Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 264, 137. löggjafarþing 137. mál: gjaldeyrismál (viðurlög og stjórnvaldsheimildir).
Lög nr. 73 13. júlí 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 2. mgr. 15. gr. a laganna bætist nýr töluliður, sem verður 3. tölul., svohljóðandi:
  1. 8. gr. um milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og verslun með erlendan gjaldeyri.


2. gr.

     Á eftir 15. gr. d laganna kemur ný grein, 15. gr. e, svohljóðandi:
     Í tengslum við rannsókn mála er Fjármálaeftirlitinu heimilt að krefja einstaklinga og lögaðila um allar upplýsingar og gögn sem það telur nauðsynleg. Fjármálaeftirlitið getur kallað til skýrslugjafar einstaklinga sem það telur búa yfir upplýsingum er varða rannsókn málsins. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum samkvæmt þessari grein.
     Telji Fjármálaeftirlitið að starfsemi samkvæmt lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra sé stunduð án tilskilinna leyfa getur það krafist gagna og upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að ganga úr skugga um hvort svo sé. Getur það krafist þess að slíkri starfsemi sé hætt þegar í stað. Jafnframt er því heimilt að birta opinberlega nöfn aðila sem taldir eru bjóða þjónustu án tilskilinna leyfa.
     Fjármálaeftirlitið getur krafist kyrrsetningar eigna einstaklings eða lögaðila þegar fyrir liggur rökstuddur grunur um að háttsemi hans fari í bága við ákvæði laga þessara. Um skilyrði og meðferð slíkrar kröfu fer eftir 88. gr. laga um meðferð sakamála, eftir því sem við getur átt.
     Um rannsókn Fjármálaeftirlitsins á brotum gilda að öðru leyti ákvæði laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Rannsóknarheimildir skulu vera þær sömu og Fjármálaeftirlitið hefur með eftirlitsskyldum aðilum, þar á meðal úrræði og heimildir sem fram koma í 9.–11. gr. þeirra laga.

3. gr.

     Við 16. gr. laganna bætist nýr töluliður, sem verður 3. tölul., svohljóðandi:
  1. 8. gr. um milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og verslun með erlendan gjaldeyri.


4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. júlí 2009.