Tekjuskattur

Fimmtudaginn 25. mars 2010, kl. 17:31:47 (0)


138. löggjafarþing — 101. fundur,  25. mars 2010.

tekjuskattur.

386. mál
[17:31]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við erum með þessu frumvarpi, sem verður vonandi að lögum, að gefa skattrannsóknastjóra aukin tæki til þess að bregðast við nýjum aðstæðum sem felast í gífurlegri flækingu á málavöxtum, hlutum sem ná langt yfir allan heiminn nánast og það er um að ræða risaupphæðir sem ég gat um í ræðu minni hér áðan af hverju stöfuðu.

Ég lagði fram tillögu um það, sem var felld, að þarna yrðu sett ákveðin mörk þannig að menn færu nú ekki að skjóta á smáfuglana þegar væri verið að elta ernina. Það var reyndar fellt en í nefndaráliti meiri hlutans og okkar allra eru mörk nefnd upp á 5 milljónir og svo verða menn að treysta því að embættismenn fari ekki offari í því að ná í spörfuglana heldur noti þetta eingöngu fyrir stóru upphæðirnar og ég segi já.