Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 114. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 314  —  114. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 116 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigurgeir Þorgeirsson og Kristján Frey Helgason frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Friðrik Arngrímsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Arthur Bogason og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda. Umsagnir bárust frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Náttúrufræðistofnun Íslands, Fiskistofu, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Háskólanum á Akureyri, Sjómannasambandi Íslands, Landssambandi smábátaeigenda, Hafrannsóknastofnuninni, Starfsgreinasambandinu og Veiðimálastofnun.
    Efni frumvarpsins lýtur að því að hækka heimild til flutnings aflamarks í botnfiski frá einu fiskveiðiári til þess næsta úr 20% í 33%. Auk þess er heimilað að veiða 5% umfram aflamark í humri á einu fiskveiðiári sem dregst frá heimildum þess næsta á eftir.
    Á fundum sínum ræddi nefndin tilhögun þá sem lögð er til í frumvarpinu og er nefndin hlynnt því sem þar er lagt til. Í umfjöllun nefndarinnar kom fram að líklega yrði ráðstöfunin til þess að auka sveigjanleika auk þess sem hún ýtti undir skynsamlega nýtingu afla og gæti takmarkað brottkast. Einnig var fjallað um hvort stofnum gæti stafað hætta af flutningi aflamarks milli ára út frá fiskifræðilegum forsendum.
    Fram kom ábending um að breytingin hefði í för með sér hækkun á leiguverði á veiðiheimildum og fjallaði nefndin um þann möguleika. Í því samhengi ræddi nefndin einnig sjónarmið sem kom fram í umsögn um málið og sneri að því hvort rétt væri að ákvæðið um geymslurétt milli ára næði einnig til þeirra aðila sem leigðu til sín aflamark. Að athuguðu máli telur nefndin að slík hugmynd þarfnist frekari útfærslu þar sem lagt er mat á hvernig hún verður best framkvæmd. Nefndin beinir því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að þessi möguleiki verði kannaður frekar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Valgerður Sverrisdóttir skrifar undir álitið með fyrirvara.
    Kjartan Ólafsson og Gunnar Svavarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. des 2008.Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Herdís Þórðardóttir.


Helgi Hjörvar.Valgerður Sverrisdóttir,


með fyrirvara.


Jón Gunnarsson.


Karl V. Matthíasson.