Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 676. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1373  —  676. mál.
Tillaga til þingsályktunarum skipun nefndar sem kanni forsendur verðtryggingar á Íslandi.

Frá viðskiptanefnd.    Alþingi ályktar að fela efnahags- og viðskiptaráðherra að skipa nefnd sem kanni forsendur verðtryggingar á Íslandi, meti kosti og galla þess að dregið verði úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi og hvaða leiðir eru hagfelldastar í því skyni. Nefndin skoði á heildstæðan hátt áhrif verðtryggingar á lántaka og lánveitendur sem og áhrif hennar á virkni hagstjórnar og efnahagslegan stöðugleika almennt. Nefndin leggi fram tillögur til að draga úr umfangi verðtryggingar án þess að fjármálastöðugleika sé ógnað.
    Í nefndinni eigi sæti fulltrúar allra flokka á þingi auk eins fulltrúa efnahags- og viðskiptaráðuneytis og eins fulltrúa fjármálaráðuneytis. Efnahags- og viðskiptaráðherra skipi formann nefndarinnar og nefndin skili honum áliti sínu og tillögum fyrir lok árs 2010.