Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 463. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 803  —  463. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um kostnað við lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána í íslenskum krónum til heimila.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.



     1.      Hvað kostar að lækka höfuðstól verðtryggðra lána hjá:
              a.      Íbúðalánasjóði,
              b.      Lánasjóði íslenskra námsmanna,
              c.      lífeyrissjóðum,
              d.      öðrum aðilum sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila,
        um annars vegar 10% og hins vegar 20%?
     2.      Hver yrðu mánaðarleg áhrif á greiðslubyrði:
              a.      meðalláns Íbúðalánasjóðs til 40 ára,
              b.      20 millj. kr. láns til 40 ára,
              c.      40 millj. kr. láns til 40 ára,
              d.      5 millj. kr. námsláns einstaklings með meðaltekjur verkfræðings,
              e.      5 millj. kr. námsláns einstaklings með meðaltekjur leikskólakennara,
        annars vegar miðað við 10% og hins vegar 20% niðurfellingu höfuðstóls?
     3.      Hver yrði kostnaðurinn fyrir:
              a.      ríkissjóð,
              b.      lífeyrissjóðina,
              c.      aðra fjármagnseigendur?
     4.      Telur ráðherra að slík niðurfelling muni hafa áhrif á:
              a.      fjárhag ríkisins, þ.m.t. lífeyrisskuldbindingar, Íbúðalánasjóð og Lánasjóð íslenskra námsmanna,
              b.      lífeyrisgreiðslur,
              c.      fjármagnsmarkað, m.a. vaxtastig,
              d.      fasteignamarkað, m.a. fasteignaverð og veðsetningarhlutfall húsnæðis?
     5.      Telur ráðherra að lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána kunni að hafa mismunandi áhrif á lífeyrisréttindi fólks sem starfar hjá hinu opinbera annars vegar og á almennum markaði hins vegar? Í hverju er sá munur fólginn?


Skriflegt svar óskast.