Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1301, 135. löggjafarþing 532. mál: staðfest samvist (heimild presta til að staðfesta samvist).
Lög nr. 55 7. júní 2008.

Lög um breytingu á lögum um staðfesta samvist, nr. 87/1996, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „framkvæma staðfestingu á“ í 1. mgr. kemur: staðfesta.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga er hafa vígsluheimild skv. 17. gr. hjúskaparlaga, nr. 31/1993, er heimilt að staðfesta samvist.
  3. Í stað orðanna „framkvæmd staðfestingar“ í 2. mgr. kemur: staðfestingu samvistar.


2. gr.

     Við 2. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig geta prestar og forstöðumenn skráðra trúfélaga leitað um sættir.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 27. júní 2008.

Samþykkt á Alþingi 30. maí 2008.