Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 288. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1014  —  288. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 8. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Með námseiningum er í lögum þessum átt við ECTS-einingar eða staðlaðar námseiningar, sbr. lög nr. 63/2006, um háskóla.
     2.      Við 9. gr.
                  a.      Við bætist ný málsgrein er verði 1. mgr., svohljóðandi:
                      Til þess að verða ráðinn kennari við leikskóla skal umsækjandi hafa öðlast leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari skv. 3. og 24. gr.
                  b.      2. málsl. 1. mgr., er verði 2. mgr., falli brott.
                  c.      Í stað orðsins „leikskólalaga“ í 2. mgr., er verði 3. mgr., komi: laga um leikskóla.
     3.      Við 10. gr. Fyrirsögn greinarinnar verði: Ráðning skólastjóra í leikskólum.
     4.      Við 13. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „grunnskólakennari“ komi: og.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Ráðning skólastjóra í grunnskólum.
     5.      Við 16. gr.
                  a.      Í stað orðanna „og 22. gr.“ í 1. mgr. komi: gr. eða hlotið undanþágu skv. 22. gr.
                  b.      Í stað orðsins „starfslið“ í 2. mgr. komi, í viðeigandi beygingarfalli: starfsfólk.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Starfsfólk framhaldsskóla og ráðning þess.
     6.      Við 17. gr. Við bætist: og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi.
     7.      Við 20. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „aðstoðarleikskólastjórastarf“ í 1. málsl. komi: sbr. 1. mgr. 9. gr.
                  b.      Við bætist nýr málsliður er verði 3. málsl., svohljóðandi: Nú hefur starf starfsmanns verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari hafi fengist og er þá heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings.
     8.      Við 23. gr.
                  a.      Orðin „samkvæmt þessari grein“ í 3. mgr. falli brott.
                  b.      Orðið „staðlaðar“ í 5. mgr. falli brott.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði 3.–5. mgr. skulu þeir einstaklingar ekki njóta forgangs umfram þá sem hlotið hafa starfsheitið leikskólakennari, grunnskólakennari eða framhaldsskólakennara skv. 3.–5. gr.
     9.      Við 24. gr. Í stað orðsins „eininga“ í 1., 2. og 3. mgr. komi: námseininga.
     10.      Við ákvæði til bráðabirgða. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Starfsmenn sem ráðnir hafa verið án kennaramenntunar, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 78/1994, um leikskóla, skulu þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 9. gr. halda starfi sínu. Um réttarstöðu þeirra að öðru leyti fer samkvæmt fyrirmælum í ráðningarsamningum og/eða kjarasamningum, sbr. 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998.