Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 33. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 69  —  33. mál.
Frumvarp til laga


um breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 28. maí.)


1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þar til skilyrði eru fyrir efndum krafna á grundvelli 6. mgr. 102. gr. er skilanefnd fjármálafyrirtækis, sem naut heimildar til greiðslustöðvunar við gildistöku laga nr. 44/2009, um breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. ákvæði til bráðabirgða II, heimilt að greiða skuldir vegna launa, þ.m.t. laun í uppsagnarfresti, og vegna innlána sem veittur var forgangsréttur með 6. gr. laga nr. 125/2008, sbr. 3. mgr. 102. gr. laga um fjármálafyrirtæki, ef víst er að nægilegt fé sé til að greiða að fullu kröfur sem gætu notið sömu eða hærri stöðu í skuldaröð.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.