Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 562. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 868  —  562. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um rannsóknir á lífríki sjávar.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Hefur farið fram úttekt á veiðisvæðum innan flóa og fjarða þar sem dragnót hefur verið leyfð og svæðum þar sem togveiðar eru ekki leyfðar?
     2.      Hafa svæði verið friðuð fyrir togveiðum og botninn skipulega rannsakaður fyrir og eftir friðun? Ef svo er, hvar eru þau svæði og hverjar eru niðurstöður helstu rannsókna á botninum og breytingum á dýralífi og fisktegundum?
     3.      Hafa breytingar á lífríki og botngróðri innfjarða verið rannsakaðar eftir þverun fjarða vegna vegagerðar? Ef svo er, hverjar eru helstu niðurstöður þeirra rannsókna?
     4.      Hafa breytingar á lífríki eða sjávarbotni vegna efnistöku af sjávarbotni verið rannsakaðar? Ef svo er, hverjar eru niðurstöður rannsóknanna?


Skriflegt svar óskast.