Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 590. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 994  —  590. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar um ferðalán til fjarnema úr Lánasjóði íslenskra námsmanna.

     1.      Hversu margir fjarnemar hafa stundað nám í Kennaraháskóla Íslands nú í vetur og í fyrravetur?
    Við Kennaraháskóla Íslands er hægt að stunda grunnnám og framhaldsnám. Rétt er að geta þess að nemendur í grunnnámi geta stundað nám við KHÍ í staðnámi eða fjarnámi, en allt framhaldsnám við KHÍ er skilgreint sem fjarnám hvort sem nemendur búa á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess.
    Haustið 2007 voru 934 nemendur skráðir í fjarnámi í grunndeild, en 686 nemendur árið á undan.
    Í framhaldsnám við KHÍ voru skráðir 629 nemendur haustið 2007, en 505 haustið 2006, og eins og áður segir eru þeir allir skráðir sem fjarnámsnemendur, óháð búsetu.

     2.      Hversu margir af þeim búa innan lands utan höfuðborgarsvæðis hins meira (norðan og austan Hvítánna)?
    Við skráningu í fjarnám er búseta ekki flokkuð sem norðan og austan Hvítánna. Hins vegar er flokkað eftir landshlutum, eins og sjá má á meðfylgjandi töflum.
    Haustið 2007 voru samtals skráðir 2.318 nemendur við nám í KHÍ, þar af 1.583 í fjarnámi. Þar af voru 687 búsettir utan höfuðborgarsvæðisins, eða 44%.
    Í grunnnámi voru skráðir alls 1.689 nemendur, þar af 934 í fjarnámi. Þar af voru 441 búsettir utan höfuðborgarsvæðisins, eða 47%.
    Í framhaldsnámi voru 629 nemendur skráðir, allir sem fjarnemar. Þar af voru 246 búsettir utan höfuðborgarsvæðisins, eða 39%.

Skólaárið 2007–2008.

Samtals nemendur við nám í KHÍ haustið 2007 2.318
Þar af í fjarnámi 1.563
Fjarnemar búsettir utan höfuðborgarsvæðis 687 44%
Grunnnám Staðnemar Fjarnemar
Konur Karlar Samtals Konur Karlar Samtals
Höfuðborgarsvæðið 460 108 568 413 80 493
Reykjanes 27 6 33 65 7 72
Vesturland 22 4 26 45 10 55
Vestfirðir 5 1 6 28 6 34
Norðurland vestra 9 2 11 40 11 51
Norðurland eystra 6 1 7 33 9 42
Austurland 13 6 19 40 4 44
Suðurland 55 20 75 97 14 111
Útlönd 8 2 10 30 2 32
Samtals 605 150 755 791 143 934
Framhaldsnám Fjarnemar
Konur Karlar Samtals
Höfuðborgarsvæðið 320 63 383
Reykjanes 31 7 38
Vesturland 26 5 31
Vestfirðir 16 2 18
Norðurland vestra 13 6 19
Norðurland eystra 29 8 37
Austurland 22 4 26
Suðurland 48 13 61
Útlönd 13 3 16
Samtals 518 111 629

    Haustið 2006 voru samtals skráðir 2.170 nemendur við nám í KHÍ, þar af 1.191 í fjarnámi. Þar af voru 570 búsettir utan höfuðborgarsvæðisins, eða 48%.
    Í grunnnámi voru skráðir alls 1.665 nemendur, þar af 686 í fjarnámi. Þar af voru 357 búsettir utan höfuðborgarsvæðisins, eða 52%.
    Í framhaldsnámi voru 505 nemendur skráðir, allir sem fjarnemar. Þar af voru 259 búsettir utan höfuðborgarsvæðisins, eða 51%.

Skólaárið 2006–2007.

Samtals nemendur við nám í KHÍ haustið 2006 2.170
Þar af í fjarnámi 1.191
Fjarnemar búsettir utan höfuðborgarsvæðis 570 47,9%
Grunndeild Staðnemar Fjarnemar
Konur Karlar Samtals Konur Karlar Samtals
Höfuðborgarsvæðið 551 117 668 280 49 329
Reykjanes 30 9 39 36 3 39
Vesturland 18 8 26 42 8 50
Vestfirðir 6 2 8 17 4 21
Norðurland vestra 9 5 14 34 5 39
Norðurland eystra 9 6 15 34 7 41
Austurland 17 7 24 36 4 40
Suðurland 52 33 85 75 11 86
Útlönd 12 88 100 40 1 41
Samtals 704 275 979 594 92 686
Framhaldsdeild – fjarnám Konur Karlar Samtals
Höfuðborgarsvæðið 249 43 292
Reykjanes 16 7 23
Vesturland 22 6 28
Vestfirðir 19 19
Norðurland vestra 15 8 23
Norðurland eystra 31 6 37
Austurland 15 1 16
Suðurland 39 13 52
Útlönd 11 4 15
Samtals 417 88 505


     3.      Hvað er gert ráð fyrir að fjarnemar í Kennaraháskóla Íslands komi oft til Reykjavíkur á önn?
    Hér er einnig munur á nemum í grunnnámi og framhaldsnámi. Að jafnaði er gert ráð fyrir tveimur staðlotum í grunnnámi á missiri. Í framhaldsnáminu eru lotur fyrir hvert námskeið sem nemandi er skráður í en hvert námskeið hefur að jafnaði fimm daga sem raðað er í þrjár lotur.

     4.      Hver er fjárhæð ferðaláns innan lands hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna?
    Um ferðalán er fjallað í grein 4.12.3 í úthlutunarreglum LÍN 2007–2008. Ferðalán vegna náms á Íslandi hjá LÍN er 13.900 kr. fyrir einstakling (en einnig fæst lán fyrir maka og börn ef svo ber undir). Skilyrði þess að námsmenn á Íslandi eigi kost á ferðaláni er að þeir eigi lögheimili a.m.k. 100 km frá höfuðborgarsvæðinu eða öðru skólasvæði.

     5.      Fyrir hvað mörgum ferðum á missiri fæst slíkt ferðalán?
    Ferðalán er veitt vegna einnar ferðar á ári og greiðist út í tvennu lagi, þ.e. með framfærsluláni í lok haust- og vormissiris.

     6.      Er í því láni reiknað með aukakostnaði við framfærslu nemanda meðan á námsdvöl stendur? Ef svo er, hvaða reglur gilda um þann aukakostnað? Ef ekki, er þá gert ráð fyrir slíkum kostnaði í almennu námsláni til fjarnema, og samkvæmt hvaða reglum?
    Nei, ekki er gert ráð fyrir aukakostnaði við framfærslu í staðlotum.

     7.      Gefst þessum fjarnemum og öðrum á háskólastigi færi á annarri opinberri aðstoð til áskilinnar námsdvalar, sem samsvari til dæmis svokölluðum dreifbýlisstyrk til framhaldsskólanema?
    Nei, ekki er um slíkt að ræða.