Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 344. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 587  —  344. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um kortlagningu vega og slóða á hálendinu.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Er að vænta niðurstöðu verkefnis sem felur í sér kortlagningu vega og slóða á hálendinu og ákvörðunar um hvaða vegi og slóða sé heimilt að aka?
     2.      Hvernig er samráði við Ferðaklúbbinn 4x4, samtök vélhjólamanna, hestamanna og aðra hagsmunahópa háttað í þessari verkefnavinnu?
     3.      Hví eiga fulltrúar hagsmunasamtaka ekki beina aðild að nefndinni sem vinnur verkefnið?