Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 16. júlí 2009, kl. 12:31:15 (3567)


137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:31]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þar sem breytingartillaga mín var felld áðan hef ég gert það upp við samvisku mína og sannfæringu að það taumlausa umboð sem ríkisstjórnin er að veita hæstv. utanríkisráðherra með þessari þingsályktunartillögu er of víðtækt. Þess vegna vil ég að þjóðin fái að hafa fyrsta og síðasta orðið í þessu máli. Ég segi já.