Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 263. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 427  —  263. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um tjón af Suðurlandsskjálfta í maí sl.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hvert varð heildartjón í Suðurlandsskjálfta í maímánuði sl. á lausafé, á mannvirkjum og samtals?
     2.      Hve mörg tjón hafa verið tilkynnt samtals og sundurliðað í lausafé og mannvirki?
     3.      Hver var meðalfjárhæð tjóna á lausafé, á mannvirkjum og samtals?
     4.      Hve hárri fjárhæð nemur heildargreiðsla Viðlagatryggingar Íslands vegna tjóna á lausafé, á mannvirkjum og samtals?
     5.      Hve há fjárhæð fellur á tjónþola vegna tjóna á lausafé, á mannvirkjum og samtals og hver er meðalfjárhæðin í hverju tilviki?
     6.      Hve há er fjárhæðin sem Viðlagatrygging Íslands greiðir í auknar tjónabætur vegna lækkunar á sjálfsábyrgð lausafjár úr 85.000 kr. í 20.000 kr. sem ákveðin var með bráðabirgðalögunum 7. júní 2008, hve mörg eru tjónin og hver er meðalfjárhæðin í hverju tjóni sem bráðabirgðalögin ná til?
     7.      Hve mörg tjón eru óuppgerð og hvað er áætlað að þau nemi hárri fjárhæð samtals og sundurliðað eftir lausafé og mannvirkjum?


Skriflegt svar óskast.