Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 202. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 253  —  202. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um opinber gjöld banka, stöðugildi og launagreiðslur.

Frá Jóni Magnússyni.



     1.      Hversu mikil opinber gjöld greiddi Landsbanki Íslands til ríkissjóðs og annarra opinberra aðila frá því að ríkið seldi hlut sinn í bankanum og þangað til lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/ 2008, tóku gildi?
     2.      Hversu mikil opinber gjöld greiddi Kaupþing banki frá því að ríkið seldi hlut sinn í Búnaðarbankanum og þangað til lög nr. 125/2008 tóku gildi?
     3.      Hversu mikil opinber gjöld greiddi Glitnir banki, áður Íslandsbanki, frá árinu 2002 og þangað til fyrrnefnd lög tóku gildi?
     4.      Hversu mörg stöðugildi voru í Landsbanka, Glitni og Kaupþingi árið 2002 og hver var þróunin til þess tíma að lög nr. 125/2008 tóku gildi?
     5.      Hverjar voru heildarlaunagreiðslur Landsbanka, Glitnis og Kaupþings frá árinu 2002 og fram til gildistöku laga nr. 125/2008 og hvernig þróuðust þær, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.