Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 441. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 704  —  441. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um skipulagsbreytingar í Stjórnarráðinu.

Frá Árna Þór Sigurðssyni.



     1.      Hversu mörg svið hafa verið sett á stofn í einstökum ráðuneytum undanfarin fimm ár?
     2.      Í hve mörgum tilfellum hafa ný svið verið viðbót í innra skipulagi ráðuneytanna og í hve mörgum tilfellum hafa skrifstofur verið lagðar niður í staðinn?
     3.      Á grundvelli hvaða lagaheimilda hafa svið ráðuneytanna verið sett á stofn og sviðsstjórar skipaðir?
     4.      Eru sviðsstjórar að mati ráðherra embættismenn í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins?
     5.      Hver er kostnaður ríkissjóðs vegna framangreindra skipulagsbreytinga undanfarin fimm ár?


Skriflegt svar óskast.