Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 231. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 417  —  231. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og skattanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingva Má Pétursson frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá ríkisskattstjóra, Vegagerðinni, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Viðskiptaráði Íslands, Bændasamtökunum og Neytendasamtökunum. Einnig hafa borist tilkynningar frá N1, Ríkisendurskoðun og Seðlabanka Íslands
    Í frumvarpinu er lagt til að lækkun olíugjalds og sérstaks kílómetragjalds sem verið hefur tímabundin verði fest til frambúðar.
    Á fundum nefndarinnar kom meðal annars fram að áþreifanlegur árangur hafi náðst síðan lög um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, voru sett og að hlutfall dísilbifreiða í íslenska bílaflotanum hafi hækkað. Notkun þessara bifreiða er almennt álitin umhverfisvænni en þeirra sem ganga fyrir bensíni. Nokkrum áhyggjum veldur þó að hátt heimsmarkaðsverð dísilolíu getur staðið þessari þróun fyrir þrifum og þar með grafið undan yfirlýstu markmiði laganna.
    Í athugasemdum með frumvarpinu er vakin athygli á því að á vegum fjármálaráðuneytis er nú unnið að því að móta heildarstefnu hvað varðar skattlagningu ökutækja og eldsneytis og þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. febrúar 2008. Nefndin telur að í því ljósi beri að skoða varanleika þess fyrirkomulags sem nú er fest í sessi.
    Eftir ábendingu ríkisskattstjóra leggur nefndin til að samhliða afgreiðslu frumvarpsins verði gerðar smávægilegar lagfæringar á einstökum ákvæðum laganna.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
                  a.      Í stað „4. tölul.“ í 3. mgr. kemur: 5. tölul.
                  b.      Í stað „6., 7. og 8. tölul.“ í 3. og 5. mgr. kemur: 7., 8. og 9. tölul.
                  c.      Í stað „6. tölul.“ í 4. mgr. kemur: 7. tölul.
                  d.      Í stað „7. og 8. tölul.“ í 4. mgr. kemur: 8. og 9. tölul.
                  e.      Í stað „6. og 7. tölul.“ í 5. mgr. kemur: 7. og 8. tölul.
     2.      Við 2. gr. bætist þrír nýir liðir, svohljóðandi:
                  a.      Í stað „7. og 8. tölul.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 8. og 9. tölul.
                  b.      Í stað „6. tölul.“ í 1. tölul. 2. mgr. kemur: 7. tölul.
                  c.      Í stað „nr. 688/2005“ í 7. mgr. kemur: nr. 155/2007.
    Ögmundur Jónasson skrifar undir álitið með fyrirvara.
    Bjarni Benediktsson, Gunnar Svavarsson og Katrín Jakobsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. des. 2007.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Ellert B. Schram.


Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.Magnús Stefánsson.


Ragnheiður E. Árnadóttir.


Lúðvík Bergvinsson.