Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 431. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Nr. 4/138.

Þskj. 777  —  431. mál.


Þingsályktun

um heillaóskir til litháísku þjóðarinnar í tilefni 20 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar hennar.


    Alþingi ályktar að senda heillaóskir til litháísku þjóðarinnar í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að sjálfstæðisyfirlýsing Litháens var samþykkt af þjóðþingi landsins 11. mars 1990. Sjálfstæðisyfirlýsingin bar vott um hugrekki litháísku þjóðarinnar og markaði tímamót í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna.
    Alþingi fagnar þeirri vináttu sem ríkir milli Íslands og Litháens og góðu samstarfi þjóðanna á umliðnum árum og vísar til fyrri ályktana sinna, þ.e. frá 12. mars 1990 um heillaóskir til litháísku þjóðarinnar í tilefni sjálfstæðisyfirlýsingar hennar, frá 19. desember 1990 um stuðning við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna, frá 14. janúar 1991 um fordæmingu á ofbeldisaðgerðum sovésks herliðs í Litháen og frá 11. febrúar 1991 um málefni Litháens, þar sem kveðið var á um að Ísland tæki upp stjórnmálasamband við Litháen.
    Alþingi ítrekar heillaóskir til litháísku þjóðarinnar og væntir þess að vinabönd þjóðanna eflist hér eftir sem hingað til.

Samþykkt á Alþingi 8. mars 2010.