Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 354. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Nr. 16/138.

Þskj. 1241  —  354. mál.


Þingsályktun

um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun.


    Alþingi ályktar að fela félags- og tryggingamálaráðherra að koma á fót notendastýrðri persónulegri aðstoð við fatlað fólk á Íslandi með það að markmiði að fatlað fólk geti almennt notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk. Ráðherra leggi fram tillögu að útfærslu á þjónustunni ásamt frumvarpi til nauðsynlegra lagabreytinga á haustþingi 2010.

Samþykkt á Alþingi 8. júní 2010.