Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 320. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 552  —  320. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um tillögur nefndar um endurreisn bankakerfisins.

Frá Guðfinnu S. Bjarnadóttur.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir tillögum nefndar undir stjórn Mats Josefssons um endurreisn bankakerfisins sem kynntar voru 11. febrúar sl.? Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa á grundvelli tillagnanna og hvenær?
     2.      Hvernig voru tillögurnar afgreiddar og hvaða formlega stöðu hafa þær?
     3.      Hvernig verða tillögurnar kynntar nánar fyrir Alþingi?
     4.      Er ráðherra tilbúinn að beita sér fyrir því að haldin verði ráðstefna þar sem nánar er rýnt í einstök atriði tillagnanna með bestu sérfræðingum, erlendum og íslenskum, sem völ er á?