Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 115. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1082  —  115. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um eftirlit með þjónustu og hlutum sem hafa hernaðarlega þýðingu.

Frá utanríkismálanefnd.



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Markmið laga þessara er að auka alþjóðaöryggi og tryggja virðingu fyrir mannréttindum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, með því meðal annars að hafa eftirlit með, banna og/eða leyfisbinda útflutning á hlutum sem má nota, með beinum eða óbeinum hætti, til hryðjuverka, bælingar eða í hernaðarlegum tilgangi, svo og hafa eftirlit með þjónustu og fjárfestingum þeim tengdum.
                  Með lögum þessum eru settar reglur um örugga vörslu hluta og geymslu gagna um hluti skv. 1. mgr. og þjónustu og fjárfestingar þeim tengdar, svo og viðurlög og stjórnsýsluleg úrræði við brotum á lögum þessum.
     2.      Við 3. gr.
              a.      2. tölul. falli brott.
              b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Útflutnings-, innflutnings-, þjónustu- og fjárfestingaleyfi samkvæmt lögum þessum, hér nefnd heimildir, geta verið almenn leyfi, heildarleyfi eða stök leyfi:
                a.     Almenn leyfi veita öllum aðilum heimildir gagnvart tilgreindum ríkjum, enda séu leyfisskilyrðin uppfyllt. Þau skulu birt í B-deild Stjórnartíðinda.
                b.     Heildarleyfi veita einum aðila heimildir, eftir tegundum eða flokkum, gagnvart einum eða fleiri tilgreindum lokaviðtakendum og/eða einu eða fleiri tilgreindum ríkjum.
                c.     Stök leyfi veita einum aðila heimildir gagnvart aðila í öðru ríki varðandi einn eða fleiri hluti, tegundir þjónustu eða fjárfestinga.
     3.      Við 4. gr.
              a.      Orðin „án leyfis ráðherra“ í fyrri málslið 3. mgr. falli brott
              b.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einungis má þó veita slíkt leyfi ef fyrir liggur að innflutningurinn eða viðkoman brjóti ekki í bága við alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að.
     4.      Við 6. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Ráðherra getur sett skilyrði í tengslum við útgáfu innflutnings-, útflutnings-, þjónustu- og fjárfestingaleyfa samkvæmt lögum þessum, þar á meðal varðandi upplýsingagjöf um sölukjör, greiðslukjör, lánskjör, flutningaleiðir, meðferð skjala og framlagningu vottorða um lokanotanda og/eða lokanot hluta og þjónustu.
     5.      Við 7. gr. Fyrirsögn greinarinnar verði: Varsla hluta og gagna.
     6.      Við 12. gr. Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Ráðherra getur veitt undanþágu frá banni sem er sett samkvæmt þessum lögum þegar gildar ástæður eru fyrir hendi.
     7.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.