Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 172. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 208  —  172. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um málefni íslenskra fanga erlendis.

Frá Árna Þór Sigurðssyni.



     1.      Hversu margir Íslendingar eru í fangelsum erlendis? Svar óskast sundurliðað eftir löndum, lengd fangelsisdvalar og aldursbili fanga (yngri en 20 ára, 20–29 ára, 30–39 ára o.s.frv.).
     2.      Hver er aðbúnaður íslenskra fanga í erlendum fangelsum? Svar óskast sundurliðað eftir fangelsum.
     3.      Með hvaða hætti gæta íslensk stjórnvöld hagsmuna íslenskra fanga erlendis?
     4.      Vinna íslensk stjórnvöld að því að íslenskir fangar erlendis geti fengið að afplána dóma sína hér á landi? Liggja fyrir óskir um slíkt frá einstökum föngum?


Skriflegt svar óskast.