Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 23:26:53 (4369)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[23:26]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Þetta voru mjög háleitar spurningar, virðulegur forseti. Ég held að ég geti bara ekki munað þær allar. (Gripið fram í: Nú?) Þær voru svo stórkostlegar. Ég ætla að skauta fram hjá þessari um að vera laus undan oki auðmanna vegna þess að það er augljóst að ég er laus undan oki auðmanna, ég starfa ekki undir auðmönnum lengur. (HöskÞ: Fyrir þá.) Fyrir þá? Hér segir hv. þm. Höskuldur Þórhallsson að ég starfi fyrir auðmenn. (HöskÞ: … fyrir þá.) (Gripið fram í.) Ég ætla ekki að taka frekari þátt í þessari umræðu.