Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 582. máls.

Þskj. 973  —  582. mál.Tillaga til þingsályktunar

um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009–2012.

(Lögð fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–2010.)
    Alþingi ályktar, sbr. lög um samgönguáætlun, nr. 33/2008, að á árunum 2009–2012 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við eftirfarandi áætlun:

1. ALMENN SAMGÖNGUVERKEFNI
    Á árunum 2009–2012 skal unnið að rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefnum sem falla undir fimm meginmarkmið samgönguáætlunar. Markmiðin eru í samræmi við stefnumótun í samgönguáætlun fyrir árin 2003–2014 auk stefnumótunar stjórnvalda um öryggi í samgöngumálum.
    Fyrir liggur ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að mótuð verði heildstæð stefna fyrir Ísland í þágu atvinnulífs og samfélags. Markmið þeirrar áætlunar (sóknaráætlun fyrir Ísland) er að landið skipi sér aftur í fremstu röð í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum. Með sóknaráætlun er gert ráð fyrir samþættingu opinberra áætlana. Þannig verði stuðlað að betri nýtingu fjármuna og öflugu samstarfi stjórnsýslustiga og stofnana. Gert er ráð fyrir að sú samþætting og samræmda forgangsröðun liggi fyrir í haust og geti breytt tímasetningum og röðun framkvæmda í þessari áætlun.

1.1 Markmið um greiðari samgöngur.
Verkefni:
     a.      Stefnt verði að greiðari umferð almenningssamgangna, endurskoðun á tilhögun og fjármögnun þeirra með það m.a. að markmiði að auka hlut almenningssamgangna í þjónustu við íbúa.
     b.      Unnið verði að eflingu reiðhjólanotkunar, m.a. með markvissri uppbyggingu reiðhjólastíga.
     c.      Unnin verði áætlun um að vinna gegn flöskuhálsum og að greiðari umferð og auknu umferðaröryggi á völdum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
     d.      Aukinn verði hlutur upplýsingakerfa í samgöngum til að auka afköst og bæta stýringu og öryggi umferðarkerfa.
     e.      Gera úttekt á því með hvaða hætti megi koma á strandsiglingum að nýju með það að markmiði að draga úr landflutningum með tilheyrandi álagi á vegakerfið.

1.2 Markmið um hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri samgangna.
Verkefni:
     a.      Unnið verði að þróun aðferða til kostnaðar- og ábatagreiningar ásamt mati á efnahagslegum og samfélagslegum þáttum til að nota við forgangsröðun stærri samgönguverkefna.
     b.      Skoðaðir verði áfram valkostir og aðferðir við gjaldtöku af samgöngum með tilliti til jafnræðis samgöngugreina og notenda samgangna. Unnið verði að undirbúningi nýrrar framtíðarskipunar gjaldtöku sem taki mið af því að notandinn greiði eftir notkun og byggð er á nýjustu tækni m.a. fyrir umferð á vegum.
     c.      Leitað verði leiða til að fjármagna umfangsmiklar framkvæmdir sem ekki rúmast innan almennra fjárveitinga til áætlunarinnar, m.a. með gjaldtöku af notendum verði það niðurstaða Alþingis.
     d.      Leitað verði ódýrra leiða til að leggja bundið slitlag á umferðarlitla vegi.
     e.      Aflað verði gagna um þróun þungaflutninga á vegum og áhrif þeirra á vegakerfið.
     f.      Lokið verði við endurskoðun á skipulagi samgöngustofnana.

1.3 Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur.
Verkefni:
     a.      Unnið verði að könnun leiða og gerð markvissrar áætlunar um hvernig standa megi að orkuskiptum í samgöngum sem lið í að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda.
     b.      Lokið verði við að breyta skattlagningu eignarhalds og notkunar bíla með þeim hætti að neyslugrannir bílar, t.d. tvinnbílar, tengiltvinnbílar, bílar sem nota vistvænt eldsneyti og bílar sem nota gasolíu sem eldsneyti verði fýsilegri kostur en nú er. Unnið verði að þessu í samvinnu við fjármálaráðuneyti og umhverfisráðuneyti.
     c.      Unnið verði að breytingum á kröfum í útboðum með það að markmiði að auka hlut vistvænna ökutækja í sérleyfisakstri.
     d.      Auknar verði kröfur til opinberra stofnana og fyrirtækja um að þær noti vistvæn ökutæki í starfsemi sinni.
     e.      Efldar verði rannsóknir sem stuðla að umhverfisvænum samgöngum, sérstaklega rannsóknum er lúta að notkun vistvæns eldsneytis. Aukið verði hlutfall íblöndunar með lífolíu eða etanóli í eldsneyti.
     f.      Unnið verði markvisst að aðgerðum á öllum sviðum samgangna til að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna á umhverfið. Sérstaklega verði hugað að því að auka fjölbreytni ferðamáta og stuðla að því að vegir í þéttbýli falli að skipulagi byggðar og góðri borgarhönnun.
     g.      Unnið verði að könnun á sjávarflóðum og rannsóknum á hækkun sjávarborðs vegna veðurfarsbreytinga.

1.4 Markmið um öryggi í samgöngum.
Verkefni:
     a.      Stefnt skal markvisst að því að auka öryggi í samgöngum hér á landi og unnið verði að því á gildistíma áætlunarinnar að draga verulega úr líkum á alvarlegum slysum eða banaslysum á öllum sviðum samgangna. Gerð verður sérstök aðgerðaáætlun á hverju sviði samgangna sem miðar að því að ná þessu markmiði.
     b.      Áfram verði unnið að öflugum rannsóknum sem stuðla að auknu öryggi í samgöngum.
     c.      Unnið verði markvisst að miðlun upplýsinga í samgöngum.
1.5 Markmið um jákvæða byggðaþróun.
     a.      Lögð verði áhersla á að við ákvörðun um forgangsröðun verkefna verði horft til uppbyggingar á einstökum svæðum í samræmi við áherslur og svæðaskiptingu sóknaráætlunar fyrir Ísland.
     b.      Horft verði til mikilvægis einstakra framkvæmda sem hvata til að skapa heildstæð atvinnu-, búsetu- og þjónustusvæði.
     c.      Efld verði verkefni sem miða að því draga úr ferðaþörf.
     d.      Efnt verði til samstarfsvettvangs um samgöngumál í samstarfi við háskóla, rannsóknarstofnanir og hagsmunaaðila þar sem sérstaklega verði hugað að samþættingu landnotkunarskipulags og samgangna og sambandi heilbrigði og samgöngumála, ásamt öðrum áherslum samgönguáætlunar.

2.     FLUGMÁLAÁÆTLUN
2.1     Flugmálastjórn Íslands, fjármál.
Verðlag fjárlaga 2010, millj. kr.
nema 2009 á verðlagi fjárlaga 2009.
2009 2010 2011 2012 Samtals
2.1.1 TEKJUR OG FRAMLÖG
Framlag af almennum skatttekjum 243,0 240,0 194,0 194,0 871,0
Ríkistekjur
Rekstrartekjur 198,6 198,6 198,6 198,6 794,4
Markaðar tekjur 21,4 21,4 21,4 21,4 85,6
Sértekjur 4,5 4,7 4,7 4,7 18,6
Tekjur og framlög alls 467,5 464,7 418,7 418,7 1. 769,6
Til ráðstöfunar 467,5 464,7 418,7 418,7 1. 769,6
2.1.2 GJÖLD
Rekstur og þjónusta
Rekstur 467,5 464,7 418,7 418,7 1.769,6
Rekstur samtals 467,5 464,7 418,7 418,7 1. 769,6
Gjöld samtals 467,5 464,7 418,7 418,7 1. 769,6

2.2     Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta, fjármál.
Verðlag fjárlaga 2010, millj. kr.
nema 2009 á verðlagi fjárlaga 2009.
2009 2010 2011 2012 Samtals
2.2.1 TEKJUR OG FRAMLÖG
Markaðar tekjur
Flugvallaskattur 484,0 360,0 360,0 360,0 1.564,0
Varaflugvallagjald 521,0 357,0 357,0 357,0 1.592,0
Markaðar tekjur samtals 1.005,0 717,0 717,0 717,0 3.156,0
Framlag af almennum skatttekjum 2.370,4 2.241,7 2.019,4 2.019,4 8.650,9
Tekjur og framlög alls 3.375,4 2.958,7 2.736,4 2.736,4 11.806,9
Viðskiptahreyfingar
Lántökur
Afborganir lána/viðskiptafærsla -399,6 -111,6 -111,6 -111,6 -734,4
Viðskiptahreyfingar samtals -399,6 -111,6 -111,6 -111,6 -734,4
Til ráðstöfunar 2.975,8 2.847,1 2.624,8 2.624,8 11.072,5
Sérstök fjármögnun samkvæmt nánari ákvörðun Alþingis*
Samgöngumiðstöð í Reykjavík
Flughlað við samgöngumiðstöð
Stækkun flugstöðvar á Akureyri
Flughlað við flugstöð
Sérstök fjármögnun samtals
* Ekki er reiknað með framlagi til þessara verkefna innan samgönguáætlunar.
2.2.2 GJÖLD
Rekstur og þjónusta
Samkvæmt þjónustusamningi við:
    Keflavíkurflugvöll ohf. 1.423,6 1.402,0 2.825,6
    Flugstoðir ohf. 1.229,1 1.122,0 2.351,1
    FLUG-KEF ohf. 2.327,7 2.327,7 4.655,4
Rekstur samtals 2.652,7 2.524,0 2.327,7 2.327,7 9.832,1
Viðhald og styrkir
Viðhaldssjóður samkvæmt þjónustusamningi við:
    Keflavíkurflugvöll ohf. 0 0 0
    Flugstoðir ohf. 65,1 65,1 130,2
    FLUG-KEF ohf. 65,1 65,1 130,2
Viðhald og styrkir samtals 65,1 65,1 65,1 65,1 260,4
Stofnkostnaður
Keflavíkurflugvöllur 0 0 0 0 0
Aðrir alþjóðaflugvellir í grunnneti 58,0 100,0 67,0 78,0 303,0
Aðrir flugvellir í grunnneti 28,0 19,0 46,0 35,0 128,0
Aðrir flugvellir og lendingarstaðir 35,0 8,0 0 0 43,0
Önnur mannvirki, búnaður og verkefni 137,0 131,0 119,0 119,0 506,0
Stofnkostnaður samtals 258,0 258,0 232,0 232,0 980,0
Gjöld samtals 2.975,8 2.847,1 2.624,8 2.624,8 11.072,5

2.2.2.1     Viðhald og stofnkostnaður.
Verðlag fjárlaga 2010, millj. kr.
nema 2009 á verðlagi fjárlaga 2009.
2009 2010 2011 2012 Samtals
VIÐHALD
    Yfirborð brauta og hlaða (Malbik-Klæðing-Ralumac) 19,0 40,0 29,0 31,0 119,0
    Yfirborð brauta og hlaða (málning) 8,0 9,0 11,0 9,0 37,0
    Byggingar, búnaður og önnur verkefni 20,0 8,0 15,0 15,0 58,0
    Ýmis verk vegna leiðsögu og tæknibúnaðar 18,0 8,0 10,0 10,0 46,0
VIÐHALD SAMTALS 65,0 65,0 65,0 65,0 260,0
AÐRIR ALÞJÓÐAFLUGVELLIR
     Reykjavík
        Aðflugs- og flugleiðsögubúnaður 0 11,0 2,0 6,0 19,0
        Byggingar 0 0 65,0 0 65,0
     Reykjavík samtals 0 11,0 67,0 6,0 84,0
     Akureyri
        Aðflugs- og flugleiðsögubúnaður 13,0 4,0 0 7,0 24,0
        Flugbrautir og hlöð 18,0 0 0 0 18,0
     Akureyri samtals 31,0 4,0 0 7,0 42,0
     Egilsstaðir
        Aðflugs- og flugleiðsögubúnaður 16,0 85,0 0 0 101,0
        Flugbrautir og hlöð 7,0 0 0 65,0 72,0
        Byggingar 12,0 0 0 0 12,0
     Egilsstaðir samtals 35,0 85,0 0 65,0 185,0
AÐRIR ALÞJÓÐAVELLIR SAMTALS 66,0 100,0 67,0 78,0 311,0
AÐRIR FLUGVELLIR Í GRUNNNETI
     Vestmannaeyjar/Bakki
        Flugbrautir og hlöð 0 16,0 35,0 0 51,0
     Vestmannaeyjar/Bakki samtals 0 16,0 35,0 0 51,0
    Ísafjörður/Þingeyri
        Aðflugs- og flugleiðsögubúnaður 0 3,0 0 0 3,0
        Flugbrautir og hlöð 0 0 0 35,0 35,0
        Byggingar 12,0 0 0 0 12,0
     Ísafjörður/Þingeyri samtals 12,0 3,0 0 35,0 50,0
     Bíldudalur
        Aðflugs- og flugleiðsögubúnaður 0 0 4,0 0 4,0
     Bíldudalur samtals 0 0 4,0 0 4,0
     Þórshöfn
        Aðflugs- og flugleiðsögubúnaður 3,0 0 0 0 3,0
     Þórshöfn samtals 3,0 0 0 0 3,0
     Hornafjörður
        Byggingar 2,5 0 0 0 2,5
     Hornafjörður samtals 2,5 0 0 0 2,5
     Vopnafjörður
        Aðflugs- og flugleiðsögubúnaður 0 0 7,0 0 7,0
        Byggingar 2,5 0 0 0 2,5
     Vopnafjörður samtals 2,5 0 7,0 0 9,5
AÐRIR FLUGVELLIR Í GRUNNNETI SAMTALS 20,0 19,0 46,0 35,0 120,0
LENDINGARSTAÐIR
        Flugbrautir og hlöð 35,0 8,0 0 0 43,0
LENDINGARSTAÐIR SAMTALS 35,0 8,0 0 0 43,0
ÖNNUR MANNVIRKI, BÚNAÐUR OG VERKEFNI
        Flugstjórnarmiðstöð 25,0 25,0 25,0 25,0 100,0
        Leiðarflug 8,0 1,0 3,0 3,0 15,0
        GNSS/AIS/Upplýsingaþjónusta 11,0 11,0 11,0 11,0 44,0
        Veðurupplýsingakerfi 9,0 10,0 0,0 0,0 19,0
        Flugvernd og öryggismál 7,0 7,0 3,0 3,0 20,0
        Til leiðréttingar og brýnna verkefna 30,0 30,0 30,0 30,0 120,0
        Þróun og áætlanagerð 15,0 15,0 15,0 15,0 60,0
        Stjórnunarkostnaður 32,0 32,0 32,0 32,0 128,0
ÖNNUR MANNVIRKI, BÚNAÐUR OG VERKEFNI SAMTALS 137,0 131,0 119,0 119,0 506,0

3. SIGLINGAMÁLAÁÆTLUN
3.1 Fjármál.
Árið 2009 á verðlagi fjárlaga 2009, seinni þrjú árin á verðlagi fjárlaga 2010, millj. kr.
2009 2010 2011 2012 Samtals
Tekjur og framlög
Markaðar tekjur
Vitagjald 145,0 240,0 240,0 240,0 865,0
Framlag úr ríkissjóði 1.982,2 2.073,9 1.202,9 1.030,0 6.289,0
Aðrar ríkistekjur
Vottorð 2,3 5,3 5,3 5,3 18,2
Skoðunargjöld skipa 1,3 1,3 1,3 1,3 5,2
Sértekjur
Almennar sértekjur 202,5 212,6 160,0 160,0 735,1
Tekjur af Landeyjahöfn 34,0 34,0 68,0
Tekjur og framlög alls 2.333,3 2.533,1 1.643,5 1.470,6 7.980,5
Til ráðstöfunar alls 2.333,3 2.533,1 1.643,5 1.470,6 7.980,5
Gjöld
Rekstrargjöld
Hafnamál 31,0 27,0 10,0 10,0 78,0
Hafnir, líkantilraunir og grunnkort 46,4 45,0 33,0 33,0 157,4
Rekstur Hafnabótasjóðs 13,5 13,0 13,0 13,0 52,5
Siglingavernd 17,0 14,0 14,0 14,0 59,0
Skipamál 70,0 66,0 66,0 66,0 268,0
Vitar og leiðsögukerfi 145,0 137,1 137,1 137,1 556,3
Vaktstöð siglinga 321,2 309,0 278,1 278,1 1.186,4
Skipaeftirlit 102,0 100,2 100,2 100,2 402,6
Hafnarríkiseftirlit 27,0 27,0 27,0 27,0 108,0
Rannsóknir og þróun 54,0 50,0 39,7 39,7 183,4
Áætlun um öryggi sjófarenda 20,0 20,0 10,0 10,0 60,0
Minjavernd og saga 2,0 2,0
Þjónustuverkefni 206,1 219,2 166,6 166,6 758,5
Rekstur Landeyjahafnar 34,0 34,0 68,0
Rekstrargjöld alls 1.055,2 1.027,5 928,7 928,7 3.940,1
Stofnkostnaður
Vitar og leiðsögukerfi 32,0 32,0 28,8 28,8 121,6
Hafnarmannvirki 382,6 282,6 345,0 345,0 1.355,2
Lendingabætur 7,5 7,5
Ferjubryggjur 12,3 12,3 11,1 11,1 46,8
Sjóvarnargarðar 63,6 133,6 126,9 57,0 381,1
Hafnabótasjóður, framlag
Landeyjahöfn 770,1 1.045,1 *) 203,0 100,0 2.118,2
Stækkun tollaðstöðu Seyðisfirði 10,0 10,0
Stofnkostnaður alls 1.278,1 1.505,6 714,8 541,9 4.040,4
Gjöld alls 2.333,3 2.533,1 1.643,5 1.470,6 7.980,5
*) Hér eru ekki meðtaldar 150,5 millj. kr. sem er áætlað að þurfi á fjáraukalögum 2010.

3.2 Sundurliðun einstakra gjaldaliða.
3.2.1 Stofnkostnaður.
Tafla 3-1. Hafnarmannvirki, heildarfjárveitingar.
2009 2010 2011 2012 Samtals
millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr.
Almennar hafnir, ríkishluti framkvæmda
Ríkishluti framkvæmda innan grunnnets, tafla 3-2. 508,4 175,2 272,7 233,7
Ríkishluti framkvæmda utan grunnnets, tafla 3-4. 24,0 55,1 72,3 111,3
Almennar hafnir, ríkishluti framkvæmda alls áætlað 532,4 230,3 345,0 345,0 1.452,7
Almennar hafnir, fjárheimildir
Almennar hafnir, fjárveiting á fjárlögum 382,6 282,6 345,0 345,0
Ónotaðar fjárheimildir í ársbyrjun 97,5
Almennar hafnir, fjárveiting alls til ráðstöfunar 480,1 282,6 345,0 345,0 1.452,7
Landeyjahöfn
Ríkishluti framkvæmda, áætlað 1.559,0 1.270,0 203,0 100,0 3.132,0
Landeyjahöfn, fjárveiting á fjárlögum 770,0 1.045,1 203,0 100,0
Fjáraukalög 2010, fjárveitingaþörf (ósamþ.) 150,5
Ónotaðar fjárheimildir í ársbyrjun samkvæmt yfirliti SI 863,4
Landeyjahöfn, fjárveiting til ráðstöfunar 1.633,4 1.195,6 203,0 100,0 3.132,0
Landeyjahöfn, framkvæmdakostnaður árin 2005 til 2008 304,0
Heildarkostnaður Landeyjahafnar, áætlað 3.436,0

3.2.1.1 Hafnir í grunnneti, ríkisstyrktar.
Tafla 3-2. Fjárveitingar til hafna í grunnneti, nýframkvæmdir.
Kjördæmi 2009 2010 2011 2012 Samtals
Hafnir/hafnasamlög millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr.
Norðvesturkjördæmi
Snæfellsbær (Rif, Ólafsvík) 58,1 18,5 8,3 84,9
Grundarfjörður 13,0 17,7 30,7
Stykkishólmur 12,3 12,3
Vesturbyggð (Brjánslækur, Patreksfjörður, Bíldudalur) 64,9 5,9 40,6 111,4
Ísafjarðarbær (Ísafjörður) 33,8 15,9 9,3 59,0
Bolungarvík 30,7 33,5 75,8 140,0
Skagaströnd 14,9 21,0 35,9
Skagafjörður (Sauðárkrókur) 48,4 21,5 69,9
215,1 58,2 164,7 106,1 544,1
Norðausturkjördæmi
Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður) 19,9 4,8 24,7
Dalvíkurbyggð (Dalvík) 29,6 11,0 16,8 57,4
Hafnasamlag Norðurlands (Akureyri) 21,1 21,0 27,3 39,2 108,6
Grímsey 24,2 4,8 11,5 40,5
Norðurþing (Húsavík) 20,0 20,0
Langanesbyggð (Þórshöfn) 40,0 25,8 65,8
Vopnafjörður 21,5 21,5
Seyðisfjörður 19,8 10,5 30,3
Fjarðabyggð (Mjóifjörður) 2,7 2,7
Djúpivogur 22,9 22,9
177,3 73,1 60,3 83,7 394,4
Suðurkjördæmi
Hornafjörður 53,2 12,0 12,0 12,0 89,2
Vestmannaeyjar 27,5 12,8 31,1 14,3 85,7
Þorlákshöfn 0,6 17,3 17,9
Grindavík 32,8 32,8
Sandgerði 12,0 12,0
114,1 42,1 43,1 38,3 237,6
Óskipt
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 0,9 1,2 3,6 4,6 10,3
Slysavarnir o.fl. 1,0 0,6 1,0 1,0 3,6
Samtals hafnir í grunnneti 508,4 175,2 272,7 233,7 1.190,0

Tafla 3-3. Sundurliðun framkvæmda í einstökum höfnum grunnnets.
Skýringar við töflu: Frumáætlun Siglingastofnunar um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn. Verðlag árið 2009 samkvæmt forsendu fjárlaga 2009, seinni þrjú árin samkvæmt forsendu fjárlaga 2010.
Höfn 2009 2010 2011 2012 Hlutur
    Verkefni millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr. ríkissj.
    
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Snæfellsbær
    Rifshöfn:
    Grjótgarður að Tösku og sandfangari (96.000 m3) – verklok 50,8 75%
    Lenging stálþils, austurkants (80 m, dýpi 7 m, þekja 1.600 m2) – verklok 43,4 60%
    Ólafsvík:
    Lenging viðlegukants við Norðurtanga, lagnir og þekja (500 m2) – verklok 13,6 60%
    Endurbygging grjótvarnar á Suðurgarði (130 m kafli, endurraða og bæta í um 6.000 m3) 31,0 75%
    Breikka þekju við Suðurþil úr 11 m í 20 m (810 m2) – frestað 2008 11,3 60%
    Nýtt masturshús við Suðurþil (2,5 x 5 m ) – frestað 2008 6,0 60%
Grundarfjörður
    Dýpkun hafnar – verklok 3,8 75%
    Rif Litlubryggju – verklok 5,8 60%
    Flotbryggja (20 x 3 m) – verklok 3,8 60%
    Öldudempandi flái vestan Miðgarðs (70 m, um 1.500 m3) – verklok 10,2 75%
    Endurbygging efsta hluta Norðurgarðs, steypuviðgerð á kerum í undirstöðu (áætl. 40 m kafli) – frestað 2008 37,0 60%
Stykkishólmur
    Smábátaviðlega fyrir allt að 60 báta, annar áfangi (flotbryggja, um 50 m) 25,8 60%
Vesturbyggð
    Brjánslækur:
    Ferjubryggja, lenging, þekja á stálþil (660 m2), lagnir og lýsing 11,1 60%
    Patreksfjörður:
    Endurbygging stálþils, þilrekstur og kantur (308 m, dýpi 4–6 m), lagnir og þekja (5.500 m2) 123,7 12,3 85,0 60%
Ísafjarðarbær
    Ísafjörður:
    Mávagarður, stálþilsbryggja við Olíubirgðastöð (60 m, dýpi 9 m) lagnir og þekja (1.400 m2 malbik) 42,0 33,3 60%
    Dýpkun við bryggju Mávagarði (dæling um 30.000 m3) 23,0 75%
    Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5 x 20 m) 4,5 75%
    Viðhaldsdýpkun, innsiglingarrenna (áætlað 15.000 m3) 11,0 75%
Bolungarvík
    Endurbygging stálþils efst við Brjótinn (130 m, dýpi 4–9 m), lagnir og þekja (3.000 m2) 63,6 60%
    Endurbygging stálþils við Brjót, fremri hluti (78 m, dýpi 9 m), lagnir og þekja (2.300 m2) 70,0 76,0 60%
    Grundargarður; endurbygging á u.þ.b. 300 m kafla (24.000 m3 ) 56,0 75%
    Endurbyggður öldudempandi flái næst Brjót (100 m, um 3.000 m3) 10,0 75%
Skagaströnd
    Endurbyggð brimvörn Útgarðs, um 55 m kafli, endurraðað og bætt í grjóti (um 2.300 m3) 25,0 75%
    Lenging viðlegukants við hafnarvog, staurabryggja (40 m, dýpi 4 m) 44,0 60%
Skagafjörður
    Sauðárkrókur:
    Skjólgarður byggður frá Strandvegi, Suðurgarður (um 330 m – 54.900 m3) – verklok 80,3 75%
    Lenging Sandfangara (um 30 m – 10.000 m3) + endurbygging 36,0 75%
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Fjallabyggð
    Ólafsfjörður:
    Innsigling í Vesturhöfn, endurbygging og frágangur garðsenda – verklok 33,0 75%
    Viðhaldsdýpkun, innsigling og höfn (áætlað 10.000 m3) 8,0 75%
Dalvíkurbyggð
    Dalvík:
    Timburbryggja Suðurgarði, endurbygging (65 m) – verklok 0,4 60%
    Ferjubryggja, stálþil með kanti (40 +10 m, dýpi 6 m) – lagnir og þekja (1.100 m2) 41,1 23,0 60%
    Dýpkun að ferjubryggju í 5 m (um 6.200 m3, að hluta sprengt) – verklok 16,0 75%
    Smábátaaðstaða, dýpkun (um 2.400 m2 – 5.000 m3) 12,0 75%
    Smábátaaðstaða, flotbryggja (30 m) 13,8 60%
    Viðhaldsdýpkun, innsigling (áætlað 6.000 m3) 5,0 75%
Hafnasamlag Norðurlands
    Akureyri:
    Tangabryggja, lagnir (rafmagnshús og tvö möstur) og þekja (2.580 m2) – verklok 32,2 60%
    Oddeyrarbryggja, lenging til austurs, steyptur kantur – verklok, lagnir og þekja (1.950 m2) 11,7 44,0 60%
    Ísbryggja ÚA, stálþil (70 m, dýpi 9 m) lagnir og þekja (2.100 m2) 57,0 82,0 60%
    Grímsey:
    Lenging syðri skjólgarðs og tunna á enda – verklok 8,0 75%
    Lenging harðviðarbryggju (20 m, dýpi 3 m) – efni keypt 2008 24,0 60%
    Skutaðstaða fyrir ferju (pallur 160 m2) og steypt þekja ofan við (200 m2) – verklok 13,2 4,0 60%
    Steypt þekja við harðviðarbryggju (300 m2) 6,0 60%
    Styrking grjótvarnar á hafnargarði, grjótvinnsla í landi, flutningur og útlögn (300 steinar 6–10 t) 2,4 19,2 75%
Norðurþing
    Húsavík:
    Undirbúningsrannsóknir vegna stækkunar Húsavíkurhafnar 24,9 100%
Langanesbyggð
    Þórshöfn:
    Hafskipabryggja endurbyggð, stálþil (155 m, dýpi 6–9 m), lagnir og þekja (2.800 m2) 83,0 54,0 60%
Vopnafjörður
    Ásgarður, endurbyggja trébryggju (léttbyggð bryggja, 50 m) 45,0 60%
    Flotbryggja smábátahöfn (40 m) 18,0
Seyðisfjörður
    Bryggja við frystihús endurbyggð, harðviðarbryggja (20 m, dýpi 7 m) – verklok 41,0 60%
    Strandarbakki, endurbyggja fendera (170 m) 22,0 60%
Fjarðabyggð
    Mjóifjörður:
    Styrkja og endurbyggja trébryggju – verklok 5,5 60%
Djúpivogur
    Trébryggja, smábátahöfn endurbyggð (5 x 24 m – efni keypt 2007), lagnir og lýsing 48,0 60%
SUÐURKJÖRDÆMI
Hornafjörður
    Álaugareyjarbryggja, suðurkantur endurbyggður, lagnir og þekja (4.000 m2) – verklok 86,0 60%
    Viðhaldsdýpkun, í höfn (áætl. efnisfl. 25 þús. m3/ár) 19,6 20,0 20,0 20,0 75%
Vestmannaeyjar
    Básaskersbryggja, þekja og raflögn – verklok 10,0 60%
    Bæjarbryggja, endurbygging vesturkants 17,0 60%
    Nausthamarsbryggja við flotbryggju, endurbygging stálþils (60 m, dýpi 3 m) lagnir og þekja (1.200 m2) 65,0 30,0 60%
    Viðhaldsdýpkun í innsiglingu og höfn 24,1 21,4 75%
Þorlákshöfn
    Viðhaldsdýpkun í innsiglingu og höfn (um 35.000 m3) 1,0 29,0 75%
Grindavík
    Stálþilsbryggja vestan Miðgarðs, lagnir og þekja (3.000 m2) – verklok 68,0 60%
Sandgerði
    Endurbygging Suðurgarður (endurraða fremsta hluta garðs og bæta í grjótvörn – um 1.000 m3) 20,0 75%
ÓSKIPT
    Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða (ýmis verk) 1,5 2,0 6,0 7,7 75%
    Til slysavarna o.fl. (ýmis verk, styrkhæfni, meðaltal áætlað 60%) 2,0 1,2 2,0 2,0 60%
Samtals áætlað í grunnneti 975,7 334,9 543,6 468,0
Þar af VSK 192,0 68,1 110,5 95,1

3.2.1.2 Hafnir utan grunnnets, ríkisstyrktar.
Tafla 3-4. Fjárveitingar til hafna utan grunnnets, nýframkvæmdir.
Kjördæmi 2009 2010 2011 2012 Samtals
Hafnir/hafnasamlög millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr.
Norðvesturkjördæmi
Snæfellsbær (Arnarstapi) 1,8 1,8
Reykhólar 3,9 29,9 7,7 41,5
Tálknafjörður 48,3 36,3 84,6
Ísafjarðarbær (Suðureyri) 6,6 17,7 11,0 35,3
Súðavík 2,4 2,4
Norðurfjörður 3,3 3,3
Drangsnes 6,4 6,4
Hólmavík 12,0 46,4 58,4
21,0 36,5 68,4 107,8 233,7
Norðausturkjördæmi
Dalvíkurbyggð (Hauganes)
Hafnasamlag Norðurlands (Hjalteyri) 1,0 1,0
Norðurþing (Kópasker)
Langanesbyggð (Bakkafjörður) 0,6 0,6
Borgarfjörður eystri 18,0 18,0
Fjarðabyggð (Stöðvarfjörður) 2,4 2,4
3,0 18,0 1,0 22,0
Óskipt
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 0,6 2,4 3,0 6,0
Til slysavarna o.fl. 0,5 0,5 1,0
Fjárveitingar til hafna utan grunnnets alls 24,0 55,1 72,3 111,3 262,7

Tafla 3-5. Sundurliðun framkvæmda í einstökum höfnum utan grunnnets.
Skýringar við töflu: Frumáætlun Siglingastofnunar um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn. Verðlag árið 2009 samkvæmt forsendu fjárlaga 2009, seinni þrjú árin samkvæmt forsendu fjárlaga 2010.
Höfn 2009 2010 2011 2012 Hlutur
Verkefni millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr. ríkissj.
NORÐVESTUR KJÖRDÆMI
Snæfellsbær
Arnarstapi:
Viðhaldsdýpkun (áætlaðir efnisflutningar 800–1.000 m3/ár) 3,0 75%
Reykhólar
Dýpkun, innsigling 40 m breið í 4 m og innan garðs í 2 m (gröftur um 25.000 m3) – verklok 6,5 75%
Grjótvarnargarður norðaustan við höfnina, lengd u.þ.b. 200 m (20.000 m3) 50,0 75%
Smábátaaðstaða, flotbryggja (20 m) 10,0 60%
Endurbyggja trébryggju (kanttré 30 m, dekk 120 m2) 6,0 60%
Tálknafjörður
Endurbyggja gömlu bryggju, stálþil (140 m, dýpi 4–6 m), lagnir og þekja (1.200 m2) 101,0 76,0 60%
Ísafjarðarbær
Suðureyri:
Dýpkun innsiglingarrennu í 5 m (10.000 m3, dæling – frestað 2007) 11,0 75%
Endurbyggja þil löndunarbryggju, efni keypt 2008 (60 m, dýpi 5 m), lagnir og þekja (2.000 m2) 37,0 23,0 60%
Súðavík
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5 x 20 m) – frestað frá 2008 5,0 60%
Norðurfjörður
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5 x 20 m) – frestað 2008 5,5 60%
Drangsnes
Drangsnesbryggja, grjótvörn í kverkina utan á bryggju (um 1.000 m3) 7,0 75%
Drangsnesbryggja, endurbyggja þekju við krana og fram á enda bryggju (um 280 m2) 4,6 60%
Hólmavík
Grjótvörn á vesturkant stálþilsbryggju (um 5.000 m2) 20,0 75%
Endurbygging stálþils frá 1961 (104 m, dýpi 6 m) 97,0 60%
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Hafnasamlag Norðurlands
Hjalteyri:
Viðhaldsdýpkun við bryggju (áætlaðir efnisflutningar um 400 m3/ár) 1,6 75%
Langanesbyggð
Bakkafjörður:
Námufrágangur – verklok 1,0 75%
Borgarfjörður eystri
Viðlegubryggja við Hólmagarð, harðviðarbryggja (27 m, dýpi 3 m) 28,2 60%
Tunna við enda Hólmagarðs (D 6 m) 6,0 75%
Dýpkun við viðlegubryggju (um 200 m3) 1,5 75%
Fjarðabyggð
Stöðvarfjörður:
Klæðning Gömlu bryggju við löndunarstað smábáta (42 m kafli) – verklok 5,0 60%
ÓSKIPT
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða – ýmis verk 1,0 4,0 5,0 75%
Til slysavarna o.fl. (ýmis verk, styrkhæfni, meðaltal áætlað 60%) 1,0 1,0 60%
Samtals áætlað utan grunnnets 41,0 97,7 149,6 229,6
Þar af VSK 8,1 19,9 30,4 46,7

3.2.1.3 Sjóvarnargarðar.
Tafla 3-6. Fjárveitingar til sjóvarna.
Kjördæmi 2009 2010 2011 2012 Samtals
Sveitarfélag millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr.
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Akraneskaupstaður 18,5 18,5
Hvalfjarðarsveit 7,5 7,5
Snæfellsbær 21,7 2,5 24,2
Stykkishólmur 1,8 1,8
Reykhólahreppur 5,6 5,6
Vesturbyggð 4,0 4,8 8,8
Ísafjarðarbær 11,8 9,2 21,0
Súðavíkurhreppur 0,2 5,3 5,5
Árneshreppur 0,7 0,7
Strandabyggð 5,8 5,8
Blönduósbær 16,1 6,9 23,0
Skagafjörður, svf. 6,6 6,6
69,4 26,3 15,8 17,5 129,0
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Fjallabyggð 24,0 7,8 31,8
Dalvíkurbyggð 7,7 7,7
Akureyrarkaupstaður (Hrísey, Grímsey) 12,5 12,5
Arnarneshreppur 11,1 11,1
Norðurþing (Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn) 12,8 12,8
Langanesbyggð 11,3 11,3
Borgarfjarðarhreppur 9,6 9,6
57,0 18,9 9,6 11,3 96,8
SUÐURKJÖRDÆMI
Hornafjörður 5,3 5,3
Mýrdalshreppur 7,0 98,9 85,8 191,7
Vestmannaeyjabær 4,8 4,8
Árborg, svf. 23,5 5,6 29,1
Ölfus, svf. 3,2 9,2 12,4
Grindavíkurkaupstaður 15,6 15,6
Sandgerðisbær 8,0 8,0
Gerðahreppur 6,0 6,0
Reykjanesbær 4,4 10,7 8,0 23,1
Vogar, svf. 12,3 12,3
69,8 112,8 100,6 25,1 308,3
SUÐVESTURKJÖRDÆMI
Álftanes, svf. 16,4 16,4
Seltjarnarneskaupstaður 4,9 4,9
21,3 21,3
ÓSKIPT 0,4 0,8 0,9 3,1 5,2
Sjóvarnir samtals 217,9 158,8 126,9 57,0 560,6
Sjóvarnir, fjárveiting á fjárlögum 63,6 133,6 126,9 57,0 381,1
Ónotaðar fjárheimildir í ársbyrjun samkvæmt yfirliti SÍ 154,3 25,2
Fjárveiting alls til ráðstöfunar 217,9 158,8 126,9 57,0 560,6

Tafla 3-7. Sundurliðun framkvæmda við sjóvarnir.
Skýringar við töflu: Frumáætlun Siglingastofnunar um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn. Verðlag árið 2009 samkvæmt forsendu fjárlaga 2009, seinni þrjú árin samkvæmt forsendu fjárlaga 2010.
Sveitarfélag 2009 2010 2011 2012 Hlutur
Verkefni, sjóvarnir millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr. ríkissj.
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Akraneskaupstaður
    Vestan skipasmíðastöðvar Þ&E og inn í Krókalón (90 + 40 m – 2.600 m3) 10,6 7/8
    Kalmansvík, vörn við bakkafót (250 m – 2.000 m3) 8,2 7/8
    Miðvogur, vörn við bakkafót (130 m – 600 m3) 2,3 7/8
Hvalfjarðarsveit
    Uppgjör vegna framkvæmda 2006 8,6 7/8
Snæfellsbær
    Ólafsvík, við fiskverkun Snoppu (70 m – ca. 1.500 m3) – verklok frá 2008 5,7 7/8
    Ólafsvík við fiskverkun Klumbu (160 m – 1.600 m3) – verklok 6,5 7/8
    Hellissandur við Keflavíkurgötu, lenging um 85 + 35 m (2.200 m3) 5,9 2,8 7/8
    Barðastaðir Staðarsveit, við sumardvalarhús, útihús og heimreið (400 m – 1.500 m3) – flýtt samkvæmt ákvörðun hafnaráðs 6,6 7/8
Stykkishólmsbær
    Ægisgata, sjóvörn (30 m – 400 m3) – samkvæmt ákvörðun hafnaráðs 2,0 7/8
Reykhólahreppur
    Flatey, vörn í krikann vestan við bryggju, steyptur veggur (23 m – 35 m3) – verklok frá 2008 6,4 7/8
Vesturbyggð
    Brunnar Hvallátrum (200 m – 1.500 m3) – verklok frá 2008 4,6 7/8
    Bíldudalur, sjóvörn við Arnarbakka í átt að Litlueyri (80 m – 1.000 m3) 5,5 7/8
Ísafjarðarbær
    Þingeyri, innan við smábátahöfnina (200 m – 1.700 m3) 8,9 7/8
    Ísafjörður, Sigurðarbúð við Pollbotn (140 m – 1.000 m3) 4,6 7/8
    Flateyri, hækka núverandi sjóvarnargarð við Brimnesveg (800 m – 2.000 m3) 10,5 7/8
Súðavíkurhreppur
    Við Langeyri (120 m – 1.800 m3) – flýtt samkvæmt ákvörðun hafnaráðs 0,2 6,1 7/8
Árneshreppur
    Við Kallahús samkvæmt ákvörðun hafnaráðs 0,8 7/8
Strandabyggð
    Hólmavík, sjóvörn norðan og austan við Rifshaus (105 m – 1.300 m3) 5,7 7/8
    Hólmavík, endurbyggja sjóvörn við fiskmarkað (60 m – 200 m3) 0,9 7/8
Blönduósbær
    Sunnan Blöndu suður frá horninu á Háubrekku (220 m – 3.500 m3) – frestað 2008 18,4 7/8
    Styrkja sjóvörn við Hafnarbraut og Ægisbraut (140 m – 1.500 m3) 7,9 7/8
Skagafjörður, svf.
    Hraun á Skaga, lengja sjóvörn til austurs í átt að vita (150 m – 1.700 m3) 7,5 7/8
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Fjallabyggð
    Siglufjörður, frá Hafnarbryggju að Óskarsbryggju (um 400 m – 5.000 m3) – frestað 2008 20,4 7/8
    Siglufjörður, Hvanneyrarkrókur, frá sjóvarnargarði að íþróttahúsi (um 180 m – 1.600 m3) 6,5 7/8
    Siglunes, mælingar og undirbúningur 0,5 7/8
    Siglunes, við fiskverkun Stefáns Einarssonar og sumarhús (70 m + 25 m – 900 m3) 8,9 7/8
Dalvíkurbyggð
    Árskógssandur, syðst við bakkann undir Ægisgötu (um 100 m – 500 m3) – verklok frá 2008 2,1 7/8
    Árskógssandur, vestan hafnar (80 m – 1.600 m3) – frestað 2008 6,7 7/8
Arnarneshreppur
    Hjalteyri, sjóvörn sunnan á eyrinni við fiskeldi Eyjafjarðar (220 m – 2.600 m3) 12,7 7/8
Akureyrarkaupstaður
    Hrísey, styrking og hækkun sjóvarna austast (160 m) og framlenging við Varir (50 m, alls 210 m – 1.500 m3) – verklok frá 2008 6,3 7/8
    Hrísey, norðan Hríseyjarhafnar (100 m – 1.900 m3) – verklok frá 2008 8,0 7/8
Norðurþing
    Húsavíkurbakkar, styrking sjóvarnar (um 200 m – 3.000 m3) 14,6 7/8
Langanesbyggð
    Þórshöfn, sjóvörn við Bakkaveg, styrking (300 m – 2.800 m3) 12,9 7/8
Borgarfjarðarhreppur
    Sjóvörn milli gamla frystihúss og löndunarbryggju (55 m – 900 m3) 4,7 7/8
    Sjóvörn við Borgarfjarðarveg, fiskverkunarhús (80 m – 1200 m3) 6,3 7/8
SUÐURKJÖRDÆMI
Hornafjörður, svf.
    Sjóvörn við Suðurfjöru við innsiglingarmerki (um 60 m – 700 m3) – samkvæmt ákvörðun hafnaráðs 6,1 7/8
Mýrdalshreppur
    Sjóvarnir við Vík í Mýrdal undirbúningur, grjótrannsókn, hönnun o.fl. 8,0 7/8
    Sjóvörn vestan Víkurár, grjótvörn á flóðgarð (730 m – 40.000 m3) 113,0 98,0 7/8
Vestmannaeyjabær
    Þrælaeiði, endurröðun og styrking sjóvarnar á Eiðinu (150 m – 1.000 m3) – frestað 2007 5,5 7/8
Árborg, svf.
    Eyrarbakki, Hraunsá–Hraunsnef, grjótvörn og fegrun gamla sjógarðsins (500 m – 7.000 m3 ) 26,8 7/8
    Eyrarbakki, Gamla-Hraun–Barnaskóli (nær Eyrarbakka) (170 m – 2.000 m3) 6,4 7/8
Ölfus, svf.
    Þorlákshöfn, austan Austurgarðs hjá golfvelli (200 m – 1.000 m3 kjarnagrjót og 150 dolosar) 3,7 7/8
    Þorlákshöfn, framan við sjóvörn við Fiskeldi Eyjafjarðar, viðhald grjóturðargarðs (150 m) 0,4 7/8
    Selvogur, sjóvarnargarðar við Bjarnastaði og Þorkelsgerði 1 (150 + 70 m – 2.500 m3) 10,0 7/8
Grindavíkurkaupstaður
    Gerðistangar fremst (menningarminjar Stóragerði, 100 m – 800 m3), við Arfadalsvík og hluta Staðarbótar (æðarvarp, 300 m – 2.400 m3) – verklok frá 2008 12,1 7/8
    Buðlunga (65 m – 500 m3) og Miðbær (115 m – 1.000 m3) og austan Litlubótar (30 m – 500 m3) 5,7 7/8
Sandgerðisbær
    Bursthús, grjótvörn utan á jarðvegsgarði framan við sumarbústað (100 m – 1.000 m3) 4,7 7/8
    Býjarsker–Hólshús, styrking sjóvarnar (um 120 m – 1.000 m3) 4,4 7/8
Gerðahreppur
    Móts við Útskálarif og Mannskaðaflös, bæta í skörð, hækka og styrkja (40–50 m og 100 m) og innan við Garðshöfn við H. Pétursson (140 m), magn alls 1.620 m3 – verklok 6,9 7/8
Reykjanesbær
    Innri-Njarðvík, Hákotstangi við kirkjugarð (160 m – 1.700 m3) – verklok frá 2008 5,0 7/8
    Innri-Njarðvík, Hákotstangi – lengja sjóvörn í átt að Kópu (200 m – 3.200 m3) 12,2 7/8
    Hafnir, styrking frá bryggju í átt að Snoppu og sunnan Snoppu (250 + 85 m – 2.500 m3) 9,1 7/8
Vogar, svf.
    Stóru-Vogaskóli og eiðið við Vogatjörn, bakkavörn (150 + 150 m – 1.600 m3) 6,4 7/8
    Vatnsleysuströnd, við Stóra Knarrarnes (150 m – 2.100 m3) 7,7 7/8
SUÐVESTURKJÖRDÆMI
Álftanes, svf.
    Við Hlið (70 m – 660 m3 + 40 m – 240 m3 = 900 m3) – frestað 2007 5,4 7/8
    Sunnan við sjómerki (Akrakoti) (300 m3 og endurröðun) – frestað 2007 1,2 7/8
    Helguvík vestur (180 m – 3.100 m3) – frestað 2007 12,1 7/8
Seltjarnarneskaupstaður
    Búðatjörn–Svörtubakkar, endurröðun og styrking – frestað 2008 3,4 7/8
    Lambastaðagrandi–botn víkurinnar (hér er fyrirhugað að reisa skólpdælustöð, 80 m – 800 m3) – frestað 2008 2,2 7/8
ÓSKIPT
    Óskipt til sjóvarna 0,5 0,9 1,0 3,5 7/8
Áætlaður heildarkostnaður við sjóvarnir samtals 248,8 181,4 144,8 65,1

4. VEGÁÆTLUN
4.1 Fjármál.     
Áætlun um fjáröflun.

Verðlag fjárlaga 2010, millj. kr.
nema 2009 á verðlagi fjárlaga 2009.
2009 2010 2011 2012 Samtals
4.1.1 TEKJUR OG FRAMLÖG
Markaðar tekjur
Bensíngjald 7.730 7.420 7.502 7.577 30.229
Þungaskattur km-gjald 974 790 816 824 3.404
Olíugjald 6.204 6.260 6.339 6.434 25.237
Leyfisgjöld flutninga 8 4 4 4 20
Leyfisgjöld leigubifreiða 7 6 6 6 25
Markaðar tekjur samtals 14.923 14.480 14.667 14.845 58.915
Framlag úr ríkissjóði
Framlag til innanlandsflugs 344 308 277 277 1.206
Framlag til jarðganga 4.055 4.255 220 1.174 9.704
Fyrir fram ráðstöfun markaðra tekna 9.375 3.795 1.532 -100 14.602
Framlag úr ríkissjóði samtals 13.774 8.358 2.029 1.351 25.512
GREITT ÚR RÍKISSJÓÐI SAMTALS 28.697 22.838 16.696 16.196 84.427
4.1.2 Viðskiptahreyfingar.
Vegna afskrifta markaðra tekna -75 -75 -75 -75 -300
Vegna skuldar frá 1999 -332 -21 -353
Viðskiptahreyfingar samtals -407 -96 -75 -75 -653
TIL RÁÐSTÖFUNAR ALLS 28.290 22.742 16.621 16.121 83.774

4.1.3 Sérstök fjármögnun samkvæmt nánari ákvörðun Alþingis.*
    Suðurlandsvegur
    Vesturlandsvegur
    Reykjanesbraut
    Vaðlaheiðargöng
    Sundabraut
    Hvalfjarðargöng – tvöföldun
Sérstök fjármögnun samtals
*Ekki er reiknað með framlagi til þessara verkefna innan samgönguáætlunar

Skipting útgjalda.
Verðlag fjárlaga 2010, millj. kr. nema 2009 á verðlagi fjárlaga 2009. 2009 2010 2011 2012 Samtals
GJÖLD
10-211 Rekstur Vegagerðarinnar
    4.1.4 Rekstur Vegagerðarinnar.
    1.01 Almennur rekstur 560 546 491 491 2.088
        1. Yfirstjórn 354
        2. Upplýsingaþjónusta 90
        3. Umferðareftirlit 102
    1.02 Innheimtukostnaður vegna markaðra tekna 81 81 81 81 324
    Rekstur samtals 641 627 572 572 2.412
10-212 Samgönguverkefni
     4.1.5 Þjónusta, styrkir, rannsóknir og viðhald.
    1.07 Þjónusta 3.694 3.383 3.146 3.146 13.369
        1. Veggöng 90
        2. Viðhald vegmerkinga 773
        3. Samningar við sveitarfélög 420
        4. Viðhaldssvæði 400
        5. Vetrarviðhald 1.700
    1.11 Styrkir til ferja og sérleyfishafa 1.072 1.047 912 912 3.943
        1. Ferjur 714
        2. Sérleyfi á landi 333
    1.13 Styrkir til innanlandsflugs 344 308 277 277 1.206
    1.21 Rannsóknir 149 139 97 97 482
    Þjónusta og styrkir samtals 5.259 4.877 4.432 4.432 19.000
    5.10 Viðhald 5.179  
        1. Viðhald bundinna slitlaga 1.500
        2. Viðhald malarvega 623
        3. Styrkingar og endurbætur 1.560
        4. Brýr og varnargarðar 360
        5. Umferðaröryggi 340
        6. Vatnaskemmdir 200
        7. Viðhald girðinga 65
        8. Frágangur gamalla efnisnáma 20
        9. Minjar og saga 11
    Viðhald samtals 5.179 4.679 4.117 4.117 18.092
    4.1.6 Stofnkostnaður.
    6.10 Stofnkostnaður/Framkvæmdir 17.211       17.211
        Stofn- og tengivegakerfi      
        1. Almenn verkefni 6.931 6.325 4.944 18.200
        2. Tengivegir malbik 380 300 680
        3. Jarðgöng 5.160 220 1.174 6.554
         Stofn- og tengivegir samtals   12.091 6.925 6.418 25.434
         Annað en stofn- og tengivegir
        1. Héraðsvegir 98 200 200 498
        2. Landsvegir utan stofnvegakerfis 100 100 100 300
        4. Styrkvegir 80 80 80 240
        5. Reiðvegir 60 65 65 190
        6. Smábrýr 30 30 37 97
        7. Girðingar 100 100 100 300
         Annað en stofn- og tengivegir samtals 468 575 582 1.625
Stofnkostnaður samtals 17.211 12.559 7.500 7.000 44.270
Samgönguverkefni og rekstur samtals 28.290 22.742 16.621 16.121 83.774
Afskrift markaðra tekna 75 75 75 75 300
Gjöld 28.365 22.817 16.696 16.196 84.074
Raunkostnaður 2009 26.421
Flutt til 2010 1.944
Samkvæmt fjárlögum 19.159
Flutt frá fyrri árum (2008 og 2009) 3.658
Samtals 22.817Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


5. ÁÆTLUN UMFERÐARSTOFU
5.1 Fjármál.
5.1.1 Tekjur og framlög.
Verðlag fjárlaga 2010, millj. kr.
nema 2009 á verðlagi fjárlaga 2009.
2009 2010 2011 2012 Samtals
Ríkistekjur 226,6 202,8 172,4 172,4 774,2
Sértekjur 293,0 234,1 234,1 234,1 995,3
Ráðstöfun höfuðstóls samkvæmt sérstakri ákvörðun 45,7 113,5 113,5 113,5 386,2
Tekjur samtals 565,3 550,4 520,0 520,0 2.155,7

5.1.2 Gjöld.
Verðlag fjárlaga 2010, millj. kr.
nema 2009 á verðlagi fjárlaga 2009.
2009 2010 2011 2012 Samtals
Rekstur og þjónusta 565,3 550,4 520,0 520,0 2.155,7
Rekstur samtals 565,3 550,4 520,0 520,0 2.155,7

6. UMFERÐARÖRYGGISÁÆTLUN
6.1 Fjármál.
6.1.1 Tekjur og framlög.
Verðlag fjárlaga 2010, millj. kr.
nema 2009 á verðlagi fjárlaga 2009.
2009 2010 2011 2012 Samtals
Frá vegáætlun 349,5 340,0 300,0 300,0 1.289,5
Flutt frá fyrra ári 16,5 0 0 0 16,5
Til ráðstöfunar alls 366,0 340,0 300,0 300,0 1.306,0

6.1.2 Gjöld.
Verðlag fjárlaga 2010, millj. kr.
nema 2009 á verðlagi fjárlaga 2009.
2009 2010 2011 2012 Samtals
Ökumaður og farartæki 98,0 81,0
Áróður og fræðsla 30,5 32,0
Öruggari vegir og umhverfi þeirra 227,0 224,0
Samstarf og þróun 10,5 3,0
Samtals 366,0 340,0 300,0 300,0 1.306,0

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


EFNISYFIRLIT
1.         INNGANGUR          31
    1.1    Þróun ríkisfjármála, fyrirvarar          31
    1.2    Sóknaráætlun          32
    1.3    Sameining samgöngustofnana          32
    1.4    Almenningssamgöngur          32
    1.5    Umhverfismál          33
    1.6    Hjólreiðastígaáætlun          33
    1.7    Strandsiglingar          33
    1.8    Sérstök fjármögnun, gjaldtaka          34
2.         FLUGMÁLAÁÆTLUN          35
    2.1    Flugmálastjórn Íslands          35
        2.1.1    Helstu breytingar í áherslum frá fyrri samgönguáætlun          35
        2.1.2    Starfsemi stofnunarinnar – helstu verkefni          35
         2.1.3     Alþjóðastarf          36
         2.1.4     Fjármál          36
    2.2     Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta, fjármál          37
         2.2.1     Tekjur og framlög          38
         2.2.2     Rekstrargjöld          39
         2.2.3     Viðhald          39
         2.2.4     Stofnkostnaður          39
                   2.2.4.1     Keflavíkurflugvöllur          39
                   2.2.4.2     Aðrir alþjóðaflugvellir í grunnneti          40
                   2.2.4.3     Aðrir flugvellir í grunnneti          41
                   2.2.4.4     Aðrir flugvellir og lendingarstaðir          41
                   2.2.4.5     Aðrar framkvæmdir, búnaður og verkefni          41
         2.2.5     Sérstök fjármögnun          42
                   2.2.5.1     Samgöngumiðstöð í Reykjavík          42
                   2.2.5.2     Stækkun flugstöðvar á Akureyri          42
    2.3     Flugöryggismál          43
3.          SIGLINGAMÁLAÁÆTLUN          44
    3.1     Fjármál               45
         3.1.1     Tekjur og framlög          45
         3.1.2     Rekstur og þjónusta          46
         3.1.3     Stofnkostnaður          50
                   3.1.3.1     Vitar- og leiðsögukerfi          50
                   3.1.3.2     Hafnarmannvirki          51
                   3.1.3.3     Lendingabætur          51
                   3.1.3.4     Ferjubryggjur          51
                   3.1.3.5     Sjóvarnargarðar          51
                   3.1.3.6     Hafnabótasjóður framlag          51
                   3.1.3.7     Landeyjahöfn          52
                   3.1.3.8     Stækkun tollaðstöðu á Seyðisfirði          52
    3.2     Flokkun hafna          52
4.          VEGÁÆTLUN          54
    4.1     Fjármál               55
         4.1.1     Tekjur og framlög          55
         4.1.2     Viðskiptahreyfingar          57
         4.1.3     Sérstök fjármögnun          57
         4.1.4     Rekstur Vegagerðarinnar (1.01 og 1.02)          58
         4.1.5     Þjónusta, styrkir, rannsóknir og viðhald          59
         4.1.6     Stofnkostnaður (6.10)          69
    4.2     Sundurliðun einstakra gjaldaliða          70
5.          ÁÆTLUN UMFERÐARSTOFU          81
    5.1     Helstu verkefni          81
    5.2     Rekstur og fjármál          82
    5.3     Alþjóðastarf          83
6.          UMFERÐARÖRYGGISÁÆTLUN          83
    6.1     Fjármál               85
    6.2     Framkvæmdaáætlun í umferðaröryggi          85
         6.2.1     Ökumaður og farartæki          86
         6.2.2     Fræðsla og áróður          87
         6.2.3     Öruggari vegir og umhverfi þeirra          88
         6.2.4     Samstarf og þróun          88

1. INNGANGUR
    Samgönguáætlun 2007–2010 var samþykkt sem þingsályktun frá Alþingi 17. mars 2007. Vegna mikils niðurskurðar á þorskkvóta haustið 2007 var ákveðið að gera viðauka við áætlunina sem samþykktur var sem þingsályktun á Alþingi 29. maí 2008. Ýmis verkefni úr áætluninni eru enn í vinnslu þótt öðrum sé lokið.
    Að öllu eðlilegu hefði átt að leggja fram og samþykkja endurskoðaða samgönguáætlun 2009–2012 á 135. löggjafarþingi, en vegna óvissu í efnahagsmálum varð ekki af því.
    Samgönguráð vinnur nú að gerð tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2011–2022, stefnumarkandi langtímaáætlun. Samhliða tillögunni verður lögð fram tillaga að nánari áætlun fyrir fyrstu fjögur ár tímabilsins, þ.e. 2011–2014. Sem hluti af vinnunni eru unnar tillögur að undirmarkmiðum og að störfum eru vinnuhópar, m.a. um almenningssamgöngur, umhverfismál, öryggismál, höfuðborgarsvæðið og forgangsröðun framkvæmda.
    Samgönguáætlun þessi er lögð fram með skiptingu fjármagns til framkvæmda árin 2011 og 2012 með hliðsjón af því að stórframkvæmdir í samgöngumálum með lánum frá lífeyrissjóðunum hefjist á áætlunartímabilinu. Þeim fjármunum, sem losna við ákvörðun um þær framkvæmdir, verður ráðstafað til framkvæmda á landsbyggðinni.

1.1 Þróun ríkisfjármála, fyrirvarar.
    Með tilliti til framangreinds og þess að áætlun um ríkisfjármál 2011 og 2012 liggur ekki fyrir þótt samdráttur sé fyrirsjáanlegur er í tillögu þessari gert ráð fyrir nálægt 10% samdrætti í framlögum til rekstrar frá 2010 til 2011 og sömu framlögum 2012. Gert er ráð fyrir um 10% niðurskurði á framkvæmdafé Siglingastofnunar Íslands og til flugmála en til vegaframkvæmda verði varið 7.500 millj. kr. árið 2011 og 7.000 millj. kr. árið 2012.
    Með tillögu þessari er gerð grein fyrir ráðstöfunum fjármuna í samræmi við fjárlög áranna 2009 og 2010 og framangreindum framlögum árin 2011 og 2012 á verðlagi fjárlaga 2010, nema 2009 er á verðlagi fjárlaga 2009.

1.2 Sóknaráætlun.
    Fyrir liggur ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að mótuð verði heildstæð stefna fyrir Ísland í þágu atvinnulífs og samfélags. Markmið þeirrar áætlunar (sóknaráætlunar fyrir Ísland) er að landið skipi sér aftur í fremstu röð í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum. Til þess að svo megi verða þarf að huga sérstaklega að því hvernig hægt er að tryggja samkeppnishæfni landsins til lengri tíma. Sóknaráætlun felur í sér áform um fjárfestingar í mannauði og nauðsynlegum innviðum efnahagslífsins og stefnu um hvernig megi styrkja menntun og menningu, nýsköpun og þróun, umhverfismál og samfélagslega innviði. Grundvöllur atvinnustefnunnar á að byggjast á fjölbreytni, jafnræði, heilbrigðum viðskiptaháttum, jafnrétti og grænni atvinnuuppbyggingu í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.
    Með sóknaráætlun er gert ráð fyrir samþættingu opinberra áætlana. Þannig verði stuðlað að betri nýtingu fjármuna og öflugu samstarfi stjórnsýslustiga og stofnana, þvert á ráðuneyti. Þannig er gert ráð fyrir að samgönguáætlun verði samþætt öðrum áætlunum sem falla undir sóknaráætlunina, þ.m.t. fjarskiptaáætlun, byggðaáætlun, ferðamálaáætlun og áætlun um endurskipulagningu opinberrar þjónustu og eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er gert ráð fyrir að í þeirri samþættingu felist samræmi í forgangsröðun í þágu sameiginlegra markmiða. Gert er ráð fyrir að sú samþætting og samræmd forgangsröðun liggi fyrir í haust og geti breytt tímasetningum á röðun framkvæmda í þessari áætlun.

1.3 Sameining samgöngustofnana.
    Nú stendur yfir umfangsmikil vinna við endurskipulagningu samgöngustofnana í framhaldi af tillögum nefndar um framtíðarskipan stofnana samgöngumála sem taldi að unnt væri að ná fram hagkvæmari og faglega sterkari stofnunum með sameiningu og endurskipulagningu. Tillaga samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er sú að mynduð verði annars vegar stjórnsýslustofnun og hins vegar framkvæmda- og rekstrarstofnun. Að þessu er nú unnið í ráðuneytinu.

1.4 Almenningssamgöngur.
    Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að auka hlut almenningssamgangna í samgöngum og þjónustu við borgarana. Þegar hefur farið fram greining á stöðu almenningssamgangna sem fram fer með styrkjum ríkisins. Hún takmarkast að mestu við ferjusiglingar og samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar. Sú greining hefur leitt í ljós að nýting þessara almenningssamgangna er afleit og hagkvæmni er lítil og er t.d. verið að styrkja fleiri en eina tegund almenningssamgangna á nokkra staði sem eru í innri samkeppni. Ljóst er að grundvallarbreytingar verður að gera á skipulagi almenningssamgangna og framkvæmd. Svigrúm til breytinga nú er þó lítið þar sem stór hluti fjármuna til samgöngumála er bundinn eins og er, auk þess sem flestir samningar vegna almenningssamgangna eru til ársloka 2010. Þá hefur ekki hingað til verið sett fram stefna um hlutdeild almenningssamgangna í samgöngum höfuðborgarsvæðisins eða aðkomu ríkisins að þeim. Ljóst er að við núverandi aðstæður verður hlutur almenningssamgangna ekki aukinn nema með tilflutningi fjármuna til málaflokksins og að einhverju leyti frá öðrum þáttum samgangna.
    Unnið er nú að langtímastefnumörkun varðandi almenningssamgöngur sem kynnt verður í 12 ára áætluninni í haust. Þar verður m.a. leitast við að móta stefnu um hvernig tryggja megi lágmarksþjónustu vegna ferða milli svæða á landinu og flutning almennings innan svæða til að sinna þörfum samfélags og atvinnulífs. Lögð verður áhersla á samvinnu við svæðasamtök sveitarfélaga til að efla málaflokkinn. Mikilvægt er nú að draga úr skattlagningu almenningssamgangna og að ekki sé mismunað eftir því hvort um samgöngur innan sveitarfélaga eða á milli sveitarfélaga er að ræða. Mikilvægt er að endurgreiddir verði að fullu skattar af olíugjaldi á almenningssamgöngur en jafnframt verði þá sett þjónustumarkmið um tíðni og hlutverk almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

1.5 Umhverfismál.
    Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er rík áhersla lögð á umhverfismál. Eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld standa nú frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þar með hlýnun jarðar. Að mörgu leyti hefur staða Íslands í loftslagsmálum skýrst eftir að ráðherraráð ESB samþykkti beiðni Íslands um að gera samkomulag milli Íslands og ESB um sameiginlegt markmið í loftslagsmálum. Með samkomulaginu mun iðnaður og flugstarfsemi þurfa að standast kröfur viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Þá þarf Ísland einnig að draga úr annarri losun – frá sjávarútvegi, samgöngum o.fl. – líklega um 30% til 2020 miðað við 2005. Drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem eru í vinnslu sýna að það ætti að vera vel gerlegt með markvissum aðgerðum, ekki síst á sviði samgangna, auk aðgerða með bindingu kolefnis úr andrúmslofti með skógrækt og landgræðslu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og umhverfisráðherra hafa komist að samkomulagi um að vinna saman að verkefnum sem lúta að þessum sameiginlegu markmiðum í umhverfismálum. Ljóst er að mörg verkefni á sviði umhverfismála kalla á skýra framtíðarsýn, nýja hugsun og oft flóknar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi. Önnur verkefni eru einfaldari í framkvæmd. Mikilvægt er að hefja nú þegar undirbúning og framkvæmd slíkra verkefna. Við endurskoðun 12 ára samgönguáætlunar sem nú stendur yfir er unnið að nánari stefnumörkun á þessu sviði.

1.6 Hjólreiðastígaáætlun.
    Miðað er við að stórefla möguleika á notkun reiðhjóla sem samgöngumáta á höfuðborgarsvæðinu með gerð áætlunar og til framkvæmda í stígagerð. Vísað er til heimildar í vegalögum, nr. 80/2007, til að veita fé af samgönguáætlun til almennra hjólreiða- og göngustíga meðfram umferðarmestu þjóðvegum samkvæmt sérstakri áætlun sem skal gerð að höfðu samráði við sveitarfélög. Reiknað er með að viðkomandi sveitarfélög taki þátt í kostnaði að undangengnum samningum þar um.

1.7 Strandsiglingar.
    Til skoðunar hefur verið með hvaða hætti mætti koma á strandsiglingum að nýju með það að markmiði að draga annars vegar úr landflutningum með tilheyrandi álagi á vegakerfið og hins vegar til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið þar sem siglingar eru mun umhverfisvænni kostur. Starfshópur á vegum ráðuneytisins hefur verið að skoða þessa kosti m.a. hvort ekjusiglingar með flutningavagna („roll-on/roll-off“) milli Reykjavíkur og stærstu hafna innan lands (Ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar og Reyðarfjarðar). En ýmislegt bendir til að strandflutningaþjónusta, þar með talið með ekjuskipum („roll-on/roll-off“) geti verið hagkvæm, sérstaklega fyrir vagna sem ekið er eftir vegum til skips og frá skipi. Haldið verður áfram að skoða möguleika á þessu og leitað viðbragða hagsmunaaðila og um leið kannað hvort og að hvaða marki aðkoma ríkissjóðs er nauðsynleg.

1.8 Sérstök fjármögnun, gjaldtaka.
    
Með stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í kjölfar efnahagshrunsins, um að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á næstu fjórum árum, var óhjákvæmilegt að gripið yrði til róttækra aðgerða, þ.m.t. með verulegum niðurskurði verklegra framkvæmda og með því að setja skorður við frekari skuldaaukningu ríkissjóðs. Þessar aðgerðir eru í samræmi við og byggðar á samstarfsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Við þessar aðstæður hefur verið horft til annarra valkosta auk hefðbundinnar fjármögnunar við fjármögnun stærri vegaframkvæmda, þ.m.t. einkaframkvæmd 1 og eða annað fyrirkomulag fjármögnunar með gjaldtöku.
    Ljóst er að markaðir tekjustofnar til samgöngumála standa ekki undir brýnum framkvæmdum. Því er mikilvægt að finna aðrar fjármögnunarleiðir.
    Í samræmi við stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og samtaka vinnumarkaðarins var ákveðið að kanna hvort efla mætti atvinnu og halda uppi viðunandi framkvæmdastigi næstu missirin með þátttöku lífeyrissjóðanna í fjármögnun margvíslegra framkvæmda. Þar á meðal eru ýmsar vegaframkvæmdir, svo sem við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Vaðlaheiðargöng, Sundabraut, tvöföldun Hvalfjarðarganga og bygging samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Viðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið milli stjórnvalda og fulltrúa lífeyrissjóðanna vegna fjármögnunar þessara verkefna.
    Ljóst er að til að ráðast í stórframkvæmdir, þ.m.t. þær sem taldar voru hér að framan, án aukinnar skuldsetningar ríkissjóðs, verður að taka upp notendagjöld. Ef horft er til þeirra aðferða sem notaðar eru í ríkjum í kringum okkur þá hafa notendagjöld verið nýtt til að standa undir kostnaði af rekstri og uppbyggingu samgöngukerfisins (notandi greiðir), til að stýra notkun með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum og síðan til að flýta fyrir framkvæmdum sem þegar hafa verði ákveðnar innan langtímaframkvæmdaáætlana.
    Það er ekki nýtt að gert sé ráð fyrir sérstakri fjármögnun í samgönguáætlun. Í fyrri áætlunum var gert ráð fyrir að nokkrar framkvæmdir og verkefni á sviði flugmála, siglingamála og vegamála yrðu fjármagnaðar þannig. Ástæða þess var sú að um var að ræða viðamiklar framkvæmdir sem rúmuðust ekki innan markaðra tekna. Í gildandi samgönguáætlun 2007–10 er gert ráð fyrir að nokkrar framkvæmdir verði fjármagnaðar sérstaklega. Nefna má lengingu Akureyrarflugvallar, byggingu samgöngumiðstöðvar í Reykjavík o.fl. Þá hefur verið horft til sérstaks átaksverkefnis í uppbyggingu flutningabrauta frá Reykjavík til Akureyrar annars vegar og frá Reykjavík að Markarfljóti hins vegar, auk þess sem gert var ráð fyrir gerð Vaðlaheiðarganga. Í áætluninni er ekki tekin bein afstaða til þess með hvaða hætti þessi fjármögnun á sér stað.
    Mikilvægt er að með gjaldtöku á notendur er annars vegar hægt að leggja í mannaflsfrekar samgönguframkvæmdir til að halda upp atvinnu í landinu og hins vegar til að flýta einstökum framkvæmdum í forgangsröðun sem hefur þó ekki áhrif á röðun annarra framkvæmda sem fyrirhugað er að fara í í samræmi við langtímaáætlun í samgöngumálum. Rétt er að það komi til kasta fjárveitingarvaldsins, þ.e. Alþingis, að taka afstöðu til þess hvort og þá hvaða framkvæmdum eigi að flýta með gjaldtöku eða sérstöku framlagi.
    Framkvæmdir sem hugsanlega kæmu til skoðunar í þessu sambandi eru taldar upp í köflum 2.2.5 og 4.1.3.

2. FLUGMÁLAÁÆTLUN
2.1 Flugmálastjórn Íslands.
    Flugmálastjórn Íslands hefur starfað frá árinu 2007 í nýju formi eftir samþykkt laga nr. 100/2006 er breytti starfsemi stofnunarinnar töluvert. Þá fékk stofnunin aukið stjórnsýslu- og eftirlitshlutverk á sviði flugleiðsögu og flugvalla. Meginhlutverk stofnunarinnar er því vottun og heimildaveiting á öllum sviðum flugmála og eftirlit með þeirri starfsemi með flugöryggismál að leiðarljósi. Undir það fellur m.a. flugrekstur, skólar í flugstarfsemi, heimildir einstaklinga, stjórnun á lofthæfi, flugleiðsaga, flugvellir og flugvernd. Enn fremur gætir stofnunin hagsmuna íslenskra aðila í flugi á alþjóðavettvangi.

2.1.1 Helstu breytingar í áherslum frá fyrri samgönguáætlun.
    Í flugöryggismálum er megináherslan á að framfylgja nýjum reglugerðum sem eru eða verða undir forræði Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA). Aðkallandi er orðið að innleiða hér á landi reglugerð ESB nr. 216/2008, um sameiginlegar reglur á sviði almenningsflugs og stofnun EASA, með breytingum.
    Hvað varðar flugöryggi almennt eru áherslur stofnunarinnar byggðar á kröfum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) um gerð og útfærslu á flugöryggisáætlun og megináhersla stofnunarinnar árið 2010 verður á úttektum á gæðakerfum leyfishafa í flugmálum og í framhaldi af því á öryggisstjórnunarkerfum.
    Í lofthæfismálum er áhersla á að innleiða nýjar kröfur EASA, þ.m.t. um staðfestingu á lofthæfi, og kröfur varðandi viðvarandi lofthæfi lítilla loftfara. Þá er unnið að áætlun til að vakta lofthæfisstöðu skráðra loftfara á Íslandi. Í flutningaflugi er áherslan á að innleiða endanlega og framfylgja flutningaflugsreglugerð ESB (EU-OPS). Hvað varðar flugleiðsögu þá skiptir þátttaka í sameinaða evrópska loftrýminu (SES-II) mjög miklu máli, bæði hvað varðar skipulagningu stjórnunar umferðar um loftrýmið og innleiðingu og eftirfylgni reglugerða ESB á þessu sviði. Vottun og starfsleyfisveiting fyrir nýtt flugleiðsögufyrirtæki (KEF/Flugstoðir) hérlendis er svo ein af áherslum ársins 2010 á þessu sviði.
    Á dagskrá er einnig að taka afstöðu til þess hvort og hvernig Ísland verði aðili að Eurocontrol. Eins og er þá er Ísland eitt Evrópuríkja utan þeirrar stofnunar og vandséð að það þjóni hagsmunum Íslands til lengdar að standa utan þessara samtaka.

2.1.2 Starfsemi stofnunarinnar – helstu verkefni.
    Nánast öll flugstarfsemi grundvallast á því að rekstraraðili geti sýnt fram á að allar kröfur, einkum flugöryggislegar, séu uppfylltar. Úttektir og vottun á rekstraraðilum til að sannreyna að skilyrði til heimildaveitinga séu til staðar eru því eðlilega ein stoð í starfsemi Flugmálastjórnar Íslands. Með reglubundnu eftirliti er svo fylgst með því að skilyrði heimildaveitinga séu ávallt fyrir hendi. Heimildaveitingar þessar snerta ýmsa þætti flugstarfsemi, svo sem
          lofthæfi loftfara og þar með stjórnun viðhalds og viðhaldsstöðva,
          flugrekstur í atvinnuskyni hjá flugrekendum og flugskólum,
          heimildaveitingu og eftirlit með einstaklingum og skírteinum þeirra,
          tilnefningar og heimildaveitingar til aðila er veita flugleiðsöguþjónustu,
          heimildir til að reka flugvelli og lendingarstaði og er eftirlit með þeirri starfsemi umfangsmest hvað varðar millilandaflugvelli,
          heimildaveitingar og eftirlit með flugverndarmálum og tengjast þau mál millilandaflugvöllum en einnig flugrekendum,
          heimildaveitingar erlendra flugrekenda sem vilja fljúga til og frá Íslandi, tengt réttindum samkvæmt sáttmálanum um Alþjóðaflugmálastofnunina (ICAO).
    Kröfur um heimildaveitingar eru í nær öllum tilvikum alþjóðlegar og þar ganga reglur Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og almennar reglur ESB að jafnaði lengst. Í einstaka tilfellum er um að ræða íslenskar kröfur, t.d. reglur um heimasmíði loftfara, fis og loftför utan krafna EASA eins og söguleg loftför. Framangreindar kröfur byggjast á stöðlum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).
    Vegna þess hve flug er alþjóðlegt og að stærsti hluti tekna aðila í rekstri í flugmálum er erlendur fer mikill hluti af starfsemi stofnunarinnar fram á erlendri grundu. Þá taka starfsmenn stofnunarinnar þátt í úttektum á flugöryggi og flugvernd í öðrum löndum fyrir hönd Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Stofnuninni ber auk þess að annast skoðanir á erlendum loftförum sem hingað koma fyrir hönd framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins.

2.1.3 Alþjóðastarf.
    Mikil alþjóðleg samskipti fara fram hjá Flugmálastjórn Íslands, t.d. við stofnanir eins og Alþjóðaflugmálastofnunina (ICAO), Samtök flugmálastjórna í Evrópu (ECAC) og Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA), auk annarra stofnana eins og Eurocontrol. Megintilgangur alþjóðlegra samskipta Flugmálastjórnar Íslands er að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar og standast úttektir, gæta hagsmuna Íslendinga á þessum vettvangi og greiða götu einstaklinga og þeirra íslensku lögaðila sem stunda atvinnurekstur tengdan flugi. Það nær einnig til hinna nýju flugleiðsögufyrirtækja hérlendis eins og Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf.
    Í október 2010 er fyrirhuguð úttekt Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) á flugmálum á Íslandi samkvæmt áætlun stofnunarinnar. Undirbúningur hefur staðið yfir hérlendis í meira en ár og spurningar ICAO sem svarað hefur verið skipta þúsundum.
    Ísland náði kjöri í aðalráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) haustið 2007, fyrst og fremst fyrir tilstilli Norðurlandanna og Samtaka evrópskra flugmálastjóra (ECAC) en Norðurlöndin skiptast á að bjóða sig fram til setu í ráðinu sem kosið er í á þriggja ára fresti. Þessu fylgir að Ísland leiðir samstarf flugmálastjórna Norðurlandanna í Montreal í Kanada til haustsins 2010 og veitir sameiginlegri skrifstofu Norðurlandanna (NORDICAO) forustu.
    Stofnunin tekur þátt í öflugu samstarfi þeirra ríkja sem annast flugleiðsögu á Norður- Atlantshafinu (NAT-SPG) og er í miklum tengslum við Evrópustöðvar ICAO í París. Stofnunin kemur einnig að gerð loftferðasamninga með samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

2.1.4 Fjármál.
    Stjórnsýsluverkefni Flugmálastjórnar Íslands og alþjóðasamstarf, svo og eftirlit í þágu almannaheilla breytast ekki verulega á milli ára en þó er stöðugt verið að bæta við verkefnum á því sviði eins og auknu eftirliti í flugvernd, eftirliti með réttindum flugfarþega, flugtæknilegri umfjöllun um losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda o.fl.
    Beint framlag úr ríkissjóði er áætlað 240 millj. kr. fyrir árið 2010 en rekstrartekjur 198,6 millj. kr. Markaðar tekjur eru 21,4 millj. kr. Ekki er gert ráð fyrir breytingu tekna milli áranna 2009 og 2010 en framlag ríkisins lækkar um 3 millj. kr. Miðað við 10% samdrátt í rekstrarkostnaði 2011 og óbreyttar ríkistekjur lækkar framlag af almennum skattekjum um 46 millj. kr. 2011. Ekki er gert ráð fyrir breytingum milli áranna 2011 og 2012. Þjónustutekjur grundvallast á nákvæmu verkbókhaldi.
    Ný reglugerð um gjaldskrá fyrir þjónustu Flugmálastjórnar Íslands tók gildi 1. janúar 2007. Gerðar hafa verið tvær breytingar síðan, sú fyrri tók gildi 22. janúar 2008 og sú síðari tók gildi 24. júlí 2009. Stefnt er að árlegri endurskoðun þar sem þjónustutekjur Flugmálastjórnar Íslands eru fyrst og fremst greiðslur einstaklinga og lögaðila fyrir vottanir og staðfestingar eða eftirlit sem þeir hafa þörf fyrir starfsemi sinnar vegna. Þessa þjónustu gætu viðskiptavinir Flugmálastjórnar Íslands í mörgum tilfellum sótt til annarra landa á Evrópska efnahagssvæðinu ef svo vildi til að þeir teldu það hagkvæmara þar sem flug á þessu svæði byggist á gagnkvæmri viðurkenningu.
    Hluti kostnaðar og umfang rekstrar Flugmálastjórnar Íslands er háð umsvifum í íslenskum flugmálum þó að stofnunin geti ekki aukið afkastagetu sína eða dregið úr henni með sama hraða og aðilar í flugrekstri. Það tekur um eitt til tvö ár að lágmarki að þjálfa upp nýjan eftirlitsmann og til að standast úttektir erlendra aðila á stofnuninni verður ákveðinn lágmarksfjöldi eftirlitsmanna og sérfræðinga að starfa á hverju sviði. Kostnaður við eftirlit eykst eftir því sem þeim fjölgar sem hafa heimildir útgefnar af stofnuninni en minnkar að ákveðnu marki ef samdráttur verður. Þjónustutekna Flugmálastjórnar Íslands verður í raun ekki aflað án þess að beint vinnuframlag komi til. Erfitt er að áætla hvort eftirspurn eftir vottunarþjónustu, heimildaveitingu og eftirliti eykst eða minnkar. Á árinu 2009 var nokkur samdráttur í flugrekstri þeirra sem hafa heimildir frá stofnuninni og tekjur stofnunarinnar minnkuðu að sama skapi. Ekki er búist við frekari samdrætti og er frekar von um einhverja aukningu aftur á árinu 2010. Nauðsynlegt er að geta brugðist við breytingum af þessu tagi með heimild til tekjuöflunar og ráðstöfunar þegar umsvif eru mikil og nota rekstrarafgang til að bæta upp tekjumissi vegna minni umsvifa.
    Stefnt er að því að þeir rekstraraðilar sem hafa heimildir frá Flugmálastjórn Íslands greiði um 50% af heildarkostnaðinum við rekstur stofnunarinnar, byggt á kostnaðarlíkani og greiningu sem endurspeglist í gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, þar á meðal eftirlit. Að lokum er rétt að geta þess að í flugmálum eru úttektir, skoðanir og eftirlit oftast eins konar framhaldsvottun á heimildaveitingu og er því tilkomið í þágu rekstaraðila sem greiða fyrir þjónustu stofnunarinnar og stuðla að áframhaldandi rekstri öflugs samgöngukerfis.

2.2 Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta, fjármál.
    Í samræmi við ákvæði laga nr. 102/2006 hafa Flugstoðir ohf. frá 1. janúar 2007 annast flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur sem áður var á höndum Flugmálastjórnar Íslands. Þá hefur Keflavíkurflugvöllur ohf. frá 1. janúar 2009 annast rekstur, viðhald og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar sem borgaralegs alþjóðaflugvallar í samræmi við ákvæði laga nr. 76/2008. Enn fremur sér félagið um rekstur, viðhald og uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
    Í kjölfar niðurstöðu starfshóps sem fjalla skyldi um mögulega sameiningu Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. var talið rétt að stefna að sameiningu þessara opinberu hlutafélaga. Helstu röksemdir sameiningar tóku mið af því að hægt yrði að ná fram aukinni hagræðingu og rekstrarhagkvæmni. Þá var talið að með sameiningu félaganna mætti efla starfsemina sem undir félögin falla auk þess sem talið var að sameinað félag yrði betur í stakk búið til að veita þá þjónustu sem því er ætlað að sinna. Með lögum nr. 153/2009 hefur nú verið ákveðið að sameina þessi opinberu hlutafélög í nýtt opinbert hlutafélag, FLUG-KEF, sem stofnað hefur verið af þessu tilefni. Nú er unnið að samruna félaganna en miðað er við að honum verði lokið í apríl 2010.
    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert þjónustusamninga við Flugstoðir ohf. og Keflavíkurflugvöll ohf. um rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu en gert er ráð fyrir að þeir færist til hins nýja félags.
    Fram að brotthvarfi Bandaríkjahers af landinu 30. september 2006 ráku Bandaríkin Keflavíkurflugvöll en fengu framlög frá NATO til ákveðinna viðhalds- og nýframkvæmda. Frá því að íslenska ríkið tók við rekstri Keflavíkurflugvallar hefur litlu fé verið varið til viðhalds- og nýframkvæmda á flugvellinum. Við stofnun Keflavíkurflugvallar ohf. var hluti af fasteignum og lausabúnaði flugvallarins lagt til félagsins á meðan aðrar fasteignir ríkisins, þar á meðal flugbrautirnar, eru á ábyrgð Varnarmálastofnunar en hluti lausabúnaðar er enn leigður af Bandaríkjunum. Á næstu árum mun þurfa að ráðast í umfangsmikil og kostnaðarsöm viðhaldsverkefni á innviðum flugvallarins, þ.m.t. á flugbrautum, og tryggja þarf fjármögnum þeirra verkefna með gjaldtöku af notendum eða framlagi af fjárlögum.
    Nú er unnið að því að taka upp nýjar reglur Evrópusambandsins um gjaldtöku á flugvöllum. Samkvæmt reglunum telst Keflavíkurflugvöllur í samkeppnisrekstri og fellur undir ríkisstyrkjareglur á Evrópska efnahagssvæðinu sem takmarkar heimildir til fjármögnunar úr ríkissjóði. Ríkinu er þó heimilt að styrkja þjónustu sem er ekki af viðskiptalegum toga, svo sem flugvernd og flugumferðarstjórn. Aðlögun að nýjum reglum er hafin og mun halda áfram á tímabilinu. Með lögum nr. 15/2009, um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, voru skattarnir lendingargjald (71. gr. a) og öryggisgjald (71. gr. b) felldir niður en þess í stað var flugvallarrekendum heimilað að taka upp þjónustugjöld. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram og flugvallarskattur og varaflugvallargjald samkvæmt lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála, verði felld niður en þjónustugjöld tekin upp þeirra í stað. Að hluta til er þetta tilkomið vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem hefur talið að álagning varaflugvallargjaldsins sé ekki í samræmi við skuldbindingar sem leiði af EES-samningnum. Ekki liggur fyrir hvenær af þessu verður og því er gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi í áætluninni.
    Framangreind þróun er í samræmi við tillögur vinnuhópa á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem jafnframt leggja áherslu á að rekstur félaganna verði gerður sjálfbær, sbr.:
     1.      skýrslu stýrihóps um framtíðarskipan flugmála, mars 2005,
     2.      skýrslu starfshóps um fjármögnun flugvalla, maí 2009,
     3.      skýrslu starfshóps um sameiningu Keflavíkurflugvallar ohf. og Flugstoða ohf.

2.2.1 Tekjur og framlög.
    Markaðar tekjur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu eru flugvallaskattur og varaflugvallagjald. Brottfararfarþegar í millilandaflugi greiða varaflugvallagjald en því er ætlað að standa undir þeim viðbótarrekstrar- og fjárfestingarkostnaði sem hlýst af varaflugvallarhlutverki innanlandsflugvallanna í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Flugvallaskatturinn er hins vegar lagður á alla brottfararfarþega bæði í innanlands- og millilandaflugi. Varaflugvallagjald og flugvallaskattur skiluðu rúmum 1.005 millj. kr. á árinu 2009 og gert er ráð fyrir 717 millj. kr. tekjum á árinu 2010. Umtalsverð lækkun er vegna fækkunar farþega til landsins. Á árinu 2007 voru farþegar um Keflvíkurflugvöll tæpar tvær milljónir en þeir voru um 1.650 þúsund á árinu 2009. Farþegaspár benda til þess að lítil breyting muni verða á heildarfarþegafjölda á árinu 2010.
    Samkvæmt fjárlögum hefur verið heimilt að nýta 605,4 millj. kr. af mörkuðum tekjum til verkefna samkvæmt áætluninni hvort ár, en mismunurinn er nýttur til að greiða niður viðskiptaskuld á framkvæmdalið verkefna. Þessi viðskiptaskuld er tilkomin vegna láns Flugstoða ohf. á árinu 2008 hjá ríkissjóði vegna framkvæmda við lengingu Akureyrarflugvallar, gerð aðflugsbúnaðar við völlinn og til að flýta malbiksyfirlögn. Gert var ráð fyrir að lánið yrði endurgreitt af flugmálaáætlun á tíu árum, fyrst 2009. Greiddar voru inn á viðskiptahreyfingu vegna lánsins 399 millj. kr. á árinu 2009 og gert er ráð fyrir 111 millj. kr. greiðslu á árinu 2010.
    Sérstök fjármögnun. Liðurinn sérstök fjármögnun er til að gera grein fyrir þeim verkefnum sem ætlað er að fjármögnuð verði með sérstökum hætti. Gert er ráð fyrir að rekstraraðili flugvallanna fjármagni framkvæmdir með láni, m.a. hjá lífeyrissjóðunum, en þau lán verði endurgreidd með sérstakri gjaldtöku, innritunargjöldum og öðrum tekjum af rekstri fasteignanna. Nánar er gerð grein fyrir þessum verkefnum í kafla 2.2.5.

2.2.2 Rekstrargjöld.
    Umsamið endurgjald þjónustusamnings vegna reksturs innanlandssamgöngukerfisins er í samræmi við fjárlög eða 1.190,1 millj. kr. vegna ársins 2009 og 1.122 millj. kr. vegna ársins 2010. Þá var Flugstoðum gert að hagræða í rekstri sínum á árinu 2009 vegna bágrar stöðu ríkissjóðs um 100 millj. kr. Tap var á rekstri innanlandskerfisins bæði árin sem mætt hefur verið að hluta með framlagi af öðrum rekstrareiningum. Miðað við óbreytt þjónustustig er ljóst að erfitt verður að ná endum saman í rekstrinum. Gæta verður þess að uppfylla reglugerðarkröfur við takmörkun á þjónustustigi þannig að ekki komi til lokunar flugvalla. Gert er ráð fyrir að með lækkuðu þjónustustigi náist að lækka kostnað og draga úr taprekstri. Lagðar hafa verið fram tillögur um upptöku þjónustugjalds vegna flugleiðsögu innan lands auk hækkunar á gjaldskrá.

2.2.3 Viðhald.
    Í áætluninni er gert ráð fyrir að áætlunarflugvellir uppfylli kröfur um lágmarksástand. Dýrustu framkvæmdir á þessu sviði á áætlunartímanum eru viðhald á yfirborði flugbrauta og annarra athafnasvæða flugvéla. Málun flugbrauta fellur undir þennan lið og viðhald bygginga og rafbúnaðar.

2.2.4 Stofnkostnaður.
    Í frumvarpi til fjárlaga 2009 voru 422 millj. kr. áætlaðar til stofnframkvæmda í flugmálum. Vegna efnahagsástandsins voru 200 millj. kr. skornar af þessum lið í fjárlögum og eftir standa, með uppfærðum verðlagsforsendum 258 millj. kr. Sama fjárhæð er til ráðstöfunar 2010 en reiknað er með að þessi fjárhæð verði skorin niður um 10% til viðbótar árin 2011 og 2012 þannig að aðeins verði til ráðstöfunar 232 millj. kr. hvort ár.

2.2.4.1 Keflavíkurflugvöllur.
    Eins og fram er komið greiddu Bandaríkjaher og NATO fyrir framkvæmdir og meiri háttar viðhald á flugvellinum fram að brottför Bandaríkjahers 30. september 2006. Samkvæmt svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur frá því í febrúar 2005 voru framkvæmdir varnarliðsins og NATO, samtals á 10 ára tímabili, 1994–2004, 12,7 milljarðar kr. á verðlagi þessara ára.
    Samkvæmt sérfræðiskýrslu Ríkisendurskoðunnar vegna stofnefnahagsreiknings Keflavíkurflugvallar ohf. og rekstraráætlunar félagsins til 10 ára eru árlegar fjárfestingar að meðaltali um 1,8 milljarðar kr. Jafnframt, miðað við forsendur félagsins, verður sjóðstreymi þess neikvætt um 17 milljarða kr. í lok áætlunartímabilsins. Ljóst er að til að svo fari ekki þurfa að koma til umtalsverðar gjaldskrárhækkanir enda verða framlög ríkisins til flugvallarins háð ríkisstyrkjareglum ESB.
    Af þessum sökum er ekki reiknað með framlögum af fjárlögum til framkvæmda né viðhalds. Reiknað er með að það þurfi að koma af sjálfsaflafé flugvallarins. Hér á eftir er gerð grein fyrir nauðsynlegustu framkvæmdum áranna og hefur þá allri meiri háttar viðhalds- og endurnýjunarþörf verið frestað eins og unnt er en ljóst er að takmörk eru fyrir því hve lengi er hægt að fresta slíku.

Áætlun um helstu fjárfestingar

millj. kr.

2009 374,0
        Líflenging malbiks 136,0
        Flugstöð Leifs Eiríkssonar 44,0
        Aðflugsbúnaður og flugbrautarljós 19,0
        Vélar og tæki (snjóplógar) 137,0
        Eldsneytislögn 20,0
        Fraktflughlað 18,0
2010 253,9
        Svarratsjá 91,9
        VORTAC-viti 33,7     
        Viðgerð og nýtt malbik á Háaleitishlað, flugvélastæði 105–111 25,7
        Líflengingarefni og rannsóknir á akbraut Kíló 3–4 30,6
        Líflengingarefni á akbraut Echo 45,0
        Riðbreytir 50/60 Hz – Hólsvellir 12 27,0
2011 292,5
        Viðgerð og endurnýjun malbiks á flughlaði við flugstöð LE 225,0
        Líflengingarefni á akbraut, nóvember 40,5
        Riðbreytir 50/60 Hz – Hólsvellir 12 27,0
2012 614,7
        Viðgerð og endurnýjun malbiks á flughlaði við flugstöð LE 85,0
        Lenging aðflugsljósa við flugbraut 29 um 600 m 90,0
        Viðgerð og nýtt malbik á akbraut Kíló 3–4 432,0
        Líflengingarefni á akbraut Charlie 3 7,2

2.2.4.2 Aðrir alþjóðaflugvellir í grunnneti.
    Reykjavík:
Sendar og móttakarar verða endurýjaðir 2010 og boðskiltum á flugbrautum breytt. Marker-viti við Elliðavatn verður endurnýjaður 2011. Endurnýjaður verður NDB-viti við Skaga 2012. Gert er ráð fyrir að byggður verði fyrsti áfangi vélageymslu á Reykjavíkurflugvelli árið 2011.
    Samgöngumiðstöð: Nánar er gerð grein fyrir því verkefni í grein 2.2.5 Sérstök fjármögnun.
     Akureyri: Á Akureyrarflugvelli var lokið lengingu flugbrautar og verkefnum tengdum því árið 2009 en fjárveiting til þess verkefnis var að mestu leyti frá árinu 2008. Þá var einnig lokið uppsetningu vararafstöðvar. Akbraut að flugminjasafni var malbikuð 2009 og lokið verður frágangi bílastæða 2010. Einnig hefur verið lokið við endurnýjun aðflugsbúnaðar fyrir hina lengdu braut, þar á meðal uppsetningu blindaðflugskerfis. Núverandi flughlað stenst ekki kröfur flugvallarreglugerðar um fjarlægðir stærri flugvéla frá flugbraut og verður hönnun nýs flughlaðs lokið 2010. Sendar og móttakarar verða endurýjaðir 2010 og NDB-viti 2012.
    Flugstöð: Nánar er gerð grein fyrir því verkefni í grein 2.2.5 Sérstök fjármögnun.
     Egilsstaðir: Egilsstaðaflugvöllur er nú mest notaði varaflugvöllur fyrir Keflavík. Lokið var 2009 við að girða Egilsstaðaflugvöll sunnan megin til samræmis við flugverndarkröfur. Núverandi flughlað stenst ekki kröfur flugvallarreglugerðar um fjarlægðir stærri flugvéla frá flugbraut og verður hönnun nýs flughlaðs lokið 2010. Veðurkerfi á Egilsstaðaflugvelli var endurnýjað 2009. Gert er ráð fyrir að ljósabúnaður við endaöryggissvæði við suðurenda verði lagfærður til að uppfylla reglugerðarkröfur um endaöryggissvæði og aðflugsljós fyrir aðflug úr suðri verða sett upp árið 2010 til að uppfylla reglugerðarkröfur. Sendar og móttakarar verða endurýjaðir 2010 ásamt fjarskiptastjórnbúnaði í turni. Reiknað er með að ganga frá endaöryggissvæði við norðurenda 2012 þannig að svæðið nýtist til flugtaka til að vinna á móti styttingu á suðurenda vegna breytinga þar til að uppfylla kröfuna um endaöryggissvæði.

2.2.4.3 Aðrir flugvellir í grunnneti.
    Gerðar verða endurbætur á yfirborðum flugbrauta Vestmannaeyjaflugvallar bæði árið 2010 og 2011.
    Sendar og móttakarar verða endurýjaðir á Ísafjarðarflugvelli 2010 og yfirlag á flugbraut endurbætt 2012.
    Byggingu véla- og tækjageymslu á Þingeyrarflugvelli var lokið 2009.
    Á Bíldudal verður sett upp upptökutæki 2011.
    Á Þórshafnarflugvelli var gamla vararafstöðin frá Egilsstöðum sett upp 2009.
    Að kröfu heilbrigðisyfirvalda voru rotþrær og lagnir endurnýjaðar á Hornafjarðarflugvelli og Vopnafjarðarflugvelli 2009.
    Á Vopnafjarðarflugvelli verður settur upp NDB-viti 2011.

2.2.4.4 Aðrir flugvellir og lendingarstaðir.
    Gert er ráð fyrir að malarslitlag verði endurbætt á fimm flugbrautum árið 2009 og á einni flugbraut árið 2010.

2.2.4.5 Aðrar framkvæmdir, búnaður og verkefni.
    Undir þennan lið heyra verkefni sem ekki eru bundin við einstaka flugvelli.
    Kostnaðarhlutdeild innanlandsflugs vegna stofnkostnaðar alþjóðaflugþjónustu. – Þessi liður er vegna kostnaðarhlutdeildar Íslands í stofnkostnaði flugstjórnarkerfa, en liðurinn fjármagnar stofnkostnað innanlandshluta Flugstjórnarmiðstöðvarinnar í samræmi við samninginn um Alþjóðaflugþjónustuna. Yfirstandandi er viðamikil framkvæmd við endurnýjun fjarskiptastjórnkerfis fjarskiptastöðva og fjarskiptanets flugstjórnarmiðstöðvarinnar.
    Leiðarflug. – Gert er ráð fyrir uppsetningu fjarskiptabúnaður á fjallastöðvum fyrir leiðarflug innan lands, jafnframt er gert ráð fyrir endurbótum á leiðsögubúnaði.
    GNSS/AIS/Upplýsingaþjónusta. – GPS-kortagerð og mælingar ásamt endurgerð OBST- korta á alþjóðaflugvöllum, áskrift að kortagrunnum og þjónustusamningur vegna FRAMEAPS-gagnagrunns AIP-handbókar.
    Veðurupplýsingakerfi. – Endurbætur á miðlægum hluta veðurupplýsingakerfis Flugstoða.
    Flugvernd og öryggismál. – Þessi liður fjármagnar uppbyggingu flugverndarmannvirkja, m.a. kaup á vopnaleitar-, flugverndar-, björgunar- og öryggisbúnaði flugvalla.
    Til leiðréttinga og brýnna verkefna. – Þessi liður, sem er of vægt áætlaður, sérstaklega í núverandi efnahagsástandi, fjármagnar brýn verkefni sem upp kunna að koma á hverju ári og nauðsynlegt er að leysa með skömmum fyrirvara. Samþykki samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis þarf fyrir slíkum verkefnum. Einnig er þessi liður notaður til fjármögnunar á öðrum verkefnum samgönguáætlunar sem hafa farið fram úr áætlun, m.a. vegna verðlagsþróunar. Til greina kemur að gert verði áhættumat vegna hindrana við flugvelli.
    Þróun og áætlanagerð. – Þessi liður fjármagnar hönnun og gerð frumáætlana, t.d. gerð frumkostnaðaráætlana vegna gerðar samgönguáætlana framtíðarinnar. Einnig þróun aðferða við áhættumat á hindrunum við flugbrautir, auk forrita sem notuð eru við utanumhald eigna og framkvæmda. Fyrir liggur átaksverkefni um áætlanagerð yfir nauðsynlegar úrbætur gagnvart alþjóðlegum og innlendum stöðlum í flugvallarmálum landsins, m.a. flugbrautum og öryggissvæðum, til undirbúnings úttekta á vegum EASA og ICAO á næstu árum.
    Stjórnunarkostnaður. – Þessi liður fjármagnar stjórnun og stoðþjónustu vegna framkvæmda og skýrslugerðir samkvæmt kröfum í þjónustusamningi.

2.2.5 Sérstök fjármögnun.
    Undir þennan lið falla samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli og stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri. Forsenda framkvæmdarinnar er að rekstraraðili flugvallanna fjármagni byggingarnar og lóðaframkvæmdir með láni m.a. hjá lífeyrissjóðunum en þau lán, 2,2 milljarðar kr., verði endurgreidd með sérstakri gjaldtöku, innritunargjöldum og öðrum tekjum af rekstri fasteignanna. Ekki liggur fyrir hve há þessi gjaldtaka á notendur þarf að vera. Þetta kallar á umfjöllun Alþingis og samráð við notendur.
    Jafnframt verður að gera grein fyrir fjármögnun flughlaða, 1,6 milljörðum kr., sem ekki er gerð tillaga um í þessari áætlun. Heildarkostnaður vegna þessara framkvæmda er því áætlaður 3,8 milljarðar kr. Undirbúningur að samgöngumiðstöð í Reykjavík og stækkun flugstöðvar á Akureyri eru vel á veg komin. Deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll er í undirbúningi.

2.2.5.1 Samgöngumiðstöð í Reykjavík.
m2 millj. kr.
Aðalbygging 3.300 1.100
Lóð og bílastæði 20.500 174
Flughlað 40.000 650
Heildarkostnaður 1.974

2.2.5.2 Stækkun flugstöðvar á Akureyri.
m2

millj. kr.

Viðbygging og breyting á núverandi húsnæði viðb. 1.930 900
Flughlöð: 25.400 984
    1. áfangi: Norðan flugstöðvar 636
    2. áfangi: Bílastæði og skurður 50
    3. áfangi: Frágangur á nyrðri hluta flughlaðs 136
    4. áfangi: Syðri akbraut 40
    5. áfangi: Syðri akbraut 122
Heildarkostnaður 1.884

2.3 Flugöryggismál.
    Eftirlit með flugstarfsemi og flugöryggi er samtvinnað þar sem byggt er á því að rekstraraðilar og einstaklingar sýni fram á að kröfur til þessarar starfsemi séu uppfylltar. Úttektir og vottun til að sannreyna að skilyrði til heimildaveitinga séu til staðar eru því eðlilega ein meginstoðin í starfsemi Flugmálastjórnar Íslands. Áherslur í eftirliti hafa þróast á undanförnum árum yfir í að fylgjast með því að innri eftirlitskerfi fyrirtækjanna séu fullnægjandi (gæðakerfi og verklag). Auk þessa hafa kröfur um formleg öryggisstjórnunarkerfi (SMS) komið fram síðustu ár og varðar það m.a. flugrekstur, flugleiðsöguþjónustu og rekstur flugvalla. Samhliða þessum kröfum á fyrirtækin er aukin krafa á eftirlit Flugmálastjórnar þar sem áherslan er sú að úttektarkerfi stofnunarinnar muni frekar grundvallast á greiningu á gögnum.
    Þau gögn eru einkum skýrslur um flugatvik og upplýsingar úr úttektum. Slík greining miðar að því að leggja áherslu á úrbætur á sviðum þar sem veikleikar eða áhætta finnst og eins til að fylgjast með því að frammistaða kerfa sé innan eðlilegra marka. Í tengslum við þetta hefur Flugmálastjórn unnið stöðugt að bættri skráningu á flugatvikum og hefur tekið þátt í þróun á gagnagrunni á vegum ESB í ECCAIRS.
    Til að ná betri árangri í úrvinnslu á gögnum af þessu tagi hefur ICAO sett fram tillögur um að aðildarríki skilgreini sérstaka áætlun um flugöryggi sem skilgreinir tengsl eftirlitskerfa með flugstarfsemi ásamt því sem settir eru skilgreindir mælikvarðar og markmið. Dæmi um slíkan mælikvarða er að fjöldi alvarlegra flugatvika og flugslysa í flutningaflugi sé innan tiltekinna marka t.d. með viðmiðið 100.000 flugstundir eða ein milljón fluga. Flugmálastjórn vinnur að því að innleiða slíka áætlun um flugöryggi ásamt því að festa gæðakerfi stofnunarinnar frekar í sessi.
    Með verkefnastofni um flugöryggi voru skráð mörg hugsanleg umbótaverkefni með aðkomu hagsmunaaðila. Sum þeirra verkefna sem tilgreind eru þar eru hluti af núverandi starfsemi Flugmálastjórnar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en önnur þurfa sérstök fjárframlög til að verða sett á laggirnar.

     Forgangsverkefni.
Nr. Verkefni
1 Áætlun um flugöryggi samkvæmt kröfum ICAO.
Ljúka sérstakri áætlun um flugöryggi samkvæmt kröfum ICAO (State Safety Program) og tilheyrandi aðlögun eftirlits. Þetta verkefni er komið vel áleiðis en áætlunina þarf að festa í sessi og leita leiða til að styrkja greiningu á gögnum til að ná fram sem hagkvæmustu eftirliti. Þetta verkefni felur í sér að skilgreina nánar samhengi krafna, fyrirkomulag eftirlits og greiningu á atvikum með áherslu á áhættugreiningu. Þessi nálgun á við eftirlit stofnunarinnar á svo til öllum sviðum nema hvað varðar flugvernd. Ekki er gert ráð fyrir að viðbótarfjármagn þurfi til að ljúka þessari áætlun að sinni. Stefnt er að því að gerð þessarar áætlunar verði lokið á árinu 2010.
2 Innleiðing öryggisstjórnunarkerfa.
Fullnægja þarf kröfum um öryggisstjórnarkerfi. Kynning á öryggisstjórnarkerfum og þróun á eftirliti með þeim. Þessi kynning er þegar hafin sem og þjálfun eftirlitsmanna. Þessu þarf að fylgja áfram úr hlaði en þessi mál eru komin lengst í flugleiðsögu og á flugvöllum. Von er á frekari kröfum í annarri flugstarfsemi á næstu þremur árum, t.d. í flugrekstri, þjálfun og viðhaldsstöðvum. Frekari kynningu fyrir hagsmunaaðila og þjálfun eftirlitsmanna verður lokið á árinu 2010.
3 Greining á flugatvikum.
Sérstök verkefni tengd greiningu flugslysa og flugatvika hjá Flugmálastjórn og rannsóknarnefnd flugslysa. Þetta tengist verkefni 1 og styrkir það. Með samvinnu við t.d. háskólasamfélagið er hægt að framkvæma sérhæfðar greiningar og jafnframt þróa aðferðir sem stuðla að því að koma á framfæri flugöryggislegum upplýsingum úr gagnagrunnum Flugmálastjórnar.
4 Breytingar á kröfum – undirbúningsvinna Flugmálastjórnar og fyrirtækja.
Undirbúa þarf innleiðingu á nýjum reglugerðapakka varðandi flugleiðsögu – Single European Sky. Breyting og aðlögun vegna breyttra reglugerða hvað varðar flugleiðsögu. Þessar reglugerðir eru tilbúnar frá ESB:
          EASA: PART-OPS og PART-FCL. Kröfur um flugrekstur og þjálfunarmál sem koma í stað EU-OPS og JAR-FCL. Undirbúa aðlögun. Enn er um að ræða drög að kröfum frá EASA (NPAs). (Áhersla 2010–2012.)
          EASA: PART-OR og PART-AR. Kröfur um eftirlit Flugmálastjórnar og kröfur á stjórnkerfi fyrirtækja í flugstarfsemi. Undirbúa aðlögun. Enn er um að ræða drög að kröfum frá EASA (NPAs). (Áhersla 2010–2012.)
          EASA: Kröfur um flugvelli og flugleiðsögu: Drög liggja ekki enn fyrir en eru í deiglunni. (Áhersla 2011–2012.)
5 Ferjuflugmenn.
Bæta upplýsingagjöf til ferjuflugmanna sem eiga leið um Ísland. Þetta felst fyrst og fremst í upplýsingagjöf, þ.m.t. samráð við þjónustuaðila.
6 Tilkynningarkerfi án skyldu.
Kanna þarf möguleika á að koma þessu á með einföldum hætti. Móta úrvinnslu á slíkum gögnum.
7 Ýmis verkefni.
Ýmis verkefni úr verkefnastofni og önnur tengd. Eftirtalin verkefni koma helst til álita en eru háð fjárframlögum.
          Eftirlit með flugafgreiðslu.
          Móta nánar aðferðir varðandi tilkynningarkerfi án skyldu.
          Eftirfylgd við tilmæli rannsóknarnefndar flugslysa.
          Ný tækni í flugleiðsögu. Móta nánar stefnu og kröfur varðandi GPS-aðflug sem getur komið í stað dýrari búnaðar. Koma jafnframt á framfæri upplýsingum um hagnýta notkun GPS í almannaflugi.

3. SIGLINGAMÁLAÁÆTLUN
    
Siglingamálaáætlun fjallar um rekstur og framkvæmdir sem eru á forræði eða í umsjón Siglingastofnunar Íslands. Í verkbókhaldi Siglingastofnunar Íslands er haldið utan um kostnað við einstök verkefni. Kostnaði við yfirstjórn, bókhald og almenna skrifstofu er deilt út á verkefni og þannig séð til þess að þjónustuverkefni sem greidd eru af almennum viðskiptavinum, jafnt sem verkefni kostuð af ríkissjóði, standi undir kostnaði við yfirstjórn og skrifstofu.
    Rekstrarverkefnum má skipta upp í stjórnsýsluverkefni, leiðsögukerfi á sjó og vöktun skipaumferðar, eftirlit með skipum, rannsóknir á náttúrufari hafs og stranda, öryggi sjófarenda og að lokum áætlun um öryggi sjófarenda.
    Helstu framkvæmdir í umsjá Siglingastofnunar Íslands eru ríkisstyrktar hafnarframkvæmdir og sjóvarnargarðar. Hafnakafli siglingamálaáætlunar byggist á hafnalögum, nr. 61/2003, með áorðnum breytingum. Í samræmi við ákvæði laganna mun ríkið draga úr fjárstuðningi til nýframkvæmda í höfnum á áætlunartímabilinu og þá sérstaklega í stærri höfnunum. Upphaflega stóð til að breyting á kostnaðarþátttöku ríkissjóðs í nýjum hafnarmannvirkjum tæki gildi í upphafi árs 2007 en gildistöku þessa ákvæðis hefur verið frestað nokkrum sinnum með bráðabirgðaákvæði í hafnalögum þannig að styrkhlutfall sé óbreytt frá eldri hafnalögum, nr. 23/1994. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið að leggja til við Alþingi að gildistöku breytinganna verði frestað enn um sinn þannig að ríkissjóði verði heimilt að styrkja framkvæmdir í höfnum í samræmi við eldri lög til ársloka 2012. Tillaga um framlög til hafnarframkvæmda árin 2011 og 2012 byggist á að framangreind breyting á hafnalögum nái fram að ganga.

3.1 Fjármál.
Heildarfjármagn.
    Á grundvelli fjárlaga 2009 gerði Siglingastofnun í janúar það ár tillögu að breytingu á gildandi áætlun sem einungis náði til reksturs og framkvæmda ársins 2009. Breytingarnar voru fyrst og fremst fólgnar í nýjum kostnaðaráætlunum, niðurskurði framkvæmda og aðlögun rekstrarverkefna að fjárlögum ársins 2009.
    Sú áætlun sem hér er lögð fram nær yfir tímabilið 2009–2012. Áætlun fyrir árin 2009 og 2010 byggist á fjárlögum þeirra ára ásamt breytingu sem gerð var á áætluninni í upphafi árs 2009 og stöðu verka um síðustu áramót.
    Heildarfjármagn til siglingamála á áætlunartímabilinu 2009–2012 nemur 7.980 millj. kr. Stærsti hlutinn, eða 6.289 millj. kr., er framlag úr ríkissjóði en að auki eru markaðar tekjur, vitagjald 865 millj. kr. og almennar ríkistekjur og sértekjur 826 millj. kr.

3.1.1 Tekjur og framlög.
Markaðar tekjur.
    
Samkvæmt lögum um vitamál, nr. 132/1999, með síðari breytingum, er vitagjaldi ætlað að standa undir starfsemi Siglingastofnunar Íslands. Í lögunum er vitagjaldið ákveðið 125,12 kr. af hverju brúttótonni skips, þó aldrei lægra en 4.900 kr. af hverju skipi. Vitagjaldinu var síðast breytt með lögum nr. 144/2009. Erlend skip greiða fjórðung vitagjalds við hverja komu til landsins, en þó ekki oftar en fjórum sinnum á hverju almanaksári.
Framlag úr ríkissjóði.
    
Áætlað ríkisframlag til siglingamála á áætlunartímabilinu nemur 6.289 millj. kr. Um þriðjungur þeirrar fjárhæðar, eða 2.118 millj. kr., mun renna til Landeyjahafnar. Að auki er gert ráð fyrir að í fjáraukalögum 2010 muni þurfa 150,5 millj. kr. framlag til Landeyjahafnar svo hægt verði að taka höfnina í notkun um mitt ár 2010.
Sértekjur.
    
Sértekjur koma af verkefnum sem seld eru út fyrir stofnunina. Stærsti einstaki liðurinn er þóknun fyrir umsjón og eftirlit með hafnarframkvæmdum. Reiknað er með að þessar tekjur muni dragast saman á tímabilinu. Af öðrum verkefnum má nefna yfirferð gagna vegna nýsmíða og breytinga á skipum og ýmis skírteini fyrir skip og áhafnir.
    Gert er ráð fyrir að samið verði sérstaklega við rekstraraðila Landeyjahafnar um greiðslu fyrir afnot af farþegaaðstöðu og bryggju og viðhaldsdýpkun hafnarinnar.

3.1.2 Rekstur og þjónusta.
    
Helstu rekstrar- og þjónustuverkefni Siglingastofnunar:
     Hafnamál: Undir þennan lið falla verkefni svo sem gerð áætlana um uppbyggingu hafna og sjóvarna og umsjón með framkvæmdum.
     Hafnir, líkantilraunir og grunnkort: Undir þennan lið falla m.a. dýptarmælingar, botnrannsóknir, gerð grunnkorta og líkantilraunir af höfnum, rannsóknir sem tengjast ákveðnum framkvæmdum, grunnkort af höfnum og líkantilraunir.
    Á árinu 2010 verður lokið líkantilraunum af stórskipahöfn utan við Eiðið í Vestmannaeyjum og næsta verkefni í röðinni verður líkantilraun af stækkun Akraneshafnar.
    Úttekt á hafnaraðstæðum fyrir nýja atvinnustarfsemi verður gerð á eftirtöldum stöðum. Akranesi, Arnarfirði, Bolungarvík, Finnafirði, Gunnólfsvík, Fjarðabyggð, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og vestan Straumsvíkur. Þá verða kannaðir möguleikar á nýrri innsiglingu við Hornafjarðarós og úrbætur á dýpi á Grynnslunum. Á sumum af þeim stöðum sem taldir eru hér að framan getur úttekt leitt til þess að farið verði í líkantilraunir.
     Rekstur Hafnabótasjóðs: Í hafnalögum er kveðið á um að stofnunin annist vörslu, daglega afgreiðslu og bókhald Hafnabótasjóðs og er afmörkuð fjárhæð ætluð til þess verkefnis. Hafnabótasjóður skiptist í tvær deildir, A-deild sem ætlað er að fjármagna hlut ríkisins í ríkisstyrktum framkvæmdum og B-deild sem ætlað er að fjármagna viðgerðir tjóna á sömu mannvirkjum.
     Siglingavernd: Markmið siglingaverndar er að tryggja vernd skipa, áhafna, farþega, farms og hafnaraðstöðu fyrir hvers kyns ógn af hryðjuverkum og öðrum ólöglegum aðgerðum. Siglingastofnun Íslands annast framkvæmd laga nr. 50/2004, um siglingavernd. Þá annast stofnunin erlent samstarf tengt siglingaverndinni sem eðli máls samkvæmt er allmikið.
     Skipamál: Á stjórnsýslusviði stofnunarinnar er unnið að undirbúningi og kynningu á laga- og reglugerðarsetningu á sviði siglinga-, vita- og hafnamála og fylgir því erlent samstarf, m.a. við Alþjóðasiglingamálastofnunina (IMO), Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA), Evrópusambandið (ESB) og fleiri aðila. Auk þess undirbýr stofnunin fundi siglingaráðs þar sem kynnt eru drög að frumvörpum og reglugerðum.
    Haldin er skrá yfir skip og báta og gefin út mælibréf, skrásetningarskírteini og þjóðernisskírteini fyrir íslensk skip, en starfræktur er sérstakur gagnagrunnur vegna þessarar starfsemi. Þá sér stofnunin um útgáfu skírteina til íslenskra sjómanna, atvinnukafaraskírteina og skírteina fyrir leiðsögumenn og hafnsögumenn skipa. Siglingastofnun hefur eftirlit með lögskráningu sjómanna og gefur út undanþágur og veitir starfsleyfi vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu á sjó, ám og vötnum.
     Vitar og leiðsögukerfi: Undir þennan lið fellur rekstur vitakerfisins ásamt rekstri vöktunar- og upplýsingakerfa fyrir siglingar og fiskveiðar í íslensku efnahagslögsögunni, þ.m.t. rekstur leiðréttingastöðva fyrir GPS, rekstur sjálfvirks auðkenniskerfis skipa, AIS, og móttaka upplýsinga frá LRIT (Long Range Identification and Tracking) um gervihnetti. Einnig er um að ræða umsjón með rekstri rafræns tilkynningarkerfis skipa (SafeSeaNet) og rekstur upplýsingakerfisins um veður og sjólag. Siglingastofnun Íslands sér um innleiðingu þessa kerfis.
     Vaktstöð siglinga: Vaktstöð siglinga starfar samkvæmt lögum nr. 41/2003. Siglingastofnun hefur fjárhagslegt og faglegt eftirlit með rekstrinum og ber ábyrgð á starfseminni, þ.m.t. vegna alþjóðlegs samstarfs er að þessu lýtur.
     Skipaeftirlit: Siglingastofnun ber ábyrgð á framkvæmd eftirlits með skipum og hefur eftirlit með starfsemi A- og B-faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar, viðurkenndra flokkunarfélaga og annarra starfsleyfishafa. Þá sér stofnunin um upphafsskoðun á nýsmíði, breytingum og innflutningi á skipum, framkvæmir skyndiskoðanir, fer yfir teikningar og önnur gögn vegna nýsmíði skipa og breytinga á þeim, sinnir markaðseftirliti með skemmtibátum og skipsbúnaði og sér um útgáfu skipsskírteina og útgáfu og uppfærslu á skoðunarhandbókum sem skoðunarstofur nota við vinnu sína.
     Hafnarríkiseftirlit: Siglingastofnun annast eftirlit með ástandi og mönnun erlendra kaupskipa sem taka höfn hér á landi. Gert er ráð fyrir að 25% erlendra farþega- og flutningaskipa, sem koma til hafnar í hverju aðildarríki, séu tekin til skoðunar með það að markmiði að draga úr siglingum undirmálsskipa um heimshöfin.
     Rannsóknir og þróun: Kostnaður við rannsóknir og þróun er áætlaður 50 millj. kr. árið 2010 en 39,7 millj. kr. næstu tvö ár þar á eftir. Undir þennan lið fellur öflun ýmissa grunnupplýsinga, mælingar og rannsóknir sem stuðla að öryggi sjófarenda og íbúa á strandsvæðum og grunnrannsóknir sem nýtast við hönnun hafnarmannvirkja, sjóvarnargarða og annarra mannvirkja við strendur landsins. Helstu verkefnaflokkar eru:
    Hafna- og strandrannsóknir: Þessar rannsóknir tengjast höfnum en eru óháðar einstökum mannvirkjum og felast m.a. í öldufarsreikningum og rannsóknum á efnisflutningum og frumáætlunum. Helstu verkefni eru: Öldufars- og efnisburðarrannsóknir vegna ferjulægis við Bakkafjöru, landbrot við Vík í Mýrdal, Jökulsá á Breiðamerkursandi og siglingaöryggi stærri fiskiskipa á grunnsævi, einkum á Grynnslunum utan við Hornafjarðarós.
    Umhverfisrannsóknir: Lögð verður sérstök áhersla á verkefni er tengjast siglingu stórra skipa í íslenskri efnahagslögsögu. Helstu verkefni eru: Upplýsingakerfi um veður og sjólag, sjávarföll, rek stórra skipa, hafíss og mengandi efna ásamt könnun á sjávarflóðum, rannsóknir á hækkun sjávarborðs af völdum veðurfarsbreytinga og undirstöðukönnun á virkjun vinds, öldu og sjávarfalla.
    Rannsóknir sem tengjast öryggi skipa og áhafna: Áhersla verður lögð á að vinna úr niðurstöðum rannsókna á sjóslysum og kappkosta að sá lærdómur, sem af þeim má draga, skili sér inn í lög og reglugerðir um öryggi skipa og áhafna. Helstu verkefni eru: Hreyfimælingar á skipum og rannsóknir á sjóveiki sem og þreytu um borð í skipum, stöðugleiki skipa, nýting andveltigeyma, rannsóknir á hávaða, hleðsla og ofhleðsla smábáta, loftflæði til aðalvéla skipa, loftræstikerfi skipa, eigin skoðanir skipa, umhverfisvænir orkugjafar, afgashreinsun frá aðalvélum skipa, veiðar og orkugreining.
     Áætlun um öryggi sjófarenda: Framlag úr ríkissjóði til áætlunar um öryggi sjófarenda er áætlað 20 millj. kr. árið 2010 en 10 millj. kr. næstu tvö ár þar á eftir. Siglingastofnun fer með framkvæmd áætlunarinnar. Verkefnisstjórn, sem í eiga sæti fulltrúar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Landhelgisgæslu Íslands, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hagsmunaaðila, hefur eftirlit með framgangi áætlunarinnar og stuðlar að samstarfi þeirra aðila sem að málinu þurfa að koma. Markmið áætlunar um öryggi sjófarenda er m.a. að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og áhafna þeirra sem og farþega, fækka slysum á sjó og draga úr tjóni vegna þeirra. Helstu verkefni áætlunarinnar eru menntun og þjálfun sjómanna, gerð fræðsluefnis og leiðbeininga, söfnun og miðlun upplýsinga, gæða- og öryggiskröfur um borð í skipum og rannsóknir.
    Í áætlun um öryggi sjófarenda eru nú lagðar megináherslur á öryggisstjórnun um borð í skipum. Tilgangur öryggisstjórnunar um borð í skipum er að tryggja sem best að öryggisþættir séu undir öruggri stjórn og að búnaður skips og hæfni skipverja sé eins góð og mögulegt er hverju sinni.
    Helstu verkefnisflokkar áætlunarinnar:
    Menntun og þjálfun sjómanna: Áhersla verður lögð á námsgagnagerð með kennsluefni fyrir sjómenn, útgáfu fræðsluefnis um menntun og þjálfun sjómanna og námskeið þeim tengd.
    Fræðsluefni og miðlun upplýsinga: Helstu verkefnin undir þessum lið eru átaksverkefni með málfundum og ráðstefnum, fræðslupésar, myndefni og handbækur um öryggismál sjómanna, veggspjöld með leiðbeiningum og merkingum svo og upplýsingar á heimasíðu Siglingastofnunar um öryggisreglur fyrir skip, breytingar á þeim og upplýsingar um öryggismál almennt.
    Öryggisstjórnun: Í þessari áætlun fær öryggisstjórnun um borð í skipum meira vægi í verkefnum en áður. Verkefnunum verður skipt niður í almenna öryggisstjórnun þar sem skilgreiningar og leiðbeiningar um öryggisstjórnun verða settar á vef Siglingastofnunar. Hugað verður að öryggisstjórnunarkerfum bæði í fiskiskipum og farþegaskipum ásamt hættumati og slysaskráningu.
    Rannsókna- og þróunarverkefni: Eitt af meginverkefnum áætlunarinnar eru styrkveitingar með það að markmiði að hvetja hugvitsmenn til að koma með hugmyndir og tillögur að nýjum lausnum í öryggismálum sjófarenda. Reynt verður að auka og festa í sessi samstarf við nágrannaþjóðir okkar í rannsókna- og þróunarverkefnum sem tengjast öryggismálum sjómanna eins og gert hefur verið í verkefninu um viðhorfskönnun sjómanna. Farið verður af stað með rannsóknir á alvarlegum slysum ásamt verkefni um tryggingafræðilegt mat sjóslysa og kostnað samfélagsins af þeim.
    Skilgreining stefnumótandi áherslna og markmiða: Meginmarkmið áætlunar um öryggi sjófarenda er að fækka slysum á sjó. Stefnt skal að því að öryggi íslenskra skipa verði eins og það gerist best með öðrum þjóðum. Hafin er úrvinnsla er varðar skilgreiningu á stefnumótandi áherslum og markmiðum og eru myndir hér að neðan fyrsti liður í þessari úrvinnslu.

Mynd 1: Tilkynningar um slys
.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 2: Dauðaslys á sjó.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 3: Fjöldi skipa sem hafa farist.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Mynd 1 sýnir þriggja ára meðaltalsfjölda tilkynntra slysa á sjómönnum til Tryggingastofnunar ríkisins, mynd 2 fjölda dauðaslysa og mynd 3 fjölda skipa sem hafa farist. Þessar tilkynningar eru frá öllum skipum en fjöldi starfandi á eingöngu við um fiskveiðar. Fjöldi starfandi sjómanna á kaupskipum á fyrri hluta tímabilsins var talsverður en er hverfandi á seinni hlutanum þannig að tilkynnt slys og dauðaslys á 10.000 manns eru marktæk á seinni hlutanum. Aukningu á tilkynningum um slys frá tímabilinu 1984–1986 má skýra að hluta með breytingum á lögum um slysabætur.
    Mælanleg undirmarkmið: Á vegum Landspítala er unnið að heilsufræðilegum upplýsingum um slys á sjómönnum. Hér er um viðamikla vinnu að ræða sem þegar er farið af stað með. Siglingastofnun mun koma að þessari vinnu og nýta þær upplýsingar sem fram munu koma til að fullgera eftirtalin markmið.
    Markmið 1: Dauðaslysum á sjó hefur fækkað mjög hin síðari ár eins og sjá má af mynd 2. Á þriggja ára tímabili 2007–2009 urðu að meðaltali 2,33 dauðaslys á hverja 10.000 starfandi sjómenn. Stefnt verður að því árin 2009–2012 að dauðaslysum fækki enn frekar.
    Markmið 2: Skipskaðar hafa að meðaltali verið fimm árlega á þriggja ára tímabilum 1998–2006. Á þriggja ára tímabili 2007–2009 fórst að meðaltali eitt skip á ári. Stefnt verður að því árin 2009–2012 að skipsköðum fækki enn frekar. Samkvæmt rannsóknum rannsóknanefndar sjóslysa fjölgaði skipum sem sukku vegna óþekkts leka fram til ársins 2005 en hafa staðið í stað eftir það.
    Markmið 3: Stefnt verður að fækkun alvarlegra slysa hjá sjómönnum og að þau verði færri með hverju ári þegar miðað er við skráningar LSH og Slysaskrá Íslands. Þegar skráning þessara aðila liggur fyrir er hægt að takast á við þetta verkefni af fullum krafti.
     Minjavernd og saga: Þær stofnanir sem mynduðu Siglingastofnun Íslands árið 1996 gegndu veigamiklu hlutverki í framþróun íslensks samfélags á 20. öld og er saga þeirra og viðfangsefni mikilvægur þáttur þjóðarsögunnar. Einnig eru varðveittar hjá stofnuninni minjar og skjöl af ýmsu tagi frá fyrri tímum. Siglingastofnun Íslands er ljós sú ábyrgð sem á henni hvílir gagnvart söguritun og minjavernd. Þegar hefur verið skráð saga íslenskra vita og saga hafnargerðar á Íslandi. Takast þarf á við skrásetningu á sögu annarra verkefna sem stofnunin fæst við.
    Siglingastofnun Íslands hefur einnig hug á að kynna sjó- og strandminjar með því að setja upp upplýsingaskilti, t.d. um merka vita, verstöðvar, lendingarstaði og hafnarmannvirki í samvinnu við áhugasama aðila. Þá hafa nokkrir vitar verið friðaðir og má búast við að verja þurfi fé til viðhalds á þeim í samræmi við friðunarskilmála.
     Þjónustuverkefni: Hér er um að ræða ýmis verkefni sem seld eru viðskiptavinum Siglingastofnunar Íslands og þar sem greiðslur koma fyrir veitta þjónustu í formi sértekna. Kaupendur þjónustunnar eru fyrst og fremst hafnarsjóðir, útgerðir og sjómenn. Undir þennan lið falla t.d. hönnun, umsjón og eftirlit með hafnarframkvæmdum og sjóvörnum, tækjaleiga, rekstrarvörur vegna innsiglingarljósa í eigu hafnarsjóða, yfirferð gagna vegna nýsmíði og breytinga á skipum, útgáfa skipsskírteina, starfsleyfa og atvinnuréttindaskírteina, námskeiðahald og sala á fræðsluefni fyrir sjómenn.
     Rekstur Landeyjahafnar: Um er að ræða áætlaðan árlegan kostnað við rekstur hafnarmannvirkja, farþegaaðstöðu og viðhaldsdýpkun hafnarinnar.

3.1.3 Stofnkostnaður.
3.1.3.1 Vitar- og leiðsögukerfi.
    Stefnt er að því að ljúka uppbyggingu sjálfvirks auðkenniskerfis skipa (AIS) árið 2011 þannig að það kerfi ásamt stafrænum valkallsbúnaði (DSC) Vaktstöðvar siglinga geti komið í stað STK-búnaðarins sem nýttur hefur verið í sjálfvirkt tilkynningarkerfi íslenskra skipa. STK-kerfið er að verða úrelt, komið að endurnýjun, og því talið hagkvæmt að nýta AIS- kerfið sem tilkynningarkerfi.
    Undir þennan lið fellur einnig nauðsynleg endurnýjun á búnaði vita og upplýsingakerfis um veður og sjólag.

3.1.3.2 Hafnarmannvirki.
    
Mat á áætluðum kostnaði ríkissjóðs við framkvæmdir í höfnum miðast við að greiðsluþátttaka ríkissjóðs haldist óbreytt samkvæmt eldri hafnalögum til ársloka 2012 og er þá miðað við að Alþingi samþykki enn einu sinn að framlengja ákvæði til bráðabirgða þar að lútandi í gildandi hafnalögum.
    Í lok árs 2009 tók fjármálaráðuneytið ákvörðun um að gera þá tillögu til Alþingis að með lokafjárlögum 2008 skyldi fella niður hluta þeirrar fjárheimildar sem staðið hafði ónotuð á liðnum Hafnarmannvirki við árslok 2008 þannig að eftir stóðu einungis 97,5 millj. kr. Þetta skýrir að í töflu 3-1 eru endanlegar fjárheimildir ársins 2009 lægri en áætlaður ríkishluti framkvæmda. Þetta er síðan jafnað út árið 2010 með því að draga úr framkvæmdum.

3.1.3.3 Lendingabætur.
    
Hér er um að ræða styrki til einstaklinga, fyrirtækja eða sveitarfélaga til framkvæmda utan skilgreindra hafnarsvæða. Styrkir þessir eru fyrst og fremst til framkvæmda á stöðum þar sem útgerð og/eða ferðaþjónusta er stunduð í atvinnuskyni. Í meðförum Alþingis á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010 var ákveðið að fella niður þennan lið og er við það miðað að svo verði út áætlunartímabilið.

3.1.3.4 Ferjubryggjur.
    
Undir þennan lið falla framlög til viðhalds og endurbyggingar hafnarmannvirkja utan skilgreindra hafnarsvæða þar sem ríkið styrkir ferjusiglingar svo sem í Breiðafjarðareyjum og við Ísafjarðardjúp.

3.1.3.5 Sjóvarnargarðar.
    
Framkvæmdum er raðað í forgangsröð miðað við tiltekna forgangsflokka, A, B og C. Mörg verkefni sem voru á samgönguáætlun 2007–2010 komast ekki inn á þessa áætlun sökum mikils niðurskurðar á framlagi til sjóvarna. Enn fremur er töluvert af sjóvörnum 15–20 ára og eldri er þarfnast styrkingar sem ekki eru í þessari áætlun. Svo er á hitt að líta að um 17 ár eru frá síðasta stórflóði suðvestanlands, en 10–12 ár á Norðurlandi og Vestfjörðum. Nýtt stórflóð mundi skapa nýja framkvæmdaþörf. Búast má við stórflóðum á 10–20 ára fresti sé tekið mið af reynslu.
    Fjárveitingar til sjóvarna. Gert er ráð fyrir að vinna að sjóvörnum á áætlunartímabilinu fyrir samtals 640 millj. kr. Af þeirri fjárhæð greiðir ríkið 561 millj. kr., að meðtalinni ónotaðri fjárheimild í byrjun áætlunartímabils, en sveitarfélög og landeigendur 79 millj. kr.

3.1.3.6 Hafnabótasjóður framlag.
    
Hér er átt við framlag til B-deildar sjóðsins sem veitt hefur styrki til lítilla hafnarsjóða til að aðstoða þá við að fjármagna hluta hafna í nýframkvæmdum og styrki til tjónaviðgerða. Eignir B-deildar Hafnabótasjóðs voru að mestu uppurnar í árslok 2009 þar sem sjóðnum var gert að skila inn í ríkissjóð 200 millj. kr. af eigin fé með frumvarpi til lokafjárlaga fyrir árið 2008. Ekki er fyrir fram gert ráð fyrir framlögum í B-deild Hafnabótasjóðs. Þess í stað er gert ráð fyrir að sótt verði um það eftir þörfum í fjáraukalög til að sjóðurinn geta sinnt hlutverki sínu.

3.1.3.7 Landeyjahöfn.
    
Verkið var boðið út í júní 2008 og framkvæmdir hófust í framhaldi af því. Í árslok 2008 hafði verið unnið fyrir samtals 304 millj. kr. í Landeyjahöfn. Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir að framkvæmdakostnaður verði 3.132 millj. kr. Heildarkostnaður við verkið er því áætlaður 3.436 millj. kr. Stefnt er á að taka mannvirkið í notkun í júlí 2010.

3.1.3.8 Stækkun tollaðstöðu á Seyðisfirði.
    
Ráðstafað var 10 millj. kr. framlagi á fjárlögum 2009 til að ljúka framkvæmdum við stækkun tollaðstöðunnar.

3.2 Flokkun hafna.
    
Siglingastofnun hefur skilgreint staðalkröfur fyrir fiskihafnir. Staðalkröfurnar greinast í tvennt:
          tæknikröfur sem lúta að skipulagi hafna og hafnasvæða, gæðum innsiglingar og kyrrð í höfninni,
          notendakröfur sem eru reglur varðandi mat á nýtingu á bryggjuplássi, þ.e. hvort höfn annar þeim fjölda skipa sem þar leggur að og landar, enn fremur hvort aðstaða þarf að vera fyrir farmskip og viðmiðunarreglur varðandi ýmsan búnað hafna.
    Þróun fiskiskipaflotans hefur síðustu áratugi verið í átt að stærri og djúpristari skipum. Siglingastofnun hefur aðlagað staðalkröfur til fiskiskipahafna að þessari þróun og er nú t.d. krafist meira dýpis í stórskipahöfnum en áður var. Einnig hafa kröfur um burðarþol hafnarbakka aukist. Fyrir um tveimur áratugum var algengast að miða leyfilegt álag við 1–3 t/m2. Nú er krafa um notaálag 4 t/m2 á hafnarbökkum þar sem losun og lestun flutningaskipa fer fram og búast má við notkun gámalyftara.
    Höfnum er skipt niður í fjóra flokka og eru mismunandi staðalkröfur gerðar í hverjum þeirra. Flokkun þessi hefur verið nýtt við að forgangsraða framkvæmdum með tilliti til ríkisframlags á hafnaáætlun. Flokkunin er unnin með hjálp reiknilíkans sem tekur mið af eftirfarandi:
          þjónustustigi sem höfn veitir,
          aflamagni sem landað er í viðkomandi höfn,
          verðmæti afla sem landað er,
          magni sem unnið er í viðkomandi verstöð,
          vöruflutningum sem fara um höfnina,
          aðstæðum til hafnargerðar á viðkomandi stað.
    Allar hafnir í flokkum I og II eru í grunnneti. Auk þess eru í grunnneti ferjuhafnir þar sem eru reglubundnar ferjusiglingar og iðnaðarhöfnin á Grundartanga. Utan grunnnets eru flestar fiskihafnir í flokki III og IV og iðnaðarhöfnin við þörungaverksmiðjuna á Reykhólum. Flokkunin er endurskoðuð á fjögurra ára fresti, um leið og 12 ára áætlun.

Tafla 3-1. Flokkun hafna.
Flokkur I, stórar fiskihafnir:
*Akraneshöfn Akureyrarhöfn *Eskifjarðarhöfn
*Fáskrúðsfjarðarhöfn Grindavíkurhöfn Hafnarfjarðarhöfn
*Hornafjarðarhöfn Ísafjarðarhöfn *Neskaupstaðarhöfn
Reykjavíkurhöfn *Reykjaneshöfn Sauðárkrókshöfn
*Seyðisfjarðarhöfn *Vestmannaeyjahöfn *Vopnafjarðarhöfn
Þorlákshöfn
* Hafnir þar sem löndun er á uppsjávarfiski 2008.
Flokkur II, meðalstórar fiskihafnir:
Bolungarvíkurhöfn Dalvíkurhöfn Djúpavogshöfn
Grundarfjarðarhöfn Húsavíkurhöfn Kópavogshöfn
Ólafsfjarðarhöfn Ólafsvíkurhöfn Patreksfjarðarhöfn
Reyðarfjarðarhöfn Rifshöfn Sandgerðishöfn
Siglufjarðarhöfn Skagastrandarhöfn *Þórshöfn
* Höfn þar sem löndun er á uppsjávarfiski 2008.

Flokkur III, bátahafnir:
Bíldudalshöfn Flateyrarhöfn Hólmavíkurhöfn
Hvammstangahöfn Raufarhöfn Stykkishólmshöfn
Stöðvarfjarðarhöfn Suðureyrarhöfn Súðavíkurhöfn
Tálknafjarðarhöfn Þingeyrarhöfn

Flokkur IV, smábátahafnir:
Arnarstapahöfn Árskógssandshöfn Bakkafjarðarhöfn
Blönduóshöfn Borgarfjarðarhöfn eystri Breiðdalsvíkurhöfn
Brjánslækjarhöfn Drangsneshöfn Grenivíkurhöfn
Grímseyjarhöfn Hjalteyrarhöfn Hofsóshöfn
Hríseyjarhöfn Kópaskershöfn Mjóafjarðarhöfn
Norðurfjarðarhöfn Vogahöfn

    Auk þeirra 59 fiskihafna sem tilgreindar eru í framantöldum fjórum flokkum eru nokkrir minni löndunarstaðir. Fyrir hvern flokk er miðað við hönnunarskip sem skilgreint er út frá lengd, breidd og djúpristu (sjá töflu 3-5).

Tafla 3-2. Skilgreining á hönnunarskipum eftir flokkum hafna.
Flokkur I
Stórar fiskihafnir
Flokkur II
Meðalstórar fiskihafnir
Flokkur III
Bátahafnir
Flokkur IV
Smábátahafnir
Fiskiskip,
    70–80 m löng
    12–16 m breið
    8–9 m djúprista
Fiskiskip,
    50–60 m löng
    10–12 m breið
    6–8 m djúprista *)
Fiskiskip,
    40–50 m löng
    7–9 m breið
    5–6 m djúprista *)
Fiskiskip,
    10–15 m löng
    3–4 m breið
    2–3 m djúprista
Flutningaskip,
    100–130 m löng,
    14–20 m breið
    6–7 m djúprista
Flutningaskip, **)
    80–110 m löng,
    12–16 m breið
    5–6 m djúprista
*)    Ef löndun á uppsjávarfiski er yfir 10.000 tonn að meðaltali miðað við þriggja ára tímabil er tekið mið af dálki I, stórar fiskihafnir.
**)    Ekki er þörf á aðstöðu fyrir flutningaskip ef samgöngur eru greiðar allt árið við nálæga flutningahöfn.

Tafla 3-3. Helstu staðalkröfur fyrir fjóra flokka hafna.
Flokkur I
Stórar fiskihafnir
Flokkur II
Meðalstórar fiskihafnir
Flokkur III
Bátahafnir
Flokkur IV
Smábátahafnir
Innsigling,
breidd rennu
Breidd siglingarennu
2–5 x breidd hönnunarskips,
háð aðstæðum
Breidd siglingarennu
2–5 x breidd hönnunarskips, háð aðstæðum
Breidd siglingarennu
2–5 x breidd hönnunarskips, háð aðstæðum
Breidd siglingarennu
2–5 x breidd hönnunarskips, háð aðstæðum
Sæflötur hafnar Stærri en 10 ha Stærri en 5 ha Hafnarkví stærri en 1 ha með öruggu skjóli fyrir báta Hafnarkví stærri en 70 m2 x fjöldi smábáta sem notar höfnina > 5% tímans
Snúningssvæði Flutningaskip
D > 1,5 x lengd hönnunarskips. Sé snúið við bryggju eða ef dráttarbátur er til aðstoðar telst vera í lagi þótt þvermál snúnings sé um 15% minna

Flutningaskip
D > 1,5 x lengd hönnunarskips. Má þó vera allt að 20% minna snúningsþvermál sé snúningur við bryggju eða ef dráttarbátur er til staðar

D > 1,2 x lengd hönnunarskips D > 1,2 x lengd hönnunarskips
Fiskiskip
D > 1,2 x lengd hönnunarskips
Fiskiskip
D > 1,2 x lengd hönnunarskips
Dýpi
    Innsigling > 9,5 m
á smástraumsfjöru, háð kenniöldu
> 8 m
á smástraumsfjöru, háð kenniöldu
6,5 m
á smástraumsfjöru, háð kenniöldu 
4 m
á smástraumsfjöru, háð kenniöldu
    Snúningssvæði > 9 m
á smástraumsfjöru
> 7,5 m
á smástraumsfjöru
> 6 m
á smástraumsfjöru
> 3 m
á smástraumsfjöru
    Löndunarbryggja > 9 m
á stórstraumsfjöru
> 8 m
á stórstraumsfjöru
> 6,5 m
á stórstraumsfjöru
> 2,5 m
á stórstraumsfjöru
Kyrrð, gæði
viðlegukanta
A–B A–B A–B A–B
Landrými við
kanta
Athafnasvæði við flutninga- og löndunarkanta > 30 m á breidd.
Ef athafnasvæði er minna og lestun/ losun krefst notkunar ökutækja skerðist nýting viðkomandi löndunarkants
Athafnasvæði við löndunarkanta > 25 m á breidd.
Ef athafnasvæði er minna og lestun/ losun krefst notkunar ökutækja skerðist nýting viðkomandi löndunarkants
Athafnasvæði við löndunarkanta > 20 m á breidd.
Ef athafnasvæði er minna og lestun/ losun krefst notkunar ökutækja skerðist nýting viðkomandi löndunarkants
Smábátar landa við krana. Akstursbreidd við krana > 12 m

4. VEGÁÆTLUN
    Fjárhæðir áætlunarinnar á árinu 2009 eru í samræmi við samþykkt fjárlög og fjáraukalög fyrir það ár. Vegna efnahagsástandsins var ýmsum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á því ári samkvæmt gildandi samgönguáætlun frestað, auk þess sem fjárveitingar til almenns rekstrar, almenningssamgangna, þjónustu og viðhalds voru lækkaðar umtalsvert. Heildarframlag til vegagerðar í fjárlögum er 28.365 millj. kr., en samkvæmt fyrri vegáætlun 2007– 10 fyrir árið 2009 var það 41.670 millj. kr. á sama verðlagi, eða 47% hærra. Fjárhæðir áætlunarinnar árið 2010 eru í samræmi við samþykkt fjárlög auk 3.658 millj. kr. sem fluttar eru af ónýttum fjárveitingum áranna 2008 og 2009. Gert er ráð fyrir að fjárveitingar til rekstrar Vegagerðarinnar, þjónustu, styrkja, rannsókna og viðhalds lækki um 1.060 millj. kr. 2011 og verði óbreyttar 2012. Gert er ráð fyrir að stofnkostnaður verði 7.500 millj. kr. 2011 og 7.000 millj. kr. 2012.

4.1 Fjármál.
    Heildarfjármagn til vegamála samkvæmt fjárlögum á árinu 2010 er 19.159 millj. kr. Að auki fara 20,9 millj. kr. í greiðslu skulda við ríkissjóð.
    Rúmlega 75% fjárins koma frá mörkuðum tekjustofnum eða 14.470 millj. kr. Einnig er ráðstafað 61,6 millj. kr. af framtíðartekjum Vegagerðarinnar. Þær eru greiddar úr ríkissjóði nú en færast sem viðskiptahreyfing Vegagerðarinnar gagnvart ríkinu. Aðrar sértekjur eru um 10 millj. kr. Til viðbótar þessu koma framlög úr ríkissjóði. Skipta má þeim í þrennt. Framlag til innanlandsflugs, framlag til jarðgangagerðar og almennt framlag.
    Gert er ráð fyrir að markaðir tekjustofnar verði hækkaðir til samræmis við verðlagshækkanir á tímabilinu, svo og ríkisframlög, þannig að áætlunin haldi verðgildi sínu.
    Síðasta endurgreiðsla af láni viðbótarframlags úr ríkissjóði frá árinu 1999 verður á árinu 2010 20,9 millj. kr.

4.1.1 Tekjur og framlög.
Markaðar tekjur.

    Vegagerðin hefur samkvæmt lögum tekjur af mörkuðum tekjustofnum. Þeir eru bensíngjald, olíugjald og þungaskattur á bifreiðar yfir 10 tonn að leyfðum heildarþunga.
    Bensíngjald var síðast hækkað 11. desember 2008 um 12,5% og er nú 37,07 kr./l.
    Olíugjald er nú 52,77 kr./l Það tók gildi 1. júlí 2005 með lögum nr. 87/2004 og var þá 41 kr./l allt þar til 11. desember 2008 þegar það var hækkað í 46,12 kr./l. Næst var það hækkað 28. maí 2009 og þá í 51,12 kr./l. Nýjasta hækkunin tók gildi 1. janúar 2010 en þá hækkaði gjaldið í 52,77 kr./l. Hækkunin á einu ári var því 28,7%. Þungaskattur hefur einnig tekið breytingum. Þann 11. desember 2008 var hann hækkaður um 12,5% en 28. maí 2009 var hann lækkaður aftur um 20% þannig að niðurstaðan er sú að skatturinn er 10% lægri í dag en hann var árið 2008.
    Hér á eftir fer tafla yfir áætlaða álagningu markaðra tekna á árunum 2009–2012. Fjárhæðir vegna 2009 eru rauntölur á verðlagi þess árs. Aðrar tölur eru í milljónum króna á verðlagi fjárlaga 2010.

Ár Bensín- gjald Olíugjald Km-gjald Leyfisgjöld flutninga Leyfisgjöld leigubifreiða Alls
millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr.
2009 7.730 6.204 974 4 6 14.918
2010 7.420 6.260 790 4 6 14.480
2011 7.502 6.339 816 4 6 14.667
2012 7.577 6.434 824 4 6 14.845

Bifreiðaeign.
    
Frá 1995 jókst bifreiðaeign jafnt og þétt fram til ársins 2010 þegar bifreiðum á skrá fækkaði í fyrsta sinn frá því á milli áranna 1993 og 1994. Fækkunin nú nam 4.440 bifreiðum. Nýskráningar bifreiða voru í algjöru lágmarki. Einungis voru nýskráðar 2.570 bifreiðar, þar af 2.211 fólksbifreiðar. Til samanburðar má nefna að metárið 2005 voru nýskráningar tæplega 26.000 talsins. Í árslok 2004 komst bifreiðaeign landsmanna yfir 200.000 bifreiðar og í ársbyrjun 2010 var hún alls 238.149 bifreiðar.

Fólksbílar Hópferða-   Bifreiðar
Ársbyrjun Fólksbílar á 1.000 íbúa bílar Vörubílar samtals
1960 14.228 89 325 5.703 20.256
1970 37.304 183 555 5.727 43.586
1980 81.025 357 1.117 7.873 90.015
1990 124.273 490 1.328 12.177 137.778
2000 151.409 543 1.621 17.807 170.837
2001 158.936 562 1.673 19.432 180.041
2002 159.865 558 1.711 19.990 181.566
2003 161.721 561 1.699 20.278 183.698
2004 166.869 574 1.709 21.235 189.813
2005 175.427 598 1.762 23.035 200.224
2006 187.442 625 1.899 25.544 214.885
2007 197.291 641 1.929 28.100 227.320
2008 207.513 662 1.943 31.095 240.551
2009 209.740 656 1.955 31.819 243.514
2010 205.338 647 1.888 30.923 238.149

Tekjur af bensíni.
    Síðastliðin fimmtán ár hefur sala á bensíni aukist um tæplega 1% á ári að meðaltali. Mikil aukning varð á milli áranna 2005 og 2006 eða 5,1% og aukningin á milli 2006 og 2007 var 4,1%. Helst þetta í hendur við mikinn fjölda nýskráninga bifreiða á þessum árum. Á árinu 2008 dróst salan saman aftur um 5,3% og um 0,5% á árinu 2009. Gert er ráð fyrir að bensínsala aukist um 1% á ári í lítrum talið frá 2010 til 2012.
    Bensíngjald var síðast hækkað í desember 2008. Hækkunin nam 12,5% og er gjaldið núna 37,07 kr./l af blýlausu bensíni.

Tekjur af þungaskatti.
    Þungaskattur er innheimtur af öllum bifreiðum sem eru yfir 10 tonn að leyfðum heildarþunga. Einungis er um að ræða kílómetragjald en það er stighækkandi frá 0,26 kr./km í flokki bifreiða 10–11 tonn upp í 11,60 kr./km fyrir bifreiðar sem eru 31 tonn eða meira. Gjaldið var hækkað um 12,5% í desember 2008 en lækkað aftur um 20% í maí 2009 og er því um 10% lægra nú en það var fyrir hækkunina 2008. Tekjur af kílómetragjaldi voru tæplega 974 millj. kr. á árinu 2009. Gert er ráð fyrir að tekjur af kílómetragjaldi verði um 790 millj. kr. á árinu 2010 og aukist um 1% á ári vegna aukins aksturs þungra bifreiða með vaxandi þungaflutningum á vegunum.

Tekjur af olíugjaldi.
    Lög um olíugjald tóku gildi 1. júlí 2005. Gjaldið er nú 52,77 kr. af hverjum seldum lítra og hefur tekið örum hækkunum frá því í desember 2008. Þá hækkaði það um 5 kr./l úr 41 kr./l í 46 kr./l. Það hækkaði það aftur í maí 2009 og þá í 51,12 kr./l. Loks hækkaði það í ársbyrjun 2010 í 52,77 kr./l. Sala á dísilolíu hefur dregist saman í takti við minnkandi umsvif í landinu og er gert ráð fyrir að hún verði um 120 milljónir lítra á árinu 2010 á móti 149 milljónum lítra árið 2007. Áætluð árleg aukning eftir árið 2010 er 1%.

Tekjur af leyfisgjöldum flutninga og leigubifreiða.
    Aðrar tekjur eru annars vegar leyfisgjöld flutninga og hins vegar leyfisgjöld leigubifreiða. Vegagerðin sér um útgáfu leyfa til fólks- og vöruflutninga samkvæmt lögum nr. 73/2001 og um útgáfu atvinnuleyfa til leigubílstjóra samkvæmt lögum nr. 134/2001 og innheimtir gjald fyrir leyfin samkvæmt lögunum. Áætlaðar tekjur af leyfisveitingum eru 10 millj. kr. á ári á tímabili áætlunarinnar.

Framlag úr ríkissjóði.
    Framlag úr ríkissjóði á árinu 2010 er 8.358 millj. kr. og skiptist í framlag til innanlandsflugs, framlag til jarðganga og almennt framlag úr ríkissjóði. Gert er ráð fyrir að framlög vegna 2011 og 2012 verði um 2.000 og 1.400 millj. kr. Framlag til áætlunarflugs er 277 millj. kr. hvort ár en almennt framlag úr ríkissjóði 1.532 millj. kr. 2011 en afgangur markaðra tekna 2012 100 millj. kr. Eins og kunnugt er þá er jarðgangaáætlun hluti vegáætlunar. Í gildandi vegáætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdir við Norðfjarðargöng hæfust 2009 en nú er gert ráð fyrir að þær hefjist 2011. Gert er ráð fyrir 220 millj. kr. framlagi 2011 og 1.174 millj. kr. 2012.

4.1.2 Viðskiptahreyfingar.
    
Á árinu 2009 voru greiddar 332 millj. kr. af 500 millj. kr. láni úr ríkissjóði frá árinu 1999 og 2010 er síðasta greiðsla af láninu, 20,9 millj. kr.

4.1.3 Sérstök fjármögnun.
    Vegna stöðu efnahagsmála og alvarlegrar stöðu ríkissjóðs hefur að undanförnu verið rætt um aðkomu lífeyrissjóðanna eða annarra fjárfesta að fjármögnun vegaframkvæmda auk annarra framkvæmda í landinu. Forsendur aðkomu lífeyrissjóðanna eru einkum þær að sjóðirnir fái viðunandi arð af fjárfestingum sínum og fjárfestingarnar séu þjóðhagslega arðbærar. Jafnframt liggur fyrir að ríkissjóður hefur takmarkað svigrúm til að auka skuldbindingar sínar. Þetta þýðir að auknar framkvæmdir verður að fjármagna með veggjöldum. Eftirtaldar framkvæmdir hafa verið skoðaðar í tengslum við aðkomu lífeyrissjóðanna.

Verkefni Kostnaður
[millj. kr.]
Lengd
verk-
efnis
Hægt

byrja
Árlegur kostnaður [millj. kr.] Samtals
[millj. kr.]
2010 2011 2012 2013 2014
Suðurlandsvegur
    Vesturlandsvegur–Hólmsá 3.450 5 ár 2010 200 250 1.000 1.000 1.000 3.450
    Hólmsá–Hveragerði 5.200 4 ár 2010 450 1.700 1.700 1.350 5.200
    Hveragerði–Selfoss 4.400 3 ár 2012 1.400 1.500 1.500 4.400
    Ný brú á Ölfusá 2.800 2 ár 2013 1.400 1.400 2.800
Vesturlandsvegur
    2 + 1 og mislægt 2.840 2 ár 2013 1.300 1.540 2.840
Reykjanesbraut 6.000 4 ár 2011 1.100 1.400 1.700 1.800 6.000
Vaðlaheiði 8.600 3 ár 2011 2.500 3.100 3.000 8.600
Samtals 650 5.550 8.600 11.250 7.240 33.290

    Ef Alþingi samþykkir upptöku veggjalda til að flýta vegaframkvæmdum munu framangreind verkefni eða hluti þeirra bætast við lista þeirra verkefna sem ætlað er að koma í framkvæmd á næstu missirum samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun.

4.1.4 Rekstur Vegagerðarinnar (1.01 og 1.02).
    Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2010 er fjárveiting til þessara liða samtals 627 millj. kr.

Stjórnsýsla veghalds.
    Til þessa liðar telst eftirfarandi starfsemi: Yfirstjórn Vegagerðarinnar, framkvæmdasvið, stjórnsýslusvið og þróunarsvið. Þessi svið sjá um stjórnun stofnunarinnar, fjármál hennar, bókhald, almennt skrifstofuhald í Reykjavík, fjárhags- og rekstraráætlanir, kostnaðareftirlit, lögfræði, starfsmannamál, hönnun verka, stjórnun verka og eftirlit með þeim, gerð áætlana, gerð veghönnunarreglna og ýmsar rannsóknir auk umferðareftirlits og upplýsingaþjónustu sem gerð er grein fyrir hér á eftir. Ýmsir þessara verkþátta eins og hönnun, stjórnun og eftirlit með verkum fara einnig fram úti á starfssvæðum Vegagerðarinnar.
    Verkefni á þessu sviði hafa orðið æ umfangsmeiri með árunum. Stafar það ekki síst af því að framkvæmdirnar sem ráðist er í hafa stöðugt orðið stærri og flóknari. Þá þarf að leita umsagnar og samráðs við fleiri aðila en áður. Undirbúningur verkanna verður því tímafrekari og dýrari. Þá vex stöðugt þörfin fyrir gerð viðmiðunarreglna og annarra grunngagna, svo og gerð áætlana, tæknilegra og fjárhagslegra, og eftirlit með þeim. Vinna við stjórn og eftirlit verkefna varðandi fólks- og vöruflutninga og umsjón og eftirlit með almenningssamgöngum er orðin mjög umfangsmikil. Loks má nefna að kröfur um upplýsingagjöf og þjónustu til vegfarenda auka kostnaðinn.

Umsýslugjald til ríkissjóðs.
    Vegagerðin greiðir umsýslugjald til ríkissjóðs af mörkuðum tekjum sem er ætlað að standa straum af innheimtu á þeim gjöldum sem falla undir markaðar tekjur Vegagerðarinnar.

Upplýsingaþjónusta.
    Upplýsingasöfnun um ástand vegakerfisins og umferð hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Jafnframt hefur þörf á upplýsingagjöf til vegfarenda vaxið hröðum skrefum og kostnaður þar með. Samfara þessari þróun hefur viðamikil uppbygging á tækjabúnaði til gagnasöfnunar við vegi átt sér stað. Þessi tækjabúnaður sendir reglulega upplýsingar um veður og umferð sem og myndir af aðstæðum á hverjum stað. Upplýsingar eru síðan nýttar af starfsmönnum Vegagerðarinnar til að taka ákvörðun um aðgerðir í vetrarþjónustu, starfsmönnum upplýsingaþjónustu vegna upplýsingagjafar til vegfarenda og síðan af vegfarendum sjálfum á netinu, textavarpinu og í talvél til að greina og meta aðstæður vegna fyrirhugaðra ferða um vegi landsins. Þróaður hefur verið öflugur skráningarhugbúnaður þar sem færð, ástand og aðstæður sem og ítarupplýsingar fyrir viðkomandi stað eru skráðar og þeim miðlað til vegfarenda.

Umferðareftirlit.
    Eftirlitsstörf Vegagerðarinnar í umferðinni hafa verið í svipuðu horfi frá árinu 2006 en höfðu fram að þeim tíma aukist jafnt og þétt. Er svo komið að umferðareftirlit Vegagerðarinnar sinnir nú eftirliti með tilteknum þáttum umferðarlaga, eftirliti er snýr að innheimtu olíu- og kílómetragjalds og eftirliti er varðar rekstrar- og atvinnuleyfi til fólks- og farmflutninga.
    Eftirlit með þunga ökutækja og að fylgja eftir þungatakmörkunum til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum af völdum of þungra ökutækja hefur verið eitt helsta verkefni umferðareftirlits Vegagerðarinnar. Hin síðari ár hafa fleiri verkefni bæst við og annast umferðareftirlit Vegagerðarinnar nú fjölþætt eftirlit með stórum ökutækjum.
    Vegagerðin annast eftirlit með stærð og þyngd ökutækja og hleðslu, frágangi og merkingu farms. Enn fremur annast hún eftirlit með aksturs- og hvíldartíma ökumanna og notkun ökurita. Eftirlitið fer einkum fram með athugun á ökutækjum og búnaði þeirra á vettvangi á þar til gerðum eftirlitsstöðum. Auk þess fer fram fyrirtækjaeftirlit í starfsstöð flutningsaðila og með innköllun gagna til skoðunar í starfsstöð.
    Vegagerðin annast í samstarfi við ríkisskattstjóra eftirlit með notkun litaðrar olíu á ökutæki og eftirlit með því að gjaldskyld ökutæki, skráning og búnaður þeirra og skráning á akstri vegna ákvörðunar kílómetragjalds sé í samræmi við lög um olíugjald og kílómetragjald. Það fyrirkomulag sem er á gjaldtöku eftir lögum um olíugjald og kílómetragjald kallar á meira eftirlit og aðrar eftirlitsaðferðir en var eftir eldri lögum um þungaskatt.
    Vegagerðinni hefur verið falið að fylgja eftir og kanna réttmæti ábendinga um að leyfisskyld starfsemi samkvæmt lögum um fólks- og vöruflutninga á landi sé stunduð án leyfis. Komi í ljós brot er Vegagerðinni að undangenginni rannsókn falið að stöðva viðkomandi flutninga og kæra brot til lögreglu. Framkvæmd laga um leigubifreiðar hefur loks í för með sér að sinna þarf eftirliti með því að farið sé að ákvæðum laganna.
    Lagt er til að fjárveiting verði 102 millj. kr. 2010.

4.1.5 Þjónusta, styrkir, rannsóknir og viðhald. Styrkir til ferja, sérleyfishafa og innanlandsflugs (1.11 og 1.13).
    Fjárveiting til þessa liðar var 1.416 millj. kr. árið 2009, er 1.355 millj. kr. 2010 og gert er ráð fyrir að hún verði 1.189 millj. kr. 2011 og 2012.
    Unnið er að langtímastefnumótun um almenningssamgöngur. Stefnt er að því að taka upp viðræður við svæðasamtök sveitarfélaga um samstarf vegna almenningssamgangna innan þeirra svæða. Jafnframt verði hugað að stofnun samgöngufélaga um rekstur almenningssamgangna á einstökum svæðum. Framboð og eftirspurn almenningssamgangna verði stillt saman eins og unnt er, t.d. með tilkomu þjónustuborðs sem sér um skipulagningu þjónustu samkvæmt beiðni á fámennum stöðum og nýtingu annarra farkosta. Hætt verði að styrkja fleiri en einn ferðamáta á hverjum stað, enda leiðir það til óhagkvæmni og samkeppni milli tveggja styrktra samgöngumáta. Forðast beri skattlagningu almenningssamgangna og hugað verði að fullri endurgreiðslu olíuskatta enda leiði það til aukinnar þjónustu. Þá þarf að huga að bættri nýtingu fjármuna sem stjórnvöld veita með ýmsum hætti til málaflokksins með hagkvæmni og skilvirkni að leiðarljósi.

Ferjur.
    Af þessum lið eru greiddir rekstrarstyrkir til rekstraraðila ferja á leiðum sem falla undir ákvæði vegalaga svo og annar kostnaður þeirra vegna, afborganir af lánum og vextir vegna nýsmíði eða kaupa á ferjunum og búnaði þeirra.
    Rekstrarstyrkir námu 656 millj. kr. árið 2009. Erfitt er að áætla fjárhæð rekstrarstyrkja 2010. Kemur það aðallega til af því að gert er ráð fyrir að siglingar Herjólfs á nýrri áætlunarleið á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar hefjist 1. júlí. Mikil óvissa ríkir um kostnað við þann rekstur en ljóst er að hann verður meiri en af siglingum til Þorlákshafnar. Margar skýringar eru á þessu, m.a. breytt olíunotkun á styttri leið, minni tekjur af fargjöldum og fjölgun ferða. Í eftirfarandi töflu er hins vegar gert ráð fyrir óbreyttum kostnaði við ferjureksturinn með hlutfallslegum niðurskurði vegna ársins 2010. Það er eina talan sem er þekkt í dag. Með aukinni þjónustu á undanförnum árum hafa styrkgreiðslur hækkað og kostnaður við þennan lið þar með aukist.
    Alls eru sex ferjuleiðir greiddar af þessum lið, Vestmannaeyjaferja, Breiðafjarðarferja, Hríseyjarferja, Grímseyjarferja, Mjóafjarðarferja og Vigur/Æðeyjarferja og hefur rekstur þeirra allra verið boðinn út. Minnkandi fjárveitingar til almenningssamgangna 2010 leiddu til þess að ferðum var fækkað og gripið til niðurskurðar á öllum leiðum.
    Í tölunum í eftirfarandi töflu er innifalinn allur kostnaður af rekstri ferjanna, svo sem rekstrarstyrkir, tryggingar og sá hluti viðhalds og endurbóta sem greiðist af Vegagerðinni. Þó er ein undantekning þar á en stofnkostnaður vegna nauðsynlegra breytinga á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi 2010 vegna breytingar á siglingaleið er ekki talinn með heldur er hann talinn á meðal stofnkostnaðarverkefna. Hækkun kostnaðar Grímseyjarferju á milli ára, þrátt fyrir niðurskurð, er vegna áætlaðs viðhaldskostnaðar 2010.

Kostnaður Áætlun
2009 2010
Ferjur millj. kr. millj. kr.
Vestmannaeyjaferja* 454 406
Breiðafjarðarferja 103 106
Vigur/Æðeyjarferja 10 6
Hríseyjarferja 68 66
Grímseyjarferja 93 106
Mjóafjarðarferja 12 9
Ófyrirséður kostnaður 15
Samtals 740 714
*    Kostnaður vegna Vestmannaeyjaferju 2010 er miðaður við áætlun til Þorlákshafnar með niðurskurði á ferðatíðni. Kostnaður vegna siglinga í Landeyjahöfn er umtalsvert meiri.

Áætlunarflug.
    Alls eru styrkt áætlunarflug til átta áfangastaða á landinu. Þeir eru Gjögur, Bíldudalur, Sauðárkrókur, Grímsey, Þórshöfn, Vopnafjörður, Höfn og Vestmannaeyjar. Kostnaður við samningana var um 346 millj. kr. á árinu 2009 en allir samningarnir runnu út í lok þess árs. Samningarnir voru framlengdir með skerðingu til mismunandi langs tíma. Styrktu áætlunarflugi til Vestmannaeyja verður hætt 1. ágúst 2010 þegar ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar hefjast. Í öðrum samningum var ferðum fækkað sökum minnkandi fjárveitingar til málaflokksins vegna erfiðleika í ríkisfjármálum.


Kostnaður Áætlun
2009 2010
Flug millj. kr. millj. kr.
Bíldudalur og Gjögur 64 70
Grímsey, Þórshöfn og Vopnafjörður 59 64
Sauðárkrókur 44 47
Höfn 54 55
Vestmannaeyjar 124 72
Samtals 346 308
Sérleyfi á landi.
    Af þessum lið eru greiddir styrkir til sérleyfishafa. Samningar um sérleyfisakstur runnu út í árslok 2008 og var hluti þeirra framlengdur til ársloka 2010, þ.e. allir samningar um akstur á Vestfjörðum og Austfjörðum. Sveitarfélögum var veitt einkaleyfi á nokkrum leiðum. Á þetta við um allan akstur á Suðurnesjum, leiðirnar Reykjavík–Hveragerði/Selfoss og Reykjavík–Borgarnes og Selfoss–Eyrarbakki/Stokkseyri. Hluti leiðanna var boðinn út aftur og hófst akstur samkvæmt nýju útboði 1. janúar 2009. Heildarkostnaður við sérleyfisakstur á árinu 2009 nam rúmlega 336 millj. kr. Eins og í öðrum almenningssamgöngum kom niðurskurður niður á nokkrum sérleyfisleiðum. Áætlaður kostnaður við sérleyfisakstur 2010 er 333 millj. kr. en gert er ráð fyrir að niðurskurði á styrkjum til ferju- og sérleyfishafa um 134,7 millj. kr. árið 2011 en óbreyttum framlögum 2012 að frátöldum verðlagshækkunum.

Kostnaður Áætlun
2009 2010
Sérleyfi millj. kr. millj. kr.
Reykjavík–Hella–Hvolsvöllur 16 18
Hvolsvöllur–Vík 6 7
Vík–Kirkjubæjarklaustur–Höfn 20 22
Selfoss–Laugarvatn–Reykholt–Laugarás 4 5
Selfoss–Flúðir 7 5
Reykjavík–Þorlákshöfn 14 15
Höfn–Egilsstaðir 7 7
Reykjavík–Borgarnes (sept.–des.) 3 8
Borgarnes–Reykholt 1 1
Snæfellsnes–Borgarnes 21 23
Borgarnes–Búðardalur 5 4
Búðardalur–Króksfjarðarnes 3 2
Króksfjarðarnes–Reykhólar 1 1
Reykjavík–Akureyri 44 48
Brú–Hólmavík 2 2
Hólmavík–Drangsnes 0 1
Sauðárkrókur–Varmahlíð 4 5
Siglufjörður–Sauðárkrókur 12 9
Dalvík–Akureyri 9 9
Dalvík–Ólafsfjörður 3 2
Húsavík–Akureyri 20 12
Akureyri–Raufarhöfn–Þórshöfn 14 9
Akureyri–Egilsstaðir 12 13
Bolungarvík–Ísafjarðarflugvöllur 4 5
Patreksfjörður–Bíldudalur 4 4
Ísafjörður–Brjánslækur–Patreksfjörður 1 1
Ísafjörður– Súðavík–Hólmavík 1 1
Ísafjörður–Súðavík 2 1
Borgarfjörður eystri–Egilsstaðir 2 3
Seyðisfjörður–Egilsstaðir 5 5
Neskaupstaður–Egilsstaðir 11 13
Breiðdalsvík–Egilsstaðir 7 5
Djúpivogur–Höfn 7 7
Akraneskaupstaður 8 9
Borgarbyggð 10 0
Árborg 10 10
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 19 20
Rekstur BSÍ 18 18
Ófyrirséð 3
Samtals 335 333

Rannsóknir (1.21).
    Fjárveiting til þessa liðar er 1,5% af mörkuðum tekjum til vegagerðar í samræmi við 23. gr. vegalaga, nr. 80/2007. Í rannsóknastefnu Vegagerðarinnar er megináhersla lögð á verkefni sem Vegagerðin skilgreinir sjálf og fær sérfræðinga til að vinna. Áfram er þó einnig gert ráð fyrir að aðilar utan stofnunar geti sótt um fjárveitingar og styrki til afmarkaðra verkefna sem þeir skilgreina sjálfir. Rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt í fjóra flokka: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag, sjá nánar hér á eftir. Reiknað er með að rannsóknafé skiptist nokkuð jafnt á ofangreinda flokka.
    Mannvirki.
    Undir þennan flokk falla rannsóknir sem snúa að veginum sjálfum og þeim mannvirkjum sem tengjast honum, svo sem brýr og jarðgöng. Einnig fellur undir þennan flokk fastur búnaður sem fylgir veginum eins og vegrið o.fl.
    Umferð.
    Í þessum flokki eru rannsóknir sem snúa að umferð á vegum, svo sem öryggi vegfarenda, þjónustu, umferðarstjórnun, upplýsingum til vegfarenda o.þ.h.
    Umhverfi.
    Undir þennan flokk falla rannsóknir sem snúa að ytra umhverfi vegarins, svo sem umhverfisáhrifum framkvæmda og umferðar, veðurfari, náttúruvá o.þ.h.
    Samfélag.
    Í þessum flokki eru rannsóknir sem snúa að samfélaginu í víðara samhengi, svo sem rannsóknum á samfélagslegum áhrifum samgangna, arðsemi, kostnaði, flutningum, hreyfanleika o.þ.h.

Viðhald og þjónusta (1.07 og 5.10).
    Lýsing: Viðhald þjóðvegakerfisins felur í sér að varðveita þau verðmæti sem liggja bundin í vegakerfinu ásamt því að uppfylla gildandi reglur um burðarþol og vegbreiddir. Viðhald þjóðvega tekur einnig til þeirrar þjónustu á vegakerfinu sem miðar að því að tryggja greiða og örugga umferð.
    Umfang: Umfang verkefnisins tekur til verkefna á 11.050 km (stofnvegir 5.030 km, tengivegir 2.797 km og héraðsvegir 3.223 km) löngu þjóðvegakerfi og felur í sér eftirtalda þætti:
          viðhald bundinna slitlaga,
          viðhald malarvega,
          styrkingar og endurbætur,
          brýr og varnargarða,
          veggöng,
          viðhald vegmerkinga,
          samninga við sveitarfélög,
          viðhaldssvæði,
          vetrarviðhald,
          umferðaröryggi,
          vatnaskemmdir og ófyrirséð atvik,
          viðhald girðinga,
          frágang gamalla efnisnáma
          minjar og sögu.
    Ástand: Þjóðvegakerfið er byggt upp á löngum tíma og er misvel í stakk búið til að gegna hlutverki sínu. Stöðug aukning umferðar, aukinn umferðarhraði og ekki síst aukin þungaumferð á þjóðvegum leiðir af sér sífellt meiri þörf fyrir öruggari og betur byggða vegi. Vegir sem byggðir voru fyrir 20–30 árum uppfylla ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru til burðarþols, breiddar og umferðaröryggis. Kröfur vegfarenda til þjónustu á vegakerfinu eru einnig sífellt að aukast og ætlast er til að umferð geti gengið greiðlega allan sólarhringinn árið um kring.
    Fjárþörf: Árleg fjárþörf til viðhalds og þjónustu þjóðvega er metin 9.900–10.600 millj. kr. Á fjárlögum 2009 voru ætlaðar 8.873 millj. kr. til viðhalds og þjónustu en lagt er til að fjárveitingar verði 8.062 millj. kr. 2010 og um 10% lægri eða 7.263 millj. kr. hvort ár 2011 og 2012. Fjárveitingin 2010 er 76–81% af áætlaðri fjárþörf en einungis 62% af áætlaðri þörf ef miðað er við þau markmið sem sett voru fram við endurskoðun vegáætlunar 2008. Markmiðin þá voru að hægt væri að hverfa frá þungatakmörkunum á Hringvegi, fyrst á leiðinni Reykjavík–Akureyri, og síðan á öllum Hringveginum. Núverandi fjárveitingar viðhalds og þjónustu eru einungis til að verja vegakerfið skemmdum og halda uppi viðunandi þjónustu. Frekari endurbótum er því frestað um sinn.

Viðhald bundinna slitlaga.
    Lýsing: Verkefnið felur í sér endurnýjun og viðgerðir á bundnu slitlagi á stofnvegum, tengivegum og héraðsvegum. Verkefnið er fólgið bæði í viðgerðum á stökum skemmdum sem þarf að sinna með stuttum fyrirvara allt árið og yfirlögnum yfir eldri slitlög til að viðhalda verðmæti vegarins.
    Umfang: Lengd bundinna slitlaga á þjóðvegum er um 5.040 km eða nálægt 32 milljónum m2. Yfir 95% af umferðinni eru nú á bundnu slitlagi sem að stærstum hluta er klæðing. Malbik er nú einungis á umferðarmestu vegunum eða aðeins á um 9% af flatarmáli bundinna slitlaga. Umferðarmörk milli klæðingar og malbiks eru um 3.000 bílar á sólarhring (ÁDU). Um 50 km af vegum eru nú með klæðingarslitlagi en þyrftu að vera malbikaðir.
    Ástand: Á undanförnum árum hafa árlega verið endurnýjuð 11–12% af flatarmáli bundinna slitlaga eða 3,5–3,8 milljónir m2. Það samsvarar því að slitlag sé endurnýjað á rúmlega 8 ára fresti. Með aukinni og þyngri umferð er það engan veginn nægilegt fyrir vegi með klæðingarslitlagi þar sem umferð er mest. Niðurstaða árlegrar ástandsskoðunar sýnir að ástand slitlaga hefur versnað undanfarin ár. Til þess að auka endingu slitlaga er nauðsynlegt að vinna að tveimur markmiðum. Í fyrsta lagi að endurbæta klæðingarslitlög með því að nota betra og þar af leiðandi dýrara steinefni og vanda betur vinnubrögð við lögn slitlaganna. Í öðru lagi að leggja malbik í stað klæðingar á vegi þar sem umferð fer yfir 3.000 bíla. Malbik er 6–7 sinnum dýrara en klæðing sem yfirlögn, en á móti kemur lengri ending og auk þess eykst burðarþol veganna þar sem malbikið hefur meiri styrk en klæðingin.
    Fjárþörf: Þar sem bundið slitlag í vegakerfinu eykst á hverju ári vex þörfin fyrir fjármagn til viðhalds. Áætluð fjárþörf til viðhalds bundinna slitlaga er 2.000–2.300 millj. kr. Lagt er til að fjárveiting verði 1.500 millj. kr. á árinu 2010 sem er mun minna en áætluð fjárþörf.

Viðhald malarslitlaga.
    Lýsing: Verkefnið innifelur endurnýjun, viðgerðir, viðgerðir á vegöxlum (hliðarsvæðum við akbraut), heflun og rykbindingu á malarslitlögum á stofnvegum, tengivegum og héraðsvegum. Í verkefninu felast bæði viðgerðir á stökum skemmdum sem þarf að sinna með stuttum fyrirvara allt árið, viðhald á festu og sléttleika yfirborðsins með rykbindingu og heflun og endurnýjun slitlags og efnis í öxlum til að viðhalda verðmæti vegarins.
    Umfang: Lengd stofnvega, tengivega og héraðsvega með malarslitlagi er um 6.000 km, en innan við 5% af ökutækjum er ekið eftir þeim.
    Ástand: Á undanförnum árum hefur malarslitlag verið endurnýjað á um 15% af lengd malarvega árlega. Það samsvarar því að slitlag sé endurnýjað á 6–7 ára fresti. Niðurstaða ástandsskoðunar sýnir að ástand þessara slitlaga stendur engan veginn undir þeim kröfum sem vegfarendur gera í dag.
    Fjárþörf: Til þess að koma ástandi malarslitlaga í viðunandi horf þarf að endurnýja slitlagið að meðaltali á a.m.k. 5 ára fresti sem þýðir að fjárveiting endurnýjunar þarf að aukast um 15%. Til að mæta kröfum vegfarenda til ástands yfirborðs, þ.e. til rykbindingar og heflunar þarf u.þ.b. að tvöfalda það fjármagn sem nú er varið til þessara aðgerða. Lagt er til að fjárveiting til þessa verkefnis verði 623 millj. kr. árið 2010 og er það mun minna en áætluð þörf sem er á bilinu 740–800 millj. kr.

Styrkingar og endurbætur.
    Lýsing: Þessum lið er ætlað að kosta styrkingar og endurbætur á stofnvegum, tengivegum og héraðsvegum. Fyrst og fremst er um að ræða styrkingu á efsta hluta burðarlags veganna sem brotnar niður undan aukinni og sífellt þyngri umferð en einnig er um að ræða eðlilegt slit og niðurbrot. Auk þess er um að ræða endurbætur víða á vegakerfinu vegna breyttrar og aukinnar notkunar og breytinga á umferðarmunstri. Liður þessi nær einnig til viðhalds og endurbóta á áningarstöðum.
    Umfang: Fyrir 25–30 árum hófst að verulegu marki uppbygging vega með bundnu slitlagi á þeim leiðum þar sem umferð var mest. Eðlilegur endingartími burðarlaga er talinn vera um 20 ár og vegna þeirra miklu verðmæta sem liggja í þessum vegum er nauðsynlegt að áhersla sé lögð á að viðhalda þeim. Þörfin fyrir endurbætur á þessum vegum er því mikil og mun hún fara vaxandi, sérstaklega þegar horft er til þeirrar miklu lengingar á vegum með bundnu slitlagi sem varð á 9. áratug síðustu aldar. Samhliða styrkingu þarf að breikka elstu vegina og lagfæra umhverfi þeirra og öryggisbúnað. Enn er stór hluti umferðarminni tengi- og héraðsvega með malarslitlagi og margir byggðir fyrir mjög litla og létta umferð. Því er mikil þörf fyrir styrkingu þessara vega á meðan ekki fæst fjármagn til endurbyggingar þeirra.
    Ástand: Í samræmi við markmið samgönguáætlunar hefur verið unnið að rannsóknum á aðferðafræði við styrkingu og breikkun vega á hagkvæman hátt. Samkvæmt samgönguáætlun er markmið viðhalds, auk þess að varðveita þau verðmæti sem bundin eru í vegakerfinu, að endurbæta þá vegi sem ekki uppfylla gildandi staðla um breidd, burðarþol og umferðaröryggi.
    Um 2.100 km af stofn- og tengivegum með bundnu slitlagi uppfylla ekki þá staðla sem nú er unnið eftir við byggingu nýrra vega. Stærsti hluti þessara vega er byggður í 6,5 m breidd en ættu samkvæmt núgildandi reglum að vera 8–9 m breiðir. Einhver hluti vegakerfisins er byggður í 7,5 m breidd, en ætti samkvæmt stöðlum að vera 9–10 m. Þegar gamall vegur er breikkaður er í mörgum tilfellum jafnframt nauðsynlegt að endurbæta burðarlag hans til þess að lengja um leið endingartíma þess. Eðlilegt er að leggja malbik í stað klæðingar á þá vegi sem hafa mesta umferð. Við breikkun veganna þarf einnig að auka umferðaröryggi með ýmsum öðrum aðgerðum, svo sem flatari fláum, uppsetningu vegriða og hreinsun umhverfis veganna.
    Fjárþörf: Til þessa verkefnis er áætlað að þurfi um 2.100 millj. kr. á ári. Þar sem fjármagn til viðhalds vegakerfisins dregst saman að raungildi á næstu árum er lagt til að frestað verði ýmsum endurbótum á vegakerfinu. Því er lagt til að fjárveitingar verði 1.560 millj. kr. á árinu 2010 og lækki á árunum 2011 og 2012 þar sem nauðsynlegt verður að nota aukið fjármagn til viðhalds bundinna slitlaga.

Brýr og varnargarðar.
    Lýsing: Í verkefninu felst að viðhalda öllum brúm á þjóðvegum og varnargörðum sem byggðir hafa verið til að leiða vatn undir brýrnar.
    Umfang: Á þjóðvegum er í notkun 1.181 brú lengri en 4 m og er heildarlengd þeirra rúmir 30 km. Af þessum brúm eru 724 einbreiðar og 457 með tveimur eða fleiri akreinum. Endurstofnverð brúa er um 66.800 millj. kr., en vegna þess að meðalaldur þeirra er um 37 ár er verðmæti þeirra metið á um 31.500 millj. kr. að teknu tilliti til afskrifta. Auk þess að viðhalda brúm er þessum fjárveitingarlið ætlað viðhalda varnargörðum við brýr.
    Ástand: Mikil þörf er fyrir endurnýjun á brúm á þjóðvegum bæði vegna aldurs og þess að margar þeirra uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag til umferðaröryggis, sérstaklega vegna breiddar og burðarþols. Viðhald varnargarða hefur verið vaxandi verkefni m.a. vegna þess að rennsli vatnsfalla frá jöklum hefur aukist vegna bráðnunar þeirra og jafnframt eru farvegir jökulvatna að breytast.
    Fjárþörf: Eðlilegur viðhaldskostnaður byggingarvirkja er 1,3–1,5% af verðmæti þeirra, eða 410–470 millj. kr. á ári, auk viðhalds varnargarða sem er metið 60–80 millj. kr. Árleg fjárþörf verkefnisins er því áætluð 470–550 millj. kr. Lagt er til að fjárveitingar til viðhalds brúa og varnargarða verði 360 millj. kr. árið 2010 sem er verulegra lægra en fjárþörfin.

Veggöng.
    Lýsing: Verkefnið felst í rekstri, endurbótum og viðhaldi á jarðgöngum og vegskálum svo og vöktun, eftirliti og rekstri á öryggiskerfi og öðrum þeim þáttum sem varða öryggi vegfarenda sem um þessi mannvirki fara.
    Umfang: Heildarlengd jarðganga er nú 21 km og í lok árs 2010 er gert ráð fyrir að heildarlengdin verði orðin 37,4 km með tilkomu Héðinsfjarðarganga og Bolungarvíkurganga.
    Ástand: Ástand jarðganga á landinu er nokkuð mismunandi, búnaður er misumfangsmikill og þar af leiðandi er rekstur og viðhald einstakra ganga mjög breytilegt og getur jafnframt verið nokkuð breytilegt milli ára.
    Fjárþörf: Gerð er kostnaðaráætlun fyrir rekstur og viðhald hverra ganga. Eftir 2010 er áætluð árleg fjárþörf til reksturs þeirra og eðlilegs viðhalds 140–160 millj. kr. Samkvæmt reglugerð nr. 992/2007, um öryggiskröfur fyrir jarðgöng, skal Vegagerðin hafa lokið endurbótum á jarðgöngum sem voru í notkun við gildistöku reglugerðarinnar eigi síðar en 30. apríl 2014. Áætlaður kostnaður við þær endurbætur er um 800 millj. kr. og er ljóst að ekki verður unnt að standa við þær áætlanir nema til komi sérstakar fjárveitingar. Lagt er til að fjárveiting til verkefnisins verði 90 millj. kr. árið 2010, sem er töluvert undir áætlaðri þörf og nægir einungis fyrir kostnaði við rekstur jarðganga.

Viðhald vegmerkinga.
    Lýsing: Undir þennan lið fellur allur stofn-, viðhalds- og rekstrarkostnaður við umferðarmerki og kantstikur svo og viðhalds- og rekstrarkostnaður við veglýsingu, götuvita, yfirborðsmerkingar, vegrið og ristarhlið. Undir þennan lið falla einnig upplýsingaskilti, svo sem á áningarstöðum.
    Umfang: Á vegakerfinu eru um 50 þús. umferðarmerki, 290 þús. kantstikur, lengd vegriða er um 185 km og um 310 km vega eru lýstir upp.
    Ástand: Nokkuð hefur áunnist í að bæta merkingar, þ.m.t. stikun og yfirborðsmerkingar, á undanförnum árum en nokkuð vantar á til að viðunandi geti talist. Með betri vegum, aukinni umferð, auknum hraða og settum markmiðum um bætt umferðaröryggi hafa kröfur aukist verulega. Þá aukast yfirborðsmerkingar á hverju ári með lengingu bundinna slitlaga og til að uppfylla kröfur um meira umferðaröryggi hefur m.a. vegriðum á varasömum stöðum verið fjölgað og sýnileiki og endurskin vegmerkinga aukið.
    Fjárþörf: Áætluð fjárþörf er á bilinu 850–950 millj. kr. á ári. Lagt er til að fjárveiting árið 2010 verði 773 millj. kr.

Samningar við sveitarfélög.
    Lýsing: Undir þennan lið fellur kostnaður við minni háttar viðhald og rekstur, þ.m.t. vetrarþjónusta og lýsing þeirra vega sem skráðir eru sem þjóðvegir samkvæmt vegaskrá og eru í þéttbýli. Almennt er miðað við að veghald sé með sambærilegu sniði og er á aðliggjandi vegakerfi, þ.e. með þeim hætti að gildandi öryggisstöðlum og reglugerðum sé fullnægt, mannvirkjum sé haldið í góðu ástandi, bæði hvað varðar útlit og rekstur, og að viðhaldi sé sinnt reglulega.
    Umfang: Samkvæmt vegalögum er um að ræða tæplega 100 km af heildarlengd þjóðvega. Umfang verkefna nær m.a. yfir rekstur og viðhald á u.þ.b. 790 þús. m2 af slitlagi, 120 km af kantsteinum, 5.100 m2 af hellulögnum, 97 km af veglýsingu, 260 umferðarljósum, 100 gangbrautum/hraðahindrunum, 415.000 m2 af grassvæðum og umferðareyjum, 4.300 umferðarmerkjum, 2.700 niðurföllum og brunnum, 120 km af regnvatnslögnum svo og önnur minni háttar verkefni sem falla undir annan búnað sem tilheyrir viðkomandi vegum.
    Ástand: Ástand vega á hinum ýmsu þéttbýlissvæðum er nokkuð mismunandi og er tekin sérstök ákvörðun um öll stærri viðhaldsverkefni sem framkvæma þarf hverju sinni.
    Fjárþörf: Áætluð árleg fjárþörf er um 470–490 millj. kr. Lagt er til að fjárveiting til verkefnisins verði 420 millj. kr. árið 2010.

Viðhaldssvæði.
    Lýsing: Undir þennan lið fellur kostnaður við umsjónar- og eftirlitsvinnu með vegamannvirkjum, hreinsun og umhirða vega, vegsvæðis, mannvirkja og búnaðar tengdum veginum, þ.m.t. mælabúnaðar, vegræsa, göngu- og hjólreiðastíga, reiðvega og áningarstaða svo og viðgerðir á minni háttar tilfallandi skemmdum á vegum og varnargörðum.
    Umfang: Um er að ræða ofangreinda vinnu á stofnvegum, tengivegum og héraðsvegum með m.a. um 500 mælitækjum af mismunandi gerðum og um 500 þús. m af vegræsum þar sem endurnýja þarf að jafnaði um 15–20 þús. m. á ári miðað við um 30 ára líftíma.
    Ástand: Ástand vegræsa er víða orðið bágborið á eldri vegum og er gert ráð fyrir að á næstu árum þurfi til átak í endurnýjun þessara vegræsa.
    Fjárþörf: Áætluð þörf er á bilinu 470–530 millj. kr. á ári. Lagt er til að fjárveiting til verkefnisins 2010 verði 400 millj. kr.

Vetrarviðhald.
    Lýsing: Undir verkefnaflokkinn vetrarþjónusta fellur allur kostnaður við framkvæmd, framkvæmdaeftirlit og verkstjórn við snjómokstur og hálkuvarnir, hreinsun á ís og krapa af vegi, úr vegrásum, ræsum og niðurföllum og frá umferðarmerkjum og öðrum mannvirkjum við vegi. Undir þennan lið fellur einnig kostnaður við framleiðslu, efnis- og vörslukostnaður á sandi til hálkuvarna, salti og pækli, viðhald og rekstur á margvíslegum tækjabúnaði, svo sem geymslum undir hálkuvarnarefni, snjóflóðanetum, snjógrindum og öðrum minni háttar snjóvarnarvirkjum.
    Umfang: Alls eru um 5.200 km af vegakerfinu mokaðir reglulega þar af eru um 3.500 km með þjónustu 6–7 daga vikunnar. Auk þess eru á annað þúsund km af vegum mokaðir samkvæmt helmingamokstursreglum. Á sviði vetrarþjónustunnar hafa verkefnin aukist hröðum skrefum. Frá árinu 1977 til ársins 2007 u.þ.b. sjöfaldaðist vinnuumfang vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á meðan kostnaður og fjárveitingar hafa um tvöfaldast sem þýðir að nýtingarhlutfall vinnuframlagsins hefur skilað sér betur til vegfarandans sem því nemur, sem verður að teljast mjög góður árangur. Árangur þessi skýrist m.a. af betri vegum, bættum tækjakosti, endurbættri tækni og síðast en ekki síst öflugu starfsliði sem byggt hefur á þekkingu og reynslu til margra ára. Á næstu 10 árum má búast við að kröfur um snjó- og hálkulaust vegakerfi, sem opið er allan sólarhringinn, muni aukast hröðum skrefum og er gert ráð fyrir að umfang þessara verkefna muni rúmlega þrefaldast á þessum tíma frá því sem nú er.
    Ástand: Undanfarin ár hafa auknar kröfur kallað á aukna þjónustu, en fjárveitingar hafa ekki aukist í takt við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um aukna þjónustu.
    Fjárþörf: Á næstu árum má búast við að kostnaðar- og magnaukning muni fylgjast nokkurn veginn að með óbreyttu skipulagi. Vegir eru nú að miklu leyti uppbyggðir, tækjakostur er góður og margþættur gagnasöfnunar- og upplýsingatæknibúnaður er fyrir hendi. Með sama verkfyrirkomulagi og stuðst er við í dag ætti að vera unnt að halda óbreyttu afkastastigi á næstu árum sem þýðir að kostnaður mun aukast í nokkuð svipuðu hlutfalli við þá magnaukningu sem búast má við. Vegagerðin telur þó raunhæft markmið að bæta enn þann árangur sem náðst hefur á undanförnum árum og hefur þegar hafið vinnu við frekari þróun á gæðakerfum sem varða skipulag og stjórnun vetrarþjónustunnar. Miðað við ofangreindar forsendur er áætluð fjárþörf á ári að meðaltali um 2.000 millj. kr. ef tekið er mið af gildandi þjónustustigi. Lagt er til að fjárveiting verði 1.700 millj. kr. árið 2010.

Umferðaröryggi.
    Lýsing: Unnið er samkvæmt umferðaröryggisáætlun samgönguáætlunar. Mest áhersla er lögð á endurbætur á hættulegum stöðum í vegakerfinu en jafnframt er unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum með vöktun vegakerfisins og fræðslu til vegfarenda.
    Umfang: Unnið er að endurbótum á slysastöðum og lagfæringum á umhverfi vega með það að markmiði að fækka slysum og draga úr alvarleika þeirra í samræmi við umferðaröryggisáætlun. Vegagerðin vinnur jafnframt að uppsetningu löggæslumyndavéla við vegi og annast rekstur myndavélakerfisins. Tilgangur með uppsetningu vélanna er að stemma stigu við hraðakstri í grennd við þekkta slysastaði. Einnig hafa verið gerðir sérstakir samningar við embætti ríkislögreglustjóra um að það annist þau verkefni umferðaröryggisáætlunar sem snúa að umferðareftirliti. Jafnframt hefur verið gerður samningur við Umferðarstofu um að hún annist þau verkefni umferðaröryggisáætlunar sem tengjast áróðri og fræðslu. Gangi þetta eftir verður umferðaröryggisáætlun alfarið kostuð af fjárveitingum til Vegagerðarinnar.
    Ástand: Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma eftir þeim stöðlum sem giltu hverju sinni. Hluti vegakerfisins er því byggður fyrir allt aðra umferð og annan umferðarhraða en er í dag. Þess vegna er mjög víða þörf fyrir úrbætur bæði á einstökum stöðum þar sem slys eru tíð og einnig á umhverfi veganna.
    Fjárþörf: Fjárþörf er veruleg en lagt er til að fjárveiting 2010 verði 340 millj. kr.

Vatnaskemmdir og ófyrirséð atvik.
    Lýsing: Verkefnið er fólgið í lagfæringum á skemmdum sem verða á vegakerfinu vegna úrkomu, sjávarflóða og annarra ófyrirséðra atburða.
    Umfang: Umfang verkefnisins er mjög háð veðurfari, en á hverjum tíma er nauðsynlegt að hafa til ráðstöfunar fjármagn til að unnt sé að ráðast án fyrirvara í aðgerðir til að tryggja öryggi vegfarenda.
    Ástand: Víða um land er vegakerfið viðkvæmt fyrir flóðum í vatnsföllum og fyrir sjávarrofi. Aukin bráðnun jökla með hækkandi hitastigi hefur gert það að verkum að meira reynir á rofvarnir sem verja eiga vegi og önnur mannvirki. Auk þess gera síauknar kröfur um að vegakerfið sé alltaf opið það að verkum að nauðsynlegt er að hafa til ráðstöfunar fjármagn til að geta brugðist við slíkum áföllum án fyrirvara.
    Fjárþörf: Útilokað er að meta fjárþörf ófyrirséðra atburða, en miðað við reynslu undanfarinna ára má gera ráð fyrir 200–250 millj. kr. kostnaði vegna skemmda á vegakerfinu árlega. Lagt er til að fjárveiting til verkefnisins verði 200 millj. kr. árið 2010.

Viðhald girðinga.
    Lýsing: Verkefnið er fólgið í þátttöku í greiðslu kostnaðar við viðhald núverandi girðinga meðfram stofn- og tengivegum ásamt endurnýjun og uppsetningu girðinga meðfram fullbyggðum vegum. Um er að ræða svæði þar sem búfjárslys eru tíðust og svæði sem lausaganga búfjár hefur verið bönnuð og Vegagerðin hefur tekið að sér umsjón girðinga samkvæmt heimildarákvæði í vegalögum.
    Umfang: Lengd stofn- og tengivega er um 7.800 km. Meðalfjöldi búfjárslysa á hverju ári hefur verið um 200 og er því mikil ástæða til að vinna að lokun vegsvæða fyrir búfé víða um land.
    Ástand: Ástand girðinga meðfram stofn- og tengivegum er víða slæmt og með breyttri búsetu og nýtingu lands eykst þörfin fyrir að Vegagerðin taki að sér uppsetningu og viðhald girðinga.
    Fjárþörf: Áætluð fjárþörf vegna þessa verkefnis er um 75 millj. kr. árlega. Lagt er til að fjárveiting verði 65 millj. kr. á árinu 2010 og enn lægri 2011 og 2012.

Frágangur gamalla efnisnáma.
    Lýsing: Frágangur efnisnáma er lagaskylda skv. 49. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999, með síðari breytingum. Þar segir m.a. að efnistökusvæði skuli ekki standa ónotað og ófrágengið lengur en í þrjú ár. Í lögunum er einnig ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um frágang eldri efnistökusvæða. Hér er um að ræða ófrágengnar námur sem voru í notkun á undanförnum áratugum og efnistöku er lokið. Á árinu 2004 gaf Vegagerðin út langtímaáætlun um námufrágang og var í framhaldi af því ákveðið að námufrágangur yrði eitt af átaksverkefnum Vegagerðarinnar. Í langtímaáætluninni kemur fram að Vegagerðin stefni að því að ljúka við frágang á eldri efnisnámum sem stofnunin ber ábyrgð á. Gert var ráð fyrir að verkið yrði unnið á 15 árum frá 2004 til 2018.
    Umfang: Í áætlun um námufrágang kemur fram að um er að ræða um 900 námur og gert ráð fyrir að ganga frá um 60 námum á ári.
    Ástand: Þar sem ekki voru sérstakar fjárveitingar til verkefnisins í vegáætlun fyrr en árið 2007 hefur það sóst hægar en til stóð og til þess að standa við áætlunina er þörf aukins fjármagns á hverju ári.
    Fjárþörf: Til þess að unnt sé að ljúka verkefninu á árinu 2018 er árleg fjárþörf áætluð um 50 millj. kr. Lagt er til að fjárveiting á árinu 2010 verði 20 millj. kr. sem er mun minna en þörf er á til að ljúka þessu verkefni á tilsettum tíma.

Minjar og saga.
    Lýsing: Verkefnið er fólgið í því að varðveita gamla muni, búnað, tæki, mannvirki og sögu vegagerðar í landinu.
    Umfang: Ýmsar minjar um vegagerð og vegamannvirki eru til í landinu sem ástæða er til að endurgera í upprunalegt horf og varðveita. Auk þess þarf að varðveita þær minjar sem þegar hafa verið endurgerðar. Ritun sögu Vegagerðarinnar er rétt hafin og óskráð er saga eða upplýsingar um einstök mannvirki, vegi og hluti tengda vegagerð. Í einhverjum tilvikum getur verið hagkvæmt að styrkja aðila til varðveislu og sýninga á tækjum og búnaði til vegagerðar.
    Ástand: Ritun sögu vegagerðar hófst á árinu 2008 og verður haldið áfram næstu árin. Auk þess er skráning á sögu Djúpvegar hafin. Á undanförnum árum hafa ýmsar minjar og vegamannvirki verið endurgerð og hluti minjanna verið til sýnis á Samgöngusafni Íslands að Skógum undir Eyjafjöllum.
    Fjárþörf: Til þessa verkefnis er áætlað að þurfi 25 millj. kr. árlega. Lagt er til að fjárveiting verði 11 millj. kr. árið 2010.

4.1.6 Stofnkostnaður (6.10).
    Útgjöldum er skipt í færri liði en áður. Stofnvegakerfi og tengivegir eru nú einn liður. Að öðru leyti er útgjöldum skipt eftir vegflokkum samkvæmt gildandi vegalögum. Lengd vega eftir vegflokkum er eftirfarandi:

Þjóðvegir 1.12.2009 [km.]
Stofnvegir
Alls
Stofnvegir um
hálendi
Tengivegir Héraðsvegir Landsvegir Samtals
Suðurkjördæmi 1.074 289 674 889 616 3.542
Suðvesturkjördæmi 96 89 29 214
Reykjavíkurkjördæmi 66 12 36 114
Norðvesturkjördæmi 1.825 120 1.302 1.353 429 5.029
Norðausturkjördæmi 1.465 96 720 931 777 3.989
Alls 4.526 505 2.797 3.238 1.822 12.888

Stofn- og tengivegakerfi.
    Til stofnvegakerfisins teljast allir stofnvegir. Þeir skiptast í tvennt, stofnvegi, sem eru 4.526 km, og stofnvegi á hálendi, 505 km, samtals um 5.030 km. Lengd tengivega er samtals 2.797 km.
    Fjárveiting til stofnvegakerfis og tengivega er nú einn liður. Undirliðir á framkvæmdaáætlun vegagerðar eru nú eins fáir og unnt er. Er það gert í því skyni að auka gagnsæi áætlunarinnar svo sjá megi á einfaldan hátt fjárveitingar til einstakra vegaframkvæmda.
    Fjárveitingar til jarðganga miða við að áfram verði unnið við Héðinsfjarðargöng og Bolungarvíkurgöng og framkvæmdum við bæði göngin ljúki 2010. Þá er miðað við að áfram verði unnið að undirbúningi við Vaðlaheiðargöng, Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng.
    Handbært fé til þessa liðar verður 12.091 millj. kr. árið 2010, 6.925 millj. kr. árið 2011 og 6.418 millj. kr. árið 2012.

Héraðsvegir.
    Héraðsvegir nú svara að mestu til safnvega áður samkvæmt nýjum vegalögum frá 2007/2008. Lagt er til að fjárveiting verði 98 millj. kr. árið 2010 og 200 millj. kr. á ári 2011 og 2012.

Landsvegir utan stofnvegakerfis.
    Landsvegir eru vegir yfir fjöll og heiðar og aflagðir byggðavegir á eyðilendum. Á vegum þessum skal yfirleitt einungis gera ráð fyrir árstímabundinni umferð og minna eftirliti og minni þjónustu en á öðrum vegum. Lagt er til að fjárveiting verði 100 millj. kr. á ári 2010–2012.

Styrkir til samgönguleiða.
    Heimilt er að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar þjóðvega. Lagt er til að fjárveiting verði 80 millj. kr. á ári 2010–2012.

Reiðvegir.
    Lagt er til að fjárveiting verði 60 millj. kr. árið 2010 og 65 millj. kr. á ári 2011 og 2012.

Girðingar.
    Eins og fram kom í umfjöllun um viðhald girðinga er, með tilliti til umferðaröryggis, mikil þörf á að loka vegsvæðum betur en nú er gert og þyrfti að auka fjármagn til þessa liðar verulega. Lagt er til að fjárveiting verði 100 millj. kr. á ári 2010–2012.

4.2 Sundurliðun einstakra gjaldaliða.
    Hér að framan er gerð tillaga um skiptingu fjárveitinga til einstakra verkefna. Tekið er mið af þeim kostnaði sem féll til við framkvæmdir ársins 2009 og skuldbindinga sem af þeim leiddu og ná fram á árið 2010 og í einstaka tilvikum til áranna 2011 og 2012. Á árunum 2011 og 2012 er helst svigrúm til að hefja framkvæmdir við ný verk. Afar takmarkað svigrúm er til að hefja framkvæmdir við ný verk árið 2010.
    Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir helstu verkum í tillögum þessum.

Framkvæmdir í stofn- og tengivegakerfi.

Suðurkjördæmi.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda eftir áætlunartímabilið í Suðurkjördæmi sem endurgreidd verður þegar fjárveiting kemur til viðkomandi verka í framtíðinni.

Hringvegur.
    Lagt er til að brýrnar á Fjarðará í Lóni, Gljúfurá, Aurá og Dýralæk verði endurgerðar ásamt tilheyrandi vegagerð.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Lögð er til fjárveiting til framkvæmda við Suðurlandsveg í þéttbýlinu á Hellu.
    Gert er ráð fyrir fjárveitingu til tvöföldunar Suðurlandsvegar á 6,5 km kafla vestan Litlu kaffistofunnar á árunum 2010 og 2011.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Reykjanesbraut.
    Gert er ráð fyrir fjárveitingu árin 2010 og 2011 til að gera hringtorg og undirgöng fyrir fótgangandi og reiðmenn við vegamót Grænáss í Reykjanesbæ.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Landeyjahafnarvegur.
    Fjárveiting er ætluð til að ljúka vegagerð milli Hringvegar og væntanlegrar ferjuhafnar (Landeyjahafnar) í Bakkafjöru.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Bræðratunguvegur.
    Fjárveiting er ætluð til að ljúka við gerð nýs vegar og brúar á Hvítá nálægt Flúðum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Lyngdalsheiðarvegur.
    Fjárveiting er ætluð til að ljúka við gerð nýs vegar milli Laugarvatns og Þingvallavegar nálægt Miðfelli. Framkvæmdir hófust árið 2008.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Suðurstrandarvegur.
    Fjárveiting er ætluð til að ljúka við þá vegagerð sem þegar er hafin á kaflanum milli Þorlákshafnar og Selvogs. Einnig er gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við kaflann á milli Ísólfsskála og Selvogs.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Reykjavík og Suðvesturkjördæmi.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda eftir áætlunartímabilið í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi sem endurgreidd verður þegar fjárveiting kemur til viðkomandi verka í framtíðinni.

Hringvegur.
    Gert er ráð fyrir fjárveitingu til breikkunar Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ milli Hafravatnsvegar (Reykjavegar) og Þingvallavegar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Haldið verður áfram framkvæmdum við vegamót við Leirvogstungu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    
Hafnarfjarðarvegur.
    Gert er ráð fyrir endurbótum við vegamót við Vífilsstaðaveg með fjölgun akreina yfir vegamótin.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Arnarnesvegur.
    Lagt er til að fjárveiting verði nýtt til að halda áfram gerð vegarins austan Reykjanesbrautar að Fífuhvammsvegi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Álftanesvegur.
    Lagt er til að haldið verði áfram endurbyggingu Álftanesvegar frá Hafnarfjarðarvegi að Bessastaðavegi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Bætt umferðarflæði og almenningssamgöngur.
    Fjárveiting er ætluð til að greiða kostnað við ýmis smærri verk sem ætlað er að útrýma flöskuhálsum á einstaka stöðum og bæta þar með umferðarflæðið, efla umferðaröryggi og bæta almenningssamgöngur með gerð strætóreina og öðrum aðgerðum í þágu strætó, svo sem við gatnamót. Aðgerðum er forgangsraðað og þær undirbúnar í samvinnu ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Hjólreiðastígaáætlun.
    Fjárveiting tekur mið af að stórefla möguleika á notkun reiðhjóla sem samgöngugreinar á höfuðborgarsvæðinu með gerð áætlunar og til framkvæmda í stígagerð. Vísað er til heimildar í vegalögum, nr. 80/2007, til að veita fé af samgönguáætlun til almennra hjólreiða- og göngustíga meðfram umferðarmestu þjóðvegum samkvæmt sérstakri áætlun sem skal gerð að höfðu samráði við sveitarfélög. Reiknað er með að viðkomandi sveitarfélög taki þátt í kostnaði að undangengnum samningum þar um.

Umferðarstýring á höfuðborgarsvæðinu.
    Fjárveiting er ætluð sem framlag til uppsetningar tölvustýringar umferðarljósa til að bæta umferðarflæði á höfuðborgarsvæðinu.

Göngubrýr og undirgöng.
    Fjárveiting er ætluð til að auka öryggi fótgangandi og hjólreiðafólks við umferðarmiklar stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu.

Norðvesturkjördæmi.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda eftir áætlunartímabilið í Norðvesturkjördæmi og endurgreidd verður þegar fjárveiting kemur til viðkomandi verka í framtíðinni.

Borgarfjarðarbraut.
    Fjárveiting er til gerðar nýrrar brúar á Reykjadalsá og tilheyrandi vegagerðar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Snæfellsnesvegur.
    Fjárveiting er til gerðar nýrrar brúar á Haffjarðará og tilheyrandi vegagerðar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Laxárdalsvegur.
    Lögð er til fjárveiting til endurgerðar vegarins norðan Vestfjarðavegar að Gröf.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Vestfjarðavegur.
    Þær fjárveitingar sem lagt er til að veittar verði til Vestfjarðavegar eru til upphafs framkvæmda við endurgerð vegarins frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði og til áframhaldandi uppbyggingar vegar milli Kjálkafjarðar og Vatnsfjarðar. Ekki er tekin afstaða til þess í áætluninni hvort vegur verður lagður yfir Mjóafjörð og Kjálkafjörð, annan eða báða, eða farið fyrir þá. Sá fyrirvari er gerður við fyrri fjárveitinguna að heimilt verði að flytja hana til framkvæmda á Vestfjarðavegi í Gufudalssveit ef niðurstaða fæst í tæka tíð um legu vegarins þar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Lögð er til fjárveiting til endurbóta á Breiðadals- og Botnsheiðargöngum. Er það gert til að uppfylla öryggiskröfur í nýlegri reglugerð um öryggi jarðganga. Þörf verður á sambærilegum fjárveitingum til annarra eldri jarðganga á næstu árum.

Djúpvegur.
    Fjárveiting er ætluð til að ljúka við gerð Bolungarvíkurganga árið 2010.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Strandavegur.
    Fjárveiting er ætluð til gerðar nýrrar brúar á Staðará og gerðar nýs vegar frá Djúpvegi í botni Steingrímsfjarðar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Norðausturkjördæmi.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda eftir áætlunartímabilið í Norðvesturkjördæmi sem endurgreidd verður þegar fjárveiting kemur til viðkomandi verka í framtíðinni.

Hringvegur.
    Fjárveiting er ætluð til gerðar nýrrar brúar á Ysta Rjúkanda og vegagerðar við brúna.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Fjárveiting er ætluð til að ljúka gerð vegar frá Litla Sandfelli að Skriðdalsvegi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Siglufjarðarvegur.
    Fjárveiting er ætluð til að ljúka framkvæmdum við gerð Héðinsfjarðarganga árið 2010.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Ólafsfjarðarvegur.
    Lagt er til að gerðar verði varnir gegn snjóflóðum við Ólafsfjarðarveg hjá Sauðanesi.

Norðausturvegur.
    Fjárveitingar til Norðausturvegar eru ætlaðar til áframhaldandi framkvæmda við nýjan veg um svokallaða Hófaskarðsleið og Raufarhafnarleið.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.    Fjárveiting er ætluð til áframhaldandi vegagerðar milli Hringvegar og Vopnafjarðar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Norðfjarðarvegur.
    Fjárveiting er til upphafs framkvæmda við Norðfjarðargöng.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Dettifossvegur.
    Fjárveiting er ætluð til áframhaldandi vegagerðar milli Hringvegar og Vesturdals, en framkvæmdir hófust árið 2008.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Sameiginlegt.
Tengivegir.
    Fjárveiting er ætluð til styrkingar og lagningar bundins slitlags á umferðarlitla tengivegi. Fyrir liggja verklagsreglur um hvernig staðið verður að því að leggja bundið slitlag á þessa vegi. Þeir eru oft með takmarkað burðarþol, lega þeirra í hæð og plani er ekki fullnægjandi og svo mætti áfram telja. Ætlunin er að taka mið af vegum þar sem umferð er minni en 150 bílar/dag (ÁDU). Styrking vegarins og burðarþol mun taka mið af algengri umferð um veginn (mjólkurbílar og áburðarflutningar) og þar sem gefa þarf afslátt frá ströngustu gildum veghönnunarreglna, eins og í beygjum og blindhæðum, verður gripið til viðeigandi mótvægisaðgerða. Beygjur verða merktar með leiðbeinandi hraða og með stefnuörvum. Blindhæðir verða málaðar með heildreginni línu og merktar með viðeigandi umferðarmerki og leiðbeinandi hraða og þeim jafnvel skipt í einstaka tilvikum. Til greina kemur að lækka hámarkshraða ef hönnunarhraði á öllum veginum er almennt lágur eða ef um stuttan veg er að ræða. Reynt verður að fylgja veghönnunarreglum vegna öryggissvæða utan vegar eftir megni. Breidd þessara vega verði skýr, annaðhvort einbreiðir (4 m) eða tvíbreiðir, a.m.k. 6 m. Ekki á að leika vafi á hvort vegurinn er ein- eða tvíbreiður. Með þessum aðgerðum telur Vegagerðin að flýta megi lagningu bundins slitlags á umferðarlitla tengivegi án þess að gengið verði á öryggi þeirra. Þvert á móti telur Vegagerðin að auka megi öryggið með aðgerðunum. Með fjárveitingu þeirri sem lögð er til má að öllum líkindum styrkja og leggja bundið slitlag á um 20–30 km tengivega á ári.

Sameiginlegur jarðgangakostnaður.
    Fjárveiting er ætluð til sameiginlegs kostnaðar við undirbúning framkvæmda við jarðgöng.

Samgöngurannsóknir.
    Fjárveitingin er ætluð til ýmissa samgöngurannsókna svo sem verið hefur á undanförnum árum.

Breytingar á Herjólfi.
    Fjárveitingin er ætluð til að standa straum að kostnaði við nauðsynlegar breytingar á Herjólfi til að hann geti stundað áætlunarsiglingar til Landeyjahafnar.

5. ÁÆTLUN UMFERÐARSTOFU
    
Umferðarstofa varð til árið 2002 við sameiningu Skráningarstofunnar og Umferðarráðs. Af því leiðir að starfsemi stofnunarinnar er nokkuð tvískipt. Annars vegar ber Umferðarstofa ábyrgð á skráningu ökutækja og öllum skráningum og kerfum sem því fylgir. Hins vegar beitir Umferðarstofa sér fyrir því að auka umferðaröryggi á vegum landsins. Er þar átt við fræðslu og áróður ásamt slysaskráningu og umsýslu ökunáms og ökuprófa. Að auki vinnur Umferðarstofa að mótun og gerð reglna sem snúa að starfsemi stofnunarinnar. Skilgreint hlutverk Umferðarstofu er „að auka lífsgæði með því að efla öryggi í umferðinni“. Má segja að öll ofangreind starfsemi falli vel að því hlutverki.

5.1 Helstu verkefni.
    
Umferðarstofa ber ábyrgð á skráningu ökutækja, umsýslu skráningarmerkja og rekstri upplýsingakerfis um ökutæki. Í því felst m.a. forskráning, nýskráning, afskráning, breytingaskráning, endurskráning, tjónaskráning og eigendaskráning ökutækja. Lögð er áhersla á að allar skráningar séu réttar og að ökutæki uppfylli öll skilyrði samkvæmt reglum um gerð og búnað og að lögmætar tryggingar séu fyrir hendi til að auka öryggi ökutækja í umferðinni. Þá starfrækir Umferðarstofa upplýsingaveitu um ökutæki og ökutækjaskrá, en hún er m.a. aðgengileg á netinu. Ökutækjaskrá inniheldur upplýsingar um eiganda, tæknilegar upplýsingar um ökutæki, stöðu opinberra gjalda og trygginga og upplýsingar um veðbönd og ferilskrá ökutækis. Á ökutækjasviði er einnig starfrækt ytra eftirlit, en í því felst eftirlit með fulltrúum umboðanna og skoðunarstofum.
    Umferðarstofa annast skráningu og rekstur NorType-gagnagrunnsins sem er samvinnuverkefni skráningaraðila ökutækja á Íslandi og í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. NorType- gagnagrunnurinn inniheldur upplýsingar um tæknilegar útfærslur fólksbifreiða samkvæmt evrópskum heildargerðarviðurkenningum. Við nýskráningu heildargerðarviðurkenndra ökutækja eru upplýsingar úr NorType-gagnagrunninum notaðar sem tryggja að eingöngu eru skráð ökutæki sem uppfylla evrópskar kröfur um gerð og búnað.
    Umferðarstofa leitast við að skapa sem mest öryggi í umferðinni fyrir alla hópa vegfarenda, m.a. með því að ná fram hugarfarsbreytingu og auka virðingu fyrir lögum og reglum um umferðarmál. Umferðarstofa stýrir fræðslu og miðlun upplýsinga um umferðarmál og stuðlar að þátttöku og samstarfi allra aðila sem vilja vinna að framgangi þeirra. Umferðarstofa beitir sér fyrir því að umferðarfræðsla í landinu verði efld, bæði innan skólakerfisins og meðal almennings. Umferðaröryggissvið sér um gerð námsefnis við hæfi hvers skólastigs og upplýsingum er komið á framfæri í fjölmiðlum og á heimasíðu Umferðarstofu. Einnig er upplýsingum komið á framfæri við erlenda ökumenn hér á landi.
    Umferðarstofa annast stjórnsýslu ökuréttinda. Ökunám í landinu skal vera í samræmi við það sem rannsóknir, staðlar og prófanir, innan lands sem utan, segja til um að stuðli að öryggi í umferðinni. Í því felst gerð og útgáfa námskrár svo og skilgreindar og samræmdar kröfur til ökukennara, ökuskóla og prófdómara sem eiga að stuðla að árangursríku ökunámi og fylgja þeim eftir. Umferðarstofu ber að innleiða nýjungar í ökunámi og ökuprófum sem stuðla að aukinni færni ökumanna og þar með að auknu umferðaröryggi.
    Umferðaröryggissvið sér um og rekur umferðarfréttastofu, en henni er ætlað að koma upplýsingum og fræðslu til vegfarenda um sem flesta þætti umferðarmála. Tekið er á móti miklum fjölda ábendinga um umferðarmál frá almenningi sem komið er á framfæri við rétta aðila. Slíkar ábendingar eiga oftast erindi við fulltrúa sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og lögreglu.
    Umferðarstofa heldur skrá yfir öll umferðarslys sem skráð eru af lögreglu. Tilgangurinn með skráningunni er sá að komast að því hvers konar slys eiga sér stað og hver vettvangurinn og aðstæður eru. Slysaskráning Umferðarstofu er mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun mála í umferðinni og til að auðvelda ákvarðanir veghaldara um framkvæmdir í umferðarkerfinu.
    Umferðarstofa fjallar heildstætt um bifreiða- og umferðaröryggismál, er stjórnvöldum og öðrum til ráðuneytis um umferðarmál og tekur þátt í að gera tillögur að reglum um ökutæki og umferð á innlendum vettvangi og á vettvangi EES-samstarfsins. Umferðarstofa vinnur að mótun og gerð reglna um gerð og búnað ökutækja, skráningu ökutækja, umferðarfræðslu og ökuréttindi.

5.2 Rekstur og fjármál.
    
Rekstrarsvið fer með fjárhagsmál, gæðamál, innri skipulagsmál og starfsmannamál Umferðarstofu. Rekstur tölvukerfa Umferðarstofu tilheyrir einnig sviðinu, ásamt allri hugbúnaðarþróun. Sviðið er því fyrst og fremst stoðdeild sem vinnur markvisst að því að bæta starfsumhverfi og gæði stofnunarinnar. Umferðarstofa er aðallega fjármögnuð af innheimtum ríkistekjum sem teljast eign stofnunarinnar samkvæmt umferðarlögum. Miklar sveiflur geta verið á þessum tekjum og er útlit fyrir að tekjur ársins 2010 verði í sögulegu lágmarki. Til viðbótar við tekjusamdrátt hefur stofnuninni verið gert að draga verulega úr kostnaði. Í þeim tilgangi er í fjárlögum gert ráð fyrir að innheimtum tekjum af umferðaröryggisgjaldi verði ekki ráðstafað til umferðaröryggisverkefna líkt og umferðarlög segja til um. Það er því ljóst að möguleikar stofnunarinnar á að fjármagna aðgerðir í þágu umferðaröryggismála eru verulega skertir frá því sem var.

5.3 Alþjóðastarf.
    
Umferðarstofa á í víðtæku alþjóðastarfi. Eucaris er samevrópskt verkefni sem heldur utan um skráningu ökutækja og ökuréttinda í ríkjum Evrópu og gagnast t.d. þegar stolnum bílum er ekið milli landa. Nortype er eins og áður segir hluti af samstarfsverkefni Norðurlandanna á sviði gerðarskráningar ökutækja. Útgáfa ökuritakorta í stóra bíla með rafrænan ökurita er á höndum Umferðarstofu. Þar sem hver ökumaður má aðeins eiga eitt kort í sínu nafni þarf alþjóðlegt samstarf til þess að ganga úr skugga um að ökumaður geti ekki sótt um eitt kort í hverju landi og þannig átt fleiri en eitt kort.
    Auk þessa á Umferðarstofa sinn fulltrúa í sérfræðingahópi Evrópusambandsins sem fjallar um umferðaröryggi. Þar hefur verið mikil og góð þátttaka við að koma íslenskum slysagögnum inn í samevrópskan slysagagnagrunn, CARE. Þróun hans er að mestu lokið og hefur hópurinn nú snúið sér að nýju verkefni sem nefnist DaCoTA (Data Collection Transfer & Analysis). Er það mjög víðfeðmt verkefni sem lýtur m.a. að því að koma upp safni gagna um slys, hegðun, viðhorf, lög, reglur o.fl. Einnig mun verkefnið taka til þátta eins og framkvæmdar reglusetninga, djúprannsóknar umferðarslysa, hönnunar verkferla við ákvarðanatöku, innleiðingar eSafety-verkefnisins o.fl.

6. UMFERÐARÖRYGGISÁÆTLUN
    
Framkvæmd umferðaröryggismála hefur nú verið á forræði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 1. janúar 2004. Skipaður var sérstakur stýrihópur sem var m.a. falið að móta heildarstefnu í umferðaröryggismálum og um leið stilla saman krafta stofnana og annarra aðila sem fara með umferðaröryggismál. Mótuð var umferðaröryggisáætlun þar sem sett voru fram markmið stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2016. Markmiðin skulu metin út frá meðaltali undangenginna fimm ára. Þau eru:
          Fjöldi látinna í umferð á hverja 100.000 íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum árið 2016.
          Fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferð lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2016.
    Þegar þessi stefna var mótuð var m.a. lögð til grundvallar skýrsla og tillögur starfshóps um umferðaröryggisáætlun til ársins 2012 – markmið og aðgerðir. Þar var að finna um 130 tillögur að aðgerðum í umferðaröryggismálum. Valdar voru aðgerðir til frekari skoðunar með hliðsjón af virkni þeirra til að fækka slysum og lækka slysakostnað. Við mat á forsendum um ávinning af fækkun óhappa og slysa var stuðst við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um kostnað vegna umferðarslysa á Íslandi sem gefin var út árið 1996. Fjöldi slysa og óhappa miðast við skrár Umferðarstofu sem unnar eru á grundvelli lögregluskýrslna. Við mat á forsendum um virkni aðgerða var í flestum tilfellum stuðst við erlendar rannsóknir og ber þar sérstaklega að nefna handbók Transportøkonomisk Institutt í Noregi um virkni umferðaröryggisaðgerða. Árið 2005 var skipaður samráðshópur en hlutverk hans er að útfæra umferðaröryggisáætlunina og halda utan um framkvæmd hennar. Í þessum hópi eru fulltrúar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Umferðarstofu, Vegagerðinni og embætti ríkislögreglustjóra.
    Aðgerðum hefur verið skipt í eftirfarandi meginflokka: Ökumaður og farartæki, fræðsla og áróður, öruggari vegir og umhverfi þeirra og samstarf og þróun. Á árinu 2010 er reiknað með þó nokkrum niðurskurði í umfangi umferðaröryggisáætlunar. Skorið verður niður á flestum vígstöðvum; í áróðri og umferðarfræðslu sem og í verkefnum er snúa að lagfæringum á slysastöðum. Þá er tækjavæðingu lögreglunnar lokið í bili og reiknað er með að umfang umferðareftirlits lögreglu verði minna en á undanförnum árum. Áfram er þó reiknað með fjármögnun tveggja stöðugilda hjá sýslumanninum í Stykkishólmi vegna úrvinnslu mynda úr löggæslumyndavélum.
    Athyglisverður árangur hefur náðst hvað varðar fjölda látinna í umferð á Íslandi á undanförnum árum en fjöldi alvarlega slasaðra hefur hins vegar ekki minnkað. Meðalfjöldi látinna í umferð á síðustu fimm árum er um 6 á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að í þeim löndum sem náð hafa hvað bestum árangri á sama tímabili létust 5–6 af hverjum 100.000 íbúum í umferð.

Yfirlit yfir slasaða og látna árin 1996–2009.

Ár Látnir Alvarlega slasaðir Lítið slasaðir Slasaðir alls
1996 10 229 1.335 1.574
1997 15 203 1.293 1.511
1998 27 229 1.349 1.605
1999 21 222 1.483 1.726
2000 32 168 1.316 1.516
2001 24 158 1.120 1.302
2002 29 164 1.321 1.514
2003 23 145 1.076 1.244
2004 23 115 1.041 1.179
2005 19 129 884 1.032
2006 31 150 1.197 1.378
2007 15 195 1.463 1.673
2008 12 200 1.373 1.585
2009 17 170 1.112 1.299

    Slæm útkoma ársins 2006 gaf tilefni til að staldra við og huga að áherslum. Ljóst var af tölum úr umferðargreinum Vegagerðarinnar að umferðarhraði hér á landi á þessum tíma var of mikill og verulegt áhyggjuefni. Brugðist var við þessu með umtalsverðri hækkun sekta og annarra viðurlaga, auknu eftirliti lögreglu og breyttum áherslum í áróðri.
    Verulegur árangur hefur náðst í því að ná niður umferðarhraða og þegar skoðaðar eru upplýsingar úr umferðargreinum Vegagerðarinnar kemur í ljós að meðalhraðinn á 10 mældum stöðum á Hringveginum fer úr 97 km/klst. árið 2004 í 93,6 km/klst. árið 2009. Þar sem ökuhraði að vetrarlagi er mjög háður veðri og færð er hann ekki hafður með og því aðeins skoðaður ökuhraði um sumar þegar líklegast er að akstursaðstæður séu með besta móti. Hér er um að ræða hraða allra bíla en óháð annarri umferð, þ.e. hægar raðir eða stöðvun vegna umferðarslyss mælist ekki með. Ef tekið er mið af þeim hraða sem 85% ökumanna halda sig innan við, þ.e. 15% aka hraðar, þá fer hraðinn um sumar úr 108,6 km/klst árið 2004 í 103,3 km/klst. árið 2009. Ljóst er að hraði þeirra sem aka hraðast minnkar mest og hefur hraðinn því jafnast. Í báðum tilvikum er um umtalsverða lækkun á ökuhraðanum að ræða, sbr. mynd. Hafa ber þó í huga að þetta eru meðaltöl en eigi að síður góð vísbending um minnkandi ökuhraða.

Mynd 1. Þróun frjáls 85% hraða á Hringvegi. 2


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


6.1 Fjármál.
    
Gert er ráð fyrir að til umferðaröryggisáætlunar árið 2010 verði varið alls 340 millj. kr. sem allt kemur af vegáætlun. Sá hluti fjármögnunar á umferðaröryggisáætlun sem kom frá umferðaröryggisgjaldi, og nam um 90 millj. kr. á ári, var felldur niður í fjárheimild Umferðarstofu árin 2009 og 2010 og er hvorki reiknað með honum árið 2011 né 2012. Reiknað er með 40 millj. kr. samdrætti til umferðaröryggisáætlunar árin 2011 og 2012.

6.2 Framkvæmdaáætlun í umferðaröryggi.
    
Áfram verði unnið að framkvæmd í umferðaröryggismálum í samræmi við umferðaröryggisáætlun með það að markmiði að auka öryggi vega, bifreiða og ökumanna þótt talsverðar skerðingar verði á fjármunum til áætlunarinnar. Áfram verði unnið markvisst að rannsóknum og upptöku nýrrar tækni sem stuðlar að auknu öryggi í samgöngum. Efld verði söfnun og úrvinnsla upplýsinga um hvers konar atvik og atburði sem nýta má til að koma í veg fyrir frekari óhöpp og stuðla þannig að auknu öryggi. Sérstök áhersla verði lögð á aukið samstarf og samvinnu samgönguyfirvalda við önnur yfirvöld, sveitarfélög og hagsmunaaðila á sviði samgöngumála með bætt öryggi að leiðarljósi. Við uppbyggingu nýrra vega og endurbætur á eldri vegum verði tekið sérstakt tillit til umferðaröryggis. Stefnt skal að því að akstursstefnur verði aðgreindar á umferðarmestu vegunum. Gert er ráð fyrir að á áætlunartímabilinu verði unnið að eftirtöldum verkefnum og er jafnframt sýnt það fjármagn sem áætlað er að verja til þeirra (verðlag fjárlaga 2010). Heildarfjárframlag til umferðaröryggismála er 340 millj. kr. á árinu 2010 og er fjármagninu skipt á neðangreind verkefni. Verkefni sem miða að fækkun slysa í umferðinni hafa í meginatriðum verið felld undir eftirfarandi meginflokka:
     1.      Ökumaður og farartæki.
     2.      Fræðsla og áróður.
     3.      Öruggari vegir og umhverfi þeirra.
     4.      Samstarf og þróun.
    Áhersla verði lögð á eftirfarandi verkefni í áætluninni árið 2010:

Heiti verkefna Flokkur Millj. kr.
Hraðakstur og bílbeltanotkun 1 76
Eyðing svartbletta 3 100
Umhverfi vega 3 100
Ölvun/fíkniefni við akstur – eftirlit 1 5
Auglýsingar og áróður 2 15
Umferðaröryggi í námskrá grunn- og leikskóla 2 4
Ýmis fræðsluverkefni 2 11
Forvarnir fyrir erlenda ökumenn 2 2
Kynningar og rannsóknir 4 3
Ýmis verkefni 3 24
Samtals 340

Heiti verkefna Flokkur Millj. kr.
Ökumaður og farartæki 1 81
Fræðsla og áróður 2 32
Öruggari vegir og umhverfi þeirra 3 224
Samstarf og þróun 4 3
Samtals 340

6.2.1 Ökumaður og farartæki.
    Eins og áður er lögð áhersla á að draga úr hraða með auknu eftirliti sem annars vegar felst í eftirliti lögreglu og hins vegar í rekstri löggæslumyndavéla. Stefnt er að því að koma í veg fyrir ofsaakstur og jafnframt að því að allir farþegar og ökumenn noti öryggisbelti.
     Samningur um sérstakt eftirlit milli ríkislögreglustjóra og Vegagerðarinnar.
    
Samningur verður gerður um eftirlit lögreglu vegna hraðaksturs, bílbeltanotkunar og aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Eftirlit verður aukið á þeim stöðum í vegakerfinu þar sem kostnaður vegna slysa gefur tilefni til. Yfir sumarmánuðina verður lögð áhersla á eftirlit við þjóðvegi í dreifbýli. Gert er ráð fyrir rekstrarkostnaði vegna eftirlits og úrvinnslu gagna (tveir starfsmenn hjá sýslumanninum í Stykkishólmi) úr löggæslumyndavélum. Þá er áfram gert ráð fyrir sérstöku ölvunareftirliti lögreglu en í um fjórðungi banaslysa er aðalorsök talin vera áfengis- eða vímuefnanotkun og 5–6% allra umferðarslysa má rekja til ölvunaraksturs. Gert er ráð fyrir 40 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
     Samningur um sjálfvirkt myndavélaeftirlit milli ríkislögreglustjóra og Vegagerðarinnar og viðhald og rekstur löggæslumyndavéla.
    Nú hafa 10 löggæslumyndavélar verið settar upp við þjóðvegi. Ekki er svigrúm til að kaupa nýjar myndavélar á árinu en útbúnir verða tveir nýir mælistaðir fyrir sjálfvirkt hraðaeftirlit. Samið hefur verið til tveggja ára um sjálfvirkt hraðaeftirlit og úrvinnslu gagna úr löggæslumyndavélunum. Gert er ráð fyrir allt að tveimur stöðugildum vegna úrvinnslunnar. Auk þess þarf að fjármagna viðhald og rekstur myndavélakerfisins. Gert er ráð fyrir 41 millj. kr. í verkefnið árið 2010.

6.2.2 Fræðsla og áróður.
    
Eins og að framan segir hefur umferðaröryggisgjaldi, um 90 millj. kr. á ári, ekki verið varið til umferðaröryggismála og því er óverulegum fjármunum af vegafé varið til þessa málaflokks. Er það mjög bagalegt því fræðsla og áróður eru meginatriði í umferðaröryggismálum. Óhætt er að segja að með þessu sé kastað fyrir róða þeim árangri sem náðst hafði í grunn- og framhaldsskólafræðslu undir styrkri stjórn Grundaskóla á Akranesi.
     Áróðursauglýsingar.
    
Engar nýjar áróðursauglýsingar verða gerðar á árinu en gert er ráð fyrir birtingu á eldri auglýsingum, þ.e. auglýsingum sem þegar eru til. Gert er ráð fyrir 15 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
    Birting fræðslumynda.
    
Umferðarstofa hefur á síðustu árum látið gera 34 fræðslumyndir (30 sek. – 3 mín.) sem hafa verið birtar án endurgjalds á tímum þar sem fáir verða þeirra varir. Árið 2010 fá sjónvarpsstöðvar greitt fyrir að sýna myndirnar á tímum þar sem ætla má að mun fleiri taki eftir þeim, þ.e. á besta tíma á kvöldin. Gert er ráð fyrir 4 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
     Námsefni fyrir framhaldsskóla.
    
Árið 2009 gerði Umferðarstofa þrjár stuttar myndir, í samstarfi við sjónvarpsstöðvar, sem nýtast sem námsefni fyrir framhaldsskóla. Árið 2010 verða ein til tvær myndir gerðar í viðbót. Myndirnar fjalla um raunveruleg slys á ungu fólki í umferðinni og afleiðingarnar sem þau hafa haft fyrir ökumennina. Með myndunum fylgja kennsluleiðbeiningar og verkefni og verður myndefnið gefið út á DVD-formi og afhent framhaldsskólum. Að auki verður lagt fé til kynningar og fræðslu um námsefnið. Gert er ráð fyrir 3 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
     Fræðsluefni fyrir eldri ökumenn.
    
Slysatíðni eldri ökumanna er svipuð og slysatíðni ungra ökumanna þegar athugað er hver raunverulegur tími þeirra er í umferðinni. Haldin verða námskeið og fræðslufundir og námsefni útbúið ásamt almennri fræðslu í formi bæklinga og hugsanlega auglýsinga. Gert er ráð fyrir 1,5 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
     Fræðsluefni vegna ökumanna með sjúkdóma.
    
Útbúið verður fræðsluefni fyrir ökumenn haldna sjúkdómum og aðstandendur þeirra. Einnig verður samstarfi komið á með landlækni þar sem upplýsingum verður komið til lækna um hvað það er sem gerir sjúka einstaklinga óhæfa sem ökumenn. Er þetta í samræmi við reglugerð um ökuskírteini. Gert er ráð fyrir 1,5 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
     Fræðsluefni fyrir börn í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum.
    
Samstarf er þegar hafið með ÍTR um gerð námsefnis og verður því haldið áfram. Námsefnið mun nýtast um allt land og verður gert námsefni sem bæði hentar til kennslu inni og úti. Gert er ráð fyrir 1 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
     Samningur við Grundaskóla á Akranesi.
    
Samningur hefur verið í gildi við Grundaskóla á Akranesi um framkvæmd umferðarfræðslu í grunnskólum og verður því samstarfi haldið áfram árið 2010. Þeirra verk er að kynna það námsefni sem er til, hjálpa til við að koma umferðarfræðslu inn í skólanámskrár og halda úti áróðri í grunnskólum um mikilvægi þess að hafa umferðarfræðslu í grunnskólum. Gert er ráð fyrir 4 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
     Forvarnir fyrir erlenda ökumenn.
    
Umferðarstofa og Vegagerðin hafa á undanförnum árum verið í samvinnu við ferðaþjónustuna á Íslandi um gerð upplýsinga fyrir erlenda aðila sem taka bíla á leigu hér á landi. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samstarfi á þessum vettvangi. Gert er ráð fyrir 2 millj. kr. í verkefnið árið 2010.

6.2.3 Öruggari vegir og umhverfi þeirra.
    Eyðing svartbletta.
    
Vegagerðin hefur staðið fyrir úttekt á slysastöðum um land allt og áfram verður unnið að því að bæta aðstæður þar sem slys eru tíð. Áfram verður lögð áhersla á vinnu við lagfæringar svartbletta af ýmsum toga. Vegagerðin leggur árlega fram áætlun um lagfæringu slysastaða samkvæmt sérstakri verklagsreglu. Gert er ráð fyrir 100 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
     Umhverfi vega og aukin notkun vegriða.
    
Vegagerðin hefur um nokkurra ára skeið lagt sérstaka áherslu á lagfæringar á umhverfi vega. Slíkar lagfæringar geta dregið úr afleiðingum þeirra slysa sem verða eða jafnvel komið í veg fyrir slys. Sem dæmi um slíkar lagfæringar má nefna aðgerðir sem ganga út á að draga úr bratta vegkanta, fylla í skurði og fjarlægja stórgrýti meðfram vegum. Ef ekki er unnt að lagfæra umhverfi vega, í þeim tilgangi að draga úr hættu við útafakstur, þarf að huga að uppsetningu vegriða. Í þessu sambandi má geta þess að víða þarf að lengja vegrið sem fyrir eru, t.d. við brýr, í samræmi við auknar kröfur nýrra veghönnunarreglna. Vegagerðin leggur árlega fram áætlun um lagfæringar á umhverfi vega. Gert er ráð fyrir 100 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
     Ýmis verkefni.
    
Vegagerðin mun vinna að ýmsum verkefnum sem leiða til aukins umferðaröryggis. Má þar nefna byggingu undirganga fyrir búfé, gerð hvíldarsvæða fyrir ökumenn flutningabíla og fræsingu á vegrifflum, en þar er átt við nokkurs konar rákir sem fræstar eru í malbik. Þeir ökumenn sem eru á leið út af vegi eða yfir á öfugan vegarhelming verða varir við þó nokkurn hávaða þegar þeir aka yfir þessar línur og ættu þá að fá ráðrúm til að grípa í taumana. Gert er ráð fyrir 24 millj. kr. í verkefnið árið 2010.

6.2.4 Samstarf og þróun.
    Aukin samræming og samstarf samgönguyfirvalda við önnur yfirvöld, sveitarfélög og hagsmunaaðila á sviði samgöngumála með bætt öryggi að leiðarljósi.
    
Efla þarf samstarf samgönguyfirvalda við önnur yfirvöld, sveitarfélög og hagsmunaaðila á sviði samgöngumála. Vegagerðin hefur, með aðkomu Umferðarstofu, látið gera leiðbeiningar fyrir sveitarfélög sem vilja gera sína eigin umferðaröryggisáætlun. Þeim leiðbeiningum verður komið til allra sveitarfélaga og mun Umferðarstofa hvetja til gerðar slíkra áætlana ásamt því að vera sveitarfélögum innan handar við gerð þeirra. Verður sú starfsemi greidd af rekstraráætlun Umferðarstofu. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku framlagi í verkefnið árið 2010.
     Söfnun tölfræðiupplýsinga.
    
Til að hægt sé markvisst að fækka umferðarslysum er nauðsynlegt að skilja orsakir þeirra, kringumstæður og afleiðingar svo að hægt sé að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Af þessu leiðir að gagnagrunnur um slys og meiðsli í umferðinni er afar mikilvægur til að meta hlutlægt hvers konar vanda er við að eiga. Greina þarf hvaða upplýsingar eru mikilvægar og beita sömu aðferðum við mælingar til að sjá stöðu mála yfir visst tímabil. Gera þarf heildaryfirlit yfir söfnun tölfræðiupplýsinga hér á landi og hvort ekki sé tilefni til að auka samstarf þeirra sem vinna að þessum málum. Útlagður kostnaður hér er vegna könnunar á hegðun og viðhorfi almennings til umferðar og umferðaröryggis. Gert er ráð fyrir 3 millj. kr. í verkefnið árið 2010.
Neðanmálsgrein: 1
    1 Í skýrslu nefndar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði til að leggja mat á aðrar aðferðir í fjármögnun samgönguframkvæmda kemur fram „[m]eð einkaframkvæmd, sem byggist á veggjöldum, má auka tekjur til vegamála. Einkaframkvæmd er að mati nefndarinnar álitleg leið í samgönguframkvæmdum, ef hún að núvirði er ódýrari kostur en eigin framkvæmd, ef hagkvæm leið til gjaldtöku er fyrir hendi og annar kostur er um leiðarval, þegar sértækri gjaldtöku er beitt. Með þeim hætti hefur einkaframkvæmd ekki áhrif á röð annarra framkvæmda. Tryggt verði að jafnræðis og gagnsæis verði gætt við val á framkvæmdaraðilum.“ Önnur leið sem valkostur þykir þó ekki skipta máli t.d. í Noregi þar sem litið er fyrst og fremst á gjaldtökuleið sem aðferð til að flýta framkvæmd sem öllum beri að taka þátt í.
Neðanmálsgrein: 2
    2 Vegagerðin 2010.