Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 19. nóvember 2009, kl. 18:08:18 (0)


138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:08]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Björn Valur Gíslason hefur lýst hér eins og áður yfirgripsmikilli vanþekkingu sinni á málinu. Það er algjörlega ljóst að hann skilur ekki hvað hefur breyst í meðförum þingsins, meðförunum sem hafa orðið síðan lögin um ríkisábyrgðina voru samþykkt í sumar. Hann skilur ekki að efnahagslegu fyrirvararnir eru algjörlega brostnir, hann skilur ekki hvaða afleiðingar þessi lög, ef þau verða samþykkt, geta haft fyrir okkur Íslendinga.

Mig langar til að spyrja þingmanninn: Ef hagvaxtarforsendur sem greinargerð Seðlabankans byggir á munu bresta, hvaða leið sér hann fyrir Íslendinga út úr þeim ógöngum sem við munum lenda í út af því að við þurfum að standa undir þeirri vaxtabyrði sem sett var inn í samninginn (Forseti hringir.) núna?