Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 14. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1143  —  14. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um almenningssamgöngur.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Reyni Jónsson og Hörð Gíslason frá Strætó B/S og Auði Eyvinds og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Eyþingi, Flugstoðum ohf., Guðmundi Tyrfingssyni ehf., Hafnasambandi Íslands, Leið ehf., Reykjavíkurborg, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Siglingastofnun Íslands og Vegagerðinni.
    Frumvarpið varðar aðkomu opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, að skipulagi og eflingu almenningssamgangna til hagsbóta fyrir notendur og umhverfi.
    Fram kom að í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu væri unnið að langtímastefnumörkun um almenningssamgöngur sem kynnt yrði í 12 ára samgönguáætlun í haust.
    Nefndin leggur því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Steinunn Valdís Óskarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. maí 2010.Björn Valur Gíslason,


form., frsm.


Róbert Marshall.


Anna Margrét Guðjónsdóttir.Guðmundur Steingrímsson.


Árni Johnsen.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.Ásbjörn Óttarsson.


Ólína Þorvarðardóttir.