Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 169. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 354  —  169. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um niðurfellingu laga um kísilgúrverksmiðju við Mývatn, nr. 80/1966, með síðari breytingum, og um ráðstöfun eigna Kísilgúrsjóðs.

Frá iðnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið fund sinn Guðrúnu Þorleifsdóttur frá iðnaðarráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga hf. og Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatni.
    Í frumvarpinu er lagt til að lög um kísilgúrverksmiðju við Mývatn, nr. 80/1966, verði felld úr gildi og að Kísilgúrsjóði verði slitið, starfsemi hans lögð niður og að iðnaðarráðherra verði heimilt að ráðstafa eignum sjóðsins með samningi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. Markmið þess samnings verður að efla atvinnulíf í Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi og Norðurþingi. Helstu eignir Kísilgúrsjóðs eru bankainnstæður og hlutabréf. Staðan á bankabók sjóðsins 16. september 2008 var 14,9 millj. kr. og bókfært virði hlutabréfa 7,4 millj. kr.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Eygló Harðardóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

    Alþingi, 15. des. 2008.Katrín Júlíusdóttir,


form., frsm.


Kristján Þór Júlíusson.


Einar Már Sigurðarson.Rósa Guðbjartsdóttir.


Björk Guðjónsdóttir.


Grétar Mar Jónsson.Álfheiður Ingadóttir.


Herdís Þórðardóttir.