Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 294. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 577  —  294. mál.
Svarutanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar um fríverslunarsamninga.

     1.      Hvaða viðskiptasamningum, fríverslunarsamningum sem og öðrum samningum sem tengjast verslun, viðskiptum og þjónustu, á Ísland aðild að og frá hvað tíma gilda þeir samningar?
    
Í þessari samantekt eru taldir upp þeir fjölþjóðasamningar og tvíhliða samningar sem Ísland á aðild að og tengjast verslun, viðskiptum og þjónustu. Um er að ræða fríverslunar- og landbúnaðarsamninga, tvísköttunarsamninga, upplýsingaskiptasamninga um skattamál, fjárfestingarsamninga og loftferðasamninga. Sumir þessara samninga hafa tekið örum breytingum og er aðeins getið um helstu breytingarnar í listanum hér að neðan.
    Að auki er í gildi fjöldi annarra tvíhliða samninga milli Íslands og annarra ríkja þar sem er að finna almenn ákvæði um samskipti ríkjanna, m.a. á sviði viðskipta og verslunar. 1 Margir þessara samninga eru komnir til ára sinna og hafa ekki lengur raunhæfa þýðingu.

I.     Fjölþjóðasamningar:
     *      Hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti (GATT), ásamt Genfarbókun frá 30. júní 1967, öðlaðist gildi 21. apríl 1968.
                  Genfarbókun 1979, öðlaðist gildi 15. apríl 1980.
     *      Marakess-samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, öðlaðist gildi 1. janúar 1995.
                Bókun 4 við hinn almenna samning um þjónustuviðskipti, öðlaðist gildi 16. desember 1997.
                Bókun 5 við hinn almenna samning um þjónustuviðskipti, öðlaðist gildi 1. mars 1999.
     *      Samningur um stofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), öðlaðist gildi 1. mars 1970.
                Breytingar 21. júní 2001, öðluðust gildi 1. júní 2002 (nýr stofnsamningur EFTA, Vaduz-samningurinn).
     *      Samningur um Evrópska efnahagssvæðið, öðlaðist gildi 1. janúar 1994.
     *      Fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Chile, öðlaðist gildi 1. desember 2004.
     *      Fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Arabíska lýðveldisins Egyptalands, öðlaðist gildi 1. ágúst 2007.
     *      Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Ísraels, öðlaðist gildi 1. ágúst 1993.
     *      Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og konungsríkisins Jórdaníu, öðlaðist gildi 1. september 2002.
     *      Fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Kanada, öðlaðist gildi 1. júlí 2009.
     *      Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Króatíu, öðlaðist gildi 1. ágúst 2002.
     *      Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Líbanon, öðlaðist gildi 1. janúar 2007.
     *      Fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Makedóníu, öðlaðist gildi 1. maí 2002.
     *      Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og konungsríkisins Marokkós, öðlaðist gildi 1. desember 1999.
     *      Fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Mexíkó, öðlaðist gildi 1. október 2001.
     *      Bráðabirgðasamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) fyrir hönd Þjóðarráðs Palestínu, öðlaðist gildi 1. nóvember 2000.
     *      Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Singapúr, öðlaðist gildi 1. janúar 2003.
     *      Fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Tollabandalags Suður-Afríkuríkja (SACU), öðlaðist gildi 1. maí 2008.
     *      Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Túnis, öðlaðist gildi 1. mars 2006.
     *      Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Tyrklands, öðlaðist gildi 1. september 1992.
     *      Samningur milli EFTA-ríkjanna og lýðveldisins Suður-Kóreu, öðlaðist gildi 1. október 2006.

II.     Tvíhliða samningar:
a. Fríverslunar- og landbúnaðarsamningar:
     *      Viðbótarsamningur um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Chile, öðlaðist gildi 1. desember 2004.
     *      Samningur um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og Arabíska lýðveldisins Egyptalands, öðlaðist gildi 1. ágúst 2007.
     *      Samningur um landbúnaðarafurðir milli Íslands og Ísraels, öðlaðist gildi 1. ágúst 1993.
     *      Bókun um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Jórdaníu, öðlaðist gildi 1. september 2002.
     *      Landbúnaðarsamningur milli lýðveldisins Íslands og Kanada, öðlaðist gildi 1. júlí 2009.
     *      Bókun um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Króatíu, öðlaðist gildi 1. ágúst 2002.
     *      Landbúnaðarsamningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Líbanon, öðlaðist gildi 1. janúar 2007.
     *      Bókun um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og Makedóníu, öðlaðist gildi 1. maí 2002.
     *      Bókun um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Marokkós, öðlaðist gildi 1. desember 1999.
     *      Landbúnaðarsamningur milli lýðveldisins Íslands og Mexíkó, öðlaðist gildi 1. október 2001.
     *      Bókun um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) fyrir hönd Þjóðarráðs Palestínu, öðlaðist gildi 1. nóvember 2000.
     *      Samningur um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Singapúr, öðlaðist gildi 1. janúar 2003.
     *      Samningur um landbúnaðarmál milli lýðveldisins Íslands og Tollabandalags Suður- Afríkuríkja (SACU), öðlaðist gildi 1. maí 2008.
     *      Bókun um landbúnaðarmál milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Túnis, öðlaðist gildi 1. mars 2006.
     *      Samningur um viðskipti með landbúnaðarafurðir milli Íslands og Tyrklands, öðlaðist gildi 1. september 1992.
     *      Landbúnaðarsamningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Suður-Kóreu, öðlaðist gildi 1. október 2006.
     *      Samningur í formi bréfaskipta milli Evrópubandalagsins og lýðveldisins Íslands um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir sem er komið á á grundvelli 19. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlaðist gildi 1. mars 2007.
     *      Fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja (Hoyvíkursamningurinn), öðlaðist gildi 1. nóvember 2006.
     *      Samningur um viðskipti Íslands og Grænlands, öðlaðist gildi 1. febrúar 1985.

b. Tvísköttunarsamningar:
     *      Samningur milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 15. desember 2008.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Belgíu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 19. júní 2003.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Sameinaða konungsríkisins Stóra- Bretlands og Norður-Írlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og söluhagnað af eignum, öðlaðist gildi 19. desember 1991.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og Eistlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 11. nóvember 1995.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Franska lýðveldisins til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 1. júní 1992.
     *      Samningur milli Íslands og lýðveldisins Grikklands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 7. ágúst 2008.
     *      Samningur milli Íslands og Grænlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 23. desember 2003.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og Hollands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 26. desember 1998.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og Írlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 17. desember 2004.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Ítalíu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 14. október 2008.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Indlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 21. desember 2007.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og Kanada til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 30. janúar 1998.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar alþýðulýðveldisins Kína til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 5. febrúar 1997.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Lettlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 27. desember 1995.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Litháens til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 17. júní 1999.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og stórhertogadæmisins Lúxemborgar til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 19. september 2001.
     *      Samningur milli Íslands og Möltu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 19. apríl 2006.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og Sameinuðu mexíkósku ríkjanna til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 10. desember 2008.
     *      Samningur milli Norðurlanda til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 11. maí 1997.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Portúgals til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 11. maí 2002.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Póllands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 20. júní 1999.
     *      Samningur milli Íslands og Rúmeníu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 21. september 2008.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Rússneska sambandslýðveldisins til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 21. júlí 2003.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Slóvakíu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 19. júní 2003.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Spánar til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 2. ágúst 2002.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Kóreu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 23. október 2008.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og Sambandsríkisins Sviss til að koma í veg fyrir tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 20. júní 1989.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Ungverjalands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 7. febrúar 2006.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Úkraínu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 9. október 2008.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og lýðveldisins Tékklands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 28. desember 2000.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar alþýðulýðveldisins Víetnam til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur, öðlaðist gildi 27. desember 2002.
     *      Samningur milli lýðveldisins Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands til að koma í veg fyrir tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir, öðlaðist gildi 2. nóvember 1973.

c. Upplýsingaskiptasamningar um skattamál:
     *      Samningur milli Íslands og Manar um upplýsingaskipti um skattamál, öðlaðist gildi 28. desember 2008.
     *      Samningur milli Íslands og Jersey um upplýsingaskipti um skattamál, öðlaðist gildi 3. desember 2009.
     *      Samningur milli Íslands og Guernsey um upplýsingaskipti um skattamál, öðlaðist gildi 26. nóvember 2009.

d. Fjárfestingarsamningar:
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar alþýðulýðveldisins Kína um að hvetja til fjárfestinga og veita þeim gagnkvæma vernd, öðlaðist gildi 1. mars 1997.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Indlands um eflingu og vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 16. desember 2008.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Lettlands um gagnkvæma eflingu og vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 1. maí 1999.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Litháens um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 18. apríl 2003.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar alþýðulýðveldisins Víetnams um eflingu og vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 10. júlí 2003.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Chile um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 29. mars 2006.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Sameinuðu mexíkósku ríkjanna um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga, öðlaðist gildi 28. apríl 2006.

    Þess ber að geta að í framangreindum samningi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Singapúr, sem öðlaðist gildi 1. janúar 2003, eru ákvæði um vernd fjárfestinga.
    Einnig skal þess getið að þrjú aðildarríkja EFTA, Ísland, Sviss og Liechtenstein, gerðu fjárfestingarsamning við Suður-Kóreu sem öðlaðist gildi 1. janúar 2006.

e. Loftferðasamningar:
     *      Samningur um flutninga í lofti milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku, öðlaðist gildi 12. október 1995.
     *      Samningur um flugþjónustu milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, öðlaðist gildi 14. júní 1972.
     *      Loftferðasamningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Danmerkur, öðlaðist gildi 22. mars 1950.
     *      Samningur í formi erindaskipta um flugumferðarþjónustu milli Íslands og Danmerkur í hluta af loftrými Grænlands, öðlaðist gildi 1. janúar 1976.
     *      Loftferðasamningur milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Finnlands, öðlaðist gildi 10. mars 1960.
     *      Loftflutningasamningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Konungsríkisins Hollands, öðlaðist gildi 22. mars 1950.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og stjórnvalda á sérstjórnarsvæðinu Makaó í alþýðulýðveldinu Kína um flugþjónustu, öðlaðist gildi 5. nóvember 2004 að undanskilinni 12. gr. samningsins sem öðlaðist gildi 11. nóvember 2004.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og stjórnvalda á sérstjórnarsvæðinu Hong Kong í alþýðulýðveldinu Kína um flugþjónustu, öðlaðist gildi 29. október 2004 að undanskilinni 10. gr.
     *      Samningur um flutninga í almenningsflugi milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar alþýðulýðveldisins Kína, öðlaðist gildi 2. apríl 2003.
     *      Loftflutningasamningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar stórhertogadæmisins Lúxemborgar, öðlaðist gildi 23. október 1952.
     *      Loftferðasamningur milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs, öðlaðist gildi 14. júlí 1951.
     *      Loftferðasamningur milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Rússneska sambandsríkisins, öðlaðist gildi 19. febrúar 1999.
     *      Loftferðasamningur milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Spánar, öðlaðist gildi 1. desember 1965.
     *      Loftferðasamningur milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Svíþjóðar, öðlaðist gildi 12. maí 1960.
     *      Loftferðasamningur milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Taílands, öðlaðist gildi 22. janúar 1957.
     *      Loftferðasamningur milli lýðveldisins Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands, öðlaðist gildi 5. janúar 1961.
     *      Samningur milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Króatíu um flugþjónustu, öðlaðist gildi 7. apríl 2006.
     *      Samningur um flugþjónustu milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar lýðveldisins Singapúr, öðlaðist gildi 20. nóvember 2009.
     *      Samningur um flugþjónustu milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Mongólíu, öðlaðist gildi 28. maí 2007.

     2.      Er unnið að einhverjum samningum núna, og þá hverjum, og hefur verið unnið að samningum við aðrar þjóðir eða viðskiptablokkir á liðnum árum eða mánuðum án þess að niðurstaða hafi fengist? Ef svo er, þá hverjum?
a. Fríverslunarsamningar.
    Aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) hafa undirritað fríverslunarsamninga við Albaníu, Serbíu, Kólumbíu og Samstarfsráð Persaflóaríkja, en aðild að því eiga Barein, Kúveit, Óman, Katar, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Samningarnir hafa ekki verið fullgiltir og hafa því ekki öðlast gildi. Þá hafa EFTA-ríkin lokið samningaviðræðum við Perú og eiga í fríverslunarviðræðum við Alsír, Indland, Taíland og Úkraínu.
    Fríverslunarviðræður hófust milli Íslands og Kína árið 2007.

b. Tvísköttunarsamningar.
    Árituð hafa verið drög að tvísköttunarsamningum milli Íslands og eftirtalinna ríkja: Albaníu, Austurríkis, Búlgaríu, Króatíu, Slóveníu, Þýskalands (endurskoðun á samningi) og Katar. Samningsdrögin við Þýskaland ná til tekna og eigna en samningsdrög við önnur ríki ná einungis til tekna.
    Með árituðum samningsdrögum er átt við að búið er að ganga frá samningi efnislega, samninganefndir ríkjanna hafi áritað samningsdrög en undirritun og fullgildingu er enn ólokið.
    Þá eiga íslensk stjórnvöld í viðræðum um gerð tvísköttunarsamninga við Barbados og Kýpur.

c. Upplýsingaskiptasamningar um skattamál.
    Undirritaðir hafa verið upplýsingaskiptasamningar á sviði skattamála milli Íslands og eftirtalinna ríkja: Anguilla, Arúba, Bermúda, Bresku Jómfrúreyja, Cayman, Cook-eyja, Gíbraltar, Hollensku Antillaeyja og Samóa. Samningarnir hafa ekki verið fullgiltir.
    Einnig hafa verið áritaðir sams konar samningar við eftirtalin ríki: Andorra, Bahamaeyjar, Mónakó, Mauritius, Montserrat, San Marinó og St. Kitts og Nevis.
    Þá eru viðræður í gangi milli Íslands og Liechtenstein um gerð upplýsingaskiptasamnings um skattamál.

d. Fjárfestingarsamningar.
    Fjárfestingarsamningur milli Íslands og Egyptalands var undirritaður 8. janúar 2008 en hefur ekki verið fullgiltur.
    Fjárfestingarsamningur milli Íslands og Líbanon var undirritaður 24. júní 2004 en hefur ekki verið fullgiltur af Líbanon.
    Fjárfestingarsamningur milli Íslands og Úganda var áritaður 17. september 2008 en hefur ekki verið undirritaður.
    Ísland og Albanía annars vegar og Ísland og Tyrkland hins vegar hafa skipst á tillögum að texta fjárfestingarsamnings og til skoðunar er að hefja formlegar viðræður við þau ríki.
    Viðræður voru hafnar á milli stjórnvalda Íslands og Úkraínu um gerð fjárfestingarsamnings, en var hætt þegar aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) hófu samningaviðræður við Úkraínu um gerð fríverslunarsamnings.
    Fyrir allmörgum árum óskuðu íslensk stjórnvöld eftir gerð fjárfestingarsamnings við Bandaríkin en eftir hryðjuverkaárásina 11. september 2001 settu bandarísk stjórnvöld áform um gerð slíkra samninga í bið. Hins vegar var gerður samningur um samstarf á sviði viðskipta og fjárfestinga (TIFA) milli Íslands og Bandaríkjanna sem öðlaðist gildi 15. janúar 2009.
    Um tíma voru viðræður í gangi um gerð fjárfestingarsamnings við Rússland. Viðræðurnar strönduðu þegar rússnesk stjórnvöld gerðu kröfu um að stuðst yrði við þeirra samningsfyrirmynd fremur en fyrirmynd OECD sem íslensk stjórnvöld hafa ætíð stuðst við og hafa ekki viljað hvika frá.
    Einnig stóðu yfir þreifingar um gerð fjárfestingarsamnings við Marokkó fyrir nokkrum árum, en þeim viðræðum var ekki haldið áfram. Á árunum 2008 og 2009 hafa komið fram beiðnir um gerð fjárfestingarsamninga frá Benín og Makedóníu. Að svo komnu máli hefur engin ákvörðun verið tekin um viðræður við þessi ríki.

e. Loftferðasamningar.
    Ísland hefur lokið samningaviðræðum og áritað loftferðasamninga við Aserbaídsjan, Barein, Danmörku, Dóminíska lýðveldið, Egyptaland, Kanada, Katar, Kúveit, Indland, Indónesíu, Líbanon, Malasíu, Mexíkó, Noreg, Óman, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Svíþjóð, Suður-Kóreu, Sýrland, Túrkmenistan, Tyrkland og Víetnam. Samningarnir hafa ekki verið undirritaðir og fullgiltir og hafa því ekki öðlast gildi. Í sumum tilvikum hafa viðkomandi ríki þó fallist á að beita ákvæðum viðkomandi samninga til bráðabirgða frá áritun þeirra.
    Ísland hefur einnig undirritað samning um samevrópskt loftrými en hann hefur ekki öðlast gildi. 17. desember 2009 var undirritaður samningur um aðild Íslands og Noregs að loftferðasamningi ESB og Bandaríkja Norður-Ameríku.

     3.      Hvaða samningar munu gilda áfram ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kæmi og hvaða samningar falla úr gildi?
    Sameiginleg viðskiptastefna Evrópusambandsins (ESB) snýst m.a. um viðskipti við ríki utan ESB og gerð viðskiptasamninga við þau ríki. Framkvæmdastjórn ESB annast gerð viðskiptasamninga sem falla undir sameiginlegu viðskiptastefnuna. Því fer framkvæmdastjórnin með forræði í samningagerð við ríki utan sambandsins fyrir hönd og í samráði við aðildarríkin. Af því leiðir að ef til aðildar að ESB kemur mun Ísland ekki lengur hafa forræði í gerð viðskiptasamninga.
    Ef til aðildar Íslands að ESB kemur má gera ráð fyrir að segja þurfi upp eða breyta viðskiptasamningum til samræmis við þær skuldbindingar sem Ísland tæki á sig við aðild, þ.e. til samræmis við sameiginlegu viðskiptastefnuna og regluverk ESB á því sviði. Í því tilviki mundi Ísland þess í stað fá aðild að viðskiptasamningum ESB.
    Hvað varðar tvíhliða fríverslunarsamninga og samninga á vettvangi EFTA mun Ísland þurfa að segja upp slíkum samningum ef til aðildar kemur. Þess í stað mundi Ísland fá aðild að fríverslunarsamningum ESB. 2 Í mörgum tilvikum hafa aðildarríki EFTA og ESB gert fríverslunarsamninga við sömu ríki þó á því séu nokkrar undantekningar. Þannig hafa EFTA- ríkin t.d. gert fríverslunarsamninga við Kólumbíu, Kanada, Suður-Kóreu, Singapúr, Botsvana, Lesótó, Namibíu, Svasíland og Samstarfsráð Persaflóaríkja. ESB hefur gert fríverslunarsamninga við Alsír, Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallaland og Sýrland.
    Þess ber þó að geta að ESB hefur nýlega lokið fríverslunarviðræðum við Suður-Kóreu og á í fríverslunarviðræðum m.a. við Indland, Kólumbíu, Kanada, Perú og Samstarfsráð Persaflóaríkja. 3 Hvað varðar Hoyvíkursamninginn við Færeyjar má gera ráð fyrir að hann muni falla úr gildi nánast að öllu leyti ef til aðildar kemur en þó er ekki útilokað að einhverjir þættir hans gætu haldið gildi sínu. Ef til aðildar Íslands að ESB kemur falla að sjálfsögðu einnig úr gildi þeir tvíhliða samningar sem Ísland hefur gert við ESB.
    Tvísköttunarsamningar gilda áfram óbreyttir ef til aðildar að ESB kemur. Loftferðasamningar halda gildi sínu ef til aðildar kemur en breyta þarf þó þeim hluta þeirra sem samræmist ekki löggjöf ESB. Fjárfestingarsamningum þyrfti að sama skapi að breyta í samræmi við löggjöf ESB.
    Sem liður í undirbúningi fyrir fyrirhugaðar aðildarviðræður Íslands og ESB felst greining regluverks ESB af Íslands hálfu. Þar verður m.a. borið saman viðskiptasamninganet Íslands og ESB. Ef til aðildar Íslands að ESB kemur má gera ráð fyrir að segja þurfi upp eða breyta þeim viðskiptasamningum sem Ísland á aðild að ef þeir samræmast ekki hinni sameiginlegu viðskiptastefnu ESB og regluverki sambandsins. Hér er m.a. átt við skuldbindingar Íslands innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), fríverslunarsamninga, fjárfestingarsamninga, loftferðasamninga og aðra viðskiptasamninga. Í fyrirhugaðri greiningarvinnu má gera ráð fyrir að Hoyvíkursamningurinn verði skoðaður sérstaklega.
Neðanmálsgrein: 1
1 Frekari upplýsingar um samninga Íslands við erlend ríki, m.a. samninga sem að hluta til tengjast verslun og viðskiptum, er að finna í skrá utanríkisráðuneytisins um samninga Íslands við erlend ríki (miðað við 1. janúar 2005) en hún er aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins: www.utanrikisraduneyti.is/samningar/.
Neðanmálsgrein: 2
2 Frekari upplýsingar um fríverslunarsamninga og viðskiptasamninga ESB við þriðju ríki og ríkjahópa er að finna í yfirlitinu EC Regional Trade Agreements, dags. 14. október 2009, á eftirfarandi vefslóð: trade.ec.europa.eu/doclib/docs/2006/december/tradoc_111588.pdf.
Neðanmálsgrein: 3
3 Nánari upplýsingar um fríverslunarviðræður ESB við þriðju ríki er að finna í yfirlitinu Overview of FTA and other Trade Negotiatons, dags. 15. október 2009, sjá slóðina: trade.ec.europa.eu/doclib/docs/ 2006/december/tradoc_118238.pdf.