Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 82. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 454  —  82. mál.
Breytingartillögurum frv. til l. um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.

Frá minni hluta efnahags- og skattanefndar (BJJ, PHB, TÞH).     1.      1. gr. orðist svo:
                  Markmið þessara laga er að bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja og efla rannsóknir og þróunarstarf þannig að störfum fjölgi um allt að 1.000 á árabilinu 2010–2013 og að á sama tímabili aukist fjárfesting í nýsköpun með auknum skatttekjum ríkis og sveitarfélaga.
                  Þetta verður gert með því annars vegar að veita nýsköpunarfyrirtækjum rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni og hins vegar að hvetja til þess að menn og lögaðilar fjárfesti í þeim að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
     2.      Við 1. mgr. 6. gr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: að upplýsingagjöf til fjárfesta verði tryggð í þeim tilgangi að vernda fjárfesta, tryggja eðlilega þátttöku nýsköpunarfyrirtækja á markaði og stuðla að eðlilegri verðmyndun og seljanleika.
     3.      Við 8. gr. bætist ný málsgrein er verði 1. mgr., svohljóðandi:
                  Sérstök fagnefnd Rannís skipuð reynslumiklum mönnum úr nýsköpunarmálum kemur að málsmeðferð samkvæmt lögum þessum.
     4.      Við 10. gr. Í stað tölunnar „15“ í 1. mgr. komi: 20.