Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 242. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 356  —  242. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um fjárheimild til nýrrar sjúkratryggingastofnunar.

Frá Álfheiði Ingadóttur.



    Hvernig skiptist 45,3 millj. kr. fjárheimild í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2008, 1.01 Umsýsla sjúkratrygginga, milli eftirfarandi liða sem þar eru raktir:
     a.      undirbúningskostnaður,
     b.      þóknun nýrrar stjórnar sem skipuð var í febrúar 2008,
     c.      laun starfandi stjórnarformanns og forstjóra,
     d.      laun annarra starfsmanna sjúkratryggingastofnunar frá 1. október sl.,
     e.      kostnaður við námsferðir til útlanda og þjónustu ráðningarstofa?


Skriflegt svar óskast.