Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 475  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2008.

Frá Ögmundi Jónassyni og Dýrleifu Skjóldal.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    1.     Við 08-206 Sjúkratryggingar
         1.36 Tannlækningar, forvarnaátak          0,0     70,0     70,0
    2.     Við 08-358 Sjúkrahúsið á Akureyri
         1.01 Sjúkrahúsið á Akureyri          4.117,0     80,0     4.197,0
    3.     Við 08-373 Landspítali
         1.01 Landspítali          35.021,5     600,0     35.621,5
          Greitt úr ríkissjóði     33.109,5     600,0     33.709,5
    4.     Við 08-500 Heilsugæslustöðvar, almennt
         a. 1.11 Efling sérfræðiþjónustu          0,0     100,0     100,0
         b. 1.12 Efling geðheilbrigðisþjónustu          0,0     50,0     50,0
    5.     Við 08-506 Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu
         1.01 Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu          4.652,3     400,0     5.052,3
    6.     Við 08-700 Heilbrigðisstofnanir
        1.05 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni          0,0     100,0     100,0
    7.     Við 08-777 Heilbrigðisstofnun Austurlands
         a. 1.02 Heilbrigðisstofnun Austurlands, rekstur, óskipt     0,0     210,0     210,0
         b. 1.22 Framkvæmdir vegna öldrunarþjónustu,
                        undirbúningur          0,0     50,0     50,0

Greinargerð.


    Undanfarin ár hafa fjárframlög til Landspítalans ekki verið í neinum takti við þróun íbúafjölda, fjölda aldraðra og þróun sjúkdóma og alltof langt hefur verið gengið í niðurskurði útgjalda í rekstri spítalans. Vaxandi kröfum um aukna heilbrigðisþjónustu er ekki hægt að mæta enn og aftur með niðurskurði eða breyttum rekstrarformum heldur þarf að auka fjárframlög í takt við aukna eftirspurn eftir þjónustu. Hér er því lagt til hækkað framlag til Landspítalans um 600 m.kr. Auk þess er lagt til að sjúkrahúsið á Akureyri fái hækkað framlag að fjárhæð 80 m.kr.
    Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er langstærsta stofnun sinnar tegundar á landinu og þjónar alls 191.725 íbúum, en alls eru um 8.500 manns á þessu svæði án heimilislækna. Hér er lagt til að veitt verði samtals 400 m.kr. aukalega til heilsugæslu höfuðborgarinnar á næsta ári, en mikil þörf er á bættri þjónustu enda hefur gríðarleg fjölgun íbúa átt sér stað á svæðinu og íbúasamsetning hefur gjörbreyst. Ef ekkert er að gert stefnir í frekari niðurskurð á þjónustu í stað uppbyggingar.
    Lagt er til að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fái 100 m.kr. til uppbyggingar á starfseminni og sérstaklega er lagt til hækkað framlag um 210 m.kr. til Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Stofnunin hefur glímt við stórfelld vandræði í mönnun og aðstöðuleysi og álag hefur margfaldast með þensluástandinu fjórðungnum. Gert er ráð fyrir að 50 m.kr. komi til móts við skertar sértekjur hjá Heilbrigðsstofnun Austurlands.