Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 429. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 746  —  429. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um innleiðingu stefnu um vistvæn innkaup ríkisins.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hvernig hefur stefna um vistvæn innkaup ríkisins verið innleidd í innkaupastefnu ríkisins og starfsemi Ríkiskaupa frá því að hún var samþykkt í mars 2009? Óskað er eftir dæmum um innleiðingu.
     2.      Hvernig hefur stefna um vistvæn innkaup ríkisins verið innleidd hjá Framkvæmdasýslu ríkisins frá því að hún var samþykkt í mars 2009? Óskað er eftir dæmum um innleiðingu.
     3.      Hvernig hefur stefna um vistvæn innkaup ríkisins verið innleidd hjá Fasteignum ríkissjóðs frá því að hún var samþykkt í mars 2009? Óskað er eftir dæmum um innleiðingu.


Skriflegt svar óskast.