Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 292. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 518  —  292. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um skoðun á Icesave-ábyrgðum.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hefur ráðherra látið skoða á innlendum eða erlendum vettvangi hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að greiða Icesave-ábyrgðirnar og ef svo er, hver er niðurstaða þeirrar skoðunar?
     2.      Hvert er mat ráðherra á stöðu Íslands ef við
                  a.      borgum,
                  b.      borgum ekki?
     3.      Hefur farið fram víðtækt hagsmunamat á leið 2a og 2b?


Skriflegt svar óskast.