Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 308. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1186  —  308. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 1. júní.)



1. gr.


     2. mgr. 17. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Forstjórar og framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana skulu hafa samráð við faglega yfirmenn í heilsugæslunni þegar sérmál hennar eru til ákvörðunar.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.