138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

varnarmálalög.

581. mál
[03:46]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er ljóst að frumvarp til breytinga á varnarmálalögum breytir í engu því sem snertir varnar- og öryggisskuldbindingar þjóðarinnar, svo sem þátttöku í starfi Atlantshafsbandalagsins, varnarsamninginn við Bandaríkin eða annað fjölþjóðlegt samstarf um öryggismál. Hæstv. utanríkisráðherra hyggst síðar á árinu efna til þverpólitísks samráðs um heildarendurskoðun á þeim málaflokkum sem snerta þjóðaröryggismál.

Það frumvarp sem hér um ræðir er eingöngu um framkvæmd og stjórnsýsluleg atriði og engin ástæða er til að vísa því frá heldur ber að ráðast strax í allar þær hagræðingaraðgerðir sem við getum, því fyrr, því betra.