Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 315. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1003  —  315. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um vestnorrænt tilraunaverkefni á sviði fjarkennslu á háskólastigi.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólínu Þorvarðardóttur, formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins. Umsagnir um málið bárust frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.
    Með tillögunni er lagt til að Alþingi skori á ríkisstjórnina að styðja við tilraunaverkefni vestnorrænna háskóla á sviði fjarkennslu. Markmiðið með verkefninu verði að leggja grunn að formlegu framtíðarsamstarfi Vestur-Norðurlanda á sviði fjarkennslu á háskólastigi.
    Tillagan byggist á ályktun 4/2009 sem samþykkt var á ársfundi Vestnorræna ráðsins 27. ágúst 2009 en þar er áskorun þessa efnis beint til ríkisstjórnar Íslands og landsstjórna Færeyja og Grænlands.
    Nefndin telur tillöguna áhugaverða en að kostnaðarmat verði að ráða því hvort mögulegt sé að ráðast í framangreint tilraunaverkefni. Því leggur nefndin til þá breytingu að ríkisstjórnin kanni grundvöll þess að ráðast í verkefnið.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að kanna grundvöll þess að styðja við tilraunaverkefni vestnorrænna háskóla á sviði fjarkennslu. Markmiðið með verkefninu verði að leggja grunn að formlegu framtíðarsamstarfi Vestur-Norðurlanda á sviði fjarkennslu á háskólastigi.

    Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hjörvar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. apríl 2010.Árni Þór Sigurðsson,


form., frsm.


Ögmundur Jónasson.


Bjarni Benediktsson.Ragnheiður E. Árnadóttir.


Valgerður Bjarnadóttir.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.