Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1054, 135. löggjafarþing 401. mál: áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa (EES-reglur, öryggisstjórnun skipa).
Lög nr. 39 28. maí 2008.

Lög um breytingu á lögum nr. 76/2001, um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.


1. gr.

     Í stað orðanna „tilskipun ráðsins nr. 94/58/EB frá 22. nóvember 1994, um lágmarksþjálfun sjómanna, sbr. tilskipun ráðsins nr. 98/35/EB frá 25. maí 1998“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/25/EB um lágmarksþjálfun sjómanna, með síðari breytingum, og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/45/EB um gagnkvæma viðurkenningu á skírteinum sjómanna sem aðildarríkin gefa út og um breytingu á tilskipun 2001/25/EB.

2. gr.

     Við 2. gr. laganna bætast tvær nýjar orðskýringar sem orðast svo:
  1. ISM-kóðinn er alþjóðlegur kóði um öryggisstjórnun skipa og mengunarvarnir, sem samþykktur var af Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) með ályktun þingsins A.741(18) frá 4. nóvember 1993, með áorðnum breytingum.
  2. Viðurkennd stofnun er aðili sem er viðurkenndur í samræmi við reglugerð um viðurkenningu flokkunarfélaga, sbr. tilskipun 94/57/EB.


3. gr.

     1. og 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     2. og 3. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
     Um umsóknir um viðurkenningu á réttindum sem lögbært yfirvald í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins og aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu gefur út til starfa á skipum sem lög þessi taka til skal fara eftir ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/45/EB um gagnkvæma viðurkenningu á skírteinum sjómanna sem aðildarríkin gefa út og um breytingu á tilskipun 2001/25/EB, eins og nánar er kveðið á um í reglugerð.
     Um umsóknir um viðurkenningu á réttindum sem gefin eru út af ríkjum öðrum en ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu til starfa á skipum sem lög þessi taka til skal fara eftir ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2001/25/EB, eins og nánar er kveðið á um í reglugerð.

5. gr.

     Á eftir 9. gr. laganna bætist við ný grein, 9. gr. A, sem orðast svo:
Alþjóðlegt öryggisstjórnunarkerfi.
     Á flutningaskipum sem eru 500 brúttótonn eða stærri og farþegaskipum sem lög þessi taka til skal fylgt ákvæðum A-hluta ISM-kóðans um öryggisstjórnun skipa og mengunarvarnir. Skal Siglingastofnun eða viðurkenndur aðili gefa út samræmisskjal og öryggisstjórnunarskírteini í samræmi við ISM-kóðann.
     Siglingastofnun er heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum 6., 7., 9., 11. og 12. gr. kóðans, enda séu teknar upp ráðstafanir sem veiti sambærilega vernd og kveðið er á um í kóðanum.
     Ákvæði þessarar greinar gilda ekki um:
  1. skip sem eru nýtt eingöngu í þágu hins opinbera en ekki í atvinnuskyni,
  2. skip sem ekki eru knúin áfram með vélrænum hætti, tréskip með frumstæðu byggingarlagi, skemmtisnekkjur og skemmtibátar nema þau séu eða verði mönnuð og látin flytja fleiri en 12 farþega í atvinnuskyni,
  3. farþegaskip í flokki C og D eins og þeir eru skilgreindir í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum nr. 666/2001, með síðari breytingum, nema þau séu ekjufarþegaskip.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 17. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „og mönnun skipa“ í 1. málsl. kemur: mönnun skipa og alþjóðlegt öryggisstjórnunarkerfi.
  2. Í stað orðanna „Ákvæði reglugerðarinnar“ í 2. málsl. kemur: Ákvæðin.


7. gr.

     Lög þessi innleiða í íslenskan rétt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 336/2006 um að hrinda í framkvæmd ákvæðum alþjóðlega kóðans um öryggisstjórnun skipa innan bandalagsins og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 3051/95, sem tekin var upp í XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

8. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. maí 2008.