Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 90. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 378 — 90. mál.
um frv. til l. um breyt. á l. nr. 79 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón B. Jónasson, Kolbein Árnason, Sigríði Norðmann og Steinar Inga Matthíasson frá sjávarútvegsráðuneyti.
Málið var sent út til umsagnar og bárust umsagnir frá Landhelgisgæslu Íslands, Fiskistofu, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Samtökum fiskvinnslustöðva, Hafrannsóknastofnuninni, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sjómannasambandi Íslands, Veiðimálastofnun, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Landssambandi smábátaeigenda, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun. Þá bárust nefndinni gögn og upplýsingar frá sjávarútvegsráðuneyti.
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem lúta að því að styrkja heimildir ráðherra til að friða viðkvæm hafsvæði í því skyni að vernda fyrst og fremst hafsbotninn sjálfan og það líf sem á honum þrífst. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði árið 2004 til að kanna forsendur fyrir friðun viðkvæmra hafsvæða. Jafnframt felst í frumvarpinu tæknileg breyting þannig að ráðherra er veitt lagaheimild til að ákveða bann með öllum veiðarfærum án þess að þurfa að telja upp einstök veiðarfæri sem bönnuð eru ef veiðibann á að vera altækt.
Atli Gíslason og Jón Björn Hákonarson rita undir álitið með fyrirvara.
Helgi Hjörvar, Gunnar Svavarsson og Grétar Mar Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 378 — 90. mál.
Nefndarálit
um frv. til l. um breyt. á l. nr. 79 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.
Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón B. Jónasson, Kolbein Árnason, Sigríði Norðmann og Steinar Inga Matthíasson frá sjávarútvegsráðuneyti.
Málið var sent út til umsagnar og bárust umsagnir frá Landhelgisgæslu Íslands, Fiskistofu, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Samtökum fiskvinnslustöðva, Hafrannsóknastofnuninni, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sjómannasambandi Íslands, Veiðimálastofnun, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Landssambandi smábátaeigenda, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun. Þá bárust nefndinni gögn og upplýsingar frá sjávarútvegsráðuneyti.
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem lúta að því að styrkja heimildir ráðherra til að friða viðkvæm hafsvæði í því skyni að vernda fyrst og fremst hafsbotninn sjálfan og það líf sem á honum þrífst. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði árið 2004 til að kanna forsendur fyrir friðun viðkvæmra hafsvæða. Jafnframt felst í frumvarpinu tæknileg breyting þannig að ráðherra er veitt lagaheimild til að ákveða bann með öllum veiðarfærum án þess að þurfa að telja upp einstök veiðarfæri sem bönnuð eru ef veiðibann á að vera altækt.
Atli Gíslason og Jón Björn Hákonarson rita undir álitið með fyrirvara.
Helgi Hjörvar, Gunnar Svavarsson og Grétar Mar Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
Alþingi, 3. des. 2007.
Arnbjörg Sveinsdóttir,
form., frsm.
Atli Gíslason,
með fyrirvara.
Kjartan Ólafsson.
Karl V. Matthíasson.
Jón Gunnarsson.
Jón Björn Hákonarson,
með fyrirvara.