Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 300. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 347  —  300. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um kröfur fjárfesta á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hversu margir fjárfestar munu geta gert kröfu á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta vegna reiðufjár eða verðbréfa sem voru í vörslu, umsjón eða umsýslu banka og sparisjóða sem eru nú í þrotameðferð?
     2.      Hver gæti verið upphæð þeirra krafna?
     3.      Mun sjóðurinn geta staðið við greiðsluskyldu sína gagnvart fjárfestum, og þá hvernig?
     4.      Hver er réttarstaða fjárfesta borið saman við réttarstöðu innstæðueigenda, hér á landi og erlendis, gagnvart sjóðnum og íslenska ríkinu?


Skriflegt svar óskast.