tillögur nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. Tillögurnar eru hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna tímabundins samdráttar í aflaheimildum á þorski.
    Meiri hlutinn telur mikilvægt að dregið verði eins og kostur er úr þeim neikvæðu áhrifum sem umræddur samdráttur í veiðum á þorski mun hafa á einstakar byggðir landsins og fagnar öllum aðgerðum ríkisvaldsins í þessum efnum.
    Meiri hlutinn telur brýnt að allir íbúar landsins eigi tryggan og jafnan aðgang að heitu vatni og jöfn tækifæri til menntunar. Leggur meiri hlutinn því annars vegar til að meira fjármagn verði veitt til að mæta óskum um stofnstyrki vegna nýrra hitaveitna, sbr. 11. gr. laga nr. 78/2002, en samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneyti skortir mikið á að fjárveiting ársins 2007 standi undir þeim umsóknum sem borist hafa. Meiri hlutinn hvetur til þess að þetta bil verði brúað og sveitarfélögum greitt það sem ber í milli enda um tímabundinn vanda að ræða. Hins vegar hvetur meiri hlutinn til þess að fjárveitingavaldið hækki framlög sem ætluð eru til þess að jafna fjárhagslegan aðstöðumun nemenda í framhaldsskólum, sbr. lög nr. 79/2003. Jöfnunarstyrkir þessir til námsmanna úr dreifbýli hafa sannað gildi sitt og eru gríðarlega þýðingarmiklir fyrir landsbyggðina.
         Meiri hlutinn telur brýnt að ljúka gerð rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða á árinu 2009 í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Því fagnar meiri hlutinn 60 m.kr. framlagi til þessa verkefnis sem unnið er að undir forystu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra. Fjármunir eru nú í fyrsta sinn veittir til að kortleggja og vakta flóð á nokkrum svæðum á landinu. Meiri hlutinn vill vekja sérstaka athygli á þessu verkefni því mikilvægt er að upplýsingar um flóð og flóðahættu liggi fyrir þegar teknar eru ákvarðanir um landnotkun. Einnig er mikilvægt að hægt sé að vara við flóðum og fylgjast með framgangi þeirra með vöktunarmælum. Að lokum fagnar meiri hlutinn framlagi til djúpborunarverkefnisins en niðurstöður þess geta haft mikil áhrif á framtíðarnýtingarmöguleika á jarðhita.
    Nefndinni bárust sex erindi í tengslum við safnlið 11-299-1.50, Nýsköpun og markaðsmál. Í síðasta frumvarpi til fjárlaga var liðurinn aðeins 4 m.kr. og ákvað nefndin þá að vísa öllum erindum til fjárlaganefndar. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs er liðurinn 25 m.kr. Tillögur koma fram á sérstöku fylgiskjali. Er þar meðal annars lagt til að Árneshreppur fái úthlutað 3 m.kr. en lögð er áhersla á að umsókn hreppsins verði tekin til sérstakrar skoðunar í fjárlaganefnd og þá með hliðsjón af ákvæðum fjárlagafrumvarpsins og tillögum Vestfjarðanefndar.
    Guðni Ágústsson, Kristján Þór Júlíusson, Björk Guðjónsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson skrifa undir álitið með fyrirvara, hin þrjú síðastnefndu vegna setu í fjárlaganefnd.
    Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grétar Mar Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. nóv. 2007.

Katrín Júlíusdóttir, form.,
Kristján Þór Júlíusson, með fyrirvara,
Einar Már Sigurðarson,
Guðni Ágústsson, með fyrirvara,
Björk Guðjónsdóttir, með fyrirvara,
Ármann Kr. Ólafsson, með fyrirvara.Fylgiskjal XXIII.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (11 Iðnaðarráðuneyti).

Frá minni hluta iðnaðarnefndar.    Fjárlaganefnd vísaði til umfjöllunar iðnaðarnefndar þeim hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði nefndarinnar, í samræmi við 2. mgr. 25. gr. þingskapalaga, nr. 55/1991.
    Nefndin fékk á fund sinn Kristján Skarphéðinsson og Ingu Ósk Jónsdóttur frá iðnaðarráðuneytinu.
    Minni hlutinn tekur undir þær megináherslur sem koma fram í áliti meiri hluta iðnaðarnefndar en minnir jafnframt á að eftir er að færa stóra málaflokka til ráðuneytisins og að mikil óvissa ríkir enn um fjárhagsleg áhrif af þeim flutningi.
    Minni hlutinn telur mikilvægt að aðgreina með skýrum hætti annars vegar almennar aðgerðir til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni og hins vegar þær sértæku aðgerðir sem boðaðar hafa verið í tilefni af niðurskurði þorskveiða. Aðeins með því móti er hægt að greina hvort verið er að beina stuðningnum til þeirra byggða sem verst verða úti vegna niðurskurðarins. Um er að ræða gífurlega mikilvægt mál og forsendu byggðar víða um land.
    Minni hlutinn saknar þess einnig að ekki er í frumvarpinu tekið með skýrum hætti á stóriðjustefnunni og þykir ekki nægilega skýrt hvort stefnt sé að áframhaldandi uppbyggingu stóriðju, fleiri álverum og stórvirkjunum vegna þeirra. Minni hlutinn telur nauðsynlegt að stöðva öll áform um frekari uppbyggingu stóriðju og telur brýnt að leggja fremur áherslu á fjölbreytta og meðalstóra iðnaðarkosti af viðráðanlegri stærð, bæði fyrir hagkerfið og viðkomandi byggðarlög.
    Þá áskilur minni hlutinn sér allan rétt varðandi hugsanlegar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið.

Alþingi, 12. nóv. 2008

Auður Lilja Erlingsdóttir.Fylgiskjal XXIV.


Álitum frv. til fjárlaga 2007 (12 Viðskiptaráðuneyti).

Frá meiri hluta viðskiptanefndar.    Viðskiptanefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 16. október 2007.
    Á fund nefndarinnar komu Jónína S. Lárusdóttir og Inga Ósk Jónsdóttir frá viðskiptaráðuneyti og gerðu grein fyrir þeim hluta fjárlagafrumvarpsins sem falla undir málefnasvið ráðuneytisins.
    Heildargjöld viðskiptaráðuneytis árið 2008 eru áætluð 1.887 m.kr. á rekstrargrunni en frá dragast sértekjur, 27 m.kr. Rekstrargjöld ráðuneytisins að frádregnum sértekjum hækka um 413,6 m.kr. og eru áætluð 1.637 m.kr. Auk launa- og verðlagshækkana munar þar mest um hækkun á fjárheimild til Fjármálaeftirlitsins.
    Meðal breytinga má nefna að vegna breytinga á Stjórnarráðinu er gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til yfirstjórnar og einnig er lagt til að veitt verði tímabundið fjárframlag í eitt ár til verkefna á sviði viðskipta- og bankamála.
    Nefndinni bárust umsagnir frá undirstofnunum viðskiptaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitinu, Neytendastofu, Samkeppniseftirlitinu og talsmanni neytenda.
    Fjárheimild Fjármálaeftirlitsins hækkar samkvæmt frumvarpinu um 338,6 m.kr. eftir sértekjur eða um 52% og er sú tillaga í samræmi við frumvarp til laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi (þskj. 95, 95. mál). Útgjöldin eru fjármögnuð með hækkun á eftirlitsgjaldi sem færist á tekjuhlið ríkissjóðs og hefur ekki áhrif á afkomu hans. Það er ljóst að verkefni Fjármálaeftirlitsins hafa aukist mikið undanfarin ár. Þessi aukning stafar annars vegar af breyttu regluverki, sbr. svonefnda MiFID-tilskipun sem hefur verið tekin upp í íslenskan rétt, og hins vegar af aukinni útrás íslenskra fjármálafyrirtækja en Fjármálaeftirlitið hefur m.a. eftirlit með útibúum íslenskra fjármálafyrirtækja erlendis. Meiri hluti nefndarinnar fagnar því stórauknum fjárheimildum Fjármálaeftirlitsins.
    Meiri hlutinn fagnar sömuleiðis því að í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir 48,4% hækkun fjárframlaga eða 82,4 m.kr. til Samkeppniseftirlitsins frá ríkisreikningi árið 2006, en hækkunin á milli fjárlaga fyrir árið 2007 og frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2008 er 18,7%.
    Fram kemur í umsögn Neytendastofu að beiðnir stofnunarinnar hafi ekki náð fram að ganga við gerð fjárlagafrumvarpsins. Stofnunin óskaði eftir auknum fjárheimildum til að sinna lögbundnum verkefnum, annars vegar framkvæmd á markaðseftirliti og hins vegar rekstri mælifræðisviðs Neytendastofu. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin hafi ekki fengið fjárveitingu vegna kostnaðar við flutning í nýtt húsnæði. Þá leggur stofnunin ríka áherslu á að hún fái auknar fjárveitingar til þess m.a. að geta boðið starfsmönnum sínum gott starfsumhverfi og ekki síst samkeppnishæf laun.
    Framangreindar stofnanir sinna mikilvægu eftirliti með málaflokkum sem snerta bæði neytendur og viðskiptalífið. Meiri hlutinn telur mikilvægt að þessar stofnanir fái fullnægjandi fjárheimildir til að sinna lögbundnum verkefnum á eðlilegum málshraða og geti jafnframt sinnt öðrum verkefnum sem upp koma. Leggur meiri hlutinn sérstaka áherslu á að fjárhagslegt svigrúm sé nýtt í auknar fjárveitingar til Samkeppniseftirlitsins enda sinnir sú stofnun grundvallareftirlitshlutverki.
    Kjartan Ólafsson sat fundinn fyrir Björk Guðjónsdóttur.

Alþingi, 13. nóv. 2007.

Ágúst Ólafur Ágústsson, form.,
Guðfinna S. Bjarnadóttir,
Birgir Ármannsson,
Árni Páll Árnason,
Jón Gunnarsson,
Kjartan Ólafsson.
Fylgiskjal XXV.


Álitum frv. til fjárlaga 2008 (12 Viðskiptaráðuneyti).

Frá 1. minni hluta viðskiptanefndar.    Fjárlög hvers árs eru órækur vitnisburður um stefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Fjárlög fyrir árið 2008 endurspegla þannig með skýrum hætti stefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn síðastliðin fjögur kjörtímabil og lengst af við stjórnvölinn. Það er skoðun minni hlutans að þessi ár hafi verið feit ár auðmanna og hátekjufólks en að sama skapi mögur ár lág- og meðaltekjufólks, aldraðra og öryrkja og fleiri hópa í þjóðfélaginu. Að mati minni hlutans hefur þjóðfélagsgerð okkar breyst til verri vegar síðustu 16 ár. Misskipting, fátækt og hvers kyns mismunun hefur aukist verulega. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu hefur verið takmarkaður með gjaldtöku. Landsbyggðarfólk situr engan veginn við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og sveitarfélög á landsbyggðinni búa við fjársvelti og geta illa veitt íbúum sínum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Fákeppni og allt að því einokun er ríkjandi á stærstu sviðum viðskipta- og atvinnulífs og heilbrigð samkeppni og einstaklingsframtak á mjög undir högg að sækja. Kynbundið ofbeldi og kynbundinn launamunur er viðvarandi. Skattar á lág- og meðaltekjufólk hafa hlutfallslega verið hækkaðir með skertum persónuafslætti, skertum barnabótum, skertum vaxtabótum og stórauknum sjúklinga- og lyfjasköttum á meðan skattar hafa ýmist verið lækkaðir og/eða felldir niður á auð- og hátekjumönnum. Kjör öryrkja og aldraðra hafa hlutfallslega versnað. Brýnum umhverfismálum hefur ekki verið sinnt og unnin hafa verið stórfelld óafturkræf spjöll á náttúru Íslands í nafni blindrar stóriðjustefnu. Ungu fólki hefur verið gert illmögulegt að kaupa sína fyrstu íbúð og vaxtaokur er almenn staðreynd. Frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun hefur verið drepin í dróma og einsleit „álbræðsluhyggja“ hefur verið allsráðandi með tilheyrandi ruðningsáhrifum. Hafrannsóknum og sjálfbærum veiðum hefur verið gefinn of lítill gaumur. Hernaðarhyggja hefur farið vaxandi og Ísland verið gert að þátttakanda í Íraksstríðinu. Borgaraleg réttindi hafa verið skert samfara miðstýrðri ráðstjórn ríkislögreglustjóra með greiningardeildum, sérsveitum o.fl. en á sama tíma hefur verið dregið verulega úr löggæsluþjónustu á landsbyggðinni. Félagshyggja og almannahagsmunir eru á undanhaldi fyrir sérhagsmunum gróða- og markaðshyggju. Auðlindir þjóðarinnar sæta ásælni alþjóðlegra stórfyrirtækja og ofurauðmanna og þannig mætti lengi telja.
    Það er staðföst skoðun 1. minni hluta að í öllum meginatriðum feli frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2008 í sér óbreytta ríkisstjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins síðustu fjögur kjörtímabil. Stefna Samfylkingarinnar, svo ekki sé talað um kosningaloforð hennar fyrir síðustu alþingiskosningar, sé lítt merkjanleg í fjárlögum fyrir árið 2008.
    Þegar litið er yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði viðskiptanefndar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 16. október 2007 staðfesta þeir að mati 1. minni hluta það sem að framan greinir. Það kemur best fram við samanburð á því umhverfi og fjárhagslegum starfsskilyrðum o.fl. sem Fjármálaeftirlitið býr við annars vegar og hins vegar Samkeppniseftirlitið. Hjá Fjármálaeftirlitinu starfar 41 starfsmaður og með sérstökum tekjustofnum eru eftirlitinu tryggðar 935,7 m.kr. til reksturs árið 2008 og lagt er til að fjárheimild stofnunarinnar verði hækkuð um 338,6 m.kr. Hjá Samkeppniseftirlitinu starfa 20 starfsmenn og gert er ráð fyrir 252,5 m.kr. fjárveitingu til stofnunarinnar. 1. minni hluti telur að þessar eftirlitsstofnanir sinni einkar mikilvægum verkefnum, en að Samkeppniseftirlitið gegni ef eitthvað er veigameira hlutverki í þágu hagsmuna almennings en Fjármálaeftirlitið.
    Fjármálaeftirlitið hefur staðið sig vel í viðleitni sinni til að auka trúverðugleika íslenskra fjármálafyrirtækja og reyndist traustur bandamaður þeirra þegar þau sættu alvarlegri gagnrýni erlendis frá fyrir útrásarstarfsemi sína og grundvöll hennar. Ýmsir erlendir fjármálasérfræðingar hafa talið að íslenskar fjármálastofnanir hafi farið offari í svonefndri útrás. Vaxtaokrið á Íslandi hefur hins vegar haldið sínu striki og íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa átölulítið stefnt fasteignamarkaði og íbúðalánakerfi okkar í mikið óefni, eins og öllum má ljóst vera af fréttum síðustu daga, með markvissum aðgerðum frá miðju ári 2004. Bankarnir buðu fram íbúðalán á hagstæðum kjörum haustið 2004 og hafa með gylliboðum og auglýsingum náð undir sig stórum hluta íbúðalánamarkaðarins. Nú hefur það gerst sem Vinstri hreyfingin – grænt framboð og fleiri vöruðu við, bankarnir hafa stórhækkað vexti af íbúðalánum í krafti markaðsstöðu sinnar. Mikil fákeppni einkennir fjármálageirann og auður safnast á örfárra manna hendur. Og nú síðast er sótt að sparisjóðunum í landinu og samfélagslegum eignum þeirra af hópi auðmanna á kostnað hinna dreifðu byggða og almennings. Nauðsynlegt er að búa vel að Fjármálaeftirlitinu til að það geti sinnt þessum verkefnum og fleiri ónefndum.
    Að mati 1. minni hluta hefur Samkeppniseftirlitið sýnt það og sannað að starfsemi þess getur skilað verulegum árangri í þágu almennings. Nægir þar að nefna olíusamráðsmálið. Það breytir ekki þeirri staðreynd að stofnunin hefur ekki getað sinnt brýnum verkefnum sem hún hefur á sinni könnu. Það á sérstaklega við um almennar rannsóknir og athuganir, svo sem þar sem fákeppni ríkir. Nýleg dæmi um verðsamráð matvöruverslana staðfesta það. Samkeppniseftirlitið hefur lengi haft áhuga á að skoða fákeppi í viðskiptum heildstætt en ekki haft fjárhagslega burði til þess. Meginorka og fjárveitingar til stofnunarinnar hafa farið í sértækar athuganir og eftirlit. Upplýst er að skilvirkni stofnunarinnar og málshraði eru ekki í samræmi við væntingar stofnunarinnar. Einnig hefur verið bent á að úrbóta sé þörf á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið á að minnsta kosti að sitja við sama borð og Fjármálaeftirlitið hvað fjárveitingar varðar en gerir það alls ekki. Fjárveiting hefur verið aukin milli áranna 2007 til 2008 um 18,7%. Aukningin hrekkur engan veginn til þess að mæta kostnaði við þau verkefni sem stofnuninni eru falin lögum samkvæmt, auk þess sem forsendur í rekstri stofnunarinnar hafa breyst, verkefnum hefur fjölgað og stofnunin hefur þurft að kosta miklu til vegna flutninga í nýja starfsstöð. Hlutfall fjárveitinga til Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins er 1 á móti 3,7 Fjármálaeftirlitinu í hag sem er langtum hærra en þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Því er við að bæta að innheimtar sektir í kjölfar eftirlits Samkeppniseftirlitsins hafa skilað ríkissjóði tekjum umfram fjárveitingar til stofnunarinnar. 1. minni hluti telur afar brýnt í þágu almennings og almannahagsmuna að margfalda fjárveitingar til Samkeppniseftirlitsins og gera því jafnhátt undir höfði og Fjármálaeftirlitinu. Fleiri stofnanir á málefnasviði viðskiptanefndar sem þjóna hagsmunum almennings búa við viðvarandi fjársvelti. Má þar nefna Neytendastofu og talsmann neytenda. Fjárveitingar til þessara mikilvægu stofnana eru beinlínis lækkaðar milli ára þvert á rökstuddar beiðnir um umtalsverðar hækkanir. Það staðfestir að mati 1. minni hluta einbeitta og óbreytta ríkisstjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins sem Samfylkingin hefur tekið upp á sína arma.
    Að mati 1. minni hluta fær landsbyggðarfólk kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni í fjárlagafrumvarpinu. Gert er ráð fyrir að framlag til flutningasjóðs olíuvara upp á 401 m.kr. verði fellt niður. 1. minni hluti leggst alfarið gegn þeim fyrirætlunum. Á sama tíma er fjárveiting til ráðuneytis viðskiptamála í Reykjavík hækkuð um 23,6%.

Alþingi, 19. nóv. 2007.

Atli Gíslason.
Fylgiskjal XXVI.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (12 Viðskiptaráðuneyti).

Frá 2. minni hluta viðskiptanefndar.    Annar minni hluti viðskiptanefndar leggst alfarið gegn því að fjölga ráðuneytum með þeim hætti sem gert er ráð fyrir með því að tveir ráðherrar verði yfir iðnaðar- og viðskiptamálum í stað eins áður. Þessi breyting mun valda auknum ríkisútgjöldum þar sem fjölga þarf starfsfólki og nýtt húsnæði þarf undir viðskiptaráðuneytið. Þessi stefnumörkun er þvert á gefin fyrirheit um fækkun ráðuneyta og hagræðingu í opinberri stjórnsýslu. Nær hefði verið að fækka ráðuneytum frekar en að fjölga ráðherraembættum eins og gert er ráð fyrir með þessum breytingum.
    Það skýtur skökku við að framlög til Samkeppnisstofnunar skuli ekki vera meiri en raun ber vitni í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2008. Stofnunin gegnir lykilhlutverki í að halda úti heilbrigðum markaðsaðstæðum í samkeppnisrekstri. Til þess að stofnunin geti rækt hlutverk sitt, sem verður æ viðameira ár frá ári, þarf að skapa henni það starfsumhverfi að hún geti gegnt hlutverki sínu með sóma. Í raun er um nær enga viðbót að ræða til stofnunarinnar frá því sem fyrri ríkisstjórn ákvarðaði. Miklar yfirlýsingar viðskiptaráðherra um neytendavernd eru ekki í takti við framlög til þeirrar mikilvægu stofnunar sem Samkeppnisstofnun er.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að flutningsjöfnunarsjóður olíuvara verði lagður niður. Viðskiptaráðherra hefur hins vegar gert grein fyrir því að þeim áformum verði a.m.k. frestað og málið skoðað nánar. Þessu ber að fagna, enda hefði eldsneytiskostnaður á mörgum stöðum á landsbyggðinni hækkað samfara niðurlagningu flutningsjöfnunarsjóðs.
    Gert er ráð fyrir 150 m.kr. framlagi til þess að lækka flutningskostnað á Vestfjörðum. Þessu ber að fagna. Hins vegar er það svo að mörg önnur landssvæði búa við sams konar skilyrði og Vestfirðir og jafnvel við hærri flutningskostnað, líkt og Norðausturland, en ekki er gert ráð fyrir framlögum til að lækka flutningskostnað íbúa á þeim svæðum. Það stenst ekki jafnræði að landssvæði sem búa við íbúafækkun og tekjusamdrátt skuli sum hljóta styrki til lækkunar flutningskostnaðar en önnur ekki. Hér er um grófa mismunun að ræða og algjört skilningsleysi af hálfu ríkisstjórnarflokkanna á aðstæðum þessara byggðarlaga.

Alþingi, 19. nóv. 2006.

Birkir J. Jónsson.
Fylgiskjal XXVII.


Álitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2008 (14 Umhverfisráðuneyti).

Frá umhverfisnefnd.    Umhverfisnefnd hefur fjallað um þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði nefndarinnar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, og bréf fjárlaganefndar til umhverfisnefndar, dags. 10. október 2007.
    Á fund nefndarinnar kom Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneyti. Sá hluti fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði nefndarinnar var sendur til umsagnar og bárust umsagnir frá Náttúrustofu Austurlands, Landmælingum Íslands, Úrvinnslusjóði, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Skipulagsstofnun, Náttúrustofu Vesturlands, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Náttúrurannsóknastöð við Mývatn, Brunamálastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Heildarútgjöld umhverfisráðuneytis árið 2008 eru áætluð 6.659 m.kr. á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð 1.203 m.kr., en þær nema 18% af heildargjöldum ráðuneytisins. Rekstrargjöld ráðuneytisins að frádregnum sértekjum eru áætluð 3.258 m.kr. og lækka um 9 m.kr. frá fjárlögum þessa árs. Munar þar mest um 180 m.kr. lækkun á fjárveitingu til Úrvinnslusjóðs vegna lækkunar á gjaldskrá sjóðsins ásamt því að niður falla nokkur framlög sem veitt voru til tímabundinna verkefna sem nema alls 130 m.kr. Meðal helstu breytinga í frumvarpinu er 233,4 m.kr. fjárveiting til Vatnajökulsþjóðgarðs sem jafngildir 112,5 m.kr. hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs til þess verkefnis. Ef frá er talin framangreind fjárveiting til Vatnajökulsþjóðgarðs, þá eru óverulegar breytingar á þeim fjárlagalið ráðuneytisins sem fjármagnaður er af ríkissjóði.
    Nefndin vekur athygli á umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands en þar kemur fram að stofnunin eigi við fjárhagsvanda að stríða, uppsafnaður fjárhagshalli hafi verið um 22 m.kr. um síðustu áramót og muni aukast á yfirstandandi ári fáist ekki leiðrétting í fjáraukalögum nú líkt og fengist hefur sl. þrjú ár. Þá kemur fram að fjárframlag ríksins til stofnunarinnar fyrir árið 2007 hafi lækkað að raungildi frá árinu áður og að á sama tíma hafi óraunhæf tekjuáætlun stofnunarinnar verið hækkuð verulega í fjárlögum fyrir árið 2007. Nefndin telur brýnt að leita leiða til að styrkja fjárhagslegan grunn stofnunarinnar í fjárlögum fyrir árið 2008 til frambúðar.
    Nefndin vísar jafnframt til umsagnar Umhverfisstofnunar en þar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir auknu fjármagni hjá umhverfisráðuneytinu til að styrkja rekstur og framkvæmdir á friðlýstum svæðum. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögninni og telur mikilvægt að aukið fjármagn verði veitt til framkvæmda og viðhalds á þessum svæðum.
    Þá bendir nefndin á þær athugasemdir sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar en þar er bent á að stofnunin þurfi aukna fjárveitingu til að veita almenningi aðgang að skipulagsvefsjá þar sem finna má upplýsingar um skipulagsmál í öllum sveitarfélögum landsins. Auk þess kemur fram í umsögninni að Skipulagsstofnun þurfi tímabundna fjárveitingu til eins árs til að halda málþing, gefa út sögu skipulags á Íslandi, halda ársfund norrænna skipulagsyfirvalda o.s.frv. í tengslum við afmælishald en á á árinu 2008 verða liðin 70 ár frá því að stofnað var til forvera Skipulagsstofnunar og 10 ár frá gildistöku skipulags- og byggingarlaga. Nefndin telur ástæðu til að koma til móts við umræddar óskir Skipulagsstofnunar. Nefndin leggur áherslu á að framangreindar stofnanir fái fullnægjandi fjárheimildir til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Skorar nefndin á fjárlaganefnd að taka athugasemdir í umsóknum þeirra til sérstakrar skoðunar.
    Nefndin telur að efla þurfi náttúrustofur um allt land enda eru þær mikilvæg viðbót í atvinnu- og menningarflóru landsbyggðarinnar. Nefndin telur mikilvægt að auka framlag til þeirra svo stofurnar geti sinnt rannsóknarskyldum og öðrum lögbundnum verkefnum sínum samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Nefndin biður fjárlaganefnd um að taka framangreint til sérstakrar athugunar.
    Nefndinni hafa borist 15 umsóknir um fjárveitingu af safnlið 14-190-1.90, Ýmis verkefni og gerir nefndin að tillögu sinni að sjö umsækjendur fái styrk. Nefndin vísar hins vegar umsókn Fjórðungssambands Vestfirðinga aftur til fjárlaganefndar enda telur nefndin að fremur hafi átt að vísa umsókn sambandsins til iðnaðarnefndar. Í tengslum við umsókn Náttúrufræðistofu Kópavogs beinir nefndin því til umhverfisráðherra að taka til jákvæðrar athugunar hvort ekki sé ástæða til að stofan heyri undir lög um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Þá telur nefndin að umsóknir sem varða minkaveiðar eigi að heyra undir Umhverfisstofnun enda fellur sá málaflokkur undir starfssvið stofnunarinnar. Óráðstafað er af framangreindum safnlið 6,5 m.kr. og leggur nefndin áherslu á að sú fjárhæð verði látin mæta þeim kostnaði að hluta sem leiðir af þeim verkefnum sem vísað er til í áliti þessu. Tillögur nefndarinnar um skiptingu safnliðarins koma fram á sérstöku fylgiskjali.
    Illugi Gunnarsson og Katrín Júlíusdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Kristinn H. Gunnarsson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 14. nóv. 2007.

Helgi Hjörvar, form.,
Kjartan Ólafsson,
Kolbrún Halldórsdóttir,
Höskuldur Þórhallsson,
Guðfinna S. Bjarnadóttir,
Ólöf Nordal,
Paul Nikolov.