Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 285. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1213  —  285. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um grunnskóla.

Frá Steingrími J. Sigfússyni, Árna Þór Sigurðssyni


og Álheiði Ingadóttur.    Við 1. mgr. 29. gr. bætist þrír nýir málsliðir, er verði 4.–6. málsl., svohljóðandi: Í námskrá og starfi grunnskóla skal enn fremur tekið mið af aukinni fjölbreytni hvað varðar menningarlegan og trúarlegan bakgrunn nemenda. Hvers kyns trúarleg innræting er óheimil. Fræðsla um trúarlega arfleifð íslenskrar menningar og um mismunandi trúarbrögð skal virða rétt manna til trúfrelsis og trúleysis, með það að markmiði að auka þekkingu, umburðarlyndi, skilning og virðingu milli ólíkra trúar- og menningarheima.