Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 608. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1060  —  608. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um sjúkraflutninga.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.



     1.      Er unnið að heildarendurskoðun sjúkraflutninga í landinu og ef svo er, hver er aðkoma fag- og stéttarfélags sjúkraflutningamanna að málinu? Hafa fundir verið haldnir og þá hve margir? Er unnið eftir ákveðinni stefnumörkun og ef svo er, hver er hún?
     2.      Hve miklum fjármunum, í heild, var varið árlega til sjúkraflutninga árin 2006–2010? Hver er kostnaður við sjúkraflutninga á eftirtöldum stöðum á sama tímabili: Árborg, Akureyri, Suðurnesjum, Ísafirði og Húsavík? Svar óskast sundurliðað eftir árum (áætlað 2010).
     3.      Eru sjúkrabílar á öllu landinu mannaðir tveimur sjúkraflutningamönnum? Hvaða staðlar gilda um sjúkraflutninga og telur ráðherra að þeim sé fylgt í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið?
     4.      Hver er stefna ráðherra varðandi útboð á sjúkraflutningum? Er unnið að slíku útboði í ráðuneytinu?


Skriflegt svar óskast.