Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 105. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 192  —  105. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur um hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvert er hlutfall karla og kvenna í stöðu forstjóra/forstöðumanna opinberra stofnana sem heyra undir ráðuneytið og hve lengi hafa þeir gegnt embætti?

    Undir ráðuneytið heyra Fjármálaeftirlitið, Samkeppnisstofnun, Neytendastofa, talsmaður neytenda og Einkaleyfastofa. Í þeim fimm stofnunum sem heyra undir ráðuneytið er ein kona forstjóri/forstöðumaður, þ.e. forstjóri Einkaleyfastofu. Hún var settur forstjóri frá 1. nóvember 2001 og skipuð í sama starf til fimm ára frá 1. nóvember 2002. Skipunin var endurnýjuð til fimm ára frá 1. nóvember 2007.