Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 246. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 429  —  246. mál.
Breytingartillögurvið frv. til. um breyt. á l. nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

Frá Ögmundi Jónassyni, Atla Gíslasyni, Jóni Magnússyni,


Grétari Mar Jónssyni, Siv Friðleifsdóttur, Eygló Harðardóttur.     1.      1. gr. orðist svo:
                 1. gr. laganna orðast svo:
                 Forseti Íslands, ráðherrar, alþingismenn og hæstaréttardómarar skulu meðan þeir gegna störfum greiða iðgjöld í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eftir þeim reglum sem um sjóðinn gilda.
                 Iðgjaldagreiðslur skv. 1. mgr. skapa rétt til lífeyris úr A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í samræmi við greiðslurnar, samkvæmt almennum reglum sjóðsins og í samræmi við sérlög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
     2.      2. gr. orðist svo:
                 2. gr. laganna orðast svo:
                 Þeir sem heyra undir lög þessi og hafa áunnið sér rétt samkvæmt eldri lögum halda þeim réttindum sem þegar hafa myndast við gildistöku laga þessarra.
     3.      3. gr. orðist svo:
                 3. gr. laganna orðast svo:
                 Nú gegnir sá sem á rétt til eftirlauna skv. 2. gr. þessara laga launuðu starfi og koma þá launagreiðslur fyrir það starf að fullu til frádráttar þeim eftirlaunum sem ákvörðuð eru samkvæmt þessum lögum.
                 Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur niður þegar látið er af starfi.
     4.      4. gr. orðist svo:
                 Ákvæði 4.–23. gr. laganna falla brott.
     5.      5.–11. gr. falli brott.
     6.      12. gr. orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.