Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 316. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Nr. 10/138.

Þskj. 1066  —  316. mál.


Þingsályktun

um samkomulag milli Íslands og Grænlands um skipti á útsendum sendifulltrúum og milli Færeyja og Grænlands um skipti á opinberum sendifulltrúum.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að kanna grundvöll þess að gera samkomulag við landsstjórn Grænlands um að löndin skiptist á útsendum sendifulltrúum þegar aðstæður leyfa. Færeyjar og Grænland eru jafnframt hvött til að skiptast á opinberum sendifulltrúum.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 2010.