Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 165. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 314  —  165. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum, nr. 70/2009.

Frá efnahags- og skattanefnd



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Eftirgreind tollskrárnúmer falla brott úr A-lið viðaukans: 0901.1100, 0901.1200, 0901.2101, 0901.2109, 0901.2201, 0901.2209, 0901.9000, 0902.1000, 0902.2000, 0902.3000, 0902.4000, 0903.0000, 0909.1001, 0909.5001, 1211.9001, 1211.9002, 1806.1000, 1905.3011, 1905.3019, 1905.3021, 1905.3029, 1905.3030, 2006.9025, 2006.9026, 2101.1100, 2101.1201, 2101.1209, 2101.2001, 2101.2009, 2101.3001, 2101.3009, 2106.9023, 3003.5004, 3003.9004, 4011.9100, 4012.1000.
     b.      Eftirgreind tollskrárnúmer bætast við A-lið viðaukans:
Tollskrárnúmer kr./kg Tollskrárnúmer kr./kg Tollskrárnúmer kr./kg
1806.1001 130 1905.3139 80 4011.6300 20
1806.1009 130 1905.3201 80 4011.6900 20
1806.9024 100 1905.3209 80 4011.9200 20
1806.9025 100 2106.9063 60 4011.9300 20
1806.9026 100 3004.5004 130 4011.9400 20
1905.3110 80 3004.9004 130 4012.1100 20
1905.3120 80 4011.6100 20 4012.1200 20
1905.3131 80 4011.6200 20 4012.1900 20

2. gr.

    Í stað ártalsins „2010“ í 7. mgr. 29. gr. laganna kemur: 2009.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð

    Í lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum, nr. 70/2009, var lagt til að tilgreind matvæli færðust upp í efra þrep virðisaukaskatts með það að markmiði að auka tekjur ríkissjóðs en einnig voru undirliggjandi sjónarmið um lýðheilsu. Í ljósi gagnrýni sem fram kom við umfjöllun málsins í efnahags- og skattanefnd lagði meiri hlutinn til við 3. umræðu að í stað hækkunarinnar yrðu tekin upp vörugjöld á matvæli sem byggðust á vörugjaldskerfi sem aflagt var 1. mars 2007. Tillögur þessar voru unnar með skömmum fyrirvara og er tilgangur frumvarpsins að laga þær betur að þeim markmiðum sem að var stefnt.
    Í annan stað er í frumvarpinu lögð til breyting á 7. mgr. 29. gr. laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, nr. 70/2009. Ákvæðin sem þar eru tilgreind varða staðgreiðslu vaxtatekna aðila með takmarkaða skattskyldu en þeim var ætlað að taka gildi samtímis 6. gr. laganna sem markar upphaf skattskyldu þessara sömu tekna.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.

    Eftirfarandi eru útlistanir á þeim breytingum á tollskrárnúmerum sem frumvarpsgreinin kveður á um:
     1.      Vörur sem bera númerin 0901.1100, 0901.1200, 0901.2101, 0901.2109, 0901.2201, 0901.2209, 0901.9000, 0902.1000, 0902.2000, 0902.3000, 0902.4000, 0903.0000, 0909.1001, 0909.5001, 1211.9001, 1211.9002, 2101.1100, 2101.1201, 2101.1209, 2101.2001, 2101.2009, 2101.3001, 2101.3009 og 2106.9023 eru allt kaffi og te, þ.m.t. jurtate, og eru þessar vörur teknar út úr 4. gr. laganna.
     2.      Auk þess eru eftirfarandi númer tekin út úr lagagreininni: 1806.1000, 1905.3011, 1905.3019, 1905.3021, 1905.3029, 1905.3030, 2006.9025, 2006.9026, 3003.5004, 3003.9004, 4011.9100 og 4012.1000. Þessi númer eru ekki til í tollskránni í dag og því engar vörur á bak við þessi númer.
     3.      Í stað númera í 1. og 2. tölul. koma eftirfarandi inn í 4. gr. laganna: 1806.1001, 1806.1009, 1806.9024, 1806.9025, 1806.9026, 1905.3110, 1905.3120, 1905.3131, 1905.3139, 1905.3201, 1905.3209, 2106.9063, 3004.5004 og 3004.9004. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóra voru hjúpaður og húðaður lakkrís, hnetur, konfekt, sætakex o.fl., svo og íssósur með súkkulaði, ekki í lögunum fyrir mistök en koma inn með þessari breytingu frumvarpsins.
     4.      Vörur sem bera númerin 4011.1000, 4011.2000, 4011.4000, 4011.5000, 4011.9900, 4012.2000, 4012.9000, 4013.1000, 4013.2000, 4013.9000 og 4016.9922 voru í 4. gr. laganna í þeim tilgangi að varna því að álagning vörugjalda á hjólbarða og skyldar vörur félli niður við breytingar sem þar voru ráðgerðar og tóku að meginstefnu til tilgreindra matvæla. Í frumvarpinu er lagt til að bætt verði við númerunum 4011.6100, 4011.6200, 4011.6300, 4011.6900, 4011.9200, 4011.9300, 4011.9400, 4012.1100, 4012.1200 og 4012.1900 sem láðist að geta um við afgreiðslu umræddra laga. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu eiga þessar breytingar ekki að hafa í för með sér aukin vörugjöld á hjólbarða og skyldar vörur frá því sem var fyrir gildistöku laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Um 2. gr.

    Lagt er til að í stað ártalsins 2010 komi ártalið 2009 en um er að ræða augljósa prentvillu. Um nánari skýringar vísast til almennra athugasemda hér að framan.

Um 3. gr.

    Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.