Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 614. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1078  —  614. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Við hvaða sveitarfélög og/eða sorpsamlög sveitarfélaga hafa skilakerfi samið um móttöku raf- og rafeindatækjaúrgangs á grundvelli laga nr. 73/2008, um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs? Svar óskast sundurliðað eftir landshlutum.
     2.      Hvenær hófst söfnun raf- og rafeindatækjaúrgangs hjá söfnunarstöðvum sveitarfélaga samkvæmt samningum við skilakerfi? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum/sorpsamlögum.
     3.      Í hvaða sveitarfélögum er söfnun raf- og rafeindatækjaúrgangs enn ekki hafin? Liggja fyrir upplýsingar um hvenær úr því verði bætt?
     4.      Hve mikið magn raf- og rafeindatækjaúrgangs hefur safnast á árinu 2009:
              a.      heildarmagn í tonnum,
              b.      í kílóum á hvern landsmann,
              c.      á hverri söfnunarstöð?
     5.      Hve hátt er hlutfall endurvinnslu/endurnotkunar raf- og rafeindatækjaúrgangs hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum?
     6.      Hefur sú aðferð sem lagt var upp með í söfnun raf- og rafeindatækjaúrgangs staðist væntingar ráðuneytisins og hagsmunaaðila?
     7.      Hver er kostnaður sveitarfélaga af móttöku raf- og rafeindatækjaúrgangs og hverjar eru tekjur þeirra samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra ákveður?
     8.      Áformar ráðherra að endurskoða gjaldskrána á þessu ári?
     9.      Telur ráðherra koma til greina að breyta lögum um meðhöndlun úrgangs og fela Úrvinnslusjóði ábyrgð á söfnun og meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs í stað sérstakra skilakerfa?


Skriflegt svar óskast.