Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 135. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 196  —  135. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um afkomu sveitarfélaga.

Frá Birki Jóni Jónssyni.



     1.      Hver var afkoma sveitarfélaganna árið 2008, greint eftir sveitarfélögum?
     2.      Hver er áætluð afkoma sveitarfélaganna árið 2009 samkvæmt fjárhagsáætlunum þeirra?
     3.      Hver er áætluð afkoma sveitarfélaga frá 1. janúar til 1. maí 2009?
     4.      Hverjar voru heildarskuldir sveitarfélaga 31. desember 2007, greint eftir sveitarfélögum, og hverjar voru þær 31. desember 2008, greint á sama hátt?
     5.      Hverjar voru áætlaðar skuldir sveitarfélaga 1. maí sl.?
     6.      Hversu hátt hlutfall skulda sveitarfélaga var í erlendri mynt 31. desember 2008?
     7.      Hversu mörg sveitarfélög eru til sérstakar athugunar hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna erfiðrar fjárhagsstöðu?


Skriflegt svar óskast.