Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 546. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 1089  —  546. mál.
Viðbót.

Breytingartillögur


við frv. til l. um opinbera háskóla.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SKK, EMS, IllG, GuðbH, RR, KaJúl).


     1.      Við 1. gr. Í stað orðsins „háskóla“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „skóla“ í c-lið 1. mgr. komi: eða deildir.
                  b.      Á eftir orðunum „sbr. a-lið“ í 2. mgr. komi: 1. mgr.
     3.      Við 5. gr. Á eftir orðunum „sbr. b- og c-lið“ í 4. mgr. komi: 1. mgr.
     4.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Rektor á sæti í háskólaráði og er hann jafnframt formaður ráðsins.
                  Í háskólaráði háskóla með færri en 5.000 nemendur skulu auk rektors eiga sæti sex fulltrúar, tilnefndir til tveggja ára í senn:
              1.      Einn fulltrúi háskólasamfélagsins tilnefndur af háskólafundi.
              2.      Einn fulltrúi tilnefndur af heildarsamtökum nemenda við háskólann.
              3.      Tveir fulltrúar tilnefndir af menntamálaráðherra.
              4.      Tveir fulltrúar tilnefndir af þeim fulltrúum sem fyrir eru í háskólaráði.
                  Í háskólaráði háskóla með fleiri en 5.000 nemendur skulu auk rektors eiga sæti tíu fulltrúar, tilnefndir til tveggja ára í senn:
              1.      Tveir fulltrúar háskólasamfélagsins tilnefndir af háskólafundi.
              2.      Tveir fulltrúar tilnefndir af heildarsamtökum nemenda við háskólann.
              3.      Fjórir fulltrúar tilnefndir af menntamálaráðherra.
              4.      Tveir fulltrúar tilnefndir af þeim fulltrúum sem fyrir eru í háskólaráði.
                  Hverjum fulltrúa skv. 1., 2. og 3. tölul. 2. mgr. og 1., 2. og 3. tölul. 3. mgr. skal tilnefndur varamaður.
                  Tveir fulltrúar skv. 4. tölul. 2. mgr. og 4. tölul. 3. mgr. og einn sameiginlegur varamaður fyrir þá skulu tilnefndir sameiginlega af rektor og öðrum fulltrúum skv. 1., 2. og 3. tölul. 2. mgr. og 1., 2. og 3. tölul. 3. mgr. þegar þeir hafa verið tilnefndir í ráðið til næstu tveggja ára. Við tilnefningu fulltrúa skv. 3. og 4. tölul. 2. mgr. og 3. og 4. tölul. 3. mgr. skal leitast við að tryggja sem víðtækasta þekkingu og reynslu háskólanum til stuðnings og fulltrúarnir mega ekki vera starfsmenn eða nemendur háskólans. Þegar þeir fulltrúar sem taldir eru í þessari málsgrein hafa verið tilnefndir telst háskólaráð fullskipað.
                  Háskólaráð setur nánari reglur um val á fulltrúum háskólasamfélagsins og nemenda. Leita skal umsagnar háskólafundar og heildarsamtaka nemenda háskóla áður en slíkar reglur eru settar eða þeim breytt.
     5.      Við 11. gr. Á eftir orðinu „skóla“ í 3. mgr. komi: og deildir.
     6.      Við 18. gr.
                  a.      D-liður 3. mgr. falli brott.
                  b.      4. mgr. orðist svo:
                     Reglur um takmörkun á fjölda nemenda sem teknir eru inn á einstakar námsleiðir skulu settar fyrir fram fyrir hvert háskólaár. Í slíkum reglum skal taka mið af skilyrðum háskóla til þess að veita kennslu á viðkomandi námsleið. Í reglum háskólaráðs er heimilt að takmarka fjölda nemenda inn á einstaka námsleiðir enda séu þá ekki fyrir hendi skilyrði til inntöku allra umsækjenda.
     7.      Við 19. gr. Í stað orðanna „þeirrar deildar“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: þess skóla.
     8.      Við 24. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „sbr. a-lið“ í 3. mgr. komi: 2. mgr.
                  b.      4. mgr. falli brott.
     9.      Við 25. gr. Í stað orðanna „Háskóla Íslands“ komi: háskóla.
     10.      Við 29. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.
                  Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög nr. 41/1999, um Háskóla Íslands, lög nr. 40/1999, um Háskólann á Akureyri, og lög nr. 43/1995, um listmenntun á háskólastigi.
     11.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      Við bætist ný málsgrein er verði 1. mgr., svohljóðandi:
                       Þrátt fyrir 1. gr. laga þessara gilda þau um Kennaraháskóla Íslands til 1. júlí 2008, sbr. lög um sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands, nr. 37/2007.
                  b.      2. mgr. orðast svo:
                     Skipan háskólaráðs samkvæmt lögum þessum skal lokið fyrir 1. október 2008. Við slíka ráðstöfun fellur niður umboð háskólaráðs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri.
                  c.      Í stað orðanna „félagsvísinda- og hugvísindadeild“ í 2. málsl. 4. mgr., komi: félagsvísinda- og lagadeild.